Tíminn - 10.02.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.02.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. febrúar 1990 Tíminn 5 Friðrik Sophusson, bankaráðsmaöur Sjálfstæðisflokksins í Landsbankanum, gagnrynir afskipti stjórnvalda af Samvinnubankamálinu. Steingnmur Hermannsson FURÐULEG FRAMKOMA n HJA BANKARADSMANNI" Steingrímur Hermannsson, forsætísráðherra, segist telja framkomu Friðriks Sophussonar, fulltrúa í bankaráði Lands- bankans, vegna kaupa bankans á hlut Sambandsins í Samvinnubankanum, ámælisverða. Hann kveðst jafnframt telja að kaupsamningur Sambandsins og Landsbankans frá því í september á síðasta ári sé bindandi. „Mér finnst það furðulegt að bankaráðsmaður skuli hlaupa svona upp í fjölmiðlum," sagði forsætisráð- herra í samtali við Tímann í gær. „Ég hef hingað til staðið í þeirri meiningu að bankaráðsfundir væru lokaðir og trúnaðarmál það sem þar gerðist. Eg tel þetta upphlaup alvar- legt af hans hálfu." Skýrsla bankamálaráðherra um sölu Sambandsins á hlutabréfum sín- um í Samvinnubankanum var lögð fram á Alþingi á fimmtudag. Stein- grímur segir það sína skoðun, eftir að hafa kynnt sér efni skýrslunnar, að Landsbankinn hafi skuldbundið sig til þess að kaupa hlut Sambands- ins í Samvinnubankanum á 828 millj- ónir með bréfi sínu frá 10. september á síðasta ári. Friðrik Sophusson, fyrrum vara- formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi fulltrúi flokksins í banka- ráði Landsbankans, hefur gagnrýnt þá ákvörðun bankaráðsíns að fallast á að greiða Sambandinu vexti, frá því að samningar voru undirritaðir í september og þar til endanlega var gengið frá sölunni þann 1. janúar s.l.. Hann gagnrýnir jafnframt af- skipti fjármálaráðherra og viðskipta- ráðherra af málinu. Þá neitar hann því að um upphlaup sé að ræða af sinni hálfu. „Ég tek það skýrt fram að ég er ekki að segja nein leyndarmál úr bankaráði Landsbankans, því þetta snertir hvorki trúnað við það né trúnað gagnvart viðskiptamönnum bankans, þetta eru upplýsingar sem liggja fyrir og hafa komið fram," sagði Friðrik í samtali við Tímann í gær. * Friðrik sagðist telja afskipti ríkis- valdsins af Samvinnubankamálinu óeðlileg og ekki Landsbankanum í hag. Sá sem fyrstur hafi nefnt við bankástjóra Landsbankans að heppilegt kynni að vera fyrir bank- ann að kaupa hlut Sambandsins í Samvinnubankanum hefði verið fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson. Það hafi verið strax haustið 1988, eða um svipað leyti og hann lýsti því yfir að Sambandið yrði gjaldþrota á næstu 12-16 mánuðum, ef áfram héldi sem horfði. í annan stað telur Friðrik að bankamálaráðherra, Jón Sigurðs- son, hafi staðið óeðlilega að málum, þegar hann lýsti því yfir við forystu- menn Sambandsins í janúar s.l. að hann myndi beita sér fyrir því að gerð yrði vaxtaleiðrétting á tímabil- inu frá því að skrifað var undir fyrri samning SÍS og Landsbankans í september, og þar til að skrifað var undir seinni samninginn (janúar. Friðrik segir að ekki sé til staðar meirihluti í bankaráði Landsbank- ans, fyrir þeirri ákvörðun.að greiða Sambandinu vaxtabætur að upphæð 60 milljónir, vegna þess að Lúðvík Jósefsson fulltrúi Alþýðubandalags- ins í ráðinu hafi áður lýst því yfir á opinberum vettvangi að hann væri á móti því. Málið hafi hins vegar verið keyrt í gegn á fundi