Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 3. mars 1990 Mótmælaaðgerðir sem koma ballgestum á höfuðborgarsvæðinu til góða í kvöld: 400 SENDIBÍLSTJÓRAR A LEIGUBILAMARKAÐINN Búist er við að um 400 sendibflstjórar í Reykjavík muni taka þátt í mótmælaaðgerð sem Samstarfsnefnd sendibflstjóra á Reykjavíkursvæðinu hefur boðað til í kvöld, laugardags- kvöld. Mótmælin felast í því að bflstjóramir hyggjast mæta á bflum sínum fyrir utan skemmtistaði og bjóða fólki ókeypis keyrslu þangað sem það kýs að fara. Miða sendibflstjórarnir við að vera á götunum fram undir morgun við að keyra fólk. Slíku verður ekki tekið hljóðalaust af leigubflstjórum borgar- innar og er jafnvel búist við einhverjum átökum. Astæöa mótmælanna er sú að sendibílstjórar í sendibifreiðastjóra- félaginu Trausta hafa á undanförn- um vikum og mánuðum reynt að fá fjármála-, samgöngu-, og dóms- málaráðuneytið til að breyta nokkr- um reglugerðum í því skyni að „forða stétt sendibílstjóra frá útrým- ingu“ eins og þeir orða það. Regl- urnar sem hér um ræðir varða aðal- lega lög um virðisaukaskatt og lög um leiguakstur með fólks-, sendi- , og vörubifreiðum. Telja sendibíl- stjórar mjög óánægðir með viðbrögð ráðuneytanna og segja þolinmæði sína þrotna. Þess vegna hafa sendibílstjórarnir ákveðið að grípa til þeirra aðgerða sem að ofan greinir sem sinna fyrstu aðgerða, en verði ekki á þá hlustað munu þeir ákveða áframhaldandi aðgerðir eftir helgina. Að sögn Alberts Ómars Guð- brandssonar hjá Samstarfsnefnd sendibílstjóranna eru það fjölmörg atriði sem sendibílstjórar vilja gera athugasemdir við, m.a. að fá leið- réttingu á tvísköttun á sendibifreið- um sínum, sem felist í því að hafi þeir keypt bt'l fyrir áramót hafi þeir borgað af honum söluskatt og síðan ef þeir ætla að selja hann nú þurfi þeir líka að greiða virðisaukaskatt. Varðandi fólksflutninga sagði að lögin væru svo sem nógu skýr varð- andi það að sendibílstjórar mættu ekki aka farþegum og leigubílar mættu ekki aka varningi. Hins vegar væru í reglugerð undanþágur fyrir leigubílstjóra til að flytja varning og vitað væri að þeir væru margir hverj- ir á kafi í smávöruflutningum. Albert Ómar sagði að allt í allt væru um 600 sendibílstjórar í félag- inu en hann ætti von á að um 400 myndu taka þátt í aðgerðunum í kvöld. Aðspurður sagði hann að fólk yrði ekki flutt í vörurými sendi- bílanna en til væru bílar með nokkuð mörgum sætum. Annars myndu menn taka farþega í samræmi við leyfðan farþegafjölda í skráningar- skírteini bílanna. „Við ætlum okkur ekki að fara að brjóta lög,“ sagði Albert Ómar Guðbrandsson. - BG Handboltahöllin í biðstöðu. Ríkisstjórnin frestaði ákvörðun: Rís hún í Kópavogi? Bygging handboltahallar í Laug- ardal í Reykjavík kom til umræðu á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld. Alfreð Þorsteinsson Framsóknar- flokki minnti þar á tillögu sína í borgarráði frá 20. febrúar þar sem gert var ráð fyrir að borgin lýsti því yfir að höllin risi og viðræður hæfust við ríkisstjórnina um málið. Afgreiðslu tillögunnar hefur verið frestað en verður væntanlega lokið á fundi borgarráðs n.k. þriðjudag. Al- freð gagnrýndi harðlega sinnuleysi borgarstjórnarmeirihlutans í málinu sem óhjákvæmilega myndi leiða til þess að Reykjavík missti af lestinni og höllin risi annars staðar. „Ég harma það því að ég tel, eins og flestir sem þekkja til þessara mála, að eðlilegast sé að þessi höll rísi í Reykjavík," sagði Alfreð. Bygging handboltahallar er nú á borði ríkisstjórnarinnar og var tekið fyrir á fundi hennar síðla dags í gær. Þess var vænst að tekin yrði ákvörð- un á fundinum um að taka upp Búnaðarþing verður sett á mánudaginn Búnaðarþing Búnaðarfélags ís- lands verður sett næstkomandi mánudag. Fjöldi mála liggur fyrir þinginu sem búist er við að standi í tíu daga. Við setningarathöfnina, sem hefst kl. 10, flytja ávörp Hjörtur E. Þórarinsson formaður Búnaðar- félags íslands, Álfhildur Ólafsdóttir aðstoðarmaður landbúnaðarráð- herra og Haukur Halldórsson for- maður Stéttarsambands bænda. Meðal mála sem rædd verða á þinginu er frumvarp um búfjárhald en í því er fjallað um meðferð og aðbúnað búfjár og um forðagæslu. Einnig verður rætt um skýrslu nefnd- ar um búfé á vegum, skýrslu nefndar um konur í landbúnaði, stefnumörk- un í gróðurvernd, breytingar á lög- um um forfalla- og afleysingaþjón- ustu í sveitum, þingsályktunartillögu um landgræðslu, frumvarp um inn- flutning dýra og fleira. Á Búnaðarþingi sitja 25 kjörnir fulltrúar, en auk þess eiga málfrelsi og tillögurétt á þinginu ráðunautar Búnaðarfélags íslands og stjórn fé- lagsins. - EÓ viðræður við Kópavogskaupstað sem boðist hefur til að láta land af hendi til hallarinnar og greiða götu hennar. Handboltahöllin hefur verið á borði ríkisstjórnarinnar um skeið en á borgarstjórnarfundinum í fyrra- dag kvaðst Alfreð Þorsteinsson hafa beitt sér fyrir því við Steingrím Hermannsson forsætisráðherra að ákvörðun ríkisstjórnarinnar yrði frestað þar til afstaða borgarráðs Reykjavíkur lægi ljós fyrir. Ríkis- stjórnin frestaði í gær að taka ákvörðun um málið. Á borgarstjórnarfundinum í fyrra- kvöld kom til harðra orðaskipta milli Alfreðs Þorsteinssonar Davíðs Oddssonar borgarstjóra vegna fyrir- spurnar þess fyrrnefnda um launa- kjör og bifreiðahlunnindi borgar- stjóra. Alfreð sagði að hann teldi alls ekki óeðlilegt að borgarstjóri hefði aðgang að góðri embættisbifreið. Hins vegar hlyti það að teljast of- rausn að hann hefði tvær slíkar bifreiðar. Þetta væri bruðl og hégómi sem bæri að afnema. - sá Samflot bæjarstarfsmanna styður félaga sína á Selfossi: Drengskapur verðisýndur Viðræðunefnd Samflots for- dæmir þær hækkanir á vöru- og þjónustugjaldskrám ýmissa opin- berra stofnana og fyrirtækja; þar með talinna sameignarfyrirtækja ríkis og sveitarfélaga, sem átt hafa sér stað þvert ofan í umsamin markmið og algjörar forsendur þjóðarsáttar. Samflot er viðræðunefnd bæjar- starfsmannafélaga sem starfað hef- ur um árabil að gerð kjarasamn- inga og kemur fram sem ein heild gagnvart launanefnd sveitarfélaga. I Samfloti eru öll bæjastarfsmanna- félög nema á Akranesi, Siglufirði og í Reykjavík. í yfirlýsingu sem Samflot sendi frá sér í gær segir ennfremur að forsvarsmenn aðildarfélaga að þjóðarsátt um nýgerða kjarasamn- inga hafi lagt sig fram um að sannfæra félaga sína um nauðsyn þess að taka ábyrgan þátt í þeirri tilraun sem samningarnir eru. Þetta sé gert í trausti þess að allir taki á sig þá frystingu óréttlætis sem í sáttinni felst, þrátt fyrir að launamenn geti fært gild rök fyrir því að laun skuli leiðrétta. Síðan segir: „Því er það skýlaus krafa að þessar hækkanir verði þegar í stað dregnar til baka og aðilar sýni þann drengskap að standa við gefin fyrir- heit. Verði það ekki gert er ljóst að forsendur samkomulagsins eru brostnar og hlýtur að verða tekið mið af því við fyrsta rauða strikið í maí n.k.