Tíminn - 24.01.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.01.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. janúar 1990 Tíminn 3 Steingrímur Hermannsson. Kjarasamningar til umræðu á ríkisstjórnarfundi: Ekkert svigrúm Kjarasamningaviðræður aðila vinnumarkaðarins komu til umræðu á fundi ríkisstjómarinnar í gærmorg- un. Að sögn Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra var farið al- mennt yfir stöðuna og reynt að gera sér grein fyrir hver hún væri. „Staðan var rædd með tilliti til þess að í ríkissjóð er ekkert að sækja að þessu sinni,“ sagði Steingrímur. Er talið að ríkisstjómin þurfi eitthvað að koma inn í samningana, til að liðka fyrir? „Ríkissjóður hefur ekkert bolmagn til þess og getur í raun lítið sem ekkert orðið, nema menn vilji hækka skatta á móti,“ sagði Steingrímur. Engin beiðni hefur komið frá aðilum vinnumarkaðarins um aðild ríkisstjórnarinnar að samningamál- um. Steingrímur sagði að ef aðilar að kjarasamningum óskuðu eftir við- ræðum við ríkisstjómina, þá yrði vissulega orðið við því. Ef einhverjar kröfur væm, þá yrði að ræða þær sagði forsætisráðherra, en benti á að staðreyndin væri sú að svigrúmið væri ekkert. -ABÓ Skemmtanir og læknisvitjanir aðalerindi landsbyggðarmanna til Reykjavíkur: Innkaupaferðir til borgarinnar fátíðar Skemmtiferð og/eða heimsókn til vina og ættingja er oftast aðalástæöan fyrir Reykjavíkurferð fólks úti á landi, sam- kvæmt könnun sem um tugur nemenda í raunvísindadeild Háskólans gerði í desember s.l. á sex þéttbýlisstöðum á landinu. Næst algengasta erindi landsbyggðafólks er að leita læknis/tannlæknaþjónustu. Frá Selfossi og Akranesi er sá hópur stærstur sem heimsækir höfuðborgina mánaðarlega, frá Patrcksfirði, Akureyri og Höfn fjórum sinnum á ári, en algengast er að Seyðfirðingar fari einu sinni á ári til höfuðborgarinnar. Lundsmeðaltal miðað við niðurstöðu af könnun á sex stöðum á landinu. Efra línuritið sýnir svör fólks um hve oft á ári það farí til Reykjavíkur og hið neðra aðalmarkmið ferðarinnar. Að Selfyssingum frátöldum var fremur fátítt að verslun væri aðaltil- gangur Reykjavíkurferða og þeim mun síður sem fólk býr lengra frá borginni. Einna helst er að fólk kaupi sér fatnað og skó í Reykjavík. Svipað gilti um jólainnkaupin; fáir höfðu/hugðust gera þau í Reykjavík, utan drjúgur hluti fólks á Selfossi og rúmlega fimmti hver Hornfirðingur. Af hverju Selfyssingar? Athygli vekur sá mikli munur sem fram kom í svörum fólks frá Akra- nesi annars vegar og Selfossi hins vegar, þegar haft er í huga hve Reykjavíkurferðir eru auðveldar frá báðum þessum stöðum. Af svörum fólks á Selfossi má ætla að verslanir á Suðurlandi missi töluverð viðskipti „suður“. Fólk á Selfossi fer að jafnaði mánaðarlega eða meira til Reykjavíkur, þar af í þriðja hvert skipti fyrst og fremst í verslunarferð. Jólainnkaup ætluðu sömuleiðis um 40% þeirra að gera í Reykjavík. Fólk á Akranesi fer hins vegar lang oftast „suður“ til að skemmta sér. Aðeins um 10% ferða frá Akranesi eru verslunarferðir, eða álíka hlut- fall eins og meðal fólks frá Patreks- firði, en mun lægra hlutfall en af ferðum Hornfirðinga (15%). Engin verslunarferð frá Seyðisfirði Frá Seyðisfirði fara menn sjaldn- ast til Reykjavíkur, um 40% þeirra einu sinni á ári og álíka stór hópur tvisvar til fjórum sinnum á ári. Um 6. hver fer hins vegar aðeins 2. eða 3. hvert ár og ennþá sjaldnar. Um helmingur ferða Seyðfirðinga eru skemmtiferðir og flestar hinna til þess að leita læknisþjónustu. Inn- kaup voru í engu tilfelli aðalástæða Reykjavíkurferðar og enginn þeirra sem könnunin náði til hugði á jóla- innkaup í Reykjavík. Hvað varðar ferðamátann fóru um 3 af hverjum 4 Seyðfirðingum með flugi. Seyðisfjörður var eini staðurinn þar sem meira en helming- ur allra Reykjavíkurferða er með flugvél. Hverja flytur Selfossrútan? Hornfirðingar virðast þeir einu sem nota rútuferðir að einhverju marki. Um 10% þeirra kváðust síð- ast hafa farið með rútu. Hins vegar vekur athygli að á Selfossi hittu „könnuðir" ekki á nokkurn mann sem notfærði sér tíðar rútuferðir til Reykjavíkur. Og hið sama er að segja um fólk á Akranesi, en þar hafði Akraborgin hins vegar 40% hlutfall. Frá Patreksfirði og Akur- eyri höfðu rúturnar um 3% hlutfall ferða. Flestir fjórum sinnum á ári Þegar myndað er „landsmeðaltal“ úr könnuninni allri verður niðurstað- an m.a. sú að stærsti hópurinn (28-29%) fer um 4 sinnum á ári til Reykjavíkur. Þeir hópar eru svo álíka stórir (um 20% í hverjum) sem fara mánaðarlega, tvisvar á ári og einu sinni á ári. I um 40% tilvika er skemmtun aðaltilefni ferðarinnar, um 25% eru fyrst og fremst ferðir í lækniserind- um og rúmlega 10% eru verslunar- ferðir. Um 60% allra ferðanna voru í einkabíl, um 30% með flugvél, um 7-8% með skipi (Akraborg) og að- eins um 2-3% með áætlunarbílum. f könnun þessari var úrtakið 28 manns á hverjum stað og valið þannig að hringt var í tíunda hvern símnotanda í símaskránni. - HEI Nýtt íslenskt verk í Borgarleikhúsinu Næstkomandi föstudag verður frumsýnt á stóra sviði Borgarleik- hússins, nýtt íslenskt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikritið heitir Kjöt og gerist í kjötverslun í Reykjavík árið 1963 - um þær mundir sem æskulýðurinn var að heillast af Bítlunum frá Liverpool - en gömlu braggahverfin frá stríðsárunum settu enn svip sinn á höfuðstað íslands. Það er Sigrún Valbergsdóttir sem leikstýrir verkinu, Messíana Tómasdóttir gerir leikmynd og búninga og Egill Örn Arnason hannar lýsingu. Þröstur Leó Gunnarsson leikur Aðalstein verslunarstjóra, Hanna María Karlsdóttir leikur móður hans. Þær Ragnheiður Elfa Arnar- dóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir fara með hlutverk afgreiðslustúlkna. Árni Pétur Guðjónsson og Stefán Jónsson leika aðstoðarmenn í versluninni. Þorsteinn Gunnarsson leikur kaupmanninn Magna. Stef- án og Elva Ósk stíga nú sín fyrstu skref á sviði Borgarleikhússins, en þau útskrifuðust frá leiklistarskól- um síðastliðið vor. -EÓ Elva Ósk Ólafsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverkum Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra um áskorun loðnusjómanna: Ekki staðið til að veita leyfi Áhafnir 40 loðnuskipa sendu skeyti til sjávarútvegsráðherra í gær, þar sem skorað er á hann að veita ekki erlendum skipum leyfi til loðn- uveiða sunnan þeirra marka sem áður hafaverið ákveðin, þ.e. sunnan við 64. gráðu. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við Tímann í gær að ef leitað hefði verið upplýsinga í ráðuneytinu, hefði skeytið reynst óþarft, enda ekki staðið til að leyfa erlendum skipum veiðar sunnan markanna. Halldór sagði að samkvæmt þeim samningi sem gerður var um loðnu- veiðarnar á síðasta ári, var skipum þessara þjóða óheimilt að veiða sunnan við 64. gráðu. „Það hefur aldrei staðið til að breyta því,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Norðmenn hafa spurst óformlega fyrir um það hvort hægt væri að fá að veiða sunnan markanna. Halldór sagði að svör ráðuneytisins hefðu verið þau að slíkt kæmi ekki til álita. „Þannig að ef við hefðum verið spurðir um þetta mál, þá á ég von á því að skeyti þetta hafi reynst óþarft,“ sagði Halldór. Loðnusjómenn segja í skeytinu að með því vilji þeir vekja athygli á því að loðnan gangi í þéttum torfum vestur með suðurströndinni og er þá á mjög litlu svæði. „Óttumst við að það muni skapast algjört öngþveiti á miðunum sem myndi leiða til árekstra, tjóns og jafnvel slysa,“ segir í skeytinu. -ABÓ Borgaraflokkurinn í Reykjavík: Ekki fram með öðrum Stjórn kjördæmisfélags Borgara- flokksins í Reykjavík telur ekki grundvöll fyrir sameiginlegu fram- boði í Reykjavík með öðrum flokkum. Ályktun þessa efnis var samþykkt samhljóða á fundi stjórnar kj ördæmisfélagsins. í ályktuninni segir ennfremur að á næstu vikum og mánuðum verði haldið áfram þeirri vinnu sem þegar er hafin og beinist að því að bjóða fram sér lista í komandi borgar- stjórnarkosningum undir nafni Borgaraflokksins. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.