Tíminn - 28.02.1990, Page 4

Tíminn - 28.02.1990, Page 4
4 Tíminn Miðvikudagur 28. febrúar 1990 LUSAKA - Blökkumanna- leiötoginn Nelson Mandela kom til Zambíu þar sem tekið var á móti honum sem hetju. Er þetta fyrsta ferð Mandela frá Suður-Afríku frá því árið 1962, enda hefur hann dúsað í dyflissu síöan þá. Á móti honum tók Kenneth Kaunda forseti Zambíu og aðrir afrískir leiðtogar. LONDON - Njósnasérfræð- inaar í Bretlandi segja að full- yrðingar sovéska njósnarans Olegs Gordievsky um að KGB hefði náð árangri í að ná tökum á breskum þingmönn- um, hafi ekki við rök að styðjast. MOSKVA - Átta milljónir manna ganga atvinnulausir í Sovétríkjunum. Þetta er niður- staða sérfræðinga áætlunar- nefndar Sovétríkjanna, en op- inberar tölur segja að tvær milljónir manna séu atvinnu- lausir. JAPAN - Toshiki Kaifu var endurkjörinn forsætisráðherra Japan í nýkjörinni neðri deild japanskaþingsins á sérstökum fundi í dag. Kaifu tók við for- sætisráðherraembættinu og formannsembætti i Frjálslynda lýðræðisflokknum í ágústmán- uði þegar Sosuke Uno þurfti að segja af sér vegna kynlífs- sambands við geishu. eftir kjörið sendurskipaði Kaifu utanríkisráðherra og fjármála- ráðherra Japans í trássi við voldugustu leiðtoga stjórnar- flokksins. FRÉTTAYFIRUT JERÚSALEM - Yitzhak Rabin varnarmálaráðherra Israel segist þess fullviss að ísraelar muni samþykkja nýj- ustu friðaráætlun Bandaríkja- manna sem miða að beinum viðræðum ísraela og Pales- tínumanna. Á meðan voru sjö Palestínumenn á Gazasvæð- inu særðir skotsárum í átökum þeirra við ísraelska lögreglu. NÝJA DELHI — Að minnsta kosti 60 manns voru drepnir í ofbeldisöldu sem reið yfir Bihar hérað, en þar fara nú fram héraðsþingskosningar. UTLOND Juan Ponce Enrile fyrrum varnarmálaráðherra Filipseyja í miðið. Enrile er nú í fangelsi sakaður um að hafa skipulagt byltingatilraunina gegn Aquino forseta í desembermánuði og auk þess sem hann er ákærður um morð. Honum á hægri hönd er Gregorio „Gringo“ Honasan fyrrum aðstoðarmaður Enriles. en hann er einnig sakaður um að eiga aðild að uppreisnartilraun hersins í desember, en Honasan hefur verið viðriðin nokkrar uppreisnartilraunir gegn Aquino. Corazon Aquino forseti Filipseyja leggur til atlögu við andstæðinga sína: Enrile sakaður um aoild að desemberuppreisninni Corazon Aquino forseti Filipseyja hefur nú lagt atlögu viö andstæðinga sína í kjölfar hinnar blóöugu uppreisnar hluta filipeyska hersins í desember. í gær var Juan Ponce Enrile fyrrum varnarmálaráðherra Filipseyja handtekinn sakaður um að hafa skipulagt desemberuppreisnina og fyrir morð. Hefur filipeyski herinn verið settur í viðbragðsstöðu vegna þess, en stjórnvöld eiga jafnvel von á að stuðningsmenn Enriles innan hersins kunni að taka til sinna ráða. Enrile sem var varnarmálaráð- herra í 17 ár undir stjórn Marcosar fyrrum forseta Filipseyja hefur verið helsti leiðtogi stjórnarandstæðinga á filipeyska undanfarin ár. Hann studdi Corazon Aquino til valda fyrir fjórum árum síðan, en sneri fljótt við henni bakinu að nýju og hefur síðan gagnrýnt forsetann ít- rekað. Enrile hélt ræðu í þinginu áður en hann var handtekinn þar sem hann segist saklaus af ákæruatriðum ríkis- saksóknara um morð og aðild að desemberuppreisninni. Enrile hélt því fram að Aquino og ríkisstjórn hennar hefðu soðið saman ákæruna til að losna við þá gagnrýni sem hann hefur haft uppi í þinginu að undan- förnu. Sagði hann handtöku sína vera skref í átt til harðstjórnar á Filipseyjum. Undir þetta tóku aðrir leiðtogar Þjóðernisflokksins, helsta stjórnarandstöðuflokksins á Filips- eyjum. Enrile veitti ekki neina mótstöðu • ur til yfirheyrslu