Tíminn - 27.02.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.02.1990, Blaðsíða 16
MAR: 680001 — 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnorhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 687691 Múlakaffi ALLTAF í LEIÐINNI O 37737 38737 Tíniiiin ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1990 Hjónin á Hofi í Öræfasveit urðu að láta skipta um símanúmer á bænum eftir leitina að Bretanum er varð úti á dögunum: Fengu ekki sveínfrið fyrir dulspöku fólki Eins og flesta eflaust rekur minni til varð breskur maður úti á Öræfum í síðasta mánuði. Seinasti viðkomustaður mannsins áður en hann lagði til fjalla var bærinn Hof í Öræfasveit. Eftir að leit hófst að Bretanum, hringdi síminn á Hofl, jafnt daga sem nætur, en þar var á ferðinni fólk, sem taldi sig hafa séð í draumi hvar maðurinn væri niður kominn. Hjónin á bænum urðu fyrir talsverðu ónæði af þessum sökum og þegar símhringingar héldu áfram eftir að maðurinn fannst var gripið til þess ráðs að skipta um númer. Síminn var þó ekki lokaður nema í tvo daga og eftir að upp- runalega númerið var tengt aftur var ónæðið úr sögunni. Að sögn Ara Magnússonar, bónda á Hofi, voru konur í meirihluta þeirra sem hringdu. Lögreglan á Höfn í Hornafirði, sem formlega stjórnaði leitinni að Bretanum, varð ekki fyrir ónæði af völdum fólks er taldi sig berdreymið, eða gætt skyggni- gáfu. Sérstakur madur í yfirskilvitlegu deildina Hér er alls ekki um einsdæmi að ræða. Tíminn hafði samband við björgunarsveitina Ingólf í Reykja- vík og þar fengust þau svör að algengt væri að fólk, sem teldi sig hafa dreymt fyrir þvt hvar týndir einstaklingar væru niður komnir, hefði samband við björgunarsveit- irnar, eða lögregluna. Og það sem meira er í all nokkrum tilfellum hafa menn getað gengið beint að þeim sem leitað hefur verið að eftir slíkri leiðsögn. Mest er um að fólk, sem telur sig gætt, eða er gætt dulrænum hæfileikum, hafi sam- band þegar sjóslys verða. í þeim tilfellum sem vísað er rétt á týnt fólk, er oftast um að ræða skyld- menni þess, sem segja að viðkom- andi hafi vitjað sín í draumi og sagt til um hvar það er niður komið, lífs eða liðið. Vísbendingar sem þessar hafa verið það marktækar að menn telja sig ekki komast hjá því að hlusta á þær. Þannig er komið inn á þessi mál á námskeiðum björgunarsveit- anna og stuttur kafli um þau í lesefni sem þátttakendur fá í hendur. Dragist leit á langinn er vanalega settur einn maður hjá svæðisstjórn björgunarsveitanna í að taka við símtölum frá ber- dreymnu fólki. Þetta á sérstaklega við þegar um landleit er að ræða, en þegar á líður geta borist þetta 25 til 30 símtöl frá fólki sem telur sig hafa fengið vitneskju um þá sem leitað er að á yfirskilvitlegan hátt. Var Bretinn berklaveikur? Enn eru atriði sem ekki eru komin á hreint í sambandi við Bretann sem varð úti á Öræfum. Lyf við berklaveiki fundust á manninum, en Tímanum er ekki að fullu kunnugt um hvort maður- inn var haldinn berklaveiki eða ekki. Þá fannst viðlegudýna er hafði verið í fórum mannsins í gili þar sem snjóflóð hafði fallið. Ekki er ljóst hvort maðurinn hefur lent í snjóflóðinu sjálfur, eða misst dýnuna á þessum slóðum áður en það féll. Þó er seinni kosturinn talinn líklegri, en eflaust fæst aldrei að fullu úr því skorið. -ÁG Á myndinni að ofan frá vinstri Rúna Kristinsdóttir, Elísa Arnardóttir og Helga Björg Hermannsdóttir. Tímamynd Pjetur. Kauptilboð í Risið, húseign Alb. Á fundi Félags eldri borgara í Reykjavík, sem haldinn var s.l. sunnudag, kom fram að Reykja- víkurborg hefur gert tilboð í Risið á Hverfisgötu með það fy rir augum að Risið verði í framtíðinni nýtt undir starfsemi félagsins. Tilboðið