Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 3. mars 1990 FRÉTTAYFIRLIT VARSJÁ - Pólverjar hótuðu að krefjast stríðsskaðabóta af Þjóðverjum fyrir vinnu þeirra milljón Pólverja sem neyddir voru til þrælkunarvinnu undir stjórn nasista í síðari heims- styrjöldinni, eftir að ríkisstjóm Vestur-Þýskalands bauðst til að láta af kröfum um óbreytt landamæri frá því 1938 gegn því að Pólverjar lýsi því yfir að þeir muni ekki krefjast striðs- skaðabóta frá sameinuðu Þýskalandi. JERÚSALEM - ísraelar komu á ritskoðun til að koma í veg fyrir fréttaflutning af inn- flutningi sovéskra Gyðinga til Israel, degi eftir að James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagðist frysta þá efnahagsaðstoð sem isra- elar hafa farið fram á frá Bandaríkjamönnum til að að- > stoða sovéska landnema í ísrael, nema að Israelar lýsi því yfir að ekki verði komið á fót byggðum sovéskra Gyð- inga á hernumdu svæðunum. BÚKAREST - Herdómari sá er dæmdi Nicolae Ceaus- escu og konu hans til dauða hefur framið sjálfsmorð. MANAGVA - Sandínista- stjórnin í Níkaragva hefur kraf- ist þess að Viloleta Chamorro og ný ríkisstjórn hennar krefjist þess að Bandaríkjamenn ti^ggi afvopnun Kontraskæru- MOSKVA - Einhvern næstu daga munu verða lagðar fram nýjar róttækar tillögur um að- gerðirgegn vaxandi félagslegri ólgu og versnand efnahags- ástandi í Sovétríkjunum. BÚDAPEST Miklos Nemeth forsætisráðherra Ung- verjalands sagði að embættis- menn kommúnistaflokksins hafi undirbúið vopnað valdarán á síðasta ári í samráði við kommúnista í Rúmeníu og í Tékkóslóvakíu. BEIRUT -Hermennúrsveit- um Michel Aoun hershöfðingja gáfu nokkuð eftir síðustu ávinninga sína í hinum grimmdarlegu innbyrðis átök- um kristinna manna í Beirút eftir að Nasrallah Butros patr- íarki hótaði þeim bannfæringu ef átök yrðu ekki þegar í stað stöðvuð. ÚTLÖND ;!i.H.|!l!llll!IÍI;IT!^11i:l;lllilllllllll!ll'lll;í:;!l;l!lllllllllIi'l;lTlllll!l!IITlT'n;Ni|!llllllllllllll;í:;'!ÍTl!l:|jllll;i:l^!;!:|:|:l'l!l!ll!l1 'HHIIIil'l-l'N: 111:111111 hI'IIIIII'íllllílllll;hi.i:NHllll|:|:i!■! Pritz Dullay fulltrúi Afríska þjóðarráðsins: UiA Amm fr Jlr fri<taririQ“ ijVIO OiUm IU iivv iriudriiio í gær var Nelson Mandela formlega kjörínn leiötogi Afríska þjóörráðins. Þá fékk hann fullt umboð tU viðræðna við stjórnvöld í Suður-Afríku um afnám aðskilnaðarstefnunn- ar og umboð tU að semja við ríkisstjórn De Kler. Hér á landi er staddur Pritz Dullay fulltrúi Afríska þjóðarráðins, einmitt að tUefni hátíðarhalda sem boðað var til í tilefni af frelsi Nelsons Mandela. Tíminn ræddi við Dullay í kjölfar fundi hans með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra. Priz Dullay fuUtrúi Afríska þjóðarráðsins ræddi við Steingrím Hermannsson forsætisráðherra m.a. um viðskiptabann íslandinga á vörur frá Suður-Afríku. Dullay lýsti mikiUi ánægju sinni með afstöðu Steingríms til Afríska þjóðarráðsins. Hver er tilgangur funda þinna með íslenskum ráðamönnum? Tilgangur funda minna með for- sætisráðherra ykkar, utanríkisráð- herra og verkalýðshreyfingunni er fyrst og fremst að fá fullvissu um að þvingunaraðgerðir íslendinga gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suð- ur-Afríku verði ekki létt. Forsætis- ráðherrann hefur fullvissað mig um að það verði ekki gert. Einnig vil ég árétta það að ekki verði brotið gegn þeim lögum sem kveða á um við- skiptabann. Um leið er ég að leita eftir stuðn- ing íslendinga við Afríska þjóðar- ráðsins, ANC, og tryggja samband milli ANC og ýmissa aðila á íslandi, en okkur finnst að á undanförnu hafi ekki verið nægilegt samband þar á milli. Ætlunarverk mitt var einnig að upplýsa ríkisstjórn íslands, verka- lýðshreyfinguