Tíminn - 27.02.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.02.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Þriðjudagur 27. febrúar 1990 Þriðjudagur 27. febrúar 1990 Tíminn 9 Fiskverð ákveðið og hagsmunaaðilar skipa ekki formlega í stjórn aflamiðlunar Málamiðlun tókst um aflamiðlun Endahnúturinn var rekinn á ákvöröun um almennt fiskverð á fundi yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins á sunnu- dag, og gildir samkomulagið frá 1. febrúar sl. til 30. nóvember næstkom- andi. Þessi niðurstaða fékkst er hags- munaaðilar náðu samkomulagi um stjórn aflamiðlunar, þ.e. hverjir ættu að eiga sæti í henni. í stað þess að tilnefna sérstaka fulltrúa frá hverjum hagsmuna- aðila sérstaklega, var dreginn upp listi yfir stjórnarmenn og samkomulags leitað um þá alla. Aflamiðlunin heyrir undir utanríkisviðskiptaráðuneytið. Þeir sem í stjórn aflamiðlunar sitja eru Ágúst Elíasson, Óskar Þórarinsson, Sig- urbjörn Svavarsson, Snær Karlsson og Sævar Gunnarsson. Varamenn þeirra eru, í sömu röð, þeir Árni Benediktsson, Sveinn Hjörtur Hjartarson, Eíríkur Tómasson, Guðmundur J. Guðmunds- son og Benedikt Þór Valsson. Verðákvörðunin felur í sér að meðal- tali 3% hækkun fiskverðs, auk þess sem greitt er sérstakt heimalöndunarálag á fisk ef meiru en 70% af aflamagni ákveðinna tegunda er ráðstafað beint til fiskkaupenda innanlands. Verðið var ákveðið af fulltrúum fiskseljenda og fiskkaupenda, en oddamaður sat hjá við atkvæðagreiðslu. Hvernig til tekst mun reynslan skera úr um Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra sagðist í samtali við Tímann vera ánægður með að samkomulag hafi tekist þannig að reynsla fáist á hvernig þetta kerfi gefist. „Eg dreg enga dul á að það verður mjög erfitt í framkvæmd, vegna þess að þarna er þess freistað að sætta mjög andstæða hagsmuni," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að meginatriðið með þessu að sínu mati væri, að þarna væri verið að gera tilraun til að tryggja innlendri fiskvinnslu jafnréttisstöðu til að bjóða í hráefni í samkeppni við erlenda aðila. „Spurningin um það hvort takist, verður reynslan að skera úr um. Ég legg áherslu á að þetta er gert til reynslu út þetta ár, en ber síðan að endurskoða í Ijósi reynslunnar í byrjun nýs árs,“ sagði Jón Baldvin. Aflamiðluninni var ekki komið á átakalaust, eins og komið hefur fram á síðustu dögum og vikum. Um þessar deilur vildi Jón Baldvin taka eftirfarandi fram: „í fyrstu var því harðlega neitað að siglingar skipa færu inn í stjórn aflamiðlunar. Nú hefur tekist samkomu- lag um að aflamiðlun stýrir bæði sigling- um og gámaútflutningi á öllum óunnum fiski. í öðru lagi var tregða á því að viðurkenna að mínu mati réttmæta hags- muni fiskvinnslufólks, þ.e. að þeir ættu réttmæta setu í aflamiðlun. Samkomulag hefur tekist um að Snær Karlsson sem er formaður fiskvinnsludeildar Verka- mannasambandsins verði í stjórninni. Þriðja krafan í þessu máli kom frá LÍÚ. Hún var þess efnis að forræði yfir aflamiðlun flytjist frá utanríkisviðskipta- ráðuneyti til sjávarútvegsráðuneytis. Það er vissulega ekki í verkahring Verð- lagsráðs að setja upp kröfur um breyting- ar á Stjórnarráði íslands, enda ekki fallist á jrað. Um það mál er hins vegar samkomulag milli stjórnarflokkanna að tilfærsla verkefna, hvort heldur þetta eða annað, bíður nýrrar löggjafar um endurskipulagningu á stjórnarráðinu og er ekki á dagskrá nema í samhengi við það. í fjórða lagi sú deila sem upp kom í lokin að LÍÚ fengi tvo fulltrúa í stjórn aflamiðlunar, sem ekki var fallist á af Verkamannasambandinu og niðurstað- an varð sú sem nú er,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagðist vona að þetta samkomu- lag héldi og reynslan leiddi í ljós að stofnunin valdi verkefninu, sem væri mjög vandasamt og því æskilegt að um þessa lausn skapaðist friður. Ákvörðunarvaldið hjá stjórn aflamiðlunar Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunar og oddamaður yfirnefnd- ar Verðlagsráðs sjávarútvegsins sagði í samtali við Tímann að ljóst væri að þeir sem sæti eiga í stjórn aflamiðlunar væru aðilar sem fulltrúar í yfirnefnd hafi komið sér saman um og væru þeir ekki tilnefndir af hagsmunaaðilum. „Hug- myndin var að ná saman fimm manna hóp og jafnmörgum