Tíminn - 27.02.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.02.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 27. febrúar 1990 Nauðsynlegt að sam- ræma launagreiðslur ráðuneytum. Einhverjir ráðuneyt- isstjórar virðast hafa óhefta yfir- vinnu og aðrir ekki, eins og Kjara- dómur segir,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist hafa verið að skoða þessi mál hjá sér og vakið máls á þessu á ríkisstjórnarfundi til að leggja áherslu á að þetta yrði tekið til almennrar skoðunar. -ABÓ Á ríkisstjómarfundi í fyrir helgina ræddi forsætisráðherra nauðsyn þess að samræma launagreiðslur hjá stjórnarráðinu og stofnunum þess. Forsætisráðherra hefur látið gera athugun á þessum málum innan síns ráðuneytis og óskaði eftir því að aðrir ráðherrar gerðu slíkt hið sama. „Það hefur því miður í gegn um árin orðið allskonar misræmi þar á, eins og fram kom í ræðu formanns fjárveitinganefndar á Alþingi," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við Tímann. Steingrímur sagði að í sumum tilfellum væri greidd svoköll- uð föst yfirvinna á sumum stöðum, og yfirvinna jafnvel til viðbótar á fasta yfirvinnu. Greidd væri yfir- vinna þrátt fyrir að Kjaradómur hafi kveðið svo á að það skuli ekki greiða yfirvinnu. „Þetta er gert í sumum Frá verðlaunaafhendingu í Borgarleikhúsinu. Fulltrúi íslenska útvarpsfélagsins afhendir fulltrúum Bylgjunnar og Sanitas gjallarhorn á fæti fyrir „Pepsí bítur fílinn“. Tímamynd Pjetur Hátíðahöld í auglýsingaiðnaði: ímark veitir verðlaun Verðlaun fyrir athyglisverðustu auglýsingarnar voru veitt í fjórða sinn af Islenska markaðsklúbbnum sl. föstudag. Verðlaunaafhendingin fór að þessu sinni fram í Borgar- leikhúsinu, en verðlaunagripirnir eru gjallarhorn á fæti. Alls voru verðlaun veitt í átta flokkum og urðu úrslitin sem hér segir: Athyglisverðasta tímaritsauglýs- ingin: „Fólk deyr af völdum alnæm- is“. Framleiðandi íslenska auglýs- ingastofan fyrir Landlæknisembætt- ið. Verðlaunin gaf Fróði hf. Athyglisverðasta dreifiritið: Grand skrifstofuhúsgögn. Framleið- andi var Auglýsingastofa P&Ó fyrir EE húsgögn. Verðlaunin gaf Prent- smiðjan Oddi. Athyglisverðasta veggspjaldið: „Icelandic woolen throws and blankets." Framleiðandi íslenska augiýsingastofan fyrir Álafoss. Verðlaunin gaf Póstur og sími. Athyglisverðasta auglýsingaher- ferðin: „Láttu ekki vísa þér Framleiðandi GBB Auglýsingaþjón- ustan fyrir Kreditkort hf. Verðlaun- in gaf Útflutningsmiðstöðin. Tímanum hefur boríst eftirfar- andi ávarp til þings Norðurlanda- ráðs og ráðherranefndar: Á liðnum áratugum hefur sam- vinna Norðurlanda skilað merki- legum árangri á mörgum sviðum, í stjórnmálum og efnahagsmálum, á sviði menningar og vísinda. Úr veikleika hverrar þjóðar höfum við gert okkur styrk með samvinn- unni, enda nýtur hún virðingar víða um heim. Norðurlönd þykja til fyrirmyndar í þessum efnum. Því er torskiljanlegt að nú skuli vera uppi tillaga um að skerða þessa samvinnu með tvennu móti: Lagt er til að leggja niður allmargar stofnanir og verkefni á sviði rann- sókna og í annan stað að lækka um 10% fjárveitingar til annarra stofn- ana og viðfangsefna, án tillits til aðstæðna eða fyrri sparnaðar. Nauðsyn er að nota fjármuni vel og sífellt er þörf endurskoðunar, en það er rangt að leggja niður þá starfsemi sem skilar góðum árangri og er þess eðlis að hún verður ekki rækt nema með samvinnu landa okkar. Aðrir munu varla verða til þess að rannsaka sérstæða þjóð- menningu og skipan mannvistar í norrænum löndum, eða þróun lög- gjafar og hefða á mörgum sviðum, þannig að okkur verði að fullu gagni. Og til þess að afla nauðsyn- legrar þekkingar á öðrum hlutum heimsins, getur samvinna orkað því sem eitt landanna ræður ekki við. Að sjálfsögðu er þörf á sveigjan- leika og athafnarými innan um- gerðar norrænna fjárveitinga, og viljinn til framkvæmda í almennum menningarmálum er réttmætur. En það er ekki ráðlegt að fórna rann- sóknastofnunum fyrir tímabundin verkefni í almennum menningar- málum, og það væri einkar var- hugavert að fórna fyrst rannsókna- stofnunum í mannvísindum og