Tíminn - 10.02.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.02.1990, Blaðsíða 16
1 AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 080300 RÍKISSKIP NUTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagötu, ________S ?flfl??________ SAMVINNUBANKINN Lí BYGGDUMIANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 687691 Múlakaffi ALLTAF Í LEIDINNI 37737 36737 Tíminn LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990 Borgarverkfræðingur og borgarskipulag vakna af værum svefni og gera sér grein fyrir alvarlegum hönnunargöllum í Grafarvogshverfi: Deiliskipulag fyrir Rimahverfi í Borgarholti I norðan við Grafarvogshverfið hefur verið endurskipulagt í framhaldi af alvarlegum göllum sem komið hafa í ljós á eldra skipulagi. Einstaklingar hafa skilað lóðum eftir að hafa uppgötvað að þeir þyrftu að grafa rúma sex metra til að komast niður á fast. Áður en aðaiskipulag var gert á hverfinu var gerð ófullkomin könn- un á jarðvegsdýpt. Engin hola var grafin, en jarðvegsdýpt var áætluð 2-4 metrar. Þessa könnun lagði arkitektinn sem gerði deiliskipu- lagið til grundvallar við sitt starf. Verkfræðistofan sem hannaði göturnar gerði síðan nákvæma at- hugun á jarðvegsdýpt í upphafi árs 1989. Þá kom í ljós að jarðvegurinn var víða miklu dýpri en fyrri könn- un gerði ráð fyrir. Þrátt fyrir þessar nýju upplýsingar var ekki gripið til neinna sérstakra ráðstafana af hálfu borgarverkfræðings eða borgarskipulags, en það eru þeir aðilar sem eiga að hafa yfirumsjón með verkinu. Kerfið tók ekki við sér fyrr en menn fóru að skila inn einbýlis- húsalóðum á síðasta ári. Fólki hefur væntanlega ekki litist á að byggja á þessum „botnlausa" stað. Fyrir fáum vikum var síðan sam- þykkt nýtt skipulag þar sem gert er m.a. ráð fyrir fjölbýlishúsum og dagheimili á lóðunum í stað einbýl- ishúsa. Ljóst er að þessi hönn- unarmistök kosta borgina ein- hverjar milljónir króna. Mistök hafa einnig verið gerð við hönnun á aðalgötunni, Laga- Fólk gerir sér matúrumbúðum í verslunum Miklagarðs og Kaup- staðar er yfir 500 þúsund einnota dósum skilað í hverjum mánuði. Verðmæti mánaðarskammtsins er 2,5 milljónir króna. í tilkynningu frá Miklagarði/Kaupstað segir: „Af þessu má ljóst vera að íslenskir neytendur spara og gera sér mat úr umbúðum." í nóvember sl. voru teknar í notkun dósa- og móttökuvélar í öllum verslunum Miklagarðs/Kaup- staðar. Viðskiptavinir geta því skilað inn öllum umbúðum með skilagjaldi um leið og verslað er. Verslanir Miklagarðs/Kaupstaðar eru stærsti móttökuaðili fyrir þessar umbúðir, en þangað er skilað yfir 30% af þeim umbúðum sem skilað er á Reykjavíkursvæðinu. SSH rima, sem liggur í gegnum hverfið. Gatan var hönnuð með nokkrum beygjum í þeim tilgangi að draga úr umferðarhraða. Hins vegar virð- ist ekki hafa verið gert ráð fyrir að strætisvagn þurfi að aka eftir göt- unni. Magnús Skúlason, arkitekt, sem á sæti í umferðarnefnd, spurðí á síðasta fundi í umferðarnefnd um skýringar á þessum hönn- unarmistökum. Engin svör fengust. „Mér er óskiljanlegt hvernig þessi mistök hafa átt sér stað. Það er venja þegar farið er í svona skipulagsvinnu, að menn hafi með sér ráðgjafa í umferðar- málum frá Reykjavíkurborg. Það hefur eitthvað farið úrskeiðis í samskiptum verkfræðistofunnar og borgarinnar. Það verður því að endurhanna þessa götu. Hvað þetta allt saman kostar veit ég ekki. Ég spurði sérstaklega um það á fundinum en fékk engin svör. Þegar ég spurði um skýringar á þessum mistökum var mér bent á að nær væri að