Tíminn - 28.02.1990, Síða 10

Tíminn - 28.02.1990, Síða 10
18 Tíminn Miðvikudagur 28. febrúar 1990 llllllllllllllllllllllllllll DAGBÓK Háskólatónleikar í Norræna húsinu Gunnar Kvaran scllóleikari og Dagný Björgvinsdóttir píanóleikarí leika á Háskólatónleikum í Norræna húsinu í dag, miðvikudaginn 28. febr. kl. 12:30. Pau Gunnar og Dagný leika sónötu í D-moll eftir Schostakovivish. Gunnar Kvaran hóf 12 ára gamall nám í sellóleik við Tónlistarskólann í Reykja- vík hjá Einari Vigfússyni. Síðan stundaði hann framhaldsnám hjá Erling Blöndal- Bengtson við Konunglega Tónlistarskól- ann í Kaupmannahöfn, þar sem hann vann tónlistarverðlaun, sem kennd eru við danska tónskáldið Gade og einnig verðlaun Legatssjóðs Tónlistarháskólans fyrir leik sinn. Eftir að Gunnar kom í fyrsta sinn fram opinberlega í Danmörku BÍLALEIGA með útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum staó og skila honum á öðrum Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar Gunnar Kvaran 1971 var honum boðin þátttaka í meist- arakúrsum, bæði á Ítalíu og í Danmörku, hjá sellóleikurunum Andre Navarra og Gregor Piatigorski. Gunnar Kvaran hefur komið fram sem einleikari og leikið með kammerhljóm- sveitum á Norðurlöndunum, og víða í Evrópu. Hann hefur verið einleikari með Sinfóníuhljómsveit Islands, með Camer- ata Lysy, Tívolíhljómsveitinni í Kaup- mannahöfn og fleiri hljómsveitum í Dan- mörku. Gunnar er deildarstjóri strengja- deildar Tónlistarskólans í Reykjavík. Síðustu tvö árin hefur hann haldið tón- leika í Bandaríkjunum og Kanada og kennt við Manchester Music Festival í Vermont í Bandaríkjunum. Dagný Björgvinsdóttir er Reykvíking- ur og stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík, en kennarar hennar voru Arndís Steingrímsdóttir og Margrét Ei- ríksdótir. Dagný lauk burtfararprófi í píanóleik 1981 og píanókennaraprófi sama ár. Eftir það naut hún leiðsagnar Árna Kristjánssonar píanóleikara um tveggja ára skeið, en fór síðan utan til náms í kammermúsik við Guildhall Scho- ol of Music í London. Dagný starfar sem kennari við Tón- menntaskólann í Reykjavík. Framsóknarvist veröur spiluð sunnudaginn 4. mars n.k. í Danshöllinni (Þórscafé) kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra flytur stutt ávarp í kaffihléi. Framsóknarfélag Reykjavíkur Bændur! Hver vill skrifast á við þrítuga konu sem vinnur á stórbýli í Norður Englandi. Því miðurkann ég enga íslensku. Hafið samband viðTracy Curwen, South Lodge, Newborough Lodge, Newbrough, Hexham, Northumberland NE47 5At, England. Hjólhýsi óskast Hef hug a áð kaupa hjólhýsi. Ýmsar gerðir koma til greina. Upplýsingar í síma 91-31041 eftir kl. 17.30. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vatnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í renniloka (solid vedge gate valves). Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 29. mars 1990, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 t Við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Margrétar Hallgrímsdóttur Flyðrugranda 8, Reykjavik Sigurlaug J. Hallgrímsdóttir Margrét J. Guðjónsdóttir Ólafur Marteinsson Auðbjörg Guðjónsdóttir Hallgrímur Guðjónsson Guðný Védís Guðjónsdóttir Guðmundur Arnaldsson Ragnheiður Haraldsdóttir Ólafur Marel Kjartansson og barnabörn Árshátíð Átthagasamtaka Héraðsmanna Árshátíð Átthagasamtaka Héraðs- manna verður í Borgartúni 6 laugardag- inn 3. mars. Húsið er opnað kl. 19:00 en hátíðin sett kl. 20:00. Miðasala verður í Domus Medica þann 1. og 2. marskl. 17:00-19:00. Afhending bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs Sænska ljóðskáldið, Tomas Tranströ- mer hlaut bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs í ár fyrir Ijóðasafnið „För levande och döda“. Tomas Tranströmer er fæddur 1931. Fyrsta Ijóðabók hans, 17 dikter, kom út þegar hann var 23 ára gamall. í rökstuðn- ingi dómnefndar bókmenntaverðlaun- anna segir m.a.: „Með skáldlegu og hnitmiðuðu tungutaki, þar sem hann upplifir heiminn sem eina heild, bregður hann ljósi á duldar víddir tilverunnar og takmarkalausa möguleika mannsins." Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent við hátíðlega athöfn í Borg- arleikhúsinu miðvikudaginn 28. febrú- ar. Stofnfundur Nordklúbbsins - æskulýðsdeildar Stofnfundur Nordklúbbsins, æskulýðs- deildar innan Norræna félagsins, verður haldinn laugardaginn 3. mars í fundarsal Norræna hússins kl. 16:00. Klúbburinn hefur verið starfræktur undanfarin 2 ár sem skemmtiklúbbur, en ætlar nú að færa út kvíarnar. Markmið klúbbsins er að stuðla að tengslum ungs fólks á Norðurlöndum, t.d. með ódýrum hópferðum, bæði innan lands og utan, tungumálanámskeiðum, þátttöku í í sumarstarfi Nordjobb og samnorrænum mótum sambærilegra klúbba á Norðurlöndum. Þetta er klúbbur fyrir allt fólk undir 35 ára aldri sem hefur áhuga á að kynnast menningu og íbúum hinna Norðurland- anna. Rannveig Fríða Bragadóttir Rannveig og Jónas í Borgarneskirkju Tónlistarfélag Borgarfjarðar stendur fyrir tónleikum í Borgarneskirkju laug- ard. 3. mars kl. 16:00. Rannveig Fríða Bragadóttir söngkona og Jónas Ingim- undarson píanóleikari flytja þar fjöl- breytta efnisskrá. Rannveig Fríða Bragadóttir er hér í stuttri heimsókn, en hún er fastráðin söngvari við Ríkisóperuna í Vínarborg. Rannveig Fríða hóf söngnám í Söng- skólanum í Reykjavík undir leiðsögn Más Magnússonar. Hún tók stúdentspróf 1982 frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og söng öll árin í kór skólans og einnig einsöng með kómum. Síðan hélt hún til Vínar 1982 og lauk þar námi með sér- stakri viðurkenningu. 1987-’89 varð Rannveig Fríða meðlimur í Ópemstúdíói Ríkisóperunnar, en þangað komast mjög fáir, og hún tók þátt í fjölda ópera og söng á þeirra vegum á ýmsum tónlistarhátíðum í Austurríki, þ.á m. á hinum frægu Salzburgar Osterfestspiele undir stjórn Herberts von Karajan. Jónas Ingimundarson Síðan 1989 hefur Rannveig verið fast- ráðin við Vínaróperuna og komið fram í fjölda óperusýninga undir stjóm ýmissa þekktustu hljómsveitarstjóra heims. FÍM-salurinn: Sýning á verkum Arnars Herbertssonar Félag íslenskra myndlistarmanna stendur fyrir kynningu á verkum Arnars Herbertssonar í sýningarsal félagsins að Garðastræti 6, dagana 23. febrúar til 6. mars. „Langt er liðið síðan Arnar hélst síð- ustu einkasýningu sína, en hann hefur margoft tekið þátt í samsýningum og hefur verið starfandi listamaður allt frá árinu 1967. Með sýningu á verkum hans vill FÍM auðsýna listamanninum viðurkenningu og vekja almenna athygli á verkum hans,“ segir í fréttatilkynningu frá FÍM. Illlllllllllllll';li minning HHIHIIIH1!:, 1.1:11111111111111111:MllliHHHIHIIHIIH''.iIMHIIIIIIIIIIHIIBITi.'MililiHlllllllllllllllin1,I.IJIIIIIIIIIIIIIIIN1 Dr. phil. Ejnar Munksgaard Saga íslenskra handrita er um margt undarleg. Ekki kemur þar einasta til útlegð þeirra í erlendum söfnum, hálfgleymd og lítt útgefin, öld eftir öld. Sú staðreynd að hin „rotnu kálfskinnsblöð" okkar skulu yfirhöfuð vera til er ævintýri. Og saga dr. Munksgaard er óslítanlegur þráður í lífsvef þess ævintýris. Dr. Ejnar Munksgaard varfæddur 28. febrúar 1890 í Viborg á Jótlandi og lést 6. janúar 1948, aðeins tæpra 58 ára að aldri. Hann byrjaði bóksölunám heima við þegar á unga aldri, en fór um tvítugt suður í lönd og vann í bókaverslunum í Þýskalandi, Sviss og Frakklandi sjö ár samfellt. Þá hvarf hann til Kaupmannahafnar og stofnaði, í samstarfi við Otto Levin, árið 1917, litla bókaverslun, Levin & Munksgaard. Versluðu þeir upp- haflega með gamlar bækur. Brátt færði fyrirtækið út kvíarnar og skipt- ist í ýmsar deildir. Tók Levin að sér pappírsdeildina en við fráfall hans, árið 1933, keypti dr. Munksgaard hans hlut í versluninni og bar hún síðan nafn hans eins, bókaverslun Munksgaard. Það mun hafa verið þegar við upphaf bókaverslunar þeirra félaga að dr. Munksgaard tók að veita íslenskum bókum sérstaka athygli. Leiddi af sjálfu sér forvitni í garð íslenskra handrita sem þá voru, flest hver, sem kunnugt er, enn geymd í Kaupmannahöfn. Alþingisárið 1930 markar þátta- skil í lífi dr. Munksgaard sem og íslenskra fræða. Með