Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn OOO ■" *»1 O 'i i-» i Laugardagur 3. mars 1990 Reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu um ísfiskutflutning: VIUA TRYGGJA GÆDI ÍSLENSKA HSKSINS Sjvarútvegsráðuneytlð hefur gefið út reglugerð þar sem segir að óheimilt sé að „hausa, fletja eða flaka fisk nema hann fari tafarlaust til frekari verkunar. Þannig unninn físk er þá heimilt að selja ferskan á markaði innanlands og flytja með flugvél til sölu á erlendan markað“. Petta verður til þess að ekki er lengur hægt að fletja fisk hér heima og flytja hann þannig ferskan út til frekari vinnslu erlendis. Reglugerð- in er sett á grundvelli athugana um gæði frá Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins og Ríkismati sjávara- furða, sem sýna að ísaður ferskur flattur fiskur skemmist hraðar en heill og óopnaður fiskur, ekki hvað síst þegar það tekur marga sólar- hringa að flytja fiskinn á markað. Þetta stafar m.a. af því að við flökun og flatningu komast rotgerlar inn í holdið sem flýta fyrir skemmdum. Það er skoðun Rannsóknarstofnun- ar fiskiðnaðarins að sem stystur tími eigi að líða frá því að fiskur er flakaður eða flattur þar til hann er lagður í salt, frystur eða unnin á annan hátt. Því þykir ástæða til að koma í veg fyrir að fiskur sem fengið hefur slíka meðhöndlun skaði það álit sem íslenskar sjávarafurðir njóta erlendis. Af viðbrögðum fiskvinnslumanna má ráða að setningu þessarar reglu- gerðar er fagnað. Þannig'sagði t.d. Árni Benediktsson hjá Samtökum Sambandsfrystihúsa: „Ég fagna þessari reglugerð, vegna þess að þarna er verið að koma í veg fyrir að það sé verið að búa til of slæma vöru úr íslenskum fiski. Við höfum lengi unnið að því að íslenskar sjávaraf- urðir geti sér orð á heimsmarkaði sem gæðavara og því hljótum við að fagna því þegar reynt er að koma í veg fyrir svona útflutning. 200-300 tonn á viku Á síðustu vikum og mánuðum hefur það færst í vöxt að flattur fiskur sé fluttur utan í gámum til fullvinnslu í löndum Evrópubandalagsins. Sam- kvæmt óstaðfestum upplýsingum sem Tíminn hefur, lætur nærri að á milli 200 og 300 tonn af flöttum fiski séu flutt til EB landa með þessum hætti í viku hverri. Að sögn Stefáns Gunnlaugssonar sem hefur umsjón með ferskfiskútflutningi í utanríkis- ráðuneytingu hefur orðið mjög áber- andi aukning á þessari tegund út- flutnings það sem af er þessu ári, enda gæfi hann vel af sér að sögn þeirra sem í honum standa. Stefán kvaðst hins vegar ekki hafa hand- bærar tölur um magn þegar Tíminn ræddi við hann síðdegis og vildi því ekki fullyrða um hvort ofangreindar tölur væru of háar eða lágar. En það eru fleiri hliðar á þessu máli en spumingin um gæði. Ferskur flattur fiskur sem fluttur er til landa EB og fullunninn þar er í beinni samkeppni við saltfisk sem unninn er hér á landi. Sá fiskur sem unnin er á íslandi ber hins vegar allt að 13% toll þegar hann er fluttur til Evrópubandalagsins en fiskurinn sem fluttur er flattur og ferskur út og fullunninn ytra sleppur hins vegar við tollamúra EB. Því hefur oft verið sagt um þennan útflutning að hann komi inn um bakdyrnar hjá Evrópubandalaginu. SÍF er söluaðili fyrir íslenskan. saltfisk erlendis og nam útflutningur þeirra um 55 þúsund tonnum á síðasta ári. Það lætur nærri að vera 1000-12000 tonn á viku að jafnaði. Þegar Tíminn ræddi við Sigurð Har- aldsson hjá SÍF um reglugerð sjávar- útvegsráðherra sagðist hann fagna tilkomu hennar enda væri um fram- sýna og faglega ákvörðun að ræða frá sjónarhóli íslenskrar fiskvinnslu og sjávarútvegs. Sigurður sagði að útflutningur á flöttum ferskum fiski hefði haft truflandi áhrif á markaðs- starfssemina. „Þessi fiskur hcfurver- ið