Tíminn - 10.02.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.02.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 10. febrúar 1990 FRÉTTAYRRLIT MOSKVA - James Baker utanríkisráðherra Bandaríkj- anna ræddi í um það bil fjórar klukkustundir við Mikhaíl Gor- batsjof forseta Sovétrikjanna, þar af voru tvær klukkustundir persónulegar viðræður. Bæði Bandaríkjamenn og Sovét- menn segja að viðræður Bak- ers við Gorbatsjof og Eduard Shévardnadze utanríkisráð- herra Sovétríkjanna hafi þokað afvopnunarmálum verulega fram á við. PEKING - Kínverjar kynntu nýjar strangar reglur um það hvernig stúdentar skuli haga sér. Segja stjómarerindrekar annarra ríkja að hér sé greini- lega á ferðinni andsvar kín- verskra stjórnvalda við lýð- ræðisþróuninni í Sovétríkjun- um. Stúdentar þurfa að taka á sig þegnskylduvinnu og þeir mega ekki standa fyrir neinum f undarhöldum öðrum en á veg- um stjórnvalda. WASHINGTON - Met- hækkun á orkukostnaði í Bandaríkjunum varð til þess að verðbólga í Bandaríkjunum hoppaði upp í 1,8% í janúar- mánuði. Það jafngildir 21,6% verðbolgu á ársgrundvelli, sem er himinhátt í Bandaríkjunum. ( desembermánuði var verð- bólgan einungis 0,6% eða 7,2%. HUNTING FLÓI - Olíubrák frá löskuðu olíuflutn- ingaskipi tók að berast á land á hinum rómuðu baðströndum Suður-Kalifomíu þrátt fyrir að bandaríski flotinn hafi gert allt sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir að olían bærist á land. OSLÓ - í næstu viku munu fyrstu þýsku hermennirnir stíga á land í Noregi frá því Þjóðverjar hernámu Noreg á stríðsárunum. Vestur-þýskar hersveitir munu taka þátt í heræfingum NATO við Tromsö. VARSJA - Tadeusz Maz- owiecki forsætisráðherra Pól- lands hefur farið f ram á það við svokallaðan Parísarklúbb að Pólverjar fái að fresta afborg- unum sínum af lánum frá klúbbnum árið 1990 og að leiðir verði fundnar til að frysta 40 milljarða dollara skuldir Pól- lands á því gengi sem nú rfkir. Ríkin sem standa að Parísar- klúbbnum hafa lánað Pólverj- um 30 milljarða dollara. ÚTLÖND Ekkert í veqi rir fullu sjálfstæði Namibíu 21. mars: Stjórnlagaþing það sem kjörið var í frjálsum kosningum í Namibíu hefur samþykkt stjórnarskrá fyrir landið og hefur því síðustu hindruninni fyrir sjálfstæði Namibíu veríð rutt úr vegi. Því mun Namibía fá fullt sjálfstæði 21. mars næstkom- andi og lýkur þá sjö áratuga yfirráðum Suður-Afríku í landinu. Stjórnarskráin sem samþykkt var samhljóða kveður á um að í Namibíu verði fjölflokka lýðveldi sem grundvalli stefnu sína á mannréttindum, aðskilnaði dómsvalds og ríkisvalds og með forseta sem kjörinn verður tíl fimm ára í senn. Hann má einungis sitja í tvö kjörtímabil. Stjórnlagaþingið mun koma sam- fyrir róða ýmsar kennisetningar an að nýju 20. mars, deginum fyrír sjájfstæðisdaginn og kjósa forseta Namibíu. Er næsta víst að Sam Nujoma leiðtogi Swapo verði. kjörinn, en Swapo hefur barist gegn yfirráðum Suður-Afríku í 23 ár. Þá mun stjórnlagaþingið sem skipað er 72 fulltrúum breytast í löggjafaþing. Hin vinstrisinnaða Swapo hreyf- ing vann ótvíræðan sigur í kosning- unum til stjórnlagaþingsins sem fram fóru í nóvembermánuði síðastliðn- um undir stjórn Sameinuðu þjóð- anna. Hins vegar náði hreyfingin ekki þeim tveimur þriðju hlutum þingsæta sem hefði tryggt hreyfing- unni sjálfsvald í samningu stjórn- arskrár. Því hefur hreyfingin þurft að semja við sex aðra stjórnmála- flokka um ákvæði stjórnarskrárinnar og hefur neyðst til þess að falla frá ýmsum þeim atriðum sem hreyfingin krafðist að væru með í stjórnar- skránni. Þar á meðal var ákvæði er átti að leyfa stjórnvöldum að halda fólki í fangelsi í ótiltekinn tíma án undangenginna réttarhalda. Að undanförnu hefur Swapo lagt marxismans sem áður voru grund- völlur stefnu samtakanna. Nú segist Swapo vilja blandað hagkerfi þar sem bæði ríkið og einkaframtakið standi í atvinnustarfsemi. Segjast leiðtogar Swapo nú ætla að stjórna landinu í náinni samvinnu við stjórn- arandstöðuflokkanna. í Namibíu búa 1,3 milljónir manna, flestir blakkir á hörund. Um 40% íbúa hafa framfærslu sína af landbúnaði, en helstu auðlindir Namibíu liggja á auðugum demants- námum og málmum í jörðu. Um það bil 40% vinnufærra manna eru at- vinnulaus. Sam Nujomba leiðtogi Swapo hreif- ur eftir sigurinn í kosningum til stjórnlagaþings í Namibíu í nóvemb- er. Nú liel'nr stjómlagaþingið komið sér saman um stjórnarskrá fyrir Namibíu og ekkert því til fyrirstöðu að Namibía hljóti fullt sjálfstæði 21. mars eins og ráð var fyrir gert. Öruggt má teljast að Sam Nujomba verði fyrsti forseti Namibíu. Háttsettur vestur-þýskur embættismaður: Austur-Þýskaland er á barmi gjaldþrots Vestur-þýsk stjómvöld telja að austur-þýska ríkið geti orðið gjald- þrota íimaii nokkurra daga ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða, sem menn vita ekki almennilega hverjar ættu að vera. Frá þessu skýrði háttsettur embættismaður í Bonn. Embættismaðurinn í Bonn sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði að sumir embættismenn í Austur- Þýskalandi teldu jafnvel hættu á að ekki væri hægt að halda kosningar 18. mars eins og áætlað er vegna gjaldþrotsins. -Það eru sólarmerki á lofti sem benda til að innan fáeinna daga verði Austur-Þýskaland gjaldþrota. sagði embættismaðurinn. Þessi staðreynd ku vera aðal- ástæðan fyrir því að vestur-þýska stjórnin bauð þeirri austur-þýsku að hefja strax viðræður um sameigin- legan gjaldmiðil þýsku ríkjanna. Ríkisstjórn Helmuts Kohls kan- slara Vestur-Þýskalands samþykkti á miðvikudaginn að bjóðast til þess að vestur-þýska markið, sem er gífurlega sterkur gjaldmiðill, myndi gilda í Austur-Þýskalandi. Austur- þýska rfkisstjórnin hefur hafnað þessu tilboði. Khamenei ítrekar dauðadóm Rushdie Alí Khamenei andlegur leiðtogi írana ítrekaði kröfuna um að breski rithöfundurinn Salman Rushdie yrði drepinn vegna bókar hans „Söngvar Satans", sem íranar telja grófa móðgun við íslam. Aja- tollah Khomeini hinn gengni erki- klerkur varð fyrstur til þess að hvetja múslíma til að drepa Rush- die, en nú hefur sporgöngumaður hans tekið upp þráðinn að nýju. - Dómur Imam Khomeinis yfir höfundi hinnar óguðlegu bókar „Söngvar Satans" er enn í gildi og verður að framfylgja honum, sagði Khamenei við bænagjörð í gær. Nú er ár liðið frá því Khomeini hvattí til þess að Rushdie yrði drepinn vegna skrifa sinna. Hefur hann þurft að lifa í felum alla tíð síðan. Sprenging Öflug sprenging varð í stærstu efnaverksmiðju í Austur-Þýska- landi og fórust að minnsta kosti þrír menn og nítján særðust. Sprengingin var í Buna efnaverk- smiðjunni utan við Halle 250 km suður af Berlín. Buna efnaverksmiðjan er ein af þeim elstu í Þýskalandi, byggð á þriðja áratugnum. Hefur hún verið á svörtum Iista umhverf- isverndarsinna vegna gífurlegrar efnamengunar sem frá henni hef- ur komið og mengað bæði loft og vatn í stórum hluta Austur- Þýskalands. Hin nýju stjórnvöld í Austur- Þýskalandi höfðu lofað að loka verksmiðjunni fyrir árslok 1991 ásamt fimm öðrum verksmiðjum sem eru taldar menga umhverfi sitt hvað mest. Þíðan í A-Evrópu: Tékkartakaupp stjórnmálasam- band við ísrael Tékkar hafa tekið upp stjórnmála- samband við ísrael eftir 23 ára langt hlé. Frá þessu var gengið í gær á fundi Moshe Arens utanríkisráð- herra ísraels og Jiri Dienstbier utan- ríkisráðherra Tékkóslóvakíu. Þeir undirrituðu samning þar um við hátíðlega athöfn í Cerninhöllinni í Prag. Tékkar fylgja því í fótspor Ung- verja sem voru fyrstir austantjalds- ríkja til að taka upp stjórnmálasam- band við ísraela, en ríkin slitu stjórn- málasambandi við ísrael í kjölfar sex daga stríðsins 1967. Vaclav Havel hinn nýi forseti Tékkóslóvakíu hefur lagt áherslu á að Tékkar taki upp stjórnmálasam- band við ísrael og ætlar Tékkum stóran hlut í friðarviðleitan í Mið- austurlöndum. Þar hyggst hann byggja á áralöngum góðum sam- skiptum Tékka við Arabaríkin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.