bankaráðsins á fimmtudag, eftir að Friðrik hafði óskað eftir að endanlegri afgreiðslu málsins væri frestað, vegna þess að hann gat ekki setið fundinn til enda. - En hvert verður framhald máls- ins af hálfu Friðriks? „Ég hef skrifað formanni banka- ráðs Eyjólfi K. Sigurjónssyni bréf, þar sem ég fer fram á að hann boði til fundar í bankaráðinu sem allra fyrst, eða í síðasta lagi fyrir næst- komandi fimmtudag þegar umræða fer fram um málið á Alþingi," sagði Friðrik. „f fyrsta lagi til þess að hann geti gert grein fyrir því hvers vegna svona var farið að og í öðru lagi mun ég leggja fram þá tillögu í ráðinu að þessar 60 milljónir verði ekki greidd- ar." Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, sagðist aðspurður sem minnst vilja segja um framkomu einstakra manna í Samvinnubanka- málinu, nú loks þegar það væri komið í höfn. „Mér finnst eiginlega nóg á undan gengið. Ég hef sagt það allan þennan tíma að það sé engum til sóma hvernig að þessu máli hefur verið staðið," sagði Guðjón í gær. „Þessir samningar hafa verið á milli tann- anna á fjölmiðlafólki nánast í heilt ár, ég held að þar sé nóg komið og kýs helst að horfa á loka niðurstöð- una." Guðjón segir viðræður um sölu hlutabréfanna hafa byrjað óform- lega haustið 1988 og síðan fyrir alvöru s.l. vor. Salan á hlut Sam- bandsins í Samvinnubankanum til Landsbankans hafi verið hagkvæm fyrir báða aðila. Annars vegar vegna nauðsynjar Sambandsins á að minnka skuldir með afsetningu eigna sem hafi vissulega verið Sambandinu mikils virði, en samt sem áður ekki gefíð því mikinn arð. Hins vegar hafi það verið ljóst strax og farið var skoða þessi mál, að Samvinnubank- inn gat orðið Landsbankanum mun meira virði en fyrri eigendum, vegna þeirrar hagræðingar er gat átt sér stað með samruna þessara banka. „í byrjun september á síðasta ári náðist samkomulag á milli okkar og Landsbankans, og það samkomulag var staðfest af bankaráði Lands- bankans og stjórn Sambandsins skömmu seinna," sagði Guðjón. „Bankaráðið fól þá bankastjórum sfnum að ganga frá ýmsum atriðum sem ekki voru að fullu út kljáð og um þau náðist síðan fullt samkomu- lag. Bankaráð Landsbankans ákvað engu að síður að gera Sambandinu nýtt tilboð 29. desember s.l.. Þá hafði áður verið gengið frá því, og staðfest af bankaráðinu, að yfirtaka þess á Samvinnubankanum miðaðist við 1. september. Miðað við alla málavöxtu var það sjálfsögð rétt- lætiskrafa af Sambandsins hálfu, að vaxtauppbót yrði greidd vegna þess- arar þróunar." - ÁG Bjargaðist naumlega við Hornafjarðarós: Smeygði sér í bjarghring og stökk f rá borði Sigfús Harðarson hafhsögumaður á Höfn var hætt kominn um tíu leytið í fyrrakvöid, þegar lóðsbátur- inn fékk tóg í skrúfuna og rak vélarvana upp í fjöru. Áhöfninni á loðnuskipinu Kefivíking KE sem verið var að fyigja út, tókst að kasta bjarghring um borð til Sigfúsar, skömmu áður en lóðsinn var kominn upp í fjöru. Ekki mátti heldur tæpara standa með Keflvíking, þar sem hann var kominn mjög nálægt landi við að bjarga Sigfúsi. í gærsáu menn lóðsbátinn, þar sem hann var að brotna niður við Stokksnes. Sigfús sagði að hart útfall hafi Ríki opnað Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins opnar um næstu mánaða- mót nýja áfengisútsölu í verslun Miklagarðs við Sund. Verslunin verður í 250 fermetra húsnæði sem ÁTVR tók