fé- lagsvísindum, sem starfa að verk- efnum sem engir aðrir geta unnið fyrir okkur Norðurlandabúa. Ef þær stofnanir yrðu lagðar niður, stæði norræn rannsóknasamvinna ekki traust eftir, hún þætti þá ekki lengur jafnæskilegur vettvangur til þess að hrinda góðum rannsókna- verkefnum í framkvæmd. Norður- lönd yrðu ekki lengur sú fyrirmynd sem þau hafa verið um skeið. íslendingar hafa til þessa notið mikils gagns af norrænni samvinnu, og við hljótum að binda miklar vonir við hana í framtíðinni. Þjóð- félagsstofnanir okkar eru smáar á norrænan mælikvarða, og því er sá styrkur sem samstarfið veitir okkur enn meira virði. Við trúum ekki öðru en að Norðurlönd hafi vilja til að halda með reisn uppi sameigin- legum rannsóknum á eigin menn- ingararfi og samfélagi og rækja jafnframt önnur brýn verkefni á sviði menningarmála. Það er óvit- urlegt að afrækja það sem vel reynist. EysteinnJónsson Ármann Snævarr Guðmundur Magnússon ÞórirKr. Þórðarson Ingvar Gíslason RagnarAmalds ÞórMagnússon Sverrir Hermannsson Stefán Thors Svanur Kristjánsson GuðmundurEggertsson Gylfi Þ. Gíslason Guðlaugur Þorvaldsson Sigmundur Guðbjamason Magnús Torfi Ólafsson Jónas Kristjánsson JóhannesNordal Vilhjálmur Hjálmarsson Sigurður Líndal Þór Whitehead Sigurður Pálsson sæmdur listaorðu í næsta mánuði verður Sigurður Pálsson rithöfundur sæmdur frönsku listaorðunni, en hún er veitt lista- mönnum sem hafa unnið að út- breiðslu franskrar menningar og franskra lista. Fátítt er að aðrir en Frakkar séu sæmdir þessari orðu. Fyrstur íslendinga til að fá þessa orðu var Thor Vilhjálmsson rithöf- undur, en hann fékk hana á föstu- daginn. Það var franski sendiherr- ann á íslandi sem veitti honum orðuna við hátíðlega athöfn í Nor- ræna húsinu. Við sama tækifæri var tilkynnt að Sigurður myndi einnig fá orðuna. -EÓ Athyglisverðasta dagblaðaauglýs- ingin: Breiddin er í Breiddinni. Framleiðandi Auglýsingastofa Krist- ínar, AUK hf. fyrir BYKO. Verð- launin gaf Morgunblaðið. Óvenjulegasta auglýsingin: Flor- idana Slim. Framleiðandi var Aug- lýsingastofa Kristínar, AUK hf. fyrir Mjólkursamsöluna. Verðlaunin gaf Verslunarráð íslands. Athyglisverðasta sjónvarpsaug- lýsingin: Hraðakstur eða „liggur þér lífið á?“ Framleiðandi var Islenska auglýsingastofan og Saga film fyrir Sjóvá-Almennar. Verðlaun gaf Stöð 2. Athyglisverðasta útvarpsauglýs- ingin: Pepsí bítur fílinn. Framleið- andi var Útvarpsstöðin Bylgjan fyrir Sanitas. Verðiaun gaf íslenska út- varpsfélagið. Reykjafoss í vandræðum skammt frá Færeyjum: Sex gámar í sjóinn er hnútur skall á skipinu Reykjafoss, skip Eimskipafé- lagsins íenti í aftakaveðri skammt sunnan við Færeyjar í byrjun síð- ustu viku og fóru sex gámar fyrir borð. Um var að ræða fjóra tóma frystigáma, sem verið var að flytja til íslands, auk tveggja gáma sem í voru þilplötur er verið var að flytja til Færeyja. Thomas Möller hjá Eimskip sagði í samtali við Tímann að það væri mjög óvenjulegt að svona nokkuð gerðist. Reykjafoss var rétt ókominn til Færeyja, þegar hnúturinn reið yfir. „Það reið slæmur sjór yfir skipið og tók með sér gáma sem bundnir voru saman," sagði Thomas. Engar skemmdir urðu á Reykjafossi, né slys á mönnum. Hann sagði að það hefði verið lán í óláni að flestir gámanna hafi verið tómir og tjónið því minna en ella. Bæði gámar og varningur er tryggður. Reykjafoss kom til ís- lands sl. fimmtudag. -ABÓ Hjá gatnamálastjóra er nú aftur hægt að tjöruþvo bOdekk og fá þannig betra grip í snjó og slabbi. Gatnamálastjórí kom í fyrravetur upp rennum með terpentínu á nokkrum stöðum í höfuðborginni til að hreinsa dekkin. í haust brá hins vegar svo við að þessi þjónusta var ófáanleg og því meðal annars borið við að nagladekkjaökumenn hefðu notað sér hana. Að undan- förnu hefur það mjög veríð gagnrýnt, m.a. í borgarstjóra og borgarráði, að þessi þjónusta skuli ekki hafa veríð veitt í vetur. Sú gagnrýni hefur greininlega orðið til þess að gatnamálastjóri hefur nú söðlað um. Þessar rennur eru við bækistöðvar gatnamálastjóra við Þórðarhöfða. Tímamynd Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.