“ í framhaldi af ofanskráðu lýsir Samflot yfir fullum stuðningi við afstöðu starfsmannafélags Selfoss sem fellt hefur nýgerða samninga vegna hækkana á þjónustu bæjar- félagsins. - sá Listi Framsóknarmanna á Akranesi: Ingibjörg Pálma í fyrsta sætinu Framboðslisti framsóknarm- anna fyrir bæjarstjómarkosn- ingarnar í vor, var lagður fram í gær. Frambjóðendur í fyrstu áttg sætum listans eru: 1. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkr- unarfræðingur. 2. Steinun Sigurðardóttir, hjúkr- unarfræðingur. 3. Jón Hálfdánarson, eðlis- fræðingur. 4. Gissur Þ. Ágústsson, pípulagn- ingamaður. 5. Oddný Valgeirsdóttir, skrif- stofumaður. 6. Soffía Magnúsdóttir, skrifstofu- maður. 7. Leifur Þorvaldsson, húsgagna- smiður. 8. Guðrún Jóhannsdóttir, skrif- stofumaður. - ÁG Níu ára telpuhnokki áreittur af karlmanni í Reykjavík: Lögregan leitar nú manns er elti barn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú karhnanns, sem sýndi níu ára gamalli stúlku áreiti í gærdag. Stúlkan var á leið heim til sín um miðjan dag í gær er atburðurinn átti sér stað. Fyrir einskæra heppni náði maðurinn ekki til stúlkunnar og má þakka það þvf að móðir stúlkunnar kom óvenju snemma heim úr vinnu. Atburðurinn átti sér stað í blokk í Ljósheimunum. Maðurinn beið í bíl fyrir utan blokkina. Þegar stúlkan kom gang- andi og opnaði dyrnar inn í húsið, sætti hann lagi og hljóp á eftir henni og komst inn um leið og hún. Þegar inn var komið gekk maðurinn að lyftunni, en þá var barnið orðið hrætt og tók sprettinn upp stigann í stað þess að nota lyftuna. Maðurinn hljóp á eftir stúlkunni upp stigann og alla leið inn í íbúðina þar sem hún bjó. Svo vel vildi hins vegar til að móðir stúlkunnar var fyrir tilviljun komin óvanalega snemma heim. Að sögn móðurinnar, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sneri maðurinn snarlega við þegar hann áttaði sig á því að hann var ekki einn með barninu í íbúðinni og hraðaði sér til baka. Móðirin hljóp á eftir mannin- um, en náði aldrei að sjá framan í hann. Maðurinn komst óhindraður upp í bílinn fyrir utan blokkina og ók í burtu. Móðirin náði hins niður númeri bílsins og gat lýst útliti hans þegar lögreglan kom á staðinn. Maðurinn náði ekki að gera stúlk- unni níu ára gömlu neitt mein, en að sögn móðurinnar var stúlkan skelk- uð eftir atburðinn. Aðspurð um hvort hún hefði sjálf ekki verið hrædd við manninn, kvaðst hún ekki hafa leitt hugann að neinu öðru heldur en að ná manninum. Allir lögreglubílar á höfuðborgar- svæðinu hafa fengið lýsingu á bílnum, ásamt númeri, en í gær- kveldi var maðurinn enn ófundinn. Að sögn lögreglunnar eru þó mjög miklar líkur á að hægt verði að hafa upp á manninum, en málið var sett í hendur rannsóknarlögreglunnar strax í gær. - ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.