Tíminn - 28.02.1990, Síða 14

Tíminn - 28.02.1990, Síða 14
22 Tíminn Miðvikudagur 28. febrúar 1990 Laugardagur kl.14: 55 9, LEIKV IKA- 3. man »1990 11X m Leikur 1 Charlton Norwich Leikur 2 Man. Utd. Luton Leikur 3 Nott. For. Man. City Leikur 4 Q.P.R. Arsenal Leikur 5 Sheff. Wed. - Derby Leikur 6 Southampton - Chelsea Leikur 7 Tottenham C. Palace Leikur 8 Wimbledon - Everton Leikur 9 Blackburn Woves Leikur 10 Briqhton Oldham Leikur 11 Middlesbro - West Ham Leikur 12 Watford Leeds Allar upplýsingar um getraunir vikunnar hjá : LUKKULÍNUNNI s. 991002 ÞRI EFALDU POTTU R !! , kSRARIK ^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-90002: Háspennuskápar, 11 og 19 kV, fyrir aðveitustöð Rangárvöllum og Smyrlu. Opnunardagur: Fimmtudagur 22. mars 1990, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofum Rafmagns- veitna ríkisins við Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 1. mars 1990 og kosta kr. 500,- hvert eintak. Reykjavík 27. febrúar 1990 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS HRarik RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að byggja aðveitustöðvarhús við Rimakot í Austur- Landeyjum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagns- veitna ríkisins við Dufþaksbraut 12, Hvolsvelli og Laugavegi 118, Reykjavík frá og með fimmtudeg- inum 1. mars 1990 gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins á Hvolsvelli fyrir kl. 14.00, miðvikudaginn 14. mars 1990 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðun séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK 90001 aðveitustöð við Rimakot.“ Reykjavík 22. febrúar 1990 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Matsmann vantar á fiskiskip. Upplýsingar í síma 92-68128. ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur - Úrvalsdeild: IR endar í 7. sæti íslenskar getraunir: Síðasti skiladagur í handboltatippinu - sölukerfinu fyrir aukaleik 4 verður lokað kl. 17.55 í dag - ( úrvalsdeildinni - Njarðvíkingar unnu á Sauðárkróki ÍR-ingar unnu slaka Valsmenn 67-57 að Hlíðarenda í gærkvöld í úrvalsdcildinni í körfuknattleik og tryggðu sér þar með 7. sætið í deildinni. Það er sami árangur og liðið náði ■ fyrra, en hafa ber í huga að marga menn vandar frá því þá. Valsmenn lenda nú í 8. sæti deildar- innar, sem er þeirra lakasti árangur í manna minnum. Dregið í bikarnum Dregið hefur verið í undanúrslit- um bikarkeppninnar. Njarðvíkingar mæta Haukum og Keflvíkingar leika gegn KR-ingum. Leikið verður á sunnudag og fimmtudag í næstu viku. í bikarkeppni kvenna leika ÍR gegn ÍBK og Haukar gegn Njarðvík. BL Aukaseðill íslenskra Getrauna, þar sem tippað er á úrslit í 12 leikjum í riðlakeppni HM í handknattleik í Tékkóslóvakíu, rennur sitt skeið í dag og verða tipparar að hafa komið seðlum sínum í tölvukassana fyrir kl. 17.55 í dag. Kl. 18.00 hefst bein útsending frá leik no. 2 á seðlinum, leik Islands og Kúbu í C-riðli. Yfirferð verður laugardaginn 3. mars og líkur henni um kl. 22.30. BL íslenskar getraunir: Þrefaldur pottur ÍR-ingar tóku leikinn í sínar hend- ur þegar í upphafi í gær, komust í 7-25, en Valur náði að minnka fyrir hlé, 30-38. f síðari hálfleik komust Valsmenn meira að segja yfir 45-44, en á lokakaflanum tryggðu ÍR-ingar sér öruggan sigur 57-67. Thomas Lee var bestur hjá ÍR, ásamt Birni Steffensen, en liðið lék á köflum illa; var til að mynda með 30% vítanýtingu. Hjá Val var Chris Behrends skástur. Stigin Valur: Behrends 23, Svali 12, Matthías 9, Ragnar 5, Einar 4, Hannes 2 og Guðni 2. ÍR: Lee 26, Björn S. 16, Jóhannes 10, Eggert 5, BjömB. 4,Gunnar4ogSigurður2. UMFN sigur Njarðvíkingar sigmðu Tindastóls- menn á Sauðárkróki með 98 stigum gegn 88. Engin röð kom fram með 12 leikjum réttum í 8. leikviku íslenskra getrauna um síðustu helgi, aðra helgina í röð. Potturinn verður þvi þrefaldur um næstu helgi. Úrslit vom nokkuð óvænt og að- eins 1 seðill kom fram með 11 réttum. Sá sem þann seðil á er gamall KR-ingur sem í hverri viku tippar á opinn seðil með 4-7 tvítrygg- ingum. Hann sagðist að þessu sinni hafa byrjað á að merkja leikina eins og hann hélt að þeir fæm, en sfðan snúið þeim flestum við. Það bar þann árangur að hann fær 357.827 kr. fyrir seðil sem kostaði 1.280 kr. Leikimir sem komu hvað