Tíminn - 10.02.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.02.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. febrúar 1990 Tíminn 7 Horft yfir Hótel Valhöll, Þingvallabæinn og kirkjuna. Á bak við kirkjuna er þjóðargrafreiturinn, þar sem Fjölnismenn eiga að hvfla. 'I ímamynd Gunnar Einn mætti á námsstefnu Blaðamenn eru að því leyti skyldir rithöfundum að þeir skrifa og reyna að upplýsa fólk. En þeir gera það með öðrum hætti en rithöfundar. Þeirra land er ekki land skáldskaparins, heldur land staðreyndanna. Að vísu hefur blaðamennska alltaf verið um leið hluti af stjórnmála- þróun í landinu, þótt minna fari fyrir þeim þætti síðari árin en á dögum áður þegar blöð voru með öllu undirseld pólitík. Fjöl- miðlun hefur þanist út hin síðari ár og veldur því fjölgun útvarps- stöðva og sjónvarpa. Nú eru 402 í Blaðamannafélagi íslands. Þeir munu hafa verið um sjö talsins þegar félagið var stofnað. Eng- inn þarf að láta sér detta í hug að hin raunverulega blaða- mannastétt telji um fjögur hundruð manns. Það þykir fínt nú á dögum að vera í fjölmiðlun og fjalla um fjölmiðlun. Stéttin hefur líka vaxið.vegna þess að fólk hefur viljað efla lífeyris- sjóðinn. Hin raunverulega blaðamannastétt er svo f alin ein- hvers staðar í þessum fjögur hundruð manna hópi, þar sem ýmislegt fer fram sem blaða- menn láta sig litlu skipta. Það er þrældómur og alvörumál að vera blaðamaður en ekki ævintýri. Dæmi um það hvernig komið er fyrir þessu fjölmenna félaei er sagan af námsstefnu BI og menntamálaráðuneytisins um mennta-, skóla- og menningar- mál. Á þessa námsstefnu mætti einn blaðamaður, en nær tugur kennara. Stétt sem byggir á þrældómi og alvörumálum fyrir- finnst engin þegar á að fara að ræða einhverjar léttgeggaðar hliðargreinar fréttamennsk- unna. Blöð og fréttastofur eru það fáliðaðar, að engin von er til þess að hægt sé að sjá af fólki til að ræða mennta-, skóla- og menningarmál sérstaklega. Það breytir þó ekki því, að endur- menntun getur verið góð ef hún beinist að alvöru daglegra starfa. Fáir viðhlæjendur Biaðamennskan er harður heimur þar sem fólk á fáa við- hlæjendur. Oft hefur verið kvartað undan því að yfirleitt sé engin frétt nýtileg nema hún sé neikvæð. Þetta er ekki allskostar rétt. Hins vegar eru íslenskar fréttastofnanir í engu frábrugðn- ar erlendum fréttastofum. Vinnuaðferðirnar eru yfirleitt alls staðar þær sömu. Þó er kannski meira hér um pólitíska upplýsingu en yfirleitt má sjá í erlendum stórblöðum. Hafa ber í huga að blöð eru jöfnum höndum gefin út sem söluvara. Hið sama gildir um fréttastofur útvarps og sjónvarps. Það breyt- ir þó engu um, að hér í fámenn- inu er mikið fjallað um mýkri málin og sagðar fréttir af þeim sem minna mega sín. Virðist eins og komin sé upp stétt innan stéttarinnar sem getur ekki ógrátandi verið, og má vel færa þeim fjölmiðlum það til tekna sem leggja sig eftir vanmáttar- fréttum. Nóg er nú heimsbölið samt. Einhvers staðar hefur verið kveðið upp úr með það sem kallað er „brýn þörf fyrir endur- menntun fjölmiðlafólks". Stofn- að hefur verið hlutafélag um þessa endurmenntun, og er sagt að það sé gert í ákveðinni sam- vinnu og samstarfi við BÍ. Segir í frétt af þessu nýja hlutafélagi um blaðamennsku, að þau nám- skeið skólans, sem menntanefnd BÍ og útgefenda mæli með verði metin til starfsaldurshækkana samkvæmt kjarasamningi fé- lagsins. Þetta hljómar eitthvað undarlega. Vel má vera að innan fjögur hundruð manna hóps séu einhverjir þeir til sem þurfi á endurmenntun að halda. En þá er þeirri spurningu ósvarað hvernig þeir hafa komist í blaða- mennsku og kannski starfað þar til fjölda ára sem hæfir starfs- kraftar. Engum dettur í hug, eins og fjárhag á blöðum er háttað, að hægt sé að hafa blaðamann í vinnu í lengri eða skemmri tíma, sem þurfi á ann- ari endurmenntun að halda en þeirri, sem hann fær í daglegu starfi. Hlutafélag um endur- menntun getur áreiðanlega ekki komið í staðinn fyrir starfs- reynslu og án starfsreynslu er blaðamaður til lítils gagns þótt hann sé sprenglærður. Það er einmitt vegna þess hve starfs- reynsla er þýðingarmikil að ákvæði eru í samningum um byrjunarlaun. Það er mikið þýð- ingarmeira ákvæði heldur en ákvæði um starfsaldurshækkanir vegna endurmenntunar, sem tengist hugmyndinni um hluta- félag um blaðamennsku. Og þá erum við komin aftur að þeim stað, þar sem einn nemandi mætti til að hlusta á tug kennara á námsstefnu um mennta-, skóla- og menningarmál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.