Tíminn - 10.02.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.02.1990, Blaðsíða 9
r\rt')t r\r - r , > ¦, - - . WIPl RH DS Laugardagur 10. febrúar 1990 Tíminn 21 MINNING Ólafur Ingi Þórðarson Fæddur 9. júlí 1909 Dáinn 31. janúar 1990 Nú fjöll og byggðir blunda á beð sinn allir skunda og hljótt er orðið allt. (H. Hálfdanarson) Kvöldsett var orðið í lífi aldraðs vinar míns og vinnufélaga og síðustu mánuðina var lfkaminn hnepptur í fjötra illvígs sjúkdóms sem bæði hann og aðrir vissu að myndi að lokum bera sigur af hólmi. Nú er stríðinu lokið en það er ekki tapað fyrir því. Lífið sigrar alltaf dauðann að lokum - og minningin um góðan dreng og gegnan lifir æ í hugum okkar sem eftir stöndum. Óli var kominn á efri ár er við kynntumst fyrir rúmum tíu árum. Þá var ég nýliði í starfi hjá Mjólkursam- lagi Borgfirðinga en hann átti þar þá langan starfsdag að baki sem ég veit að hann hefur skilað af sömu trú- mennsku og annað það er hann lagði hönd að. Hann átti stóra fjölskyldu og ég held að fullyrða megi að allt líf hans og atorka voru þeim helguð, Guggu og börnunum, sem voru stolt hans og gleði. Síðar bættust svo barnabörnin í hópinn og' ekki skip- uðu þau lægri sess í hug hans og hjarta. Hann og þau hjón bæði voru framúrskarandi dugleg að rækja tengslin við hópinn sinn. Eftir að Óli hætti störfum í samlaginu ferðaðist hann töluvert og dvaldi þá oft lang- dvölum hjá börnunum sínum sem búa nú dreift um landið. Ekki þótti honum verra að geta lagt hönd að verki í þessum ferðum. Bókamaður var hann og átti marg- ar góðar stundir með bók í hönd eftir að um tók að hægjast. Þá hafði hann sjálfur mjög gott vald á ís- lensku máli í ræðu og riti og mér þótti mikill heiður að því að hann sýndi mér oft ýmislegt sem hann setti á blað. Sumt af því á ég enn í fórum mínum, þar á meðal frásögn sem hann sendi mér af broslegum atvikum og kringumstæðum er hann lenti í eitt sinn er hann lá á sjúkra- húsi. Sl. sumar var haldið upp á áttræð- isafmælið hans af rausn og myndar- skap, eins og þeirra hjóna var von og vísa. Pað var glæsilegur afkom- endahópurinn þeirra sem þarna var samankominn og þætti ýmsum yfrið nóg ævistarf að koma þeim öllum vel á legg og til manns. Daginn þann er gott að muna og þá var hann Óli minn kátur og hress, eins og ég man hann oftast nær, enda þótt sá gestur, sem nú hefur haft hann með sér á burt úr þessum heimi, væri þá fyrir allnokkru búinn að boða komu sína. Ég bið þess að mér fyrirgefist sú skuld að hafa ekki haft kjark til að vitja sjúkrabeðs míns gamla vinar. Á slíkum stundum verður manneskj- an svo lítil í sér a.ð hún veigrar sér við að standa augliti til auglitis við dauðann. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka allar góðar stundir sem okkur gáfust og vináttu sem ég veit að nær út yfir gröf og dauða. „Síst vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda - það kemur ekki mál við mig. Flýtþér, vinur, í fegrí heim. Krjúptu að fótum friðarboðans ogfljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim." (Jónas Hallg rímsson) Við Guðmundur sendum Guggu og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur og biðjum þeim blessunar og huggunar. Kristin Halldórsdóttír Miðvikudaginn 31. janúar sl. andaðist í Sjúkrahúsi Akraness Ólafur I. Þórðarson, mjólkurfræð- ingur í Borgarnesi, eftir lasleika mjólkurfræöingur síðustu misseri og nokkuð erfiða sjúkrahúslegu síðustu mánuði. Með honum er genginn hugljúfur dugnaðarmaður. Langar mig með nokkrum orðum að minnast tengda- föður míns, þótt ekki séu tök á að ræða ítarlega um hans uppruna og æviskeið. Fæddur var hann í Hafnarfirði 9. júf 1909, elstur í hópi tólf systkina. Foreldrar hans voru Sólveig Bjarna- dóttir frá Sólmundarhöfða á Akra- nesi og Þórður Einarsson frá Ný- lendu í Garði, ljósavörður og síðar bókhaldari, bjuggu þau lengst