Tíminn - 24.01.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.01.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 24. janúar 1990 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: TomasTranströmer hlýtur verðlaunin í gær var tilkynnt að sænski rit- höfundurinn Tomas Tranströmcr hlyti bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs 1990 fyrir Ijóðasafnið: „För levande och döda“. Verðlaunin jafngilda um 1,4 millj- ónum íslenskra króna og verða af- hent á 38. þingi Norðurlandaráðs. Forseti Norðurlandaráðs afhendir verðlaunin í Borgarleikhúsinu í Reykjavík 28. febrúar næstkom- andi. Dómnefndin færði eftirfarandi rök fyrir ákvörðun sinni: „Með skáldlegu og hnitmiðuðu tungutaki, þar sem hann upplifir heiminn sem eina heild, bregður hann ljósi á duldar víddir tilverunnar og tak- markalausa möguleika mannsins." Fulltrúar íslands í dómnefndinni eru rithöfundarnir Jóhann Hjálm- arsson og Sveinn Einarsson. Af íslands hálfu voru tilnefnd verkin „Dagur af degi“ eftir Matthías Jo- hannessen og „Gunnlaðar saga“ eftir Svövu Jakobsdóttur. SSH Grunnskólinn á Hvammstanga. Mynd öþ. Framkvæmdir á vegum Hvammstangahrepps á liðnu ári: Hafnarbætur og lokið við stækkun grunnskóla „Stærstu framkvæmdir á liðnu ári á vegum Hvammstangahrepps voru á sviði hafnarbóta. Það var steyptur nýr veggur sunnan á norðurgarðinn sem var orðinn mjög illa farinn, einnig var gerður skjólgarður fyrir smábáta þar sem fyrirhugað er að komið verði fyrir flotbryggju," sagði Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga þegar fréttamaður kom við á skifstofu hans fyrir skömmu. „Einnig má nefna að við lukum viðbyggingu við grunnskólann og tókum hana í notkun auk þess var unnið við að steypa gangstéttir og holræsi lagfærð. Hvað þetta ár varð- ar verður að öllu óbreyttu ráðist í vatnsveituframkvæmdir. Þar verður' um verulega framkvæmd að ræða, við þurfum að leggja 10-12 km langa vatnslögn hér upp í fjall og kostnað- ur við þetta er áætlaður 18 milljónir króna. Þrátt fyrir að við hér á Hvammstanga búum undir Vatns- nesfjalli er frekar erfitt um kalt vatn hér þannig hefur stöku sinnum borið á vatnsskorti yfir vetrartímann. Einnig er líklegt að eitthvað verði um framkvæmdir við gatnagerð auk hins almenna viðhalds sem ávallt þarf að sinna,“ sagði Þórður Skúla- son að lokum. Ö Þ. Stykkishólmur: Lögreglu fundið annað húsnæði Lögreglustöðinni í Stykkishólmi verður lokað næstkomandi fimmtu- dag að kröfu Vinnueftirlits ríkisins. Um þetta mál spunnust umræður á Alþingi í fyrradag, er Eiður Guðna- son fór fram á umræður utan dag- skrár um það. Sagði hann m.a. að þrátt fyrir ítrekanir Vinnueftirlitsins um úrbæt- ur þá hafi þær engar verið gerðar. Hann spurði dómsmálaráðherra til Lánskjaravísitala Seðlabankinn hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir febrúar 1990. Lánskjaravísitala 2806 gildir fyrir febrúar 1990 Hækkun lánskjaravísitölu frá mánuðinum á undan varð 1 ,?6%. Umreiknuð til árshækkunar hef- ur breytingin verið sem hér segir: Síðasta mánuð 16,3%' Síðustu 3 mánuði 17,9% Síðustu 6 mánuði 20,4% Síðustu 12 mánuði 21,1% hvaða ráðstafana yrði gripið, til að halda mætti uppi eðlilegri starfsemi löggæslu eftir að húsinu hefur verið lokað. Óli Þ. Guðbjartsson dómsmála- ráðherra sagði að ráðuneytinu væru ágallar á lögreglustöðinni ljósir og allt frá árinu 1983 hafi verið kannaðir möguleikar á lausn málsins. Rætt hafi verið um að kaupa eða leigja hentugt húsnæði, en ekkert slíkt fundist og teldi ráðuneytið hentugast að byggja hús yfir starfsemina, sem hýsi þá jafnt lögreglustöð og sýslu- skrifstofu. Fjárveitingu til þessa verkefnis sagði Óli að hafi verið hafnað hjá fjárveitinganefnd í gegn- um árin. Nú væri ætlunin að leysa málið til bráðabirgða, á meðan nýtt hús hefur ekki verið byggt, með leigu á húsnæði sem fullnægir þó ekki öllum þörfum lögreglu. Verður m.a. að nýta fangageymslur á Grundarfirði. Óli sagði að enn vant- aði fjárveitingu frá Alþingi til þessa verkefnis svo að hönnun og bygging gæti farið fram. -ABÓ Nordjobb: Búist við 100 manns Reiknað er með að um hundr- að norræn ungmenni komi til starfa hér á landi á vegum Nord- jobb 1990 og að álíka fjöldi íslenskra ungmenna fari til starfa á öðrum Norðurlöndum. Fimm ár eru liðin síðan Nordjobb hóf starfsemi sína, en