hjá rannsóknarlög- reglunni, en Enrile mun dúsa í stofufangelsi á skrifstofu Alfredo Lim, rannsóknarlögreglustjóra fyrst um sinn. Enrile á yfir höfði sér ævilangt fangelsi ef hann verður fundinn sekur um ákæruatriðin. Varaforseti Filipseyja, Salvador Laurel, heimsótti Enrile í stofufang- elsið, en á sínum tíma benti Aquino forseti á þá undarlegu staðreynd að Laurel hafi ætíð yfirgefið Manila rétt áður en herinn hefur reynt byltingatilraunir. Gaf Aquino í skyn að Laurel, sem einnig er harður andstæðingur hennar, hafi einnig vitað um desemberuppreisnina. Hins vegar eru litlar líkur á að við Laurel verði hreyft, enda nýtur hann friðhelgi sem varaforseti. Annar þekktur andstæðingur Aquinos var einnig ákærður fyrir aðild að uppreisninni í desember. Sá er Gregorio „Gringo“ Honasan, en hann hefur áður leitt uppreisnartil- raunir gegn Aquino og fer nú huldu höfði. Honasan var áður helsti að- stoðarmaður Aquinos forseta og er nú leiðtogi „Umbótahreyfingar hersins". Þau samtök voru drifkraft- urinn í byltingunni gegn Marcosi á sínum tíma og berjast nú gegn Aquino, sem samtökin telja að hafi svikist um að berjast gegn spillingu þeirri er alla tíð hefur ríkt innan hersins. Aquino sé því ekkert betri en Marcos á sínum tíma. Hefur ríkisstjórn Aquinos sett 22 þúsund dali til höfuðs Honasans. Þá var Felix Brawner fyrrum hers- höfðingi sakaður um aðild að des- .emberuppreisnartilrauninni, en í henni féllu 113 manns. Æðsta ráðið: Vðld forsetans aukin til muna Forseti Sovétríkjanna mun í framtíðinni verða kjörinn í þjóðar- atkvæðagreiðslu og munu völd hans verða svipuð og völd Banda- ríkjaforseta. Æðstaráð Sovétríkj- anna samþykkti þetta á fundi sín- um í gær og hefur Mikhaíl Gorba- tsjof núverandi forseti Sovétríkj- anna því að öllum líkindum náð að koma hugmyndum sínum í fram- kvæmd, þrátt fyrir mikla og óvænta andstöðu. Nú á fulltrúaþing Sovét- ríkjanna einungis eftir að fjalla um málið og eru allar líkur á að það samþykki breytinguna. í umræðum um frumvarpið kom fram hörð gagnrýni frá róttækum umbótasinnum sem segja hættulegt að koma. svo miklum völdum á einar hendur og benda á hvaða afleiðingar ofurvald Stalíns hafði á Sovétríkin. Fulltrúaþing Sovétríkjanna mun verða boðað á aukafund 12. og 13. mars til að ræða og afgreiða þetta mál. Litið er á þessa ákvörðun sem mikinn sigur fyrir Gorbatsjof sem að líkindum verður kjörinn forseti Sovétríkjanna, en með því að tryggja forsetanum meiri völd tryggir hann sig gegn harðlínu- mönnunum á flokkþingi kommún- istaflokksins sem boðað hefur ver- ið í júní. Níkaragva: Táragasi beitt á kosningaslag Óeirðalögreglan í Managva beitti táragasi til að leysa upp kosningaslag ungra stuðningsmanna Sandínista og stuðningsmanna Þjóðlega andstöðu- bandalagsins í gær. Hópunum laust saman þegar hópur ungmenna sem veifaði flöggum Sandínista réðust að sigurglöðum stuðningsmönnum Þjóðlega andstöðubandalagsins sem sigruðu Sandínista svo glæsilega í kosningunum í Níkaragva á sunnu- daginn. Óeirðalögreglan greip inn í slag- inn þegar hópamir hófu að kasta grjóti á hvom annan. Mikil spenna ríkti í Managva eftir að átökin brutust út og er lögreglan í við- bragðsstöðu ef upp úr síður. Þess má geta að Sovétmenn hafa lýst ánægju sinni yfir kosningunum í Níkaragva og segja að úrsht þeirra sé stórt skref í átt til lýðræðis í Mið-Ameríku. Sovétmenn hafa stutt Sandínista dyggilega síðasta áratug- inn. Þá berast þær fréttir frá Banda- ríkjunum að Bandaríkjastjórn aflétti efnahagsþvingunum sínum á Níkaragva einhvern næstu daga. UMSJÓN: Hallur Maqnússon BLAÐAMAÐyg^;^ Sk

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.