af í Hafnarfirði. Á því heimili var ekki auður í búi, fremur en víðast annars staðar á þeirri tíð. Ólafur mun því snemma hafa farið að taka til hendi og níu ára var hann sendur til sumardvalar til skyldmenna í Þverárhlíð í Borgar- firði og gekk svo til mörg næstu sumur. Komst hann því fljótt í kynni við það hérað sem síðar átti eftir að verða hans heimabyggð og vettvang- ur á langri starfsævi. Fór svo að hann unni mjög þessu stórbrotna og fagra héraði, þótt alltaf bæri hann hlýjan hug til Hafnarfjarðar. Eftir að barnaskólanámi lauk í Hafnarfirði fékkst Ólafur þar við ýmis störf á vetrum, einkum af- greiðslu og verslunarstörf. Á sumrin gerðist hann kaupámaður á ýmsum stöðum til sveita. Á þessum árum var hann eitt sumar aðstoðarmaður við plægingar með hestum á vegum Búnaðarsam- bands Suðurlands. Sagði hann mér eitt sinn að það hefði verið það dýrlegasta sumar sem hann hefði lifað. Veturinn 1926-1927 var hann við nám í Hvítárbakkaskóla í Borgar- firði og veturinn eftir barnakennari í Ölfusi. Næstu árin vann Ólafur við land- búnaðarstörf og var m.a. þrjú og hálft ár vinnumaður í Gufunesi sem þá var stórbýli. Á þeim tíma sótti hann um skóla- vist á búnaðarskóla, enda held ég að hugur hans hafi alltaf staðið til búsýslu og sveitastarfa. Ekki varð þó úr því, fast var haldið í hann í Gufunesi. Það var svo 1. maí 1933 sem Ólafur réðst til náms í mjólkurfræði til Búa Þorvaldssonar í Mjólkurbúi Ölfusinga. Lauk hann þar námi árið 1937 og hélt þá til frekara mjólkur- fræðináms í Danmörku. Að afloknu námi réðst hann verk- stjóri til Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og var stöðvarstjóri í forföllum. Árið 1940 var hann ráð- inn ostagerðarmaður hjá Mjólkur- samlaginu í Borgarnesi en fór aftur til Samsölunnar haustið 1942 og tók við fyrri störfum. Vorið 1943 réðst hann svo verkstjóri hjá Mjólkursam- lagi Borgfirðinga og starfaði þar allt til 1. júlí 1984. Hans meistarabréf í mjólkuriðn var gefið úr 1953. Ólafur var því búinn að vinna samfellt við mjólkuriðnað í meira en hálfa öld þegar hann hætti störfum. Um störfin hans Ólafs í Samlaginu gætu þeir sem til þekkja sagt langt mál. Ekki mun ofmælt að segja að þar hafi farið saman dugnaður og samviskusemi. Var hann sannarlega hægri hönd Sigurðar Guðbrandsson- ar mjólkurbússtjóra og oft hans staðgengill. Ýmsir kynnu að halda að meistar- inn hefði það náðugt á rannsóknar- stofu sem hann hafði þó lengi um- sjón með. Svo var ekki, því Ólafur gekk nánast í öll störf af miklu kappi eftir því sem til þurfti. Þá hafði hann umsjón með innfærslu mjólkur og sá lengi um afgreiðslu til bænda og viðskiptamanna í héraði. Algengt var að farið væri á fætur kl. 4 að nóttu til að setja á bíla til Reykjavík- urferða. Þá ferðaðist hann mikið um hérað vegna mjólkureftirlits og málefna nautgriparæktar. Einnig fór hann nokkuð um hér að á vegum Kaupfé- lags Borgfirðinga vegna trygginga- mála hin síðari ár. Ólafur var gæfumaður ' í sínu einkalífi. 21. maí 1935 kvæntist hann hinni mætustu konu, Aðalheiði Knudsen úr Reykjavík. Eignuðust þau eina dóttur, Hólmfríði Sólveigu, hjúkrunarforstjóra í Vestmannaeyj- um, sem gift er Guðjóni Ólafssyni og eiga þau tvo syni. Þau Aðalheiður slitu samvistum eftir nokkurra ára sambúð. Hinn 20. október 1946 kvæntist Ólafur Guðbjörgu Ásmundsdóttur frá Dal í Borgarnesi og hefur hún verið honum styrkur förunautur. Þeirra börn urðu tíu en tveir drengir dóu í frumbernsku, auk þess ólu þau upp systurson Ólafs frá fimm mánaða aldri. Börn þeirra eru: Jóna Sólveig Ólafsdóttir, búsett á Flúðum. Henn- ar maður er Sigurgeir Sigmundsson. Þórður, bóndi á Efra-Lóni, N.