Tíminn - 10.02.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.02.1990, Blaðsíða 10
22 Tíminn Laugardagur 10. febrúar 1990 llllllllllllllllllllllllllll DAGBÓK Húnvetningafélagið: Félagsvist Félagsvist laugardaginn 10. febrúar í Húnabúð, Skeifunni 17 hefst kl. 14. Verðlaun og veitingar. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Kópavogi: Spilakvöld Þriðja og síðasta spilakvöld í þriggja kvölda keppni verður í Þinghól Hamra- borg 11 mánudaginn 12. febrúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin Hárgreiðslu- og hárskerasveinar Fundur um kjarasamningana verður þriðjudaginn 13. febrúar kl. 18.15 í Baðstofunni Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5. Stjórnin Frá Félagi eldri borgara Opið hús i Goðheimum, Sigtúni 3, á morgun, sunnudag. Kl. 14: Frjálst spil og tafl. Kl. 20: Dansað. Haldin verður skáldakynning á vegum Félags eldri borgara nk. þriðjudag, 13. febrúar, kl. 15-17 að Hótel Lind, Rauðar- árstíg 18. Rætt verður um skáldið Hall- dóru B. Bjömsson og lesið úr verkum hennar. Félagsvist Breiðfirðingafélagsins Breiðfirðingafélagið í Reykjavík verð- ur með félagsvist í Breiðftrðingabúð, Faxafeni 14, sunnudaginn 11. febrúar og hefst hún stundvíslega kl. 14.30. Starfsfólk í veitingahúsum Fundur um kjarasamningana verður þriðjudaginn 13. febrúar kl. 15 í Baðstof- unni Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5. Stjómin Tilsölu I.H. 3600 traktorsgrafa. Upplýsingar í síma 94- 2210. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til háskóla- náms í Noregi Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til framhaldsnáms við háskóla í Noregi skólaárið 1990-91. Ekki er vitað fyrirfram, hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. - Umsóknir skulu sendar til: Norges allmennvitenskapelige forskningsrád, Sandakerveien 99, N-0483 Oslo 4, fyrir 1. mars n.k., og lætur sú stofnun í té umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið 5. febrúar 1989. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félags- fund mánudaginn 12. febrúar kl. 20:30 á Hótel Sögu - Súlnasal. Fundarefni: Nýgerður kjarasamningur kynntur. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. tflVeitingasala Húsdýragarður Leitum að aðila með eigin aðstöðu til að reka veitingasölu í Húsdýragarðinum í Laugardal, frá 15. maí 1990. Margskonar rekstrarfyrirkomulag kemurtil greina. Umsóknum skal skilað inn fyrir kl. 16.00 föstudag- inn 23. febrúar 1990, til garðyrkjudeildar borgar- verkfræðings, Skúlatúni 2. Nánari upplýsingar eru veittar á sama stað í síma 18000. t Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur vinsemd og samúð vegna fráfalls Sigfúsar B. Sigmundssonar kennara Sérstakar þakkir einnig til allra sem önnuðust hann í veikindum hans. Anna G. Frímannsdóttir Baldur F. Sigfússon Halldóra Þ. Halldórsdóttir Sigmundur Sigfússon Ingibjörg Benediktsdóttir Rúnar I. Sigfússon Björg östrup Hauksdóttir og barnabörn. Árbæjarprestakall. Barnasamkoma kl. 11 árdegis. Guðsþjónusta kl. 14. Kristni- boðskynning, Benedikt Arnkelsson guð- fræðingur prédikar. Organleikari Jón Mýrdal. Myndasýning frá kristniboðs- starfinu eftir messu í safnaðarheimili kirkjunnar. Sýning á munum frá Afríku í anddyri kirkjunnar. Fyrirbænastund mið- vikudag kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Áskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl.14. Kaffi eftir messu. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sr. Pálmi Matthíasson. Guðsþjónusta kl. 14. Org- anisti Þorvaldur Bjömsson. Sr. Pálmi Matthíasson. DigranesprestakaH. Barnasamkoma í safnaðarheimHinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan. Laugardag 10. feb.: kl. Barnasamkoma kl. 10.30. Munið kirkju- bílinn. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Sunnudag 11. feb. kl. 11. Messa. Dóm- kórinn syngur. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Kl. 14. Messa. Dómkórinn syngur, organisti Ann Toril Lindstad. Sr. Hjalti Guð- mundsson., Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Ólafur Jóhannsson. Organisti Kjartan Ólafsson. FeUa- og Hólakirkja. Barnasamkoma kl. 11. Umsjón Ragnheiður Sverrisdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magn- úsdóttir. Miðvikudag: Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 20.30. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson, organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Sóknarprestur. Grafarvogsprestakall. Mcssuhcimilið Félagsmiðstöðinni Fjörgyn við Folda- skóla. Barnamessa kl. 11 sunnudagspóst- ur-söngvar. Aðstoðarfólk Guðrún, Val- gerður og Hjörtur. Skólabíll fer frá Hamrahverfi kl. 10.45. Messa kl. 14. Kirkjukór Grafarvogssóknar syngur. Organisti Sigríður Jónsdóttir. Safnaðar- kaffi eftir messu. Kynnt verður starfsemi Systrafélags Víðstaðasóknar, Bræðrafé- lag Bústaðasóknar og Safnaðarfélags Ás- sóknar. Almennar umræður eftir kynn- inguna. Allir velkomnir. Sr. Vigfús Þór Árnason. Grensáskirkja. Barnasamkoma kl. 11. cldri börnin uppi í kirkjunni, yngri börnin niðri. Guðsþjónusta kl. 14. Fyrirbænir eftirguðsþjónustuna.. Organisti Árni Ar- inbjarnarson. Samverustund aldraðra miðvikudag kl. 11. Biblíulestur og bæna- stund laugardag kl. 10. Prestarnir. Hallgrímskirkja. Laugardag 10. feb. Sam- vera fermingarbarna kl. 10. Sunnudag. Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Matur eftir messu. Kvöldmessa með altarisgöngu kl. 17. Sr. Karl Sigurbjörnsson. þeir sem vilja bílfar hringi í Hallgrímskirkju í síma 10745 og 621475. Þriðjudag: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30 Beðið fyrir sjúkunt. Landspítalinn. Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Háteigskirkja. Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hlíðarnar fyrir og eftir barnaguðsþjónustuna. Hámessa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Prestarnir. Hjallaprestakall. Messusalur Hjallasókn- ar í Digranesskóla. Kristniboðskynning. Barnamessa kl. 11. Sr. Guðmundur Guðmundsson kristniboði kemur í heim- sókn og greinir frá starfi sínu í máli og myndum. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Guðmundur Guðmundsson kristni- boði prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Að messu lokinni annast Sr. Guðmundur kynningu á starfi sínu sem kristniboði. Fermingarbörn og for- eldrar þeirra sérstaklega hvött til þátttöku í messunni. Samvera fyrir fermingarbörn úr Digranesskóla og Snælandsskóla kl. 20-22, að Lyngheiði 21. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Kársncsprestakall. Barnasamkoma í safnaðarheintilinu Borgum sunnudag kl. 11. Umsjón hafa María og Vilborg. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Fræðslufundur í Borgum miðvikudaginn 14. feb. kl. 20.30. MagnúsTorfi Ólafsson fv. ráðherra talar um stöðu kirkjunnar í Austur-Evrópu á breytingatímum. Allir velkomnir. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Sr. Þórhallur Heimisson. Laugameskirkja. Laugardag 10. feb. Guðsþjónusta í Hátúni 10B, 9. hæð, kl. 11. Sunnudag 11. feb.: messa kl. 11. Bjarni Karlsson guðfræðinemi prédikar, altarisganga. Barnastarf er á sama tíma. Kaffi á könnunni eftir messu. Fundur fyrir foreldra og forráðamenn fermingar- barna vorsins í safnaðarheimilinu mánu- dag kl. 20.30. Bænastund þriðjudags- kvöld kl. 22. Kyrrðarstund í hádeginu fimmtudag. Orgelleikur, fyrirbænir, alt- arisganga. Sóknarprestur. Neskirkja. Barnasamkoma kl. 11. Um- sjón Sigríður Óladóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Munið kirkjubílinn. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Miðvikudag: Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 18.20. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Seljakirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messakl. 14. OrganistiÞrösturEiríksson. Fyrirbænaguðsþjónusta föstudag kl. 21. Sóknarprestur. Seltjarnarncskirkja. Barna og fjölskyldu- guðsþjónusta k. 11. Barnakór kirkjunnar syngur í fyrsta sinn. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Starfsfólk barnastarfs aðstoðar. Frtkirkjan í Reykjavík. Guðsþjónusta kl. 11:00 (tíminn valinn með tilliti til Ríkisút- varpsins). Miðvikudag kl. 7:30 morgunandakt. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson Óháði söfnuðurinn. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Jónas Þórir. Þórsteinn Ragnars- son safnaðarprestur. Frílurkjan í Hafnarfirði. Barnasamkoma kl. 11. Einar Eyjólfsson. Stokkseyrarkirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. Gaulverjabæjarkirkja. Messa kl. 14. Sóknarprestur, Ferðafélag íslands: Sunnudagsferðir 11. febrúar 1. Kl. 10 Fljótshlíð í vetrarbúningi - Seljalandsfoss. Öku- og skoðunarferð. Gil í klakaböndum. Breiðabólsstaðar- kirkja skoðuð. Verð 1500 kr. 2. Kl. 13 Undir Brímnesi á stórstraums- fjöra. Áhugaverð strandganga. Gengið fyrir Brimnesið, frá Saltvík í Þaravík og áfram með Hofsvíkinni. Verð 800 kr., frítt f. böm m. fullorðnum. 3. Kl. 13 Skíðaganga á Mosfellsheiði. Gönguskíðaferð fyrir alla. Verð 800 kr. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Skíðagöngunámskeið verða í tengslum við gönguskíðaferðir í Bláfjöll og Hvera- dali 18. og 25. febrúar. Leiðbeinandi Halldór Matthíasson. Einstakt tækifæri. Ferðafélag íslands Ferðafélag íslands: Myndakvöld Næsta myndakvöld Ferðafélagsins verður miðvikudaginn 14. febrúar í Sókn- arsalnum, Skipholti 50a, og hefst stund- víslega kl. 20.30. Efni: Fyrir hlé verður myndasýningin í umsjá Grétars Eiríkssonar og hefst með sýningu á myndum frá fjalllendinu út með Eyjafirði og norðan Öxnadalsheiðar. Stefnt verður að því að Bjarai Guðlcifs- son á Möðruvöllum skýri myndirnar. Því næst fer Grétar þjóðleiðina frá Siglufirði suður til Reykjavíkur og vekur athygli á nokkrum merkum stöðum í máíi og myndum. Eftir kaffihlé verða sýndar myndir teknar í dagsferðum á þessu ári, en aðsókn hefur verið mikil og hagstætt veður. Aðgangur (kaffi og meðlæti innifalið) kr. 450.-. ATH. Myndir Grétars tengjast efni árbúkar F.í. 1990. Aliir velkomnir, félagar og aðrír. Ferðafélag íslands Útivist, Simar 14606 og 23732 Útivist um helgina Sklðagönguferð: Bláfjöll - Krísuvík. Helgarferð 10.-11. febrúar. Gengin góð leið frá Bláfjöllum til sjávar. Gist í Herdísarvík. Áfram á sunnudag til Krísu- víkur og meðfram Kleifarvatni eins og færi leyfir. Brottför á laugardag kl. 09.00 um morguninn frá Umferðarmiðstöð - bensínsölu. Verð kr. 1.600. Þórsmerkurgangan 3. ferð. Sunnudag- inn 11. febrúar. Gengin gömul þjóðleið frá Miðdal, norðan við Selvatn yfir Mið- dalsheiði að Lyklafelli. Þá yfir Bolaöldur, fram hjá Draugatjöm að Kolviðarhóli. Brottför kl. 10.30 frá Umferðarmiðstöð - bensínsölu. Verð kr. 600. Eftirmiðdagsferð, sameinast morgun- göngunni við Kleinukot. Brottför kl. 13 frá Umferðarmiðstöð - bensínsölu. Verð kr. 600. Létt skíðaganga sunnudaginn 11. febrúar. í framhaldi af nýloknu skíða- göngunámskeiði. Skíðagangan miðast við getu þeirra sem tóku þátt í námskeiðinu en byrjendur geta einnig bæst í hópinn og munu þeir fá sérstaka tilsögn. Brottför frá Umferðarmiðstöð - bensínsölu kl. 13. Stoppað við Árbæjarsafn. Verð kr. 600. Sigríður Gröndal, sópransöngkona. Gerðuberg: Sigríður Gröndal á Ijóðatónleikum Fjórðu tónleikar í Ijóðatónleikaröð Gerðubergs verða haldnir mánudaginn 12. febrúar kl. 20.30. Sigríður Gröndal, sópran, syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Á tónleikunum verða flutt íslensk þjóð- lög ásamt sönglögum eftir F. Mendels- sohn, G. Fauré, H. Duparc og E. Satie. Vönduð efnisskrá með frumtexta ásamt þýðingum í umsjón Reynis Axelssonar er gefin út í tilefni tónleikanna. Sigríður hóf söngnám við Tónlistar- skóla Kópavogs hjá Elísabetu Erlings- dóttur 1973. Hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1983, Sieglinde Kahmann var kennari hennar þar. Síðan tók við framhaldsnám í Hol- landi. Sigríður var fulltrúi Islands í Car- diff Singer of the World Competition árið 1983. Hún hefur haldið tónleika bæði á íslandi og í Hollandi, komið fram sem einsöngvari með ýmsum kórum og tekið þátt í óperusýningum hér á landi. Jóhann Þórólfsson frá Reyðarfirði verður 79 ára laugardaginn 10. febrúar. Hann dvelur nú á vistheimilinu Norður- brún 1. Hann verður að heiman. GLETTUR ‘0 Q lXEIÍ oe c | Hefur forstiórinn nokkuð komið hingað á tilraunastofuna til þín?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.