Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 10
22 Tíminn. Laugardagur 3. mars 1990 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Lausar stöður Auglýst er eftir umsóknum um störf námstjóra í grunndeild menntamálaráðuneytisins (áður skólaþróunardeild). Á verk- sviði deildarinnar eru einkum þróunarverkefni á grunnskóla- stigi sbr. aðalnámskrá grunnskóla. Bæði er um að ræða 4-5 stöður við deildina og hins vegar verkefnaráðningu ttil ákveðins tíma. A) Fjórar til fimm stöður námstjóra: Verkefni þeirra verða: að stuðla að almennri skólaþróun og stjórna og vinna með starfshópum sem sinna þróun í ákveðnum námsgreinum, námsgreinaflokkum og á ákveðnum aldursstigum. Námstjórar: - vinna með fræðsluskrifstofum, skólum sem annast kennara- menntun, Námsgagnastofnun og öðrum sem sinna skólaþró- un. - skipuleggja og hafa með höndum eftirlit og ráðgjöf. - fylgjast með þróun skólamála innanlands og utan. - miðla upplýsingum um skólamáf: Ráðið er í þessar stöður frá 1. ágúst 1990. B) Ennfremur er auglýst eftir umsóknum um störf námstjóra sem ráðið verður í tímabundið í eitt til fjögur ár frá 1. ágúst 1990 til að sinna sérstökum verkefnum. Ráðning í hálft starf kemur til greina. Þau verkefni sem fyrst um sinn verður lögð áhersla á eru eftirfarandi: Ráðgjöf um námsmat, umsjón með samræmdum grunnskóla- prófum og könnunarprófum, íslenska, stærðfræði, list- og verkgreinar, umhverfismennt. Auglýst er eftir fólki í öll þessi störf sem hefur menntun í uppeldis- og kennslufræðum, menntun á ákveðnum greina- sviðum og reynslu af störfum í skólakerfinu. Störfin krefjast frumkvæðis, sjálfstæðra vinnubragða og skipulagshæfni. Mjög reynir á samstarf við aðra. Um laun fer samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknarfrestur er til 30. mars n.k. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. LITAÐ JÁRN Á ÞÖK OG VEGGI BILALEIGA með útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bil á einum stað og skila honum á öðrum Jk Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis Galv. stál og stál til klæðningar innanhúss Gott verft Söluaðilar: Málmiðjan h.f. Salan s.f. interRent Sími InMJ 91-680940 Europcar Rangæingar Árshátíð Rangæingafélagsins í Reykjavíkverðurhaldin í Domus Medica laugardaginn 10. mars næst komandi. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 19.30. Fjölbreytt skemmtiatriði. Miðasala verður í Domus Medica miðvikudaginn 7. mars kl. 17.00-19.00 og fimmtudaginn 8. mars kl. 17.00-18.00. Stjórnin lill Framsóknarfélag |||f Hveragerðis og nágrennis Framhaldsaðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 7. mars kl. 20.30 í verkalýðssal Boðans við Austurmörk. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosningarnar í vor 3. önnur mál Húnvetningafélagið Fclagsvist nk. laugardag, 3. mars kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Verðlaun og veitingar. Allir velkomnir. Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morgun, sunnudag. Kl. 14:00 er frjálst spil og tafl. Kl. 20:00 er dansað. Hrófbjargarstaðaætt Hrófbjargarstaðaætt verður með fé- lagsvist og bingó sunnudaginn 4. mars kl. 15:00 að Hótel Lind. Bókmenntadagskrá í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sunnud. 