Tíminn - 17.01.1990, Síða 6
6 Tíminn
Títninn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
___Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Aöstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. ágúst hækkar:
Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Könnun Félags-
vísindastofnunar
Birtar hafa verið skýrslur um könnun á hús-
næðismálum íslendinga sem Félagsvísindastofnun
Háskóla íslands gerði sumarið 1988 að beiðni
Húsnæðisstofnunar ríkisins.
Skýrslur þessar eru í nokkrum heftum og mjög
fagmannlega frágengnar þar sem í hverju hefti er
greint frá úrvinnslu afmarkaðra þátta könnunarinn-
ar. Ekki verður í efa dregið að mikinn fróðleik er
að finna í þessum skýrslum. Eins og oftast hlýtur að
verða um félagsfræðilegar kannanir beindist þessi
könnun ekki eingöngu að efnislegu ástandi, heldur
felst í henni upplýsing um hugarfarsástand íslensks
almennings á þeim tíma sem könnunin átti sér stað.
Eins og fram hefur komið var þessi félagsfræði-
lega könnun gerð sumarið 1988. Hún er u.þ.b. eins
og hálfs árs gömul og lýsir þar af leiðandi hugarfars-
ástandi eins og það var á þeim tíma. Pá er þess að
minnast að efnahagslegt og pólitískt ástand í
landinu var með allsérstæðum hætti árið 1988. Má
með sanni segja að efnahagserfiðleikar framleiðslu-
atvinnuveganna væru þá í hámarki, þá var sýnt að
sjávarútvegsfyrirtæki voru víða að þrotum komin
og sum reyndar stöðvuð vegna rekstrartaps og
vonleysis um úrbætur.
Sumarið 1988 ríkti auk þess vont stjórnmálaá-
stand, ekki vegna þess að sitjandi ríkisstjórn hefði
ekki nægilegt þingfylgi. Ríkisstjórnin sem var undir
forsæti Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðis-
flokksins, naut meira þingfylgis en dæmi eru um í
íslenskri þingræðissögu í 86 ár. En geta þessarar
ríkisstjórnar var í öfugu hlutfalli við þingfylgið, svo
að af sjálfu sér leiddi að stjórnarsamstarfið hlaut að
bresta - sem það gerði nokkrum vikum eftir að
könnun Félagsvísindastofnunar var gerð í hápunkti
stjórnmálalegs og efnahagslegs vonleysis sem ríkti
í landinu sumarið 1988, en umfram allt í sjávarpláss-
um úti um land. En samkvæmt fréttum á það að
vera ein meginniðurstaða þessarar könnunar að þar
sé fólk óánægðast allra landsmanna með tilveru
sína.
Ekki er það tilgangurinn með þessum ábending-
um um ástand í þjóðmálum 1988 að gera lítið úr
könnun Félagsvísindastofnunar. Það er heldur ekki
markmiðið að halda því fram að ekki séu veilur í
byggðastefnu íslendinga, hvað þá að ekki sé að
finna meðal landsbyggðarfólks óánægju sem á sér
aðrar orsakir en vonda stjórnarforystu sjálfstæðis-
manna 1987-1988. En við túlkun á þessari könnun,
þá lærdóma sem menn vilja draga af henni, er skylt
að þekkja efnahags- og stjórnmálaástandið á
könnunartímanum. I könnun af þessu tagi snýst allt
um hugarástand fólks á ákveðnu augnabliki, hún er
í rauninni skoðanakönnun fremur en félagsleg
rannsókn í víðum skilningi. Þess vegna er varlegast
að draga ekki of afgerandi ályktanir af þessari
könnun um hvaðeina sem þar er að finna. Þessi
skýrsla er góð svo langt sem hún nær, en heldur ekki
meira.
Miðvikudagur 17. janúar 1990
GARRI
Deilt um svalir
Um þessar mundir er deilt um
endurskipulagningu á áhorfenda-
sal Þjóðleikhússins. Fyrir nokkru
var talið að húsið væri að hruni
komið, en nú virðist sem það ætli
að láta bíða að hrynja, en í staðinn
skal tekið til við að nema burtu
neðri svalir og auka brattann í
áhorfendasal sem því nemur. Þetta
eru í meira lagi skrítnar tilfæríngar,
en eru sagðar nauðsyn til að auka
sambandið á milli leikara og áhorf-
enda, en talið hefur veríð við þá
uppríijun sem fram hefur veríð
með gífurlegum hönnunarkostnaði
og atvinnubótavinnu, að á sumum
stöðum í sal Þjóðleikhússins horfi
áhorfendur sex metra yfir Ieikar-
ana. Sýndist þá ódýrara að láta þá
leika á stultum, en slík leiktæki
voru flutt inn fyrír nokkrum árum
og þykja afbragð.
Listaverk eru friðhelg
Nú hefur Morgunblaðið skrifað
forystugrein til vamar Þjóð-
leikhúsinu, og lýst því yfir að húsið
sé listaverk eftir Guðjón Samúels-
son, og vitnar í þvi efni til greinar
eftir Hörð Bjarnason, fyrrum
Húsameistara ríkisins og sam-
starfsmanns Guðjóns. í lok for-
ystugreinar segir Morgunblaðið:
„Ahorfendasalur Þjóðleikhúss-
ins og umhverfi hans er kjami
þessa húss. Honum á að halda eins
og húsameistari gekk frá honum,
svo merkur arkítekt sem hann var.
Listaverk em friðhelg.“
Þetta viðhorf kom fram í Tíman-
um strax og fréttist um fyrirhugað-
ar breytingar á áhorfendasal. En'
nú virðist menntamálaráðherra
vera orðinn þess sinnis, að nauð-
synlegt sé að rífa svaliraar, og er þá
ekki að sökum að spyrja. I ræðu
sem hann flutti nýlega í Þjóð-
leikhúsinu taldi hann að fjárveit-
ingar til annarra og sjálfsagðra
lagfæringa á húsinu væra í hættu,
yrðu svalimar ekki rífnar, og hvatti
til samstöðu. Menn geta sem sagt
valið um; annað tveggja að húsið
hrynji eða rífa svalimar og er
hvorugur kosturínn góður.
Tískukóngur og
sérviskan
Bent hefur veríð á að síðan
Borgarleikhúsið var tekið í notkun,
en þar hefur aðsókn verið litil, hafi
þessi umræða um brattan áhorf-
endasal í Þjóðleikhúsinu hafist.
Hún er því lítið annað en tískufyr-
irbærí, sem hefur sýnt sig að gerír
lítið gagn hvað varðar aðsókn að
leikhúsi. Tískukóngur, eins og rit-
stjóri Alþýðublaðsins, segir í blaði
sínu: „Þær mótbárar sem enn
standa í vegi fyrír endanlegri
ákvarðanatöku um framkvæmdir
era bæði óhyggilegar og einkenn-
ast af íhaldssamri viðkvæmni og
sérvisku.“ Hann segir ennfremur
að það sé athyglisvert, fyrst fjár-
veiting sé fengin, að deilt skuli um
hvort nýta eigi hana eða ekki. En
auðvitað gildir Ijárveitingin fyrir
aðrar breytingar á húsinu, og ætli
þeir í atvinnubótavinnunni hafi
gert svo nákvæmar áætianir að
veiti af svalapeningunum til
greiðslu á umframkostnaði. Þá seg-
ir fjárveiting til breytinga á lista-
verki ekkert til um nauðsyn breyt-
inganna.
Aðsókn og skíðabrekkur
Brynja Benediktsdóttir, leikari
og leikstjóri, hefur bent á það af
mikilli kurteisi, að aðsókn að leik-
húsi fari ekki eftir hallanum á gólfi
áhorfendasalar, heldur eftir þeim
áhuga sem leikhús getur vakið með
viðfangsefnum sínum. Öryggi er
lítið að hafa í leiklist eins og öðram
listum, en fólk gerír væntanlega
eins og það getur. Því er eðlileg að
því finnist sérkennilega að málum
staðið, að fjármunum skuli eytt í
að rífa listaverk í stað þess að eyða
þeim fjármunum í að gera leikur-
um fært að skapa betrí list. Þetta
mál, að rífa neðrí svalir í áhorf-
endasal og fá með þvi þokkalegan
skíðabrekkuhalla á gólfið, er
eitthvað utan og ofan við þann
skilning, sem gildir um rekstur
leikhúsa. Áhorfendur sjá og heyra
það sem þeir vilja heyra, hvort sem
þeir sitja í miklum halla eða Iitlum,
og kúnstir teiknara og atvinnu-
bótamanna, sem gera út á hönnun-
arkostnað, breyta þar engu um.
Sjálfsagt er að gera allar þær
lagfæringar á húsinu, sem þörf er
fyrír og bent hefur veríð á. Að
öðra leyti á að láta listaverk Guð-
jóns Samúelssonar í fríði. Við get-
um ekki átt það á hættu, að hvert
einasta tískufyrírbæri kosti breyt-
ingar á þjóðminjum okkar og lista-
verkum í framtíðinni, aðeins ef
einhverjum dettur í hug að lista-
verkin eigi að vera hinsegin breyt-
inganna vegna. Skíðabrekkur okk-
ar eru t.d. í Bláfjöllum og þar
koma þær að notum. Brekkulistir
hefur Þjóðleikhúsið aftur á móti
ekkert með að gera. Garri
llllllllllllllllllllllllllll VITTOGBREITT
Tenórar byggðaröskunar
Mikil byggðaröskun og þjóð- ,
flutningar eiga sér stað um allan '
heim. Víða er litið á þetta sem ,
vandamál og reynt að sporna við
þróun sem oft tengist tæknifram-
förum svokölluðum og breyttum
atvinnu- og lifnaðarháttum.
í löndum þar sem búsetubreyt-
ingar þykja ekki æskilegar nema í
hófi og ekki er hægt að koma við
átthagafjötrum einræðisstjórna er
ráðist gegn vandanum með einföld-
um aðgerðum, sem embættismenn
og stjórnmálamenn kalla t.d.
byggðastefnu og einkennist af
fjárframlögum. Þetta er kallað
stuðningur við atvinnulíf eða sam-
göngubætur eða aukin þjónustu-
starfsemi og á að snúa þróun í
æskilega farvegi.
En það er aldrei athugað hvað
það er í raun sem laðar fólk úr
afskekktu strjálbýli í þéttbýli.
Norðmenn hafa veitt ómældum
fjármunum til að halda við byggð í
norðlægari byggðalögum landsins,
sem er langt og mjótt eins og sést
á landakortum og nær yfir marga
breiddarbauga. En allt kemur fyrir
ekki, fólkið streymir suður.
Frjóum skoðanakönnuði datt í
hug að spyrja Norðlendingana sem
fluttir voru suður hvað hefði dregið
þá svo langt frá átthögunum. Auð-
vitað voru ástæður margar, en
númer eitt voru veðurfréttirnar í
sjónvarpi. 7 stig í Norður-Noregi
en 23 stig í Osló og sífelldar
myndasýningar á léttklæddu fólki í
gróðursæld.
Einhver munur en í kalsanum og
fásinninu fyrir norðan. Áður vissi
fólk vel um muninn á meðalhitan-
um, en hann varð fyrst sýnileg
staðreynd með tilkomu sjónvarps,
og fólkið flutti í veðursældina.
Tilvistarvandinn
hér og þar
Annað lag er á fslandi og breidd-
arbaugar færri en í Noregi. Samt
eru miklir búferlaflutningar, aðal-
lega suður þar sem eitthvað dregur
og laðar annað en hlýrri veðrátta.
f þessu skoti hefur áður verið á
það minnst að líkast til er það
samanburðarfræðin sem þar ræður
mestu. Sveitarstjórnarmenn og
aðrir stjórnmálamenn eru fremstir
í flokki að sannfæra fólk um að það
sé svo erfitt að búa úti á landi,
launin lág, afkoman slæm, öryggið
ekkert, þjónustan afleit og tilvist-
arvandi hvert sem litið er.
Þá er nú einhver munur að búa
í þéttbýlinu fyrir sunnan við kjöt-
katla stjórnsýslunnar og svalla í
þjónustu, skemmtunum og menn-
ingu, svo ekki sé talað um háa
kaupið og hagstætt fasteignaverð -
fyrir þá sem selja.
Þeir tenórar byggðastefnunnar
sem sífellt eru að gera óraunhæfan
samanburð á búsetu milli lands-
hluta eru í hugsunarleysi sínu dygg-
ustu smalar sem reka flóttann úr
flestum landshlutum á höfuðborg-
arsvæðið.
Þjónustubrögðin og nábýlið við
stjórnsýsluna í henni Reykjavík er
kannski ekki alltaf eins eftirsóknar-
vert og af er látið og víst er
lífsbaráttan hörð hjá mörgum sem
hrekjast um í ótryggri atvinnu og
enn ótryggari okurleigu.
Skoðanakönnunin sem sýnir að
verulegur hluti íbúa smærri þétt-
býlisstaða vildi suður ætti að íeiða
hugann að því hvað það er sem
fólk er að flýja og hvers það væntir
á höfuðborgarsvæðinu sem flestir
vilja til.
Ekki er nóg að kveða upp ein-
hverja sleggjudóma um að hlúa
beri að atvinnu, þjónustu og sam-
göngum til að valda æskilegri hug-
arfarsbreytingu og þar með stöðva
búseturöskunina.
Einu sinni áttu félagsheimili að
leysa allan svona vanda, síðar
togarar og heilsugæslustöðvar og
nú síðast auðveldari samgöngur og
lausnarorðið er jarðgöng.
Einnig er farið að nefna fjöl-
breyttari atvinnutækifæri, eins og
það er kallað, til að stöðva fólks-
flótta.
Verðmætasköpun Vestfirðinga
og Austfirðinga stendur vel undir
kostnaði við samgöngubætur og
eflingar þeirrar þjónustu sem við
verður komið. Því er engin eftirsjá
af framlögum til samgöngubóta
eða annarra útbóta sem gera bú-
setu fýsilegri.
En renna menn ekki blint í
sjóinn þegar verið er að ákveða
hvort framlög til þessarar aðgerðar
eða hinnar geri yfirleitt nokkra
stoð?
Leita þarf svara við rétt fram
settum spurningum til að komast
að raunverulegum orsökum bú-
seturöskunar, en hætta að setja
fram stórkallalegar yfirlýsingar um
að fjármagnsaustur út og suður
leysi allan vanda.
Og enn þarf vel að vanda til
athugunar á því hvort byggðarösk-
un sé endilega ávallt af hinu illa.
OÓ