leysa þetta vanda- mál en að vera grafast fyrir um orsakir," sagði Magnús. Verkfræðiskrifstofan Hönnun sá um hönnun á götum og holræsum í Borgarholtshverfinu. Hönnun hafði á sínum tíma eftirlit með • - ¦;*¦ ¦:„ • * ¦¦ -»-¦*¦ * m Hér má sjá götuna Langarima sem verðnr nú að endurhanna og lagfæra. Eins og sjá má eru beygjurnar undarlega krappar, svo krappar að strætisvagn getnr ekki með góðu móti ekið um götuna. Tfmamynd Ami Bjarnason svokölluðu Sætúnsræsi. Ræsið var u nnið í tveimur áföngum. Þegar átti að tengja áfangana saman kom í ljós að mælt hafði verið vitlaust því það myndaðist stallur við sam- setninguna svo að fyrir lá að það þyrfti að dæla skólpinu til þess að fá það til að renna. Verkfræðistof- an var þá rekin frá verkinu. Engin fagleg skýring hefur verið gefin á því hvers vegna þessi stofa er á ný ráðin til verkefna á vegum borgar- innar og ljóst að aðrar ástæður hljóta að vera fyrir því. Byggingarnefnd hefur ítrekað orðið að taka á ýmsum vandamál- um sem hafa komið upp í sambandi við Grafarvogshverfið og rekja má beint til slæmrar hönnunarvinnu við deiliskipulagið. Hæðarpunktar húsanna hafa verið hafðir óeðlilega háir eða lágir. Húsbyggjendur hafa því orðið að sprengja sig niður eða hækka húsin óeðlilega mikið upp. Ekki hefur þó tekist að sníða af alla hönnunargallana og fyrir vikið er aðkeyrsla að sumum bílskúrum ekki eins og best verður á kosið. Erfitt er að mæla þann aukakostn- að sem húsbyggjendur þurfa að bera vegna hönnunarmistaka, en ljóst má vera að hann skiptir tugum ef ekki hundruðum milljóna. -EÓ í íslenska álviðræðunefndin ræðir viðfyrirtækin þrjú í Amsterdam: ALUMAX ÁKVEÐUR SIG Á NÆSTUNNI íslenska álviðræðunefndin átti í gær fund mcð forsvarsmonnum álfyrirtækjanna þriggja, Alumax, Gránges Og Hoogoven scin sýnt liafa áhuga á að reisa álver hér á landi. Um var að ræða fyrsta formlega ftutd aðHanna fjðgurra, eftír að Alumax hið bandaríska k(»m inn i myndina. Fundurinn fór l'ram í Amsterdam í Hullundi. Búast má við að fulltrúar Alum- ax rnuai innan tveggja til þriggja vikna svara til um hvort þeir viiji áfram vera með í viðræðunum. Fundur aðilanna var jákvæður og eru vonir bundnar við að svar Alumax verði jákvætt. Sem kunnugt er, er verið að tala um nýtt 200 þúsund tonna sjálfstætt álver. Ef til þess kemur að Alumax verði þátttakandi, er mikið starf framundan, enda þarf að vinna að samningum um fjölmarga þætti, sem áður hafa verið ræddir við hin fyrirtækin tvö, Gránges og Hoog- oven. Með nýju álveri er gert ráð fyrir að eftir að Blanda verður komin í gagnið, þá þurfi að stækka Búr- fellsvirkjun og byggja vjrkjun í Fljótsdal. Óvíst er hvenær nýtt álver verður tilbúið hér á iandi ef af verður, en til þessa hefur verið talaö um í allra fyrsta lagi 1994. -ABÓ Reykjavík: Rafmagn lækkar Borgarráð hefur ákveðið að lækka taxta Rafmagnsveitu Reykjavíkur um 2,4% frá og með 1. mars nk. Jafnframt hefur verið ákveðið að 6% hækkun Hitaveitu Reykjavíkur, sem átti að verða hínn 1. mars nk. komi ekki til framkvæmda í trausti þess að frumvarp um orkuskatt verði ekki að lögum á þessu þingi. Ákvarðanir þessa efnis voru teknar í framhaldi af nýgerðum kjarasamn- ingum. Borgaryfirvöld hafa einnig ákveð- ið að hækka ekki dagvistargjöld, fargjöld í SVR og aðgönguverð að sundstöðum borgarinnar á næstu mánuðum. Ef spár um verðlagsþró- un ganga eftir þá telja borgaryfirvöld líklegt að halda megi öllum slíkum gjaldskrám óbreyttum það sem eftir lifir árs. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.