Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 3. mars 1990 Títninn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Landamæradeilur Hin hraða atburðarás í evrópskum stjórnmálum tekur sífellt á sig nýjar og óvæntar myndir. Þótt vestur-evrópskir stjórnmálamenn og forsvarsmenn stórkapitalsins geri sitt besta til þess halda sjálfum sér og öðrum við efnið hvað varðar markaða stefnu Evrópubandalagsins um pólitískan og efnahagsleg- an samruna Vestur-Evrópuþjóða, er þejrn æ ofan í æ ýtt út af sporinu að ræða það mgf samkvæmt viðtekinni formúlu. / Fall kommúnismans í hverju Au^fur-Evrópurík- inu á fætur öðru hefur neytt boðþera bandaríkja- hugmyndar Evrópu til að hyggja að fleiru en þeir áttu von á að upp kæmi í framkvæmd stefnu sinnar. Greinilegt má vera að stjórnkerfisbreytingar í Austur- og Mið-Evrópu rugla jafnvel þeirri mynd, hvert umráðasvæði Bandaríkja Evrópu eigi að vera, hvort lengur sé frambærilegt að einskorða það við þau „vestur-evrópsku“ lönd og áhrifasvæði sem um hefur verið að ræða til þessa. Evrópuhugsunin getur varla verið þekkt fyrir að láta staðar numið við gömul mörk járntjaldsins, sem nú er horfið af sjónarsviðinu. Fað verður fróðlegt að fylgjast með hvernig við því verður brugðist, hvaða stefnu umræður um evrópskt stórríki taka í kjölfar breyt- inganna í Austur- og Mið-Evrópu. Hvað sem um það er, þá er nú kominn upp ágrein- ingur í Evrópubandalagslöndum um hvernig þýsku ríkin eigi að sameinast og þó alveg sérstaklega hverjir það séu sem hafi forræði þess máls. Helmut ^Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, varð frumkvæð- ismaður að því, skömmu eftir ósigur kommúnism- ans í Austur-Þýskalandi fyrir fáum mánuðum, að tala um „endursameiningu“ Þýskalands og lagði fram tillögur um hvernig það mætti gerast. Tillögur Kohls mættu víða andstöðu, m.a. af hálfu sovét- stjórnarinnar, sem lýsti yfir því að Þjóðverjar hefðu engan rétt til að ákveða sameiningu ríkjanna, síst af öllu einhliða. Tillögum Kohls var fálega tekið af vestrænum rík- isstjórnum, sem voru sammála sovétstjórninni að Þjóðverjar hefðu ekki einhliða ákvörðunarrétt í þessu efni. Því meir sem tíminn hefur liðið og því fleira sem Kohl hefur sagt um endursameiningu þýsku ríkjanna því magnaðri verður ágreiningurinn um hver eigi forræði þess að ákveða sameiningu þeirra. Utanríkisráðherra Frakka hefur ekki verið ómyrkur í máli í þessu efni og segir að sigurvegar- arnir í heimsstyrjöldinni eigi að ráða sameiningar- málum Þýskalands en ekki Þjóðverjar sjálfir og tekur undir þær ásakanir á hendur Kohl, að hann hafi með málflutningi sínum gefið tilefni til að ætla að Þjóðverjar hyggist fara í landamæradeilur við Pólverja um austurmörk Þýskalands. Orð Kohls um það efni og ekki síður undanfærslur hans um að svara beinum spurningum um afstöðuna til austur- landamæranna, eru óneitanlega varhugaverð. Orð Kohls bera því vitni, að landamæradeilur við Pólverja eiga enn pólitískan hljómgrunn í Þýska- landi. Þýska íhaldið vill ekki styggja þá stuðnings- menn sína sem ekki sætta sig við landamæri eftir- stríðsáranna. U. ÞESSAR mundir er ár liðið frá því að aflétt var nærfellt 80 ára banni á fram- leiðslu og sölu áfengs öls til innanlandsneyslu hér á landi. Afnám bjórbannsins varð með þeim hætti að Alþingi lét undan þeim rökum sem sögðu að ekk- ert samræmi væri í að leyfa sölu á brenndum vínum og öðrum sterkum og veikum áfengisteg- undum en banna ölsölu, þar sem öl sé almennt veikust tegund áfengra drykkja Út af fyrir sig er styrkleika- munur öls og annarra áfengra drykkja augljós. Þrátt fyrir það hafa margir verið því fylgjandi að viðhalda banni á ölsölu á þeirri forsendu að bjórinn sé líklegri en aðrar áfengistegundir til að verða dagleg neysluvara, gera áfengisneyslu vanabind- andi fram yfir þá tilfallandi eða „félagslegu" drykkju sem stund- uð er og vissulega hefur vaxið mjög mikið með árunum hér á landi. Á íslandi skortir ekkert á að áfengisneysla sé einkenni á samkvæmislífi þjóðarinnar, en hingað til hefur það ekki verið hluti af neysluvenjum að hafa áfenga drykki á borðum dag- lega. Margt bendir til þess að frjáls aðgangur að áfengum bjór leiði smám saman til þess að hann verði sjálfsögð neysluvara á heimilum og verði um hönd hafður á vinnustöðum sem eðli- legur „hressingardrykkur“. Þessa og þvílíka mynd sjá menn fyrir sér meðal gróinna bjór- drykkjuþjóða. Að vxsu draga menn mismunandi ályktanir af slíkum kynnum af almennri öl- neyslu þessara þjóða. Sumir þykjast ekki sjá að slík neyslu- venja sé til óhollustu og félags- legra vandræða, en aðrir segjast greina margar hættur samfara daglegri ölneyslu, þótt þær leyni á sér og sjáist ekki alltaf á yfirborðinu. Grunur margra um hinar „leyndu hættur“ daglegrar ölneyslu fær sína staðfestingu í áliti heilbrigðisfræðinga, því að hvorki öldrykkja né önnur áfengisneysla er líkamanum náttúrleg eða neins konar holl- ustunauðsyn, heldur hið gagn- stæða. Dagleg öldrykkja, heima og á vinnustöðum eða á veitinga- húsum, hefur einnig í för með sér félagslegan vanda í mörgum myndum, sem margir vilja helst ekki þurfa að sjá með berum augum, en þeir, sem þreifa á vandamálum sídrykkjunnar, vita þeim mun betur af. „Svartsýnisspár“ rætast Með tilliti til þessara sjónar- miða sáum við Tímamenn enga ástæðu til að „fagna“ bjórfrels- inu 1. mars 1989. í forystugrein blaðsins þann umrædda dag var bent á að allt áfengi sé fyrst og fremst vímugjafi en ekki neyslu- vara. Áfengi er vanabindandi og hvað áfengt öl varðar þá sé það lævíslegri vímugjafi en margur vill vera láta. „Það er ekki síst fyrir ölneyslu að fjölmörg þjóð- félög eru heltekin af áfengisböli, sem reynt er að breiða yfir með ýmsu móti. Frjáls ölsala stóreyk- ur heildaráfengisneyslu meðal þjóða, gerir fólk háðara áfengis- drykkju en ella væri. Slíkt kem- ur niður á heilsu fólks og vinnu- færni.“ í þessari grein Tímans var því spáð að með frjálsræði í bjórsölu myndi drykkjuskapur á íslandi vaxa og verða almennari. Ef til vill er of fljótt að kveða upp úr með það á ársafmæli bjórsölunnar hjá Áfengis- og tóbakssölu ríkisins að allar „svartsýnisspár“ um áhrif henn- ar hafi komið fram. Eigi að síður segja söluskýrslur ÁTVR að áfengisneysla landsmanna hefur vaxið verulega í kjölfar ölsölufrelsisins og verður til þess rakið. Þegar Áfengis- og tóbaks- verslunin sendi fyrir u.þ.b. sex vikum frá sér skýrslu um sölu sína á síðasta ári, athugaði einn af blaðamönnum Tímans, Heið- ur Helgadóttir, eitt og annað sem í skýrslunni felst. í grein sinni hér í blaðinu 30. janúar segir hún m.a.: „Áfengissala mæld í lítrum hreins alkóhóls á mann 15 ára og eldri var 4,33 lítrar í upphafi áratugarins (og aftur 1985). Minnst fór hún niður í 4,25 lítra árið 1982, en var 4,48 lítrar síðasta bjórlausa árið. Fyrir B-dag voru breyting- ar því tiltölulega litlar frá ári til árs. Á nýliðnu ári óx meðalsala hins vegar um mun meira en heilan lítra, upp í 5,51 lítra á hvern 15 ára og eldri. Þar af voru 1,9 lítrar í seldum bjór eða um 34,5% af öllu seldu alkóhóli." Heiður Helgadóttir ályktar út frá skýrslu ÁTVR að bjórinn hafi að stórum eða stærstum hluta „komið sem hrein viðbót við aðra áfengissölu.