Tíminn - 28.02.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.02.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúslnu v/Tryggvagölu, S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 687691 Mulakaffi ALLTAF í LEIÐINNI 37737 36737 Tíminn MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990 Páll Pétursson, nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs, segir að þróunin í Evrópu geti haft í för með sér breytingar á starfsemi Norðurlandaráðs: Óvíst hvert Norðurlanda- ráð stefnir á næstu árum „Það er erfitt að sjá hver þróunin verður innan Norðurlandaráðs á næstu árum. Eg held að það sé vilji manna að halda þessu samstarfi áfram og augljósir hagsmunir af því að gera það. Það hefur hins vegar alla tíð verið ákveðin andstaða við þessi norrænu samskipti. Menn hafa sumir hverjir verið uppteknir af Bandaríkjunum og samskiptum hinna vestrænu ríkja og því fremur viljað leggja áherslu á þá hlið málanna,“ sagði Páll Pétursson nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs í samtali við Tímann. í ræðu sem Páll flutti á þingi samskipti Norðurlandanna við Norðurlandaráðs í gær ræddi hann nokkuð um framtíð norrænnar samvinnu nú þegar flest bendir til þess að Evrópa muni sameinast í eitt efnahagssvæði á næstu árum. „Maður rennir dálítið blint í sjóinn með þetta. Ég held að það væri mikill skaði ef menn afskrifa þessi norrænu samskipti og gefist upp á að halda fram norrænum viðhorfum. Ég held að við þurfum að standa vörð um þá þjóðfélags- gerð og þau lífsviðhorf sem tíðkast hjá Norðurlandaþjóðum.“ Er ekki orðið erfitt að halda umræðum um utanríkismál fyrir utan Norðurlandaráð? „Jú, það er auðvitað útilokað því að við erum ekki ein í heimin- um. Stjórnmálamenn á Norður- löndunum geta ekki talað um póli- tík án þess að alþjóðamál komi þar eitthvað inn í. Á þingum ráðsins er búið að tala óskaplega mikið um Evrópubanda- lagið á undanförnum árum og meira að segja búið að efna til sérstaks aukaþings til þess að ræða Evrópubandalagið. Þetta er að sjálfsögðu ekkert nema utanrík- ismálaumræða. f Austur-Evrópu er að gerast mjög merkilegir hlutir og það þýðir ekkert annað en að fylgjast með hvað þar er að gerast. Það er mjög eðlilegt að menn skiptist á skoðun- um um þessi mál.“ Nú voru menn lengi að koma sér saman um hvort Norðurlandaráð ætti að þiggja boð um að heim- sækjaSovétríkin. Hafakomiðfram einhverjar óánægjuraddir með fyrirhugaða ferð þangað? „Nei, ég hef ekki heyrt neina gagnrýni á þá ákvörðun forsætis- nefndarinnar að senda nefnd til Sovétríkjanna og Eystrasaltsland- anna. Það hafa að vísu komið fram hjá hægrimönnum viss andstaða við að Norðurlandaráð sé að ræða varnarmál. Þessi ferð verður ekki samningaferð heldur fyrst og fremst ferð til að koma á samskipt- um milli þjóða." Hvaða mál heldur þú að verði mál þessa þings? „Ég held að megi segja að um- hverfismál verði mál þessa þings. Það er eðlilegt að þau séu mönnum hugstæð nú. Með tilliti til þessa málaflokks er mjög mikilvægt að 'koma á samskiptum austur á bóginn. Ef að menn ætla t.d. að reyna að stemma stigu við mengun Eystrasalts, sem er komin á mjög hættulegt stig, þýðir lítið þó að Svíar séu að basla við að gera eitthvað við henni ef að mengun heldur áfram að koma austan og sunnan að. Það næst ekki nein árangur nema að menn hafi sam- starf við Sovétríkin, Pólland og fleiri lönd.“ Er ^>að ekki einmitt í svona málaflokki sem norræn samvinna sannar gildi sitt? „Það er mjög mikilvægt að hafa samvinnu á þessu sviði. Norður- landaráð hefur tvisvar sinnum boð- að til fjölþjóða ráðstefnu um meng- unarmál, þ.e. 1986 um loftmengun og í fyrra um mengun hafsins. Á báðum þessum ráðstefnum voru fulltrúar frá Sovétríkjunum og tóku á mjög jákvæðan hátt þátt í störfum ráðstefnanna. Þjóðirnar í Austur-Evrópu hafa í mörgum til- fellum farið afar glannalega að ráði stnu hvað varðar mengunarmál. Það er mikið áhyggjuefni. Á hinn bóginn hafa þær ekki efnahagslegt bolmagn til að bæta úr þessu hjálp- arlaust. Verksmiðjur þeirra eru frumstæðari en okkar og mengun- arvarnir á miklu lægra stigi en eru á Vesturlöndum. Því