Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. mars 1990 Tíminn 3 Eggjaátak Félag eggjaframleiðenda hefur hafið söluátak á eggjum. Markmiðið er að vekja athygli neytenda á gildi eggja við matargerð. Egg verða á næstunni seld í íslenskum endurunnum um- búðum frá Silfúrtúni hf. í Garðabæ. Eggjaffamleiðendur hafa einnig ákveðið að efna til verðlaunasam- keppni um bestu eggjaréttina 1990. Skilafrestur rennur út 15. april 1990. Ekki er skilyrði að réttimir séu úr eggjum eingöngu þó ætlast sé til að þau séu meginuppistaða í þeim. Fyrstu verðlaun eru vikuferð til París- ar. Þá hafa eggjaframleiðendur gefið út bækling þar sem vakin er athygli á niu einföldum, fljótlegum en ljúf- fengum eggjaréttum. Þar er meðal annars réttur sem heitir „Komflögur- eggjakaka með banönum". Þetta er tilvalinn réttur í unglingaaf- mælið eða aðrar veislur sem böm og unglingar era meðal gesta. Einnig er þessi eggjakaka ljómandi eftirréttur sem fljótlegt er að laga. Fyrir tvo. 2egg 2 msk rjómi 1 tsk sykur 1/2 tsk salt smjör 1 d Hrærið saman eggin, rjómann, syk- urinn og saltið. Bræðið smjörið á pönnu og hellið eggjahræranni á pönnuna. Hrærið i öðra hvora á með- an eggjakakan er að stífna. Sáldrið síðan komflögum yfir eggjakökuna. Látið eggjakökuna „renna“ varlega á fat. Skerið bananann í sneiðar og rað- ið þeim ofan á eggjakökuna. Einnig er gott að strá rúsínum yfir . -EÓ 300 ára gömul ópera eftir Hemry Purrell: Óperan Dídó og Aeneas flutt í Langholtskirkju Næstkomandi þriðjudagskvöld flytja Islenska hljómsveitin, sönghópurinn Hljómeyki, dansarar og einsöngvarar óperana Dídó og Aeneas eftir breska tónskáldið Henry Purcell í Lang- holtskirkju. Óperan hefur aldrei verið sýnd hér á landi en verkið er um 300 ára gamalt og telst til klassískra verka tónbókmenntanna. Verkið gerist í Karþagó í höll Dídó- ar drottningar. Þangað hrekst Aene- as, sonur Venusar og Archises, eftir að Grikkir höfðu brennt Trójuborg. Ekkjudrottningin Dídó tekur honum opnum örmum og saman gleyma þau sér við ástir og skemmtan. En guð- imir höfðu ætlað Aeneas annað hlut- verk og meira. Fyrir honum liggur að stofna borgríkið mikla við Tíberfljót, Róm. Hann hlýðir því kalli, sigli brott, og Dídó, harmi slegin, fómar sér á bálkesti. Leikstjóri verksins er Sigurður Páls- son, Hlíf Svavarsdóttir er danshöf- undur, Helga Stefánsdóttir gerði leik- mynd og búninga, Sveinn Benediktsson og Bjöm Þorgeirsson sjá um lýsingu og stjómandi er Guð- mundur Emilsson. Með einsöngvara- hlutverk fara Elín Ósk Óskarsdóttir, Sigurður Bragason, Ema Guðmunds- dóttir, Elísabet F. Eiríksdóttir, Jó- hanna V. Þórhallsdóttir, Hrafhhildur Guðmundsdóttir og Júlíus Vífill Ing- varsson. Alls taka á milli 60 og 70 manns þátt í sýningunni. Dídó og Aeneas er langelsta'ópera sem sýnd hefúr verið á íslandi. Guð- mundur Emilsson stjómandi kallar hana tónminjar. „Þessi ópera hefúr það umffam aðrar tónminjar að hún hefúr verið flutt reglulega öll þessi 300 ár sem hún hefúr verið til. Nú er t.d. verið að flytja Dídó á fjóram eða fimm stöðum í Mið- Evrópu. Það er stundum talað um hana sem Lilju breskra tónbókmennta. Hún hefiir því staðist tímans tönn og meira en það.“ I einsöngshlutverkum era einsöngv- Guðmundur Emilsson, hljómsveitarstjóri. arar sem era lítt eða ekki kunnir. Allt era þetta ungir söngvarar sem hafa lokið námi í tónlistarháskólum er- lendis, en hafa ekki fengið mörg tækifæri til að sanna getu sína hér á landi. „Þetta era allt frábærir lista- menn. Þama verða unnir listsigrar að mínu mati. Einsöngvaramir fá þama tækifæri sem þeir nýta til hins ýtr- asta.“ Guðmundur segir að ef viðtökur verða góðar sé hugsanlegt að óperan verði sýnd aftur. Það sé þó allt undir áhorfendum komið. í óperanni er ein frægasta óperaaría allra tíma, harmsöngur Dídóar, sem allir þekkja. Guðmundur segir að tónlist Purcells sé mjög aðgengileg og falleg. Það sé því engin hætta á að fólk verði fyrir vonbrigðum sem kemur í Langholtskirkju næstkom- andi þriðjudagskvöld Isfisksala í Bretlandi og Þýskalandi dagana 19. til 23. febrúar sl. 2024 TONN SELD YTRA Samtals vora 2024 tonn af ísuð- um fiski seld á mörkuðum í Bret- landi og Þýskalandi vikuna 19. til 23. febrúar sl. Heildarverðmæti afians nam 219,8 milljónum króna. Tvö skip seldu á Bretlandi, samtals 185 tonnum. Þetta vora Rán Hf 4, með 132 tonn, meðalverð 115,92 krónur og Amames SI 70, með tæp 53 tonn, meðalverð 106,01 krónur. Heildarverðmæti afians var tæp 21 milljón króna. Skipting afians eftir tegundum er þessi, þorskur 146,6 tonn, meðalverð 113,75 krónur, ýsa tæp 14 tonn, meðalverð 119,24 krónur og grálúða 20 tonn, mcðal- verð 112,56 krónur. Ur gámum vora samtals 1360 tonn seld á markaði, fyrir um 152,7 milljónir króna. Meðalverð á kiló er 112,25 krónur. Af þessum 1360 tonnum voru 691 tonn af þorski, 379 tonn af ýsu, 38 tonn af ufsa, 17 tonn af karfa, 78 tonn af kola, 17 tonn af grálúðu og 137 tonn af blönduðum afia. Tvö skip seldu á Þýskalandsmarkaði sam- tals 478 tonn, fyrir rúmar 46 millj- ónir króna og fékkst 96,62 króna meðalverð fyrir afiann. Þetta vora Ögri RE 72, með 273 tonn, meðal- verð 93,02 krónur og Víðir HF 201, með 204 tonn, meðalverð 101,43 krónur. Nær eingöngu var um karfa að ræða eða 461 tonn, meðalverð 96,77 krónur og af blönduðum afla vora 16 tonn, meðalverð 92,88 krónur. —AÓ ánudaginn 5. mars, opnar Iðnlánasjóður í nýju hús- næði á þriðju og fjórðu hæð húss- ins við Ármúla 13a. Flutningur og sjálfstæður rekstur sjóðsins leiðir af sér ný framtíð- armarkmið til bættrar þjónustu við viðskiptamenn og betri árang- urs til hagsbóta fyrir íslenskt at- vinnulíf. Skrifstofan er opin frá kl. 9.00 til kl. 16.30 alla virka daga. Ur Armúla 7 í Armúla 13a í t s -Hrih IÐNLANASJOÐUR ÁRMÚLA 13A 155 REVKJAVlK SlMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.