seldur, nánast undantekningarlít- ið sem íslenskur fiskur, í samkeppni við fisk sem er saltaður á íslandi“, sagði Sigurður. Þessi samkeppni á sér stað á öllum helstu markaðssvæð- um fyrir saltfisk, Spáni, Portúgal, Ítalíu og Frakklandi og að sögn Sigurðar eru fáir af þeirra kaupend- um sem ekki hafa fengið boð um að kaupa þennan fisk. „Ég hef grjót- hörð dæmi um það að þessi vara er boðin á lægra verði en við höfum verið að selja á“, sagði Sigurður. Aðspurður um hvers vegna SÍF gæti ekki boðið jafn lág verð sagði Sig- urður að þar skipti tollamismunur- inn sköpum. Lítill heimsmarkadur Saltfiskmarkaðurinn í heiminum er í raun mjög afmarkaður og ekki mjög stór og því munar miklu þegar margir aðilar flykkjast inn á hann og bjóða fisk frá Islandi. „Menn verða að átta sig á því að saltfiskheimurinn er mjög lítill. Markaðirnir eru ekki mjög margir og tiltölulega fáir kaup- endur á hverjum markaði", sagði Sigurður. Nokkrir aðilar hafa staðið í því að selja flattan fisk ferskan til Evrópu og er Jón Ásbjörnsson h.f. trúlega sá stærsti þeirra, en eins og áður hefur komið fram festi fyrirtækið kaup á saltfiskverkun í Bretlandi á dögunum. Ekki náðist í Jón Ás- björnsson í gær vegna þessarar reglugerðarsetningar en Seifur h.f. hefur haft milligöngu um að selja ferskan flattan fisk til Evrópu fyrir nokkra framleiðendur hér heima. Rafn Haraldsson framkvsstj. Seifs sagðist í gær ekki hafa séð reglugerð- ina sjálfa og ekkert heyrt um málið. Hins vegar sagði hann ljóst að þeir framleiðendur hér heima sem þeir væru að flytja út fyrir byggðu sína afkomu á þessu. Þeir fengju hærra verð og fengju fyrr borgað heldur en ef þeir ynnu fiskinn í sait og seldu í gegnum einokunarkerfi SÍF. „Slíkt þýðir vitaskuld að þetta er mun hagkvæmara fyrir þessa aðila“, sagði Rafn. Atvmna í hættu En áhrif þessarar nýj u reglugerðar mun hafa áhrif víðar en í saltfisk- verkun, því fjölmargir þeirra sem í þessum útflutningi standa hafa keypt hráefni á uppboðsmörkuðum og raunar víðar. Þar eru þeir í beinni samkeppni við vinnslustöðvar hér heima og eins og einn viðmælandi Tímans orðaði það þá „halda þessir menn spjöldunum manna lengst á lofti“. Þessir útflytjendur virðast geta boðið mun hærra verð fyrir hráefnið heldur en vinnslustöðvarn- ar hér heima treysta sér til að gera. ísfiskútflutningur almennt og þó ekki síst útflutningur á flöttum ísfiski hefur verið gagnrýndur af Verka- mannasambandinu. Að sögn Guð- mundar J. Guðmundssonar komu þessi mál upp á borðið í síðustu kjarasamningum enda hefði Verka- mannasambandið jafnt sem fisk- verkendur í hópi vinnuveitenda haft talsverðar áhyggjur af þessum út- flutningi, bæði vegna gæðanna og orðstírs íslenskra sjávarafurða og ekki síður vegna þess að þessir aðilar höfðu fjárhagslegt bolmagn til að kaupa á háu verði allan besta fiskinn sem á boðstólum væri. Sagði Guðmundur að það hafi einkum verið á Suðurnesjum og við Faxafló- ann sem ástandið hafi verið slæmt og þess væru dæmi að hráefnisskortur hefði verið farinn að skerða atvinnu- tækifæri fjölda fólks. „Þetta hefði getað þýtt verulegt atvinnutap á þessu svæði og við töldum þetta mikilvæga hagsmuni. Að láta hálf- vinna fisk, flytja hann út í skipum, stundum eftir að sett hefur verið á hann eitthver saltglundur og hann svo ísaður flattur, þannig að hann er seldur sem íslenskur fiskur og annars flokks vara í suðurlöndum, þetta er náttúrlega öfugþróun. Það ber að þakka ráðherra framtakið," sagði Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Verkamannasambandins. BG Stjórn aflamiðlunar sammála um ráðningu framkvæmdastjóra: Staðsetning miðl- unarinnar óákveðin Sverrir Hermannsson sextugur: ENGINN KVEÐJA FRÁ FL0KKNUM Sverrir Hermannsson, fyrrum ráðherra og núverandi bankastjóri Landsbankans, varð sextugur þann 26. febrúar síðastliðinn. Sverrir hélt ættingjum og vinum hóf á Hótel Sögu í tilefni dagsins. Fjöldi manns sóttu afmælisbarnið heim og færðu honum góðar gjafir. Sverrir var spurður hvort að dagurinn hefði ekki verið ánægju- legur. „Jú, mikil ósköp. Þetta var góð- ur dagur. Mér bárust mikið af kveðju og blómum.“ Sendi Sjálfstæðisflokkurinn þér ekki kveðju? „Nei, það gerði hann ekki. Hann ræður nú ekki við allt. Það er svo margir sem verða sextugir," sagði Sverrir. - EÓ Gengið verður frá ráðningu starfsmanna nýstofnaðrar aflamiðl- unar á fundi er boðaður hefur verið í stjórn aflamiðluriarinnar á mánu- dag. Snær Karlsson fulltrúi Verka- mannasambandsins í stjórninni sagði í samtali við Tímann í gær að stjórnin hafi komið sér saman um að leita fyrst til Vilhjálms Vilhjálmsson- ar starfsmanns LÍÚ til að taka að sér framkvæmdastjórastarf miðlunar- innar. Hvort einhugur væri um ráðn- ingu Vilhjálms innan stjórnar afla- miðlunar sagði Snær menn hafi kom- ið sér saman um að byrja á að ræða við hann. Setur Verkamannasambandið einhver skilyrði um hvar aflamiðlun verður til húsa og hverjir komi til með að verða starfsmenn hennar? „Við erum ekki farnir að setja nein skilyrði og höfum ekki þurft að gera það ennþá. Málið er á umræðustigi,“ sagði Snær. Hann sagði að auk þess að verið væri að ræða við Vilhjálm um að taka að sér framkvæmda- stjórastarfið, þá væru menn að leita sér að húsnæði. „Síðan er það ljóst að fleiri starfsmenn þarf en einn mann. Það er ekki komið að ráðn- ingu hans ennþá, en frá því verður gengið þegar þar að kemur,“ sagði Snær. Aðspurður hvort Verka- mannasambandið setti einhverjar kröfur um annan mann við hlið Vilhjálms, sagði Snær að svo væri ekki. Við leitum bara að hæfum manni. Hvar aflamiðlun verður staðsett, hefur ekki verið ákveðið ennþá. LÍÚ, Sjávarútvegsráðuneytið, Fiski- félag íslands og Samtök fiskvinnslu- stöðva hafa boðið fram húsnæði. „Þetta er verið að skoða. Það tekur eflaust einhverja daga að finna þess- ari nefnd húsnæði og skipuleggja starfsemina," sagði Snær. Kemur einhver ofantalinna staðsetninga ekki til greina af ykkar hálfu? „Við höfum bæði heyrt það og lesið að einstakir aðilar hafi boðið húsnæði. Þau boð hafa ekki komið formlega inn til nefndarinnar, svo ekki er hægt að svara því ennþá,“ sagði Snær. Á mánudag verður sem fyrr sagði fundur í stjórn aflamiðlunar þar sem m.a. verður tekið á ofangreindum málum, það er ráðningu starfsmanna og staðsetningu miðlunarinnar. - ABÓ Þórskaffi Veitingahúsið Þórskaffi var inn- siglað í gær vegna vangoldins sölu- skatts. Þetta hefur valdið ýmsum félögum óþægindum. Framsóknar- vist sem vera átti í húsinu á sunnu- dagskvöldið er frestað og árshátíð DV sem átti að vera þar á laugar- dagskvöldið hefur einnig verið frestað. innsiglad Tollstjóraembættið sendi nýlega út um 800 bréf til fyrirtækja sem ekki hafa gert skil á söluskatti. í gær var einnig lokað hjá Agli Vilhjálmssyni hf. Kópavogi. Búast má við að fleiri fyrirtækjum verði lokað eftir helg- ina. - EÓ Þingi Norðurlandaráðs lauk síðdegis í gær 38. bing Norðurlandaráðs lauk í Umhverfismál voru aðalmál gær. Á sfðasta fundi ráðsins voru þingsins. í gær var samþykkt að fjárlög Norðurlandaráðs samþykkt stofna norrænt fjárfestingafélag og kosin var sjömanna sendinefnd sem er ætlað að taka þátt í baráttu sem mun fara til Moskvu og Eystra- gegn mengun í Austur-Evrópu. saltslandanna í vor. Formaður Sendinefndin sem fer til Moskvu nefndarinnarverðurPállPétursson mun m.a. ræða um umhverfismál formaður Norðurlandaráðs. viðRússa. - EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.