mest á óvart vom no. 1 þar sem Aston Villa tapaði fyrir Wimbledon, no. 6 þar sem Manchester City tapaði á heimavelli fyrir Charlton, no. 7 þar sem Millwall tapaði fyrir QPR á heimavelli, no. 8 þar sem Leeds tapaði heima fyrir WBA í 2. deild- inni.no. 11 þar sem Sheffield United gerði jafntefli við Newcastle og no. 12 þar sem Wolves og Watford gerðu jafntefli. Búist var fastlega við hiemasigri í tveimur síðustu leikjun- um. Skipting merkjanna á seðlinum var óvenjuleg, 3-6-3. BL Jóhann Ingi Gunnarsson um væntingar til landsliösins: Bjartsýni á rökum reist Jóhann Ingi Gunnarsson er einn virtasti handknattleiksþjálfari sem íslendingar eiga á að skipa. Hann er sá maður sem hefur fyrir flestar stórkeppnir sem landsliðið hefur tekið þátt í, varað við of mikilli bjartsýni. En hver er tónninn í Jóhanni Inga fyrir heimsmeistara- keppnina í Tékkóslóvakíu? „Liðið er gífurlega sterkt. Við erum með leikreyndasta iandslið í heimi. Strákamir vita orðið um sinn styrk og sálfræðilega skiptir það miklu máli. Fleira spilar inn í þetta. íslenska landsliðið verður ekki að leika útileiki í Tékkóslóvakíu. Við verðum í vinsælu hlutverki í keppn- inni. Við spilum skemmtilegan handbolta og leikum með hjartanu. Þá skiptir það gríðarlega miklu máli að hafa unnið B-keppnina í Frakk- landi. Þá urðu strákamir þess áskynja hvers megnugir þeir eru. Meðal annars vegna þessa hefur sjálfstraust leikmanna aldrei verið meira. Leikreynslan og breiddin eru til staðar, þannig þegar menn spá góðum árangri er það ekki eingöngu bjartsýni, heldur bjartsýni á rökum reist,“ sagði Jóhann Ingi. Hefur þú mótað þér skoðun varð- andi gengi liðsins? „Ég tel alveg ömggt að íslenska liðið leikur um 5.-6. sæti. En gangi allt upp er raunhæfur möguleiki á að þeir spili um bronsið. Svipuðum árangri var spáð fyrir keppnina 1978, en þá var um mikla bjartsýni að ræða sem var ekki á rökum reist. Þá hafði landsliðið ekki gengið í gegnum þann skóla sem liðið hefur að baki nú. Ef við förum nánar í gegnum þetta þá held ég að við vinnum okkar riðil, en leikurinn á móti Júgóslavíu mun verða erfiðastur. Með Spánverjana kemur tvennt til. f fyrsta lagi vantar á þá hvatn- ingu, þar sem þeir eru ömggir með sæti á næstu olympíuleikum í Barce- lona, sem gestgjafar," sagði Jóhann Ingi. I öðm lagi taldi hann ljóst að metnaður íslenska landsliðsins yrði mikill, þar sem þrír leikmenn leika með félagsliðum á Spáni. „Þetta verður svipað og leikurinn gegn V-Þjóðverjum í Frakklandi í fyrra. Þá léku flestir strákarnir í Bundeslig- Jóhann Ingi Gunnarsson. unni og vildu sína þýskum félögum sínum í tvo heimana. Nú má í raun segja að Bundesligan hafi flust til Spánar. Leiknum verður sjónvarpað beint til Spánar og því verða okkar menn einnig að verja orðstír sinn sem atvinnumenn,“ sagði Jóhann Ingi. Hann telur að leikurinn við Júgó- slava geti ráðið úrslitum um það hvort við leikum um 3ja eða 5ta sætið í Tékkóslóvakíu. Jóhann Ingi dregur ekki dul á það að Júggamir em sterkir um þessar mundir. Annað athyglisvert atriði sem hann nefndi er það mikla umrót sem hefur verið í A-Evrópu upp á síð- kastið. „Það hefur komið los á undirbúning hjá flestum austan- tjaldsþjóðunum, nema Rússum. Þetta kemur okkur til góða, þar sem við höfum getað haldið okkar striki við undirbúninginn. Hvað sýnist þér um gang mála í hinum riðlunum? „Það er kannski full mikil bjart- sýni en ég hef verið að gæla við þá von að við spiluðum um bronsið við Svíana. Tékkar eru á heimavelli og það hjálpar þeim, en þeir voru alls ekki sannfærandi þegar þeir léku á íslandi um daginn. Ekki má afskrifa Rúmena. Þeir eru með reynslumikið lið. Annars er mun erfiðara að spá um hinn milli- riðilinn. Mér virðist, ef litið er til nýlegs árangurs, að S-Kóreumenn séu með slakt lið. Þeir töpuðu með fimmtán mörkum einum leiknum. Þeir virð- ast hafa byggt upp nýtt lið eftir Seoul og mér sýnist að það sé langt í að það blómstri." sagði Jóhann Ingi. Við sendum landsliði íslands í handknattleik okkar kveðjur og óskum því góðs gengis í heimsmeistarakeppninni í Tekkóslóvakíu Kaupfélag Austur-Húnvetninga Blönduósi Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Hvammstanga Kaupfélag Skagfiröinga Sauöárkróki

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.