“ Engin ástæða er til að vefengja þessa niðurstöðu blaðamannsins. Hún staðfestir það sem allir máttu vita fyrir, að bjórneysla dregur ekki úr almennri áfengisneyslu í heild sinni, þótt hún kunni að hræra eitthvað til í sölutölum annars áfengis. Sú trú að „bjór- inn komi í staðinn fyrir annað áfengi“ er villandi skoðun. Eftir sem áður er mikið drukkið af sterkum áfengistegundum, svo að öidrykkjan kemur fram sem viðbót við aðra áfengisneyslu. Áfengisvandamál Nú er það hverju orði sannara að raunsæisástæður styðja það ekki að gerlegt sé að útrýma áfengisneyslu með bönnum eða öðrum ströngum lagaboðum. Hafi slíkt verið mögulegt áður eru ekki skilyrði til þess nú. Þótt svo sé er það eigi að síður mikill misskilningur^ð halda að stjóm- málamenn og yfirvöld, hvar í heimi sem er, telji við hæfi að hafa engin afskipti af áfengis- málum. Jafnvel þar sem frelsið f þessum efnum sýnist mikið, og er það, er framleiðsla og sala áfengis háð lögum og reglum. Hitt er þó eftirtektarverðara að í öllum menningarlöndum er varað við áfengisneyslu af heilsu- farsástæðum og ekki dregið úr hvílíkur vágestur áfengisneysla getur orðið séð frá félagslegu sjónarmiði og bölvaldur ein- staklingum og fjölskyldulífi. Öll þau svið, sem hér hafa verið nefnd, heilsufarslegar af- leiðingar, félagsleg áhrif hennar og röskun á heimilislífi af hennar völdum - allt hefur þetta opnað augu víðsýnna manna á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins um að líta á áfengismál sem brýnt þjóð- félagslegt viðfangsefni, pólitískt mál sem yfirvöld og stjórnmála- menn verða að sinna og hafa skoðun á. Umfjöllun um áfeng- ismál er ekki séríslenskt fyrir- bæri, heldur eru þau rædd í öllum löndum og reyndar álitin alþjóðlegt umræðuefni, sem m.a. hefur verið rakið til sér- stakrar meðferðar þeirra hjá Al- þjóðaheilbrigðisstofnuninni, sem telur hófsemi í áfengisneyslu eitt af brýnustu viðfangsefnum í heilbrigðismálum þjóðanna. Fyrir forgöngu hennar var sett fram markmið um að ríkis- stjórnir, sem eiga aðild að stofn- uninni, vinni skipulega að því að draga úr áfengisneyslu að einum fjórða hluta fram til aldamóta sem lið í almennri heilbrigðis- stefnu. Hegðunarfrelsi Fyrst eftir að Alþjóðaheil- brigðisstofnunin gaf út boðskap sinn um nauðsyn minnkandi neyslu áfengra drykkja, mátti greina viðbrögð víða um heim við honum. Evrópuráðið tók þessi mál til umfjöllunar og studdi markmið Álþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar í ályktun- um um heilbrigðismál. Trúlega hafa fleiri milliríkjastofnanir gert hið sama. Hins vegar liggja ekki fyrir neinar skýrar heimildir um árangur slíkra viljayfirlýs- inga og reyndar eins víst að hann sé ekki mikill, enda margt sem reynist mótdrægt slíkum markmiðum í lífsháttum manna. Þar kemur ekki síst til það, sem út af fyrir sig er eðlilegt, að fólk vill ógjarnan láta segja sér fyrir um hegðun sína og persónulegt val í því efni sem öðrum. Hegð- unarfrelsi er sú frelsiskrafa sem almenningi stendur næst og í sjálfu sér óhjákvæmilegt að slíkt frelsi sé virt. Vandinn við að móta stefnu í áfengismálum er því að verulegu leyti fólginn í að skapa viðhorf sem gerir fólki það eðlilegt að velja hófsemi og bindindi í stað þess að láta skeika að sköpuðu um neyslu áfengra drykkja og vínveitingar. Ekki er vafi á því að með skipulögðu áfengisvarnastarfi er mögulegt að breyta viðhorfum fólks að þessu leyti. Þar er verk að finna fyrir frjáls félagasamtök og félagsskap af ýmsu tagi auk þess sem opinberir aðilar geta orðið þar að liði. Full ástæða er til að halda því fram að skilyrði fyrir hófsemdar- og bindindisstefnu í áfengismál- um séu góð hér á landi, ef allrar aðstöðu væri neytt. íslenskt þjóðfélag er lítið og þjóðin sam- stæð að menningu og siðum. Margs konar reynsla sýnir að íslenskur almenningur er mót- tækilegur fyrir skynsamlegan boðskap um bætta lífshætti, eins og m.a. kemur fram í breyttum viðhorfum gagnvart tóbaksreyk- ingum, sem ekki síst hefur sýnt sig meðal ungs fólks. Á undan-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.