4. mars kl. 15:00 verður bókmenntadagskrá í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, eins og venja er til fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Góukaffi og bingó Kvenna- deildar Skagf irðingafélagsins Kvennadeild Skagfirðinga-félagsins í Reykjavík verður með góukaffi og bingó fyrir félagsmenn og gesti í Drangey, Síðumúla 35, sunnudaginn 4. mars kl. 15:00. G0SI á Akranesi Enn sýnir Skagaleikflokkurinn GOSA eftir Brynju Benediktsdóttur með söng- textum eftir Þórarin Eldjárn, en Sigurður Rúnar Jónsson gerði lögin. Leikstjóri er Emil Gunnar Guðmundsson. Næsta sýning verður laugardaginn 3. mars kl. 16:00. Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar 4. mars „LÍF 0G FRIÐUR“ er yfirskrift Æskulýðsdagsins í ár. Efni það sem Fræðsludeild Þjóðkirkjunnar gaf út í tilefni af deginum byggir á frásögn Bibl- íunnar af Nóaflóðinu og sáttmálanum sem Guð gerði við Nóa um að hann mundi aldrei framar eyða jörðina af lífi. Regnboginn er síðan tákn þess sáttmála. Guðsþjónustur Æskulýðsdagsins eru í flestum söfnuðum með þátttöku eða í umsjá ungmenna. Á nokkrum stöðum verður söngleikurinn LlF OG FRIÐUR settur upp í tilefni dagsins. Einnig eru víða dagskrár síðdegis og að kvöldi 4. mars í umsjá æskulýðsfélaga og í tengslum við yfirskriftina „LÍF OG FRIÐUR" Rannveig Fríða og Jónas með Ijóðatónleika Mánudaginn 5. mars kl. 20:30 halda Rannveig Fríða Bragadóttir og Jónas Ingimundarson ljóðatónleika í Islensku óperunni á vegum Tónlistarfélagsins I Reykjavík. Rannveig Fríða er nú fastráðin við Ríkisóperuna í Vínarborg, en er hér í stuttri heimsókn, því auk þessara ljóða- tónleika tekur hún þátt í flutningi á Sinfóníu nr. 2 eftir Mahler á afmælistón- leikum Sinfóníuhljómsveitar íslands 9. mars nk. Samstarf þeirra Rannveigar og Jónasar hófst í nóvember 1988 þegar þau héldu tónleika í Ljóðatónleikaröð Gerðubergs. Á efnisskránni á mánudagskvöld verða gamlar ítalskar aríur, þýsk þjóðlög í útsetningu Brahmss, svo og lög eftir Schubert, Schönberg, Ravel og Rossini. Miðasala stendur yfir í (slensku óper- unni. HEILSUGÓNGUR - Gengið til betri heilsu í dag, laugardaginn 3. mars kl. 13:00 standa Ferðafélag Islands og Ferðafélagið Útivist fyrir heilsugöngum um aðalútivist- arsvæði höfuðborgarinnar í tengslum við Heilsudaga í Kringlunni. Þetta er gert til að vekja athygli á hve gönguferðir í hópi eru bætandi fyrir líkamlega og andlega heilsu. Hægt verður að velja um tvær stuttar göngur: Öskjuhlíðarhringinn og Foss- vogsdalshringinn. Báðar eru þessar göngur um svæði sem eru að hluta til ennþá í meira en 500 m fjarlægð frá miklum umferðargötum. Á þessum gönguleiðum er mikið af merki- legum minjum sem bent verður á. Lagt verður af stað f göngurnar frá Kringlunni við Mylluanddyrið gegnt Borgarleikhúsinu kl. 13:00 og komið til baka um kl. 15:00. Hægt að stytta göng- urnar. Ekkert þátttökugjald. Sýning Jóhanns Eyfells í dag, laugard. 3. mars, verður í Gallerí 11 að Skólavörðustíg 4A opnuð sýning á skúlptúr líkönum og pappírssamfellum eftir Jóhann Eyfells og stendur sýningin til 15. mars. Jóhann Eyfells er talinn einn helsti brautryðjandi innan samtímamyndlistar á (slandi. Hann hefur undanfarin 20 ár verið búsettur í Flórída í Bandaríkjunum. Frá Ferðafélagi íslands Sunnud. 4. mars verða dagsferðir: 1. Kl. 10:30 Skíðaganga Þingvallavegur - Borgarhólar - Litla kaffistofan. Skcmmtileg skíðaleið þvert yfir Mosfells- heiðina. Fararstjóri er Ásgeir Pálsson. Miðar við bíl (800 kr.). 2. Kl. 13:00 Lögberg - Selfjall - Lækj- arbotnar. Gönguferð fyrir alla. Gengið á milli gamalla þekktra áningarstaða. Sel- fjall er auðvelt uppgöngu. (600 kr.). 3. Kl. 13:00 Skíðaganga í Heiðmörk. Létt og gott skíðagönguland. M. gengið um skógarstíga yfir í skógarreit F.f. Fararstjóri er Sigurður Kristjánsson. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni (BSÍ) austanmegin. (600 kr.) Síðasta gönguskíðanámskeiðið verður í Innstadal 11. mars. Helgarferð á Snæfellsnes 9.-11. mars Brottför föstud 9. mars kl. 20:00. Svefnpokagisting. Sundlaug og heitur pottur á staðnum. Leiðbeint verður í notkun fjallaskíða. Tilvalið að hafa með göngu- eða fjallaskíði. Upplýsingar og farmiðar á skrifstof- unni. Ferðafélagsferðir eru jafnt fyrir félagsmenn sem aðra. Aðalfundur Ferðafélags íslands verður haldinn miðvikudaginn 14. mars. Venjuleg aðalfundarstörf. Vetrarfagnaður F.í. 17. mars Vetrarfagnaður verður haldinn í Risinu, Klúbbnum að Borgartúni 32. Fjölbreytt dagskrá. Upplýsingar á skrifstofunni. Pantið tímanlega. Eldri Árbækur félagsins eru til sölu á hagstæðu verði. Ferðafélag íslands Tvær kvikmyndir Stanislavs Rostotskí sýndar í MÍR Næstu tvo sunnudaga verða tvær af kvikmyndum hins kunna sovéska kvik- myndaleikstjóra Stanislavs Rostotskí sýndar í bíósal MlR, Vatnsstíg 10. Sunnud. 4. mars kl. 16:00 verður sýnd mynd hans frá árinu 1962 „Vindarnir sjö“, en þar sækir Rostotskí efnið í atburði styrjaldaráranna 1941-’45. Hin mynd Rostotskís, verðlaunamyndin „Hvíti Bim Eyrnablakkur", verður sýnd sunnud. 11. mars. Aðgangur að kvikmyndasýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill. Fyrirlestur í Lógbergi - um tíbetskan búddisma Sunnud. 4. mars kl. 14:30 mun Dr. Alex Berzin flytja fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki í stofu 101 íLögbergi. Fyrirlesturinn nefnirhann „What is the Difference between á Buddhist Meditator Visualizing Himself as a Buddha and a Crazy Person thinking He is Mickey Mouse“ , og er umfjöllunar- efnið tíbetskur búddismi. Alex Berzin er fæddur í Bandaríkjun- um 1944. Hann stundaði nám við Harvard háskóla í austurlenskum fræðum með sérstaka áherslu á tíbetskan Búddisma. Hann hefur lengst af búið á Indlandi frá því 1969 og frá 1972 í Dharamsala, þar sem hann starfar á þýðingaskrifstofunni á Hinu tíbetska bóka- og skjalasafni Hans Heilagleika Dalais Lama. Hann stundar nám og þjálfun með helstu meisturum allra fjögurra hefða tíbetsks Búddisma og eftir hann hefur birst fjöldi rita og þýðinga á vegum skrifstofunnar. Frá 1975 hefur dr. Berzin þjónað sem túlkur tíbetskra meistara, einkum Hans Heilagleika Dalais Lama. Hann hefur haldið fjölda fyrirletra víða um heim, bæði í háskólum og annars staðar . Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Námskeið fyrir ferðamenn og fararstjóra Ferðamálaskóli MK starfar nú 4. árið í röð og hefst nýtt kvöldnámskeið fimmtu- daginn 8. mars nk. Það er ferðalandafræði (2) sem fjallar um helstu merðamanna- lönd sem íslendingar heimsækja í sumar- leyfinu, s.s. Grikkland, Ítalíu, Spán, Portúgal, Kýpur, Þýskaland, Frakkland og Suður-Ameríku. Kennt verður í 8 kvöld, á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 18:30-22:30. Leiðbeinendurverða far- arstjórar sem hafa langa reynslu í farar- stjórn erlendis og eru landsþekktir sem slíkir. Munu þeir fræða þátttakendur um sögu og mannlíf í þessum löndum og veita upplýsingar um helstu ferðamannastað- ina. Námskeiðið er áhugavert fyrir þá sem eru að velta fyrir sér hvert eigi að halda í sumarleyfinu - og einnig fyrir þá sem áhuga hafa á fararstjóm ferðamenna erlendis. Væntanlegir þátttakendur geta skráð sig í síma 74309 eða 43861 kl. 08:00-12:00 og þar eru veittar allar nánari upplýsing- ar. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Síðasti innritunardagur er mánudagurinn 5. mars. MINNING llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Anna Hjartardóttir Fædd 9. september 1907 Dáin 19. febrúar 1990 Mig langar með nokkrum orðum að minnast Önnu á Geirmundsar- stöðum í Sæmundarhlíð í Skagafirði, fóstru minnar frá sex ára aldri til fermingar. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Sauð- árkróks þann 19. febrúar sl. eftir tæplega eins árs dvöl þar og erfið veikindi. Anna var fædd að Þrastastaða- gerði á Höfðaströnd þann 9. sept- ember 1907. Foreldrar hennar voru þau hjónin Jónína Margrét Gísla- dóttir og Hjörtur Ólafsson. Hún var næstelst fimm systkina, sem öll eru látin, nema yngsta systirin, Ásta. Anna giftist 1931 Valtý Sigurðssyni frá Litlu-Gröf á Langholti og hófu þau búskap á Geirmundarstöðum sama ár. Þar bjuggu þau til ársins 1977 er þau fluttu til Sauðárkróks og keyptu sér íbúð á Víðigrund 6. Valtýr lést 29. desember 1982, rúm- lega áttræður að aldri. Anna bjó áfram í íbúð sinni þar til hún fékk heilablóðfali á sl. ári. Anna og Valtýr eignuðust tvo syni. Eru þeir Gunnlaugur Sigurður bifreiðarstjóri, Kópavogi, kvæntur Jóhönnu Haraldsdóttur og eiga þau þrjá syni og Hjörtur Geirmundur, hljómlistarmaður og skrifstofumað- ur hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, kvæntur Mínervu Björnsdóttur og eiga þau tvo syni. frá Geirmundarstöðum Þau Anna og Valtýr bjuggu góðu búi á Geirmundarstöðum og voru vinsæl og vel metin í sinni sveit. Bæði tóku þau virkan þátt í sönglífi Skagfirðinga og hinum ýmsu kórum. Oft var gestkvæmt á heimili þeirra og glatt á hjalla. Eg sem þessar línur rita kom að Geirmundarstöðum sex ára gömul og stóð í fyrstu ekki til að ég dveldi þar lengi en árin urðu alls sjö. Þau hjónin tóku mér sem dóttur og gerðu ekki upp á milli mín og sonarins Gunnlaugs sem var jafn- aldri minn. Síðar fæddist svo Geir- mundur sem var tíu árum yngri. Anna á Geirmundarstöðum var glæsileg kona og sópaði að henni hvar sem hún fór. Hún var mikil búkona og dugnaðarforkur að hverju sem hún gekk. Fljót var hún jafnan að rétta hjálparhönd ef ein- hver þurfti þess með og munu margir minnast hennar með þakklæti og virðingu. Mörg börn og unglingar nutu umhyggju hennar um lengri eða skemmri tíma. Ég hef margs að minnast frá þessum árum og mörg störfin kenndi hún mér sem að gagni komu síðar í lífinu. Eftir að ég flutti úr Skagafirði og í annan landshluta urðu samskiptin minni, en aldrei kom ég svo í heimsókn til Skagafjarðar að ég kæmi ekki við hjá Önnu. Tók hún jafnan á móti mér og fjölskyldu minni sem sinni eigin. Á sl. hausti heimsóttum við hjónin hana á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Hafði hún þá fuila rænu en gat ekki tjáð sig með orðum. Allt fas hennar lýsti vinsemd og hlýju sem jafnan áður. Mun ég jafnan minnast þessarar mætu konu með þakklæti og virð- ingu. Ég og fjölskylda mín sendum sonum hennar og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Hrafnhildur S. Jónsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.