Tíminn - 24.01.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.01.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 24. janúar 1990 SKRIFSTOFA BORGARSTJÓRA UPPLÝSINGAFULLTRÚI Opið hús í þjónustumiðstöð aldraðra að Afla- granda 40 Miðvikudaginn 24. janúar verður opið hús fyrir eldri borgara í Vesturbænum, sunnan Hringbrautar, frá kl. 17.00-19.00 í tilefni af opnun þjónusturýmis þar. Boðið verður upp á kaffiveitingar og skoðunar- ferð um þjónustumiðstöðina. Reykjavíkurborg Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð Gjaldheimtunnar, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, fyrir 10.-12. greiðslutímabili með eindögum 15. hvers mánaðar frá nóvember 1989 til janúar 1990. Reykjavík 22. janúar 1990 Borgarfógetaembættið í Reykjavík rnssam rbvr\r\ovi i Mnr Selfoss Framsóknarfélag Selfoss heldur félagsfund mánudagskvöldiö 29. janúar kl. 20.30 að Eyrarvegi 15. Fundarefni: Framboðsmál. Mætum öll stundvíslega. Framsóknarfélag Selfoss. Borgnesingar - Nærsveitir Spilum félagsvist í Félagsbæ, Borgarbraut 4, í fundarsal Verkalýðs- félags Borgarness kl. 20.30 föstudaginn 28. janúar n.k. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness. Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. Sýnum ' gagnkvæma tillitssemi í umferðinni. t Kærar þakkir færum við öllum sem heiðruðu minningu Gríms M. Helgasonar og syndu okkur vinarþel og samkennd við fráfall hans. Hólmf ríður Slgurðardóttir Vigdís Grímsdóttir SigurðurGrímsson Anna Þrúður Grímsdóttir Helgi Grímsson GrímurGrímsson Hólmfríður Grímsdóttir Kristján Grfmsson og Vigdís M. Grímsdóttir Birna Þórunn Páisdóttir Sigurþór Hallbjörnsson Ása Magnúsdóttir Birgir Hákonarson Lára Helen Óladóttir barnabörn. DAGBÓK Frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði Haustannarslit í Flensborgarskólanum fóru fram laugardaginn 13. janúar s.l. í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, Þá voru brautskráðir 30 stúdentar og 1 nemandi með verslunar- próf. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Selma Þórunn Káradóttir sem braut- skráðist af náttúrufræðabraut. Við skólaslitin var þess sérstaklega minnst, að nú um áramótin lauk beinni þátttöku Hafnarfjarðarbæjar í rekstri skólans og tóku til máls af því tilefni Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri og Árni Hjörleifsson formaður Skóla- nefndar Hafnarfjarðar og fluttu skólanum þakkir fyrir langt samstarf. Við skólaslitaathöfnina söng Kór Flensborgarskóla undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, en skólameistari, Kristján Bersi Ólafsson, afhenti prófskírteini og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Fræðslukvöld Kársnes- safnaðar í Borgum Fræðslukvöld Kársnessafnaðar í Safn- aðarheimilinu Borgum eru fastur liður í safnaðarstarfinu. Fyrsta fræðslukvöld þessa árs verður miðvikudaginn 24. janú- ar kl. 20:30. Sigríður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkj- unnar mun kynna starfsemi stofnunarinn- ar og hlutverk hennar. Miðvikud. 14. febr. verður annað fræðslukvöld safnaðarins á árinu. Þá kemur Magnús Torfi Ólafsson og spjallar um umbrotin í Austur-Evrópu síðustu misseri og áhrif kirkjunnar á þróunina þar. Allir eru hjartanlega velkomnir að hlusta og taka þátt í umræðum og þiggja kaffiveitingar. Fræðsludeild Kársnessafnaðar „Bílskúrsbandakvóld“ í Vitanum í Hafnarfirði Félagsmiðstöðin Vitinn, Hafnarfirði, mun standa fyrir „Bílskúrsbandakvöld- um“ næstu Miðvikudagskvöld. Þarna er gott tækifæri fyrir þær hljómsveitir sem lítið hafa komið fram áður. Nú þegar hafa hljómsveitirnar „Ber að ofan“ og „Júlíus“ komið fram. Undirtektir voru frábærar þetta fyrsta kvöld. Hægt er að bæta við hljómsveitum. Upplýsingar gefa starfsmenn Vitans í síma 50404. Opið hús í þjónustumiðstöð aldraðra að AFLAGRANDA 40 í dag, miðvikudaginn 24. janúar, verð- ur opið hús fyrir eldri borgara f vestur- bænum, sunnan Hringbrautar, kl. 17:00- 19:00 í tilefni af opnun þjónusturýmis þar. Boðið verður upp á kaffiveitingar og skoðunarfcrð um þjónustumiðstöðina. iWsSBIWflíP í BYGGÐUM LANDSINS 1990 0 SAMVINNUBANKIÍSLANDS HF Dagatal Samvinnubankans Samvinnubanki íslands h.f. hefur gefið út vandað dagatal, sem í myndum og máli lýsa myndun og mótun fsíands. Auglýs- ingastofan Nýr Dagur sá um hönnun dagatalsins, umsjón hafði Emst Backman, teiknari Rolf Sörby. Páll Ims- land jarðfræðingur valdi efni dagatalsins og samdi texta með myndum. 1 dagatalinu er rakin myndunar- og mótunarsaga Islands í stuttu máli. Fyrstu fimm mánuðirnir á almanakinu fjalla um þau ferli sem vinna að því að skapa landið sjálft. Síðan segja þrír næstu mánuðir frá hvemig landslagið mótast fær þá ásýnd sem það hefur. Loks er rakin jarðsaga landsins í hnotskurn í síðustu fjórum mánuðunum. Svansprent prentar almanakið. Frá Kvenféiagi Kópavogs Kvenfélag Kópavogs minnir á hátíðar- fundinn fyrir félagskonur og gesti þeirra í Félagsheimili Kópavogs, fimmtudaginn 25. janúar kl. 20:30. Skemmtidagskrá. Konur vinsamlega tilkynnið um þátt- töku í símum 40332, 40388 eða 675672. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. ! n* TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 O.A. SAMTÖKIN á íslandi (Ovcrealers Anonymous); Samtðk fólks sem á við átvandamál að stríða O.A. samtökin starfa í formi funda, þar sem fólk hittist og deilir reynslu sinni, styrk og vonum til að losna undan áþján ofáts. Um áramótin fluttust allir O.A. fundir, sem haldnir hafa verið í Þverholti 20, á nýjar slóðir. Mánudagsdeild flytur í Árbæjarkirkju. Þar verða fundir kl. 21:00 öll mánudags- kvöld. Miövikudagsdeild flytur á Bar- ónsstíg 20, þar verða fundir kl. 21:00 á miðv.d.kvöldum. Byrjendafundir flytjast einnig á Bar- ónsstíg 20 og verða nú á miðvikudags- kvöldum kl. 20:30. Sporadeild, sem haldið hefur fundi á laugardagsmorgnum kl. 11:00 flyst sömu- leiðis á Barónsstíg 20 og verður áfram á sama tíma. Aðrar deildir eru óbreyttar sem hér segir: I safnaðarheimili kaþólskra, Hávallag. 16, alla laugard. kl. 15:00. I bókasafni Mýrarhósaskóla Seltjarnarnesi alla föstud. kl. 21:00. í safnaðarheimili Hrepphólaltirkju alla miðvikudaga kl. 21:00. Á skrifstofu verkalýðsfélagsins á Hólmavík, alla þriðjudaga kl. 21:00. I Glerárkirkju, Akureyri, alla mánud. kl. 20:30.1 Snælandi við Árgötu 12, Húsavík, alla mánudaga kl. 20:00.1 félagsheimilinu Melsgili, Sauðárkróki, alla fimmtud. kl. 21:30. Þessir fundir eru öllum opnir sem löngun hafa til að hætta ofáti. Sðlustaðir minningarkorta HJARTAVERNDAR Reykjavík: Skrifstofa Hjartavemdar, Lágmúla 9, 3. hæð, sími 83755 (Gíró) Reykjavíkur Apótek, Austurstr. 16 Dvalarheimili aldraðra, Lönguhlíð, Garðs Apótek, Sogavegi 108 Bókabúðin Embla, Völvufelli 21 Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102A Bókabúð Glæsibæjar, Álfheimum 74 Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27 Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22. Kópavogur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11 Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandg. 31 Sparisjóður Hafnarfjarðar Keflavík: Rammar og gler, Sólvallag. 11 Apótek Keflavíkur, Suðurg. 2 Akranes: Bókabúð Andrésar Níelssonar, Skóla- braut 2 Borgarnes: Verslunin Isbjöminn Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsdóttur, Silfurg. 36 ísafjörður: Póstur og sími, Aðalstræti 18 Strandasýsla: Hjá Ingibjörgu Karlsdóttur, Kolbeinsá, Bæjarhreppi Akureyri: Bókabúðin Huld, Hafnarstræti 97 Bókaval, Kaupvangsstræti 4 Húsavfk: Blómabúðin Björk, Héðinsbr. 1 Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Pétursdóttur, Ásgötu 5 Egilsstaðir: Hannyrðaverslunin Agla, Selási 13 Eskifjörður: Póstur og sími, Strandgötu 55 Siglufjörður: Verslunin Ögn, Aðalgötu 20 Vestmannaeyjar: Hjá Arnari Ingólfssyni, Hrauntúni 16 Selfoss: Selfoss Apótek, Austurvegi 44. Sýningar á Kjarvalsstóðum Laugardaginn 27. janúar verða opnað- ar þrjár sýningar að Kjarvalsstöðum. I vestursal opnar Þorlákur Kristinsson (Tolli) sýningu á olíumálverkum. 1 vesturforsal opnar Guðný Magnús- dóttir sýningu á lcirmunum. 1 austurforsal opnar Bragi Þór Jósefs- son sýningu á Ijósmyndum. I austursai er sýningin „Kjarval og landið", verk í eigu Reykjavíkurborgar. Kjarvalsstaðir eru opnir kl. 11:00-18:00 daglega og er veitingabúðin opin á sama tíma. „Upphaf aldarloka“ Kvöldvaka verður á sýningu Tolla sunnudagskvöldið 28. janúar kl. 20:30, en yfirskriftin yfir kvöldvökunni er „Upp- haf aldarloka". Fram koma: Megas, Bubbi, Sigfús Bjartmarsson, Einar Már Guðmundsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir. POSTFAX TIMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.