var gert á föstudag, en því hefur ekki enn verið svarað. Það er Alþýðubandalagið sem á húseignina Risið, ekki hefur feng- ist upp gefið upp á hvað tilboðið hljóðaði. Það er á hinn bóginn ljóst að Alþýðubandalagið mun hafa fullan hug á að selja þetta húsnæði. Þó svo að Reykjavíkurborg leggi formlega fram þetta tilboð, er það gert í samráði við Félag cldri borgara í Reykjavík og kveður á um að borgin greiði 40% kaup- verðs, en eldri borgarar 60%. Gert er ráð fyrir að borgin sjái alfarið um útborgun, ef af kaupunum verður, en félagði greiði síðan afgang kaupverðsins með skulda- bréfi. Hugmyndir voru uppi um að leggja niður félagsmiðstöðina Tónabæ og koma starfsemi eldri borgara fyrir í því húsnæði, en frá því hefur verið horfið. { staðinn er nú gert tilboð í Risið. Samkvæmt heimildum Tímans eru ekki allir sammála um að húsnæðið við Hverfisgötu henti undir starfsemi Félags eldri borgara í Reykjavík, en Risið er staðsett á fimmtu hæð hússins númer 105 við Hverfis- götuna. - ÁG Handknattleikur: Þrír drengir bætast í „landsliðshópinn" Það hefur heldur betur fjölgað í landsliðsfjölskyldunni að undan- förnu, því eiginkonur þriggja lands- liðsmanna hafa orðið léttari nú á síðustu vikum. Það eru þær Rúna Kristinsdóttir eiginkona Einars Þor- varðarsonar sem ól 52 sm og 15 marka sveinbarn 30. janúar. Elísa Arnardóttir eiginkona Bjarka Sig- urðssonar sem ól 53 sm og 16 marka sveinbarn 19. febrúar og Helga Björg Hermannsdóttir eiginkona Guðmundar Guðmundssonar, en hún ól 52 sm og 16 marka sveinbarn 9. janúar. Blaðamaður Tímans átti stutt spjall við hinar nýorðnu mæður og spurði fyrst hvernig undirbúningur landsliðsins og meðganga og fæðing sveinanna hefði farið saman? „Ég var mest hrædd um að ná þessu ekki áður en þeir fóru út, það munaði svo litlu,“ sagði Elísa eigin- kona Bjarka, sem fæddi þeirra fyrsta barn fyrir aðeins 9 dögum. „Þetta var nú hálfgerð kómedía hjá mér, Einar lá á Landspítalanum með nýrnasteinakast og ég lá á fæðingadeildinni," sagði Rúna eigin- kona Einars. Hún gekk ekki alveg þrautalaust fæðingin hjá Helgu eiginkonu Guð- mundar, það fóru hátt í 3 dagar í það að koma drengnum, sem er þeirra fyrsta barn í heiminn. Hinar nýorðnu mæður voru sam- mála um það að feðurnir misstu af mikilvægum tíma í uppeldi barna sinna, sem fyrstu vikurnar eru. Eiginkonurnar kippa sér þó ekk- ert upp við að missa karlana burtu um tíma, þær eru orðnar vanar því eftir óteljandi keppnisferðir. Þær voru þó á því að þeir fengju bara þeim mun meira að taka til hendinni við uppeldið og uppvaskið þegar þeir væru heima við. „Þegar hann sleppir handboltanum fær hann að halda á barninu í staðinn," sagði Helga Björg eiginkona Guðmundar. Aðspurðar um hugsanlega úrslit keppninnar í Tékkóslóvakíu vildu þær engu spá og sögðu að allt gæti gerst, allt frá fyrsta sæti og niður í að falla úr A-keppninni. Enda sögðust þær hafa upplifað hvoru tveggja, eftir ÓL í Seoul og eftir B-keppnina í Frakklandi. Varðandi undirbúning liðsins töldu þær að andlegt álag á leikmennina væri mun minna nú en oft áður. Þær voru sammála um það að eiginmenn þeirra væru miklir keppnismenn sem ekki gætu spilað á spil öðruvísi en um harða keppni væri að ræða. Mæðurnar sögðu að búið væri að mæla hendur og fætur drengjanna ungu og allt benti til þess að synir þeirra Guðmundar og Bjarka væru fæddir hornamenn og sonur Einars hefði alla burði til þess að verja mark þegar fram liðu stundir. Að lokum sögðu mæðurnar ný- orðnu aðspurðar, að vel gæti farið svo að hægt yrði að slá skírnarveisl- unum saman við sigurveislu að keppninni lokinni, færi allt að óskum þar ytra. - BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.