á Ieigu og nú er verið að innrétta í austurenda Miklagarðs. Vegna þessa hafa að undan- förnu staðið yfir miklar breyting- ar á anddyri og kassalínu Mikla- garðs og er áætlað að þeim fram- kvæmdum verði lokið fyrir 1. mars nk. Með þessum breyting- um á að skapast betri aðstaða og þjónusta á greiðslukössum, í þjónustumiðstöð og veitinga- stofu, auk þess sem aðkoma og brottför úr versluninni verður mun þægilegri. verið og því fyrirfram ákveðið að sigla lengra út á kyrrari sjó til að taka hafnsögumanninn sem var um borð í Keflvíkingi um borð í lóðsbátinn. „Við vorum á ferðinni þarna fjórum tímum fyrr, en þá var allt í góðu lagi," sagði Sigfús. Hann sagðist hafa reynt að vera í skjóli við Keflvíking á útleiðinni. „Lóðsinn lagðist og þá hefur farið frá borði tóg og keðja, sem síðar fór í skrúfuna. Ég þurfti að bakka einu sinni frá Keflvíking, en þá var hann að lenda ofan á mér, slíkur var gangurinn og hvert brotið á fætur öðru reið yfir," sagði Sigfus. Þegar þetta gerðist festust bönd í skrúfunni og vélin gekk laus, því varð ekkert við bátinn ráðið. „Þá var ég orðinn bjargarlaus. Þeir ætluðu fyrst að reyna að koma tógi á milli, en það gekk illa að komast að mér fyrir látum og þeir réðu ílla við Keflvíking. Þegar við vorum að verða komnir upp í fjöru, eftir að hafa rétt sloppið við sker, var ekki hægt að hugsa meira um lóðsbátinn og síðasti séns á að hirða mig upp og forða Keflvíking," sagði Sigfús. Þegar hér var komið var kastað bjarghring yfir í bátinn til Sigfúsar, þar sem hann smeygði sér í hann og stökk frá borði. „Þetta gekk mjög vel. Þeir voru fljótir að kippa mér upp," sagði Sigfús. Hann sagði að sér hafi ekkert orðið kalt við að lenda í sjónum, enda hafi hann verið í flotbúning, eins og þeir væru vanir. „Ég var að mestu leyti þurr að ofan," sagði Sigfús. Að björgun lokinni var haldið til Hafnar á ný og gekk sú ferð vel. -ABO Ægisíða með hlykknum þar sem Davíð á að hafa ruglast á merkjum. Davíð búinn að aka um götuna og hlykkurinn er horfinn. Tímamyndir Áma Bjarna Óvinsæl hraðahindrun við Ægisíðu: Hlykkur fjarlægður að skipun borgarstjóra? Fyrir eigi alls longu var settur svokallaður hlykkur á Ægisíðu, en þar hafa umferðarslys verið tíð sér- staklega á gangandi vegfarendum. Tillaga um að setja þarna öldu var hafnað í umferðarnefnd borgarinn- ar. Hins vegar hefur skapast ný hætt eftir að hlykkurinn var settur á götuna. Menn hafa m.a. ekið öfug- um megin við eyjuna og upp á hana. Ekkert hefur verið hlustað á ítrekað- ar kvartanir vegfarenda vegna þess- arar slysagildru. Fullyrt hefur verið við Tímann, af aðilum sem málið er skylt, að Davíð Oddsson borgarstjóri hafi átt leið um Ægisíðu og svo óheppilega hafi viljað til að hann ók öfugum megin við eyjuna vegna þess að hann ruglaðist á merkjum. Hvort sem það er rétt eða ekki þá hefur kerfið nú skyndilega tekið við sér. Lögð var fram tillaga í umferðarnefnd um að fjarlægja hlykkinn. Hún var sam- þykkt samhljóða og hlykkurinn var fjarlægður daginn eftir. Nú liggur fyrir umferðarnefnd tillaga um að setja öldu á götuna, en það mun vera í samræmi við óskir íbúa við götuna. Hún hefur ekkí verið afgreidd enn sem komið er. Kostnaður við að setja upp hlykk- inn var 1,1 milljón króna, en fyrir þá upphæð mætti setja upp einar tíu öldur. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.