Tíminn - 24.01.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.01.1990, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 24. janúar 1990 Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnan: Gulræturnar fóru vel í TonyAdams Frá Ingvarí Þórdarsyni á Highbury: Uppselt var á leik Arsenal og Tottenham og þúsundir æstra áhang- enda var vísað kurteislega frá af kvenlögregluþjónum á hestum. Á meðan fór fram mjög harður og spennandi leikur eins og sjónvarps- áhorfendur sáu. Það var sjaldséð mark frá varnar- manninum Tony Adams á 63. mín. sem gerði út um leikinn og heldur í von Arsenal um að titillinn verði áfram á Highbury. Markið var kær- komin uppreisn fyrir Adams sem hafði sætt aðkasti frá aðdáendum Tottenham og var m.a. grýtt í hann gulrótum og fleira góðgæti. Mikil fagnaðarlæti urðu á Highbury (nema hjá Spurs aðdáendum) enda sigur í þessum Derby-leikjum ekkert smá mál fyrir liðin. Það sagði mér gamall Arsenal aðdáandi sem ég hitti á leiknum að það hefði verið svo sem ágætt að vinna titilinn í fyrra en best væri alltaf að vinna Tottenham. Hvorki Siggi né Guðni voru með í leiknum og voru það mikil vonbrigði. Guðni spilaði með varaliðinu í 1-3 tapleik á móti Millwall, um þann leik vildi Guðni sem minnst ræða, nema að það hefði verið leikin ensk knatt- spyrna eins og hún gerist verst, harður bolti og kýlingar út í loftið. Annars var Guðni hress og ákveðinn í að komast í aðalliðið sem fyrst. Síðustu fréttir herma að Pat Van den Hauwe sé meiddur og eykur það líkur Guðna á því að komast í aðalliðið á miðvikudaginn þegar Tottenham mætir Þorvaldi og félög- um í Nott.Forest í bikarkeppninni. Þorvaldur var með Nott.Forest í sigurleiknum á móti Derby og fékk ágætis dóma hjá ensku pressunni. Ekki náðist í Sigurð Jóns. en þau ummæli sem undirritaður fékk hjá stuðningsmönnum Arsenal voru mjög jákvæð og virðist hann vera vinsæll hjá þeim. Arsenal hefur á að skipa mjög breiðum og góðum hóp af leikmönnum og hefur Siggi ekki enn náð að festa sig í sessi í byrjun- arliðinu, en hans tími kemur. All- tjent virtist það vera skoðun þeirra ensku blaðamanna sem ég ræddi við. IÞ l.deild: Arsenal-Tottenham . 1-0 Aston Villa-Southampton . 2-1 Chelsea-Charlton 3-1 Crystal Palace-Liverpool . 0-2 Derby-Nott. Forest.. 0-2 Everton-Sheff. Wed. 2-0 Luton-Q.P.R. 1-1 Manch. City-Coventry . 1-0 Millwall-Wimbledon 0-0 Norwich-Manch. i Utd. 2-0 Liverpool ... 24 13 7 4 48-25 46 Aston Villa . 24 13 7 4 48-25 46 Arsenal .... 23 13 3 7 38-24 42 Nott. For. . . . 23 10 6 7 34-23 36 Southton . . . 23 9 8 6 45-38 35 Chelsea .... 23 9 8 6 37-33 35 Everton .... 23 10 5 8 31-28 35 Norwich .... 23 9 7 7 28-23 34 Tottenham . 23 9 6 8 32-30 33 Derby 23 9 5 9 29-21 32 Wimbledon . 23 7 10 6 26-25 31 Coventry ... 23 9 4 10 18-29 31 Q.P.R 23 7 9 7 26-26 30 Manch. City . 23 7 5 11 25-37 26 Cr. Palace .. 23 7 5 11 26-46 26 Sheff. Wed . 24 6 7 11 20-34 25 Manch. Utd . 23 6 6 11 27-33 24 Millwall .... 23 5 8 10 29-39 23 Luton 23 4 10 9 25-33 22 Charlton ... 23 3 7 13 18-34 16 Markahæstir: David Platt, Aston Villa........18 Ian Rush, Liverpool.............18 Dean Saunders, Derby............17 Rod Wallace, Southampton .......16 John Barnes, Liverpool..........15 Kerry Dixon, Chelesa ...........15 Gary Lineker, Tottenham.........15 Matthew Le Tissier, South.ton ... 14 2. deild: Barnsley-Plymouth......... 1-1 Boumemouth-Ipswich...........3-1 Leeds-Stoke .................2-0 Leicester-Watford .......... 1-1 Oldham-Newcastle ........... 1-1 Oxford-Blackbum ............ 1-1 Portsmouth-Bradford .........3-0 Port Vale-Brighton ..........2-1 Sheff. Utd.-Middlesboro .....1-0 Sunderland-W.B.A.............1-1 West Ham-HuU................ 1-2 Wolves-Swindon ..............2-1 Vamarmaðurinn og markaskorarinn Tony Adams sér við hinum hæffufega sóknarmanni Tottenham Gary Lineker í leiknum á laugardag. PáU Kolbeinsson reynir að komast framhjá Einari Ólafssyni Valsmanni í leiknum í gærkvöldi. Tímamynd Pjetur. Körfuknattleikur: Valur sýndi KR mótspyrnu KR-ingar voru ekki sannfærandi í gærkvöld er þeim tókst að vinna sigur á Valsmönnum 65-69 á Hlíðar- enda. Leikurinn var frekar Ula leik- inn og lítið spennandi þrátt fyrir að lokamunurinn væri aðeins 4 stig. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, en þó ávallt KR-ingar sem leiddu. í leikhléinu höfðu KR-ingar yfir 35- 39. Hvort lið bætti síðan 30 stigum í sarpinn í síðari hálfleik, sem þróað- ist þannig að KR-ingar náðu þegar 10 stiga forystu 35-45. Valsmenn náðu að minnka muninn mest í 3 stig 58-61 þegar rúmar 4 mín. voru til leiksloka. KR-ingar voru ekki lengi að komast 7 stigum yfir og sigur þeirra var aldrei í hættu. Lokatölur voru 65-69. Hvorugt liðið náði að sýna góðan leik og nokkurs áhugaleysis gætti hjá leikmönnum. Hittni beggja liða var slök, en á móti kom að varnarleikur- inn var ágætlega lcikinn. Hjá Valsmönnum var Chris Ber- ends sem fyrr aðalmaðurinn, en Ragnar Þór Jónsson sýndi góð tilþrif á köflum. Hjá KR var Sovétmaður- inn Anatolij Kovtoun mjög skæður í fyrri hálfleik og skoraði þá 20 stig, en hann skoraði ekki stig í síðari hálfleik. Axel Nikulásson og Páll Kolbeinsson léku vel, en aðrir léku undir getu. Stigin Valur: Behrends 30, Svali 10, Ragnar 9, Matthías 8, Einar 4, Björn 3 og Aðalsteinn 1. KR: Kovto- un 20, Axel 14, Guðni 8, Gauti 7, Páll 6, Birgir 6, Lárus 4 og Matthías 4. BL Körfuknattleikur - Úrvalsdeild: Grindvíkingar sterkari Grindvíkíngar sigruðu Tindastól með 62 stigum gegn 55 fyrir norðan í gærkvöld. Fyrri hálfleikur er einn sá slakasti sem undirritaður minnist að hafa séð, bæði lið gerðu sig sek um aragrúa af mistökum auk þess sem dæmalaus óheppni með körfu- skotin elti bæði liðin. Staðan í leik- hléi var 31-19 fyrir gestina. UMFG náði strax í upphafi leiks forystu og eftir 10 mín. var munurinn orðinn 10 stig og hélst svipaður munur út hálfleikinn. Tindastóls- menn virkuðu mjög taugaóstyrkir á þessu tímabili og skoruðu ekki í langan tíma allt þar til Sverrir gerði 4 stig nánast upp á sitt eindæmi. Guðmundur Bragason var hinsvegai íslenskar getraunir: 857 vinningshafar í 3. leikviku Úrslit í ensku knattspyrnunni um síðustu helgi í ensku knattspyrnunni komu íslenskum tippurum greini- lega ekki mikið á óvart því ekki hafa fleiri vinningsraðir komið fram í háa herrans tíð. Alls komu fram 857 raðir með 11 eða 12 réttum, 50 voru með 12 rétta og 807 með 11 rétta. Potturinn, sem var sprengipottur með 3.261.860 kr. skiptist þannig milli vinningshafanna að hver röð með 12 réttum gaf af sér 45.666 kr. og hver röð með 11 réttum gaf 1.212 kr. Úrslitaröðin var þessi: 111, 221, xlx, xxl. BL atkvæðamestur gestanna og gerði 14 stig. Svo virtist sem varnarleikur Grindvíkinga, sem léku vörnina mjög framarlega, hafi ruglað alger- lega sóknarleik heimaliðsins. Það var mun sprækara Tindastóls- lið sem hljóp inn á völlinn eftir hléið, vörnin fór nú að hirða fráköst og hittnin var allt önnur. Þar munaði mestu að Sturla Örlygsson fann nú leiðina að körfunni og gerði hvert stigið af öðru hinsvegar reyndist forskot Grindvíkinga of mikið. Tindastóll saxaði smámsaman á fors- kotið þar til munurinn var aðeins 4 stig þá varð Sverrir að fara af leikvelli með 5 villur og gestirnir náðu að snúa leiknum sér í hag á ný og ná 10 stiga forskoti og þrátt fyrir hetjulega baráttu og mikil hvatning- arhróp á loka mínútunum tókst heimaliðinu ekki að vinna muninn upp. Það gekk flest á móti heimamönn- um í þessum leik auk þess sem eitthvert slen virtist yfir liðinu. Sverrir var einn jafnbesti maður liðsins en bæði Sturla og Valur voru mistækir. Stigin skoruðu Valur 15. Sturla 14. Björn 10. Sverrir 6. Stefán 5. Ólafur 4 og Pétur 1. Hjá Grindavík átti Hjálmar mjög góðan dag og dreif félaga sína vel áfram einnig var Davis góður í síðari hálfleik og hirti mikið af fráköstum. Stigin Davis 17. Guðmundur 16. Hjálmar 10. Rúnar 9. Marel 6. Bergur 3 og Guðlaugur 1. Dómarar voru Kristján Möller og Leifur Garðarsson. Ö.Þ. h h! Laugardagur kl.14:55 4. LEIKVIKA- 27. jan. 19891111« 1 X m, Leikur 1 Arsenal - Q.P.R. Leikur 2 AstonVilla - PortVale Leikur 3 Barnsley • Ipswich Leikur 4 Blackpool - Torquay Leikur 5 Bristol City - Cheisea Leikur 6 C. Palace - Huddersfield Leikur 7 Oldham - Briqhton Leikur 8 Reading - Newcastle Leikur 9 Rochdale - Northampton Leikur 10 Southampton - Oxford Leikur11 W.B.A. - Charlton Leikur 12 Birmingham - Shrewsbury * Símsvarl hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002 Leikur 1-11 úr 4. umf. FA-bikarkeppninnar, en leikur 12 * er úr 3. deildinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.