það er sam- starfsverkefni Norðurlandanna sem hefur það að markmiði að kynna ungu fólki á aldrinum 18-26 ára þá kosti og þau tækifæri sem felast í samningum Norður- landanna um frjálsan vinnumark- að. Þau störf sem bjóðast eru á sviði iðnaðar, þjónustu, landbún- aðar, verslunar o.fl. og bæði miðuð við faglært og ófaglært fólk. Launakjör eru þau sömu og goldin eru fyrir viðkomandi störf í því landi sem starfað er í og skattar eru greiddir samkvæmt sérstökum samningum við skatt- ayfirvöld í hverju landi. Á íslandi er það Norræna fé- lagið sem sér um Nordjobb-at- vinnumiðlunina en í því felst að félagið veitir allar upplýsingar. ________ -EÓ Rás 1 ---- Rás 2 * Bylgjan *°" Stjarnan —~ Ell Emm <> Aöalstööln Útvarpshlustun 12 janúar 1990 SUÐVESTURHORNIÐ, AKUREYRI OG SUÐURLAND Gallupkönnun á útvarpshlustun í janúar: Lítið hlustað í hlustendakönnun sem gerð var fyrir íslenska útvarpsfélagið dag- ana 12. og 13. janúar kemur fram að Rás 2 og Bylgjan virðast njóta álíka mikilla vinsælda þegar spurt var á hvaða útvarpsstöð menn hlustuðu jafnan mest. Það voru 25,5% sem kváðust mest hlusta á Rás 2, 24,2% kváðust mest hlusta á Bylgjuna og 22,7% sögðust hlusta mest á Rás 1. Þetta gildir um hlustunarsvæði allra þessara stöðva. Hinar stöðvarnar þrjár er verulega minna hlustað á. Könnun- in er unnin af Gallup og var úrtakið 850 manns á aldrinum 15-70 ára af hlustunarsvæðum á suð-vestur- horninu þar sem stöðvarnar nást allar og á Akureyri. Það vekur athygli í þessari könn- un að hlustun á einstakar útvarp- stöðvar virðist ekki vera mikil. Mest varð hlustunin á milli kl 19:00 og 20:00 en fyrri hluta þess klukku- tíma eru kvöldfréttir Rásar 1 á dagskrá, en þá hlustuðu 12% úr- taksins. Raunar eru rásir 1 og 2 samtengdar í kvöldfréttum og 9% sögðust hafa verið að hlusta á Rás 2 þannig að um 21% úrtaksins hlustaði á þennan dagskrárlið ríkis- útvarpsins og er það tæplega helm- ingi fleiri en hlustuðu á þann dagskrárlið hjá útvarpsstöðvunum sex sem næstur kom, en það var Þjóðarsálin á Rás 2. Á hana hlust- uðu 11% úrtaksins. Hádegisfréttir ríkisútvarpsins á Rásum 1 og 2 fengu samtals um 13% hlustun miðað við þessa könnun, en þó er líklegt að mælingaraðferðin sem notuð er sýni verulega minni hlust- un á fréttatíma RÚV. Ástæðan er sú að hlustunartímabilin sem mæld eru, eru heilar klukkustundir, þannig að þegar hlustunin er í hámarki í stuttan tíma, t.d. á fréttirnar, draga þeir, sem ekki hlusta á þessar stöðvar fyrir fréttir og slökkva strax að fréttum loknum, niður hlustunartöluna þó þeir hafi verið spurðir um hlustun innan þess klukkutíma sem um ræðir. Að teknu tilliti til þess að aðferðin dregur úr þessum hlustun- artoppum, gefur mælingaraðferðin glögglega til kynna hver hlustunin er á stöðvarnar yfir daginn. Hlust- unin rokkar frá því að vera engin á milli kl 8:00 og 9:00 á útvarpstöð- inni Effemm og upp í að vera 12% eins og áður segir á milli kl. 19:00 og 20:00 á Rás 1. Sáralítil kvöld- hlustun reyndist á öllum stöðvun- um. Effemm náði mest 3% hlustun um miðjan daginn miðað við heilan klukkutíma. Aðalstöðin náði mest 1% hlustun sem virðist jöfn allan daginn. Stjarnan náði mest 2% sem hélst í 5 klukkutíma síðdegis. Bylgjan náði mest 9% hlustun milli kl. 14:00 og 15:00 í þætti Valdísar Gunnarsdóttur. Annars er Bylgjan í kringum 6 prósenta markið lung- ann úr deginum en fellur síðan eftir kl. 18:00. Á Rás 1 virðist hlustunin vera nokkuð jöfn yfir daginn og fram að kvöldfréttum og er um 3-4% miðað við heila klukkutíma. Rás 2 er á bilinu 4-6% fram að Dagskrá dægurmálaút- varps kl 16:00, en þó með þeim undantekningum að á milli kl. 8:00 og 9:00 á morgnana kemst hlustun- in í 8% hjá morgunútvarpinu. Eftir kl. 16:00 kemst Rás 2 í 7% hlustun fram til kl 18:00 og síðan í hámark sitt með Þjóðarsálinni á milli kl. 18:00 og 19:00 eða 11% hlustun. Ástæða þess að tölur um hlustun eru lægri í þessari könnun en mörgum fyrri könnunum er sú að hér eru prósentutölur miðaðar við raunverulega hlustun, þ.e. hlutfall af úrtaki en ekki einungis teknir þeir sem voru að hlusta á útvarp og dreifing hlustunarinnar á þá sem á annað borð voru að hlusta. Lang stærsti hópurinn, eins og línuritið gefur til kynna eru þeir sem ekki eru að hlusta á útvarp. - BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.