fer þó fjarri Páll Pétursson, nýkjörínn forseti Norðurlandaráðs, flutti í gær ræðu á þingi Norðurlandaráðs. Tímamynd Pjctur að hjá okkur sé allt til fyrirmynd- ar,“ sagði Páll að lokum. í gær lauk almennum umræðum. Þær þóttu rólegri nú en oft áður. í dag verða efnahagsmál og lagamál til umræðu og þá verða tillögur í þessum málaflokki af- greiddar. -EÓ Davíð Oddsson segist njóta svipaðra kjara og forsætisráðherra. Vitnar í borgarendurskoðanda um skattamál: Borgar ekki skatt af bíl Gera má ráð fyrir því að heildar- laun Davíðs Oddssonar borgarstjóra séu rúmlega 420 þúsund krónur á mánuði. Þetta má ráða af svari borgarstjóra við fyrirspurn frá Ai- freð Þorsteinssyni um hver væru launakjör og fríðindi borgarstjórans í Reykjavík. Svaríð var lagt fram á fundi borgarráðs í gær og er eftirfar- andi: „Föst laun borgarstjóra eru hin sömu og forsætisráðherra á hverjum tíma eins og marg oft hefur komið fram opinberlega. Hann fær ekki greidda yfirvinnu. Samkvæmt áralangri venju fær borg- arstjóri greidd nefndarlaun hafnar- stjómarmanns. Borgarstjóri situr í stjórn Landsvirkjunar og fær greidd stjómarlaun sem slíkur. Borgar- stjóri situr ekki í öðmm launuðum stjómum eða ráðum. Borgarstjóri fær ekki greidd laun sem kjörinn fulltrúi í borgarstjórn, borgarráði né sem formaður borgar- ráðs. Slíkt mun hins vegar tíðkast í mörgum hinna minni kaupstaða og mun vera skýring á því hvers vegna bæjarstjórar þeirra hafa margir mun hærri heildarlaun en borgarstjóri höfuðborgarinnar. Borgarstjóri hefur embættisbif- reið til afnota. Vélamiðstöð leggur skrifstofu embættisins til þrjár bif- reiðar sem eru allar í almennri notkun á skrifstofunni. Fólksbifreið þeirri, R 612 sem borgarstjóri hefur einkum til afnota er lagt um hríð að vetrarlagi til að hlífa henni. Hefur hún þannig til að mynda ekki verið í notkun frá því í október s.l. Engar sérstakar hömlur hafa verið lagðar á not borgarstjóra af embætt- isbifreið þar sem borgarstjóri á og rekur á eigin kostnað tvo fólksbíla. Er ljóst að not embættisbifreiðar í einkaþágu em mjög óveruleg. Því ber ekki að greiða skatt af þeim notum að mati borgarendurskoð- anda. Reglur um dagpeninga ráðherra gilda um borgarstjóra samkvæmt svari við fyrstu spumingu. Heildar dagpeningagreiðslur á s.l. ári voru 649.692 kr. Ekki var gerður reikn- ingur vegna hótelkostnaðar. Borgarstjóri hefur ekki sérstakt risnufé en ef samkvæmi á vegum embættisins eru haldin á heimili borgarstjóra em þau greidd. Slíkt er afar fátítt (innan við eitt á ári) þar sem borgarstjórahjónin hafa leitast við að halda heimili sínu utan við þann samkvæmiseril sem embættinu óhjákvæmilega fylgir.“ Samkvæmt þessu svari em föst laun borgarstjóra tæplega 300 þús- und kr. Fyrir setu í stjóm Lands- virkjunar em greidd 34 þúsund á mánuði, í hafnarstjóm 15 þúsund. Hlunnindi vegna bifreiðar sam- kvæmt vinnureglum ríkisskattstjóra em af R 612 um 65 þúsund á mánuði og tekjur af ferðadagpeningum um- fram venjulega ferðadagpeninga ríkisstarfsmanna (20% ráðherra- álag; innsk. blm.) er um 11 þúsund á mánuði. Heiidarlaun borgarstjóra nema því rúmum 420 þúsund kr. á mánuði. Alfreð Þorsteinsson sagði að það væri athygli vert sem fram kæmi í svari borgarstjóra að hann virtist ekki hafa talið fram bifreiðahlunn- ' indi sín til skatts. Þó kæmi fram í svarinu að engar sérstakar hömlur hafi verið lagðar á einkanot hans af embættisbílnum. Þá væri það sérkennilegt að hann bæri fyrir sig álit borgarendurskoð- anda að honum bæri ekki að telja fram bifreiðahlunnindi. Það væri að sjálfsögðu ekki á valdi borgarendur- skoðanda að úrskurða í skattamál- um heldur ríkisskattstjóra sam- kvæmtjögum frá Alþingi. „Að öðru leyti er athyglisvert að borgarstjóri hefur nú í fyrsta sinn fengist til að svara spurningum um sín launakjör og það er út af fyrir sig ágætt. Mér sýnist þó af þessu svari einhlítt að borgarstjóri sitji við sama borð og ráðherrar hvað varðar skatt- skyldu hlunninda. Hann verði því að hlíta sömu reglum og ráðherrar enda eru laun hans miðuð við laun forsætisráðherra. - sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.