hjálp tækni sem þá var ný réðst hann í fyrstu ljósprentun íslensks handrits. Varð Flateyjarbók fyrir valinu. Auðvitað er að handritið er eitt merkasta rit okkar Islendinga, en hitt mun einnig hafa ráðið ákvörðun hans að honum þótti sérstaklega til handritsins koma og vitnar rit hans um Flateyjarbók það glöggt. Þessi fyrsta ljósprentun varð upp- hafið að ritröð hans, sem hann síðar kallaði höfuðverk sitt, Corpus codic- um islandicorum medii aevi. Urðu ljósprentanir þessar samtals tuttugu, þótt honum sjálfum entist ekki æfin til að sjá fleiri en sautján fullbúnar. Átjánda og nítjánda bindi munu að vísu hafa verið frágengnar af honum Aldarminning þegar hann lést. Kom ritsafn þetta út á árunum 1930-1956. Um þann hug sem íslenskir fræði- menn höfðu til ritraðar þessarar má lesa hjá dr. Guðmundi Finnboga- syni, fyrrum Landsbókaverði, í af- mælisgrein helgaðri dr. Munksgaard fimmtugum: „Það, sem afskekktir íslenskir fræðimenn gáfu af auðlegð anda síns, verður þannig sýnilegt og tiltækt hverjum, sem leitar þess á einhverju hinna stærri bókasafna víðsvegar um heim. Iðkendur nor- rænna fræða þurfa nú ekki lengur að takast langa ferð á hendur til að ganga úr skugga um, hvað í þessum handritinu stendur. Þeir geta séð það í útgáfu Munksgaard." Þá má einnig telja ljósprentun hans á elstu prentuðum ritum ís- lenskum, er hann nefndi Monum- enta typographica Islandica. Urðu ritin samtals sjö og komu út á árunum 1933-1942. Fyrsta ljósprent- ið f þessari ritröð var þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja Testament- inu (frá árinu 1540). Einnig gaf dr. Munksgaard út yngri höfunda, meðal annars Ijós- prent af kvæðum þeirra Bjama Thorarensen og Jónasar Hallgríms- sonar (1938). Eru þá ótalin öll þau rit önnur sem dr. Munksgaard hefir út gefið. Má þar til að mynda nefna ýmis ritverk Jóns Helgsonar, Finns Jónssonar og fleiri. Máske er þó ótalinn sá þáttur sem við ættum helst að minnast, en það er gjafmildi hans. Til dæmis um hana má nefna að fyrsta ljósprent sitt, Flateyjarbók, gaf hann ekki einasta Landsbókasafni íslands heldur sérhverjum þingmanni, í til- efni alþingishátíðarinnar. Má einnig nefna að Landsbókasafn þáði nálægt 4000 rit, þar á meðal öll þau verð- mætustu, aðgjöffrádr. Munksgaard áður yfir lauk. Háskólabókasafn bjó einnig við viðlíka hlýhug frá honum. Má öllum ljóst vera hver fengur er að slíkum vini mitt í peningagræðgi hversdags leikans. íslendingar hafa sýnt þakklæti sitt í verki við margvíslegtækifæri. Með- al annars var hann gerður að heiður- doktor á 25 ára afmæli Háskóla íslands, 1936. I ályktun sem fylgdi með ákvörðuninni segir meðal annars: „Dr. EjnarMunksgaard hef- ir með útgáfustarfsemi sinni gert flestum núlifandi mönnum meira til þess að vekja eftirtekt á íslenskum bókmenntum og efla hróður þeirra víða um lönd... Með rausnarlegum bókagjöfum til Landsbókasafns ís- lands og á ýmsan annan veg hefir hann sýnt fölskvalausan vinarhug til Islendinga, og hefir menntalíf vort notið góðs af allri starfsemi hans beinlínis og óbeinlínis.“ Dr. Ejnar Munksgaard varð ekki gamall maður, svo sem áður sagði. Hann var raunar heilsutæpur mestan hluta sinnar stuttu æfi. En óbrot- gjaman bautarstein hefir hann reist sér í minningu þeirra sem ekki hafa með öllu gleymt íslenskum fræðum. Hann varð fyrstur manna til að gefa okkur aftur handrit okkar í marg- földum skilningi og má vera að einhverjum hafi verið sárabót að sjá ljósprent hans augliti til auglitis er aldrei fékk fmmverkið augum litið. Hann hreyfði við handritum okkar, dustaði af þeim rykið og þögnina, gerði það sýnilegt í hinum stóra heimi sem okkur var trúað fyrir. Best hljótum við að rækta minn- ingu þessa manns með því að sofna ekki á verðinum, halda ávallt vöku okkar og vinna arfleifð okkar gagn. Að lokum skal þess getið að Landsbókasafn íslands heldur sýn- ingu í anddyri hússins á helstu útgáf- um dr. Munksgaard. Var hún opnuð í gær, aldarafmælisdag dr. Ejnars Munksgaard. Þorsteinn Kári Bjarnason.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.