- Þing., kvæntur Grétu Maríu Dag- bjartsdóttur. Ásmundur, málara- . meistari í Borgarnesi, hans kona er Ósk Ólafsdóttir. Brynja skólastjóri, býr að Þorbjarnarstöðum í Skaga- firði,.gift Þorleifi Ingólfssyni. Einar, framkvæmdastjóri á Akureyri, kvæntur Svanhildi Skúladóttur, Ólafur Ingi, framkvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Bragadóttur. Ragnheiður, kennari á Akranesi, gift Gyrði Elíassyni og Guðmundur, bankastarfsmaður á Akranesi, kvæntur Rannveigu Sig- urjónsdóttur. Fóstursonur Ólafs og Guðbjargar er Jón Rósant, búsettur í Bandaríkj- unum. Barnabörn eru tuttugu og sjö og barnabarnabörnin þrjú. Ólafur var fróður maður og víða heima og gaman við hann að ræða um menn og málefni. Hafði hann mikið yndi af lestri góðra bóka, enda safnaði hann bókum af áhuga og átti heilmikið bókasafn. Hann var maður hlýr í viðmóti og prúðmenni til orðs og æðis, þó grunnt væri á glettni og gamansemi. Oft var glatt á hjalla á hans fjöl- menna heimili og ekki dró þar úr glaðværð húsmóðurinnar og hennar stóra fjölskylda í Borgarnesi sem kunn er fyrir söng og lífsgleði. Mikil var gestrisni á því heimili og vina- hópurinn stór, ekki síst í sveitum Borgarfjarðar og víðar um Vestur- land. Veit ég að margir munu nú minn- ast Ólafs með hlýjum huga og þakk- læti. Vil ég nú færa honum hugheilar þakkir fyrir trausta vináttu og marg- ar ljúfar samverustundir sem dýr- mætar eru í minningunni. Fyrir hönd hans nánustu flyt ég starfsfólki sjúkrahúss Akraness bestu þakkir fyrir góða umönnun og öðrum þeim er léttu hans sjúkdóms- legu. Stærstu þakkir á þó eiginkona hans Guðbjörg fyrir frábæra um- hyggju og þrek sem kom þó ekki á óvart þeim er til þekkja. Henni eru færðar sérstakar bless- unaróskir og samúðarkveðjur. Sigurgeir Sigmundsson g Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar \|f Vonarstræti 4 - sími 25500 Dvalarheimili aldraðra Seljahlíð Laus er staða hjúkrunardeildarstjóra við vist- deild Seljahlíðar. Um er að ræða 100% starf sem fólgið er í daglegum rekstri og stjórnun vistdeildar. Einnig er laus staða sjúkraþjálfara, starfshlutfall eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur María Gísla- dóttir forstöðumaður í síma 73633 frá kl. 11.00- 12.00 daglega. Umsóknum ber að skila til starfs- mannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarírestur er til 23. febrúar næstkomandi. Laus staða \V Útboð Staða markaðsstjóra hjá Ferðamálaráði íslands er laus til umsóknar. Starfið felst m.a. í að sinna landkynningar- og markaðsmálum innanlands og erlendis, erlendum ferðasýningum og almennri ráðgjöf á sviði ferðamála. Markaðsstjóri er stað- gengill ferðamálastjóra. Víðtæk þekking á sviði landkynningarog markaðs- mála áskilin svo og reynsla af stjórnunarstörfum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist samgönguráðuneytinu fyrir 23. febrúar n.k. Samgönguráðuneytið ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Næringarráðgjafi Staða næringarráðgjafa í 1/2 starf er laus til umsóknar. Um er að ræða nýja stöðu, sem krefst uppbygging- ar og skipulagningar. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1990. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Marteinsson hjúkrunarforstjóri í síma 604311. Sóknarfélagar Starfsmannafélagið Sókn heldur almennan fé- lagsfund mánudaginn 12. febrúar kl. 17.00 í Sóknarsalnum, Skipholti 50Á. Fundarefni: 1. Nýgerðir kjarasamningar. 2. Önnur mál. Sýnið skírteini. Stjórn Sóknar Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgar- verkfræðings, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við I. áfanga Skautasvells í Laugardal, þ.e. byggingu þjónustuhúss og svellplötu ásamt lögnum fyrir frystikerfi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik, frá og með þri&judeginum 13. febrúar, gegn kr. 1 5.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 1. mars 1990, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJA\| KURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 - Simi' i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.