Tíminn - 27.02.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.02.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 27. febrúar 1990 Tíminn 3 t íslenskar konur hafa ekki náð eins góðum árangri í jafnréttisbaráttunni og kynsystur þeirra á Norðurlöndum: Konur verða gamlar á íslandi en fá lág laun Hagstofur Norðurianda hafa í samvinnu við Norrænu hagstof- una í Kaupmannahöfn gefið út veggspjald þar sem fram koma ýmsar athyglisverðar upplýsing- ar um stöðu kynjanna á Norður- löndum. Upplýsingamar era unnar úr ritinu „Konur og karlar á Norðurlöndum. Staðreyndir um stöðu kynja 1988“. Saman- burðurinn er íslenskum konum í óhag. Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð er launamunurinn 68-69%, en í Noregi er hann 57%. Á íslandi sitja einnig fæstar konur á þingi eða aðeins 21%. Á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall 31-38%. Sama er upp á teningnum þegar skoðað er hlutfaíl kvenna í nefndum og ráðum hins opinbera. Á íslandi er það 11%, litlu hærra í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, en langhæst í Noregi 32%. Á veggspjaldinu er borin saman dagvistun 3-6 ára barna á Norður- löndunum. Þar sker ísland sig úr að því leyti að 40% barnanna er í dagvistun hálfan daginn. í Dan- mörku eru 47% barna á þessum aldri í dagvistun allan daginn, 39% Svíþjóð, 22% í Noregi, 17% í Finn- landi og 11% á íslandi. Finnland og Svíþjóð skera sig nokkuð úr hinum löndunum að því leyti að um 20% barna eru í dagvistun hjá dagmömm- um. Þetta hlutfall er hins vegar 5% á íslandi og 1% í Noregi. Atvinnuþátttaka fólks 20 ára og að eftirlaunaaldri er einna mest meðal Svía og íslendinga. íslending- ar hafa vinninginn hvað varðar karl- ana 91%, en Svíar hvað varða kon- urnar 85%. Atvinnuleysi er einnig minnst í þessum löndum eða um 1%. Það er hins vegar mest í Dan- mörku og Finnlandi eða 3-4%. Ýmsar fleiri athyglisverðar upp- lýsingar koma fram á veggspjaldinu. íslendingum fjölgar mest allra Norðurlandabúa eða um 14 prómill á ári. Næstir koma Norðmenn með 6 prómill, en Dönum fjölgar hægast eða um 1 prómill. íslendingar lifa einnig lengst Norðurlandaþjóða, en Danir styðst. Munurinn er hins vegar ekki mikill milli landanna. Konur á Norðurlöndum verða að meðaltali nærri áttræðar en karlar deyja aftur á móti að meðaltali 6-7 árum fyrr en konurnar. Sjálfsmorð eru algengust meðal finnskra karlmanna, en 45 af hverj- um 100.000 fremja sjálfsmorð. Lægst er þetta hiutfall meðal norskra kvenna eða 8 af hverjum 100.000. Á íslandi taka 10 konur og 20 karlar af hverjum 100.000 líf sitt, en það er nokkuð undir meðallagi. Danir reykja mest allra Norður- landaþjóða, en það gera 44% þjóð- arinnar. Norðmenn og Svíar reykja einna minnst. Norskar konur sicera sig úr hvað þetta varðar því aðeins 19% þeirra reykja. Um 35% íslend- inga reykja og er sáralítill munur á körlum og konum. -EÓ Launamunur milli karla og kvenna er mestur á íslandi þar sem konur hafa 54% af tekjum karla. í Vantar verka- mannabústaði Um 1100 umsóknir bárust stjórn verkamannabústaða um rúmlega 200 íbúðir sem auglýstar voru í upphafi ársins og úthlutað verður á næstunni. í fyrra var auglýst á svipuðum tíma og bárust 1128 umsóknir í 300 íbúðir sem afhentar verða síðari hluta þessa árs. Til að anna eftirspurninni hefði að sögn Páls Magnússonar stjómarfor- manns verkamannabústaða þurft 5- 600 fleiri íbúðir. Iðntæknistofnun: Umfangsmikid vöruþróunarátak Nú er að Ijúka umfangsmesta átaki sem framkvæmt hefur verið á íslandi í vöruþróun. Vöruþróunar- átak Iðntæknistofnunar hefur staðið í liðlega tvö ár. Þátttakendur hafa verið 24 iðnfyrirtæki af ýmsum toga. Átakið kostaði um 120 milljónir króna og hefur verið fjármagnað af Iðntæknistofnun, Iðnlánasjóði og fleiri aðilum auk fyrirtækjunum sjálfum. Markmið átaksins var að þróa vörur sem væru samkeppnis- færar innanlands og hæfar til útflutn- ings. Árangur var góður og eftir stendur verðmæt reynsla fyrir áfram- haldandi vöruþróun í fyrirtækjum. í tilefni af lokum átaksins var iðnaðarráðherra og forsvarsmönn- um þátttökufyrirtækjanna boðið í hóf í Iðntæknistofnun. Á myndinni eru Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og Páll Kr. Pálsson forstjóri Iðn- tæknistofnunar. Eins og sjá má var ráðherra mjög tímabundinn. Tímamynd Pjetur tilSpánarfyrir rétt rúmar 84krónur’ Það er varla til sá íslendingur, sem ekki gleðst yfir símtali að heiman pegar hann er erlendis. Þegar þú hringir til vina og cettingja erlendis fcerðu án efa að heyra hvað veðrið er gott þarna úti, veitingahúsin frábcer og nceturlífið eldfjörugt. Mundu bara hvað það getur verið áncegjulegt fyrir þá að heyra hljóðið í gamla landanum og nýjustu fiskisögurnar að heiman. Fjölskyldan getur skipst á að tala og fyrr en varir hafa allir ferðast til útlanda á mun ódýrari hátt en með þessum hefðbundnu leiðum. Þá er ekki úr vegi að láta það fylgja með að það sé góður siður, þegar maður ferðast út fyrir landsteinanna, að hringja reglulega heim og láta vita af sér. fifc® Dcetni um verð á símtölum til útlcmda r mmmmmmKm F ^CTfe ÆHHBBBBk w - Verð á mín. Norðurlöndin (að frátöldu Finnlandi) kr. 69,50 Finnland og Holland kr. 76,50 Bretland, Spánn og V-Þýskaland kr. 84,50 Frakkland og Tékkóslóvakía kr. 98,50 Grikkland, Ítalía og Sovétríkin kr. 110,00 Bandaríkin kr. 128,50 PÓSTUR OG SÍMI imi i iNHWBMi Við spörurn þér sporin * Miðað við 1 mín. símtal og gjaldskrá 01.01/90. ** Breytist samkvœmt gjaldskrá. o o

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.