varamönnum sem samstaða gæti náðst um,“ sagði Þórður. Hafandi komið á aflamiðlun, hafa stjórnvöld þá afsalað sér möguleika á stjórnvaldsákvörðun varðandi ferskfisk- útflutning? „Já, því með þessum hætti þá fá þessir tilteknu aðilar sem samkomulag hefur náðst um að skipi stjórn aflamiðl- unar, heimild til að veita þessi útflutn- ingsleyfi. Það verður sem sagt í þeirra höndum að taka ákvarðanir um málið í framhaldi," sagði Þórður. Hvað þetta Eftir Agnar Óskarsson þýddi í framtíðinni, sagði Þórður að það færi eftir því hvernig mönnum tækist til. Hann sagði að samkvæmt texta dagsins hljóðaði þetta svo að erindi þeirra væri að greiða fyrir því að lausn, sem seljend- ur og kaupendur sætti sig við, fáist f þessu mikilvæga máli, þ.e. um aflamiðl- un. Hagsmunaaðilar lýsa sig reiðubúna að koma á fót aflamiðlun, sem hafi það hlutverk að greiða fyrir fiskviðskiptum innanlands og hafa eftirlit með og aðlaga útflutning á óunnum fiski með nýtingu ferskfiskmarkaða fyrir neyslufisk. Einn aðalpunkturinn í þessu er ef til vill sá, verði þessi aflamiðlun að því sem hún á að verða, að þá fá aðilar hér innanlands allar upplýsingar um þann fisk sem fyrirhugað er að flytja út. Þeir geta jafnframt komið á framfæri tilboðum í aflann, þannig að á hverjum tíma eiga að liggja fyrir upplýsingar um fyrirhugaðan útflutning á fiski. Sömuleiðis liggi fyrir hver þörf einstakra aðila innanlands er fyrir hráefni. „Ef tekst að skipuleggja þetta vel, þá ættu menn að hafa betri upplýsingar og gætu betur nýtt sér þau tækifæri sem hagkvæmust eru hverju sinni,“ sagði Þórður. Aðspurður hvort hann væri sáttur við þá niðurstöðu sem varð í yfirnefnd sagði Þórður að þegar ljóst var að menn voru að ná saman, þá hafi hann tekið þá ákvörðun að sitja hjá við atkvæða- greiðslu. „Það byggist á því sjónarmiði að best sé að aðilar sjálfir taki þessar Útflutningur á öllum ferskum fiski á nú að fara í gegnum aflamiðlunina, jafnt útflutningur á gámafiski og siglingar fiskiskipa ákvarðanir. Ég er fyllilega sáttur við það og tel það eðlilegast að aðilar sjálfir taki ákvarðanir af þessu tagi,“ sagði Þórður. Heimalöndunarálag, í hverju felst það? En lítum aðeins nánar á samkomulag Verðlagsráðs varðandi heimalöndun- arálag, sem er einnig nýmæli við fisk- verðsákvörðun. í heimalöndunarálaginu felst að til viðbótar 3% hækkunar al- menns fiskverðs skal á hverju eftirtalinna tímabila greiða sérstakt álag á þorsk, ýsu, karfa, ufsa og grálúðu, ef meiru en 70% af aflamagni tegundanna er ráðstaf- að beint til fiskkaupenda innanlands. Tímabilin eru þessi: frá 1. febrúar til 31. maí, frá 1. júní til 31. ágúst og frá 1. september til 30. nóvember. Álagið er þannig fundið að fyrir hvert 1% umfram 70% af aflamagni veiðiskips af ofangreindum fisktegundum sem ekki er ráðstafað á innlendum eða erlendum fiskmörkuðum skal greiða 0,4% álag á verð fisktegundanna. Álagið skal greiða á allt aflaverðmæti ofangreindra fiskteg- unda sem fiskkaupandi kaupir af veiði- skipi. Fiskkaupandi og seljandi eiga í upp- hafi hvers tímabils að leitast við að ákveða hve miklum hluta af aflamagni veiðiskips af ofangreindum fisktegund- um skuli ráðstafað á innlendum og erlendum fiskmörkuðum annars vegar og beint til fiskvinnslu hins vegar. í samræmi við þá ákvörðun skal greiða álagið samhliða greiðslum fyrir aflann, en endanlegt uppgjör álagsins á að fara fram í lok hvers ofangreindra tímabila. Ráðstöfun annarra fisktegunda en að ofan greinir hefur ekki áhrif á þessar álagsgreiðslur. Yfirnefnd gerði sérstaka bókun vegna þessa þar sem fram kemur að Verðlags- ráð ítreki þann skilning sinn að þessi verðákvörðun feli í sér 3% hækkun á lágmarksverði. Það er samkomulag aðila að heimalöndunarálagið beri ekki að túlka þannig að það komi sem viðbótar- greiðsla ofan á áður umsamdar yfirborg- anir á fiskverð. Þá segir ennfremur í bókuninni að þótt fulltrúar sjómanna hafi ekki formlega tekið þátt í störfum yfirnefndar að þessu sinni er þeim kunn- ugt um þessa túlkun og eru henni sammála. í yfirnefnd áttu sæti þeir, Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar sem var oddamaður, Sveinn Hjörtur Hjartarson af hálfu seljenda og Bjarni Lúðvíkatan og Magnús Gunnarsson af hálfu kaupenda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.