Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. mars 1990 Tíminn 7 halda því fram að reykingar séu ekki í tísku, en hið sama verður ekki sagt um áfengisneyslu. Áfengisveitingar eru mjög í tísku á íslandi og svo er um allan hinn vestræna heim. Tíðarand- inn er vínveitingum hliðhollur. Vínneysla tilheyrir íslenskumm samkvæmissiðum fyllilega til jafns við það sem annars staðar gerist. Hins vegar dregur sífellt úr því að reyktóbaki sé haldið að gestum í samkvæmum, það þykir hvorki sjálfsagt né fínt, það er ekki í tísku. Þetta sýnir einfaldlega að almenningur hef- ur meðtekið áróðurinn um skað- semi tóbaks og vill ekki viðhalda gömlum reykingasið, en er ekki viðbúinn að slaka á um áfeng- istískuna, ekki vegna þess að ekki sé nógsamlega búið að sanna að vínneysla sé heilsuspill- andi, fyrir utan allt annað sem af henni getur hlotist, heldur vegna þess að það er andstætt tískunni að efna til gestaboða án áfengis. Það er því við tískuna að eiga, sjálfan tíðarandann, ef takast á að minnka áfengisneyslu á ís- landi á næsta áratug og „útrýma ofneyslu" þess eins og Alþingi er að ræða þessa daga. Blaðafréttir sl. fimmtudag styðja þá áherslu sem hér hefur verið lögð á „tískuna", að því er varðar veitinga- og þjónustusiði. Frá því er greint að Flugleiðir hf. hafi í hyggju að banna með öllu tóbaksreykingar í milli- landaflugi, enda gildir slíkt bann á innanlandsleiðum félagsins. Eftir sem áður mun þetta flugfélag halda áfram að veita áfenga drykki frá morgni til kvölds í utanlandsflugi, flugfar- þegar geta veitt sér þá ánægju að fá sér koníak með morgunkaff- inu eða „öl og snaps“ ef menn vilja það heldur. Tískan er and- snúin tóbaksreykingum og því geta flugfélögin sem hægast lagt niður „þjónustu við reykinga- fólk“. Hins vegar styðja tískan og hegðunarfrelsið þann sið að borið sé fram áfengi í háloftun- um á hvaða tíma sólarhrings sem er, þótt slíkt gildi ekki almennt á jörðu niðri. Breið samstaða Þetta innskot um þjónustu- hætti flugfélaga er áminning um það - svo langt sem það nær - að til þess að ná markmiðum heilbrigðisáætlunar um samdrátt í áfengisneyslu verður að laða tíðarandann til liðs við málefnið eins og frekast er kostur. Hér verður engin tilraun gerð til þess að benda á „lykillausn" slíks verkefnis. Þar fyrir er augljóst að lausna verður að leita. Um þær verður að takast breið samstaða allra sem áhuga og þekkingu hafa á þessu víðtæka verkefni. Enginn vafi er á að þegar eru fyrir hendi öflug félög og samtök sem hafa þessi mál á stefnuskrá sinni og vinna sífellt að þeim. Hlutur heilbrigðisstétta er mikill í þessu efni og þeirra sem fást við félagsleg málefni. Stjórnvöld og fjárveitingvald hafa hér mikl- um skyldum að gegna, ekki aðeins hvað varðar fjárframlög, stefnumótun og yfirstjórn, held- ur einnig sem frumherjar og fyrirmyndir um að breyta veislu- háttum og venjum í gestamót- töku í samræmi við hófsemdar- stefnu heilbrigðisáætlunarinnar. ekki jafndirfskufullt, því að þar segir að vinna verði að því „minnka" heildaráfengisneyslu og „útrýma" ofneyslu. Hér verð- ur engin athugasemd gerð við þessa yfirlýsingu, því að það yrði ekki lítill ávinningur fyrir heilbrigði þjóðarinnar ef draga mætti úr almennri neyslu áfengis og enginn smásigur á áfengisböl- inu ef „ofneys!unni“ verður út- rýmt um aldamót. En ef þessum markmiðum á að ná - hvoru heldur sem er - er augljóst að það kostar mikla herferð gegn þeim drykkjuvenj- um sem íslendingar hafa tekið upp á síðustu árum og áratug- um. Þótt hægt sé að sýna fram á, að heildaráfengisneysla sé minni hér en í flestum löndum vest- rænnar siðmenningar, hefur hún eigi að síður aukist mikið síðustu 20-25 ár, að vísu ekki með jöfnum hraða frá ári til árs, eins og að var vikið fyrr í Tímabréfi, en tilhneigingin til aukningar er fyrir hendi. Bjórfrelsið dregur ekki úr þessari þróunarhneigð ef að líkum lætur. Full ástæða er til að gera ráð fyrir að án áróðurs gegn bjórneyslu, þeirri viðleitni að skapa viðhorf gegn því að bjór verði almenn, dagleg neysluvara eins og er í mörgum löndum, hneigist íslendingar til þess að taka upp bjórdrykkju- venjur annarra þjóða og gerist háðir daglegri öldrykkju, sem að sjálfsögðu er ekkert annað en krónískur alkóhólismi, sem stríðir gegn markmiðum góðrar heilbrigðisstefnu. Tóbak á undanhaldi Þótt hér sé sérstaklega rætt Fyrir Alþingi liggur tillaga til þingsályktunar um íslenska heil- brigðisáætlun. Verði sú tillaga samþykkt er Alþingi þar með að lýsa yfir opinberri stefnumótun í heilbrigðismálum. Að sjálf- sögðu er markmið heilbrigðis- stefnu víðtækt og því verður ekki náð nema með fjölþættum ráðstöfunum á ótal sviðum. Þar eru neysluvenjur eitt af því sem mestu þykir varða um árangur heilbrigðisstefnunnar. Áfengis- og tóbaksnotkun heyrir ótvírætt undir neysluvenjur engu síður en sú fæða sem menn annars leggja sér til munns. Það sýnast talsverð vísindi að kenna fólki að neyta hollrar fæðu, og þá eru fæðutegundir óspart dregnar í dilka, gert upp á milli þess sem er hollt og næringarríkt og þess sem óhollusta er að. í heilbrigðisáætlun ríkis- stjómarinnar er að finna skýrar yfirlýsingar um skaðsemi tóbaks og áfengis. Þar segir m.a. að eðlilegt sé að stuðla markvisst að „útrýmingu“ tóbaksneyslu. í því hlýtur að felast sú vissa að unnt sé á tíu árum að gera ísland „reyklaust land“, að þar finnist enginn sem notar reyktóbak af neinu tagi. Fljótt á litið virðist þetta vera djörf áætlun, en vel má vera að hún standist, og er þá vel. Markmið heilbrigðisáætlunar í áfengismálum er hins vegar um hættuna á því að bjórneysla fari vaxandi á íslandi, má síst einblína á hana, þegar þjóðin tekur sig til að framfylgja að- gerðum til þess að draga úr heildarneyslu áfengis og útrýma ofneyslu þess eins og Alþingi er nú að fjalla um. Ef ætlunin er að minnka heildarneysluna og út- rýma böli ofneyslunnar þá skipta aðferðir og leiðir öllu máli. Það sem mjög skortir á í þessum umræðum er að dregin sé upp mynd af heildarástandi áfengis- notkunar í þjóðfélaginu, hver viðhorf almennings eru raun- verulega í þeim efnum. Það er ekki síst ástæða til að gera sér grein fyrir viðhorfum æskufólks til áfengismála. Margir telja að greina megi kynslóðabil í þess- um viðhorfum, að ungt fólk leggi áherslu á frelsi í áfengis- málum, að það vilji frjálst val um hegðun sína á því sviði sem öðrum. Þetta kann að vera rétt, svo langt sem það nær. Það skal því endurtekið sem áður var vikið að, að baráttu gegn minnk- andi áfengisneyslu á ekki að heyja með árás á valfrelsi manna um hegðun sína. Sú barátta verður að felast í því að breyta viðhorfum fólks til þess sem það velur, þannig að það velji sjálft það sem betur gegnir. Eftirtektarvert er, eins og áður hefur verið minnst á í þessum skrifum, að ungt fólk hefur dregið úr tóbaksreyking- um. Það hefur aðeins að litlu leyti orðið með ströngum boð- um af hálfu eldri kynslóðar og uppalenda framar því sem verið hefur. Unglingar og ungt fólk hefur tekið að frábiðja sér reyk- Heilbrigðisáætlun ingar vegna vel skipulagðrar herferðar heilbrigðisstétta gegn óhollustu reykinga og ungu fólki gert það skiljanlegt að það skað- ar heilsu sína með því að reykja. Spyrja má hins vegar hvort nokkuð sambærilegt sé að gerast í herferð fvrir minnkandi áfeng- isneyslu. Án þess að gera lítið úr samtökum og aðgerðum þeirra á því sviði verður ekki séð að árangur af störfum þeirra sé viðhlítandi. Engin vakning á sér stað meðal ungs fólks um óholl- ustu og böl áfengisnautnar sem teljast má sambærileg við það sem þó virðist vera um að berjast gegn tóbaksreykingum. Jafnvel er ekki laust við að áróður gegn áfengistísku lendi beinlínis í undandrætti vegna mikillar áherslu á skaðsemi tóbaksreyk- inga, að ekki sé minnst á víðtæka baráttu gegn fíkniefnaneyslu, sem að réttu er háð sem alþjóð- legt varnarstríð gegn þjóðfé- lagsplágu, sem herjar á lönd um heim allan. Samt kemur það alltaf upp, þegar farið er að kanna neyslu vímuefna, að áfengi er útbreiddasti vímugjafinn, lög- verndaður og hefðbundinn, en eigi að síður heilsufarsskaðvald- ur og félagslegur bölvaldur af stærstu gerð. Tískan ræður Hér að framan var notað orð- ið „áfengistíska“, sem játa skal að felur í sér tiltekna fullyrðingu um viðhorf fólks til áfengismála. Slík fullyrðing er þó ekki borin fram út í bláinn. Svo að enn sé gripið til samanburðar á afstöðu fólks til tóbaksreykinga, má í háloftunum. förnum árum hefur verulega dregið úr tóbaksreykingum, enda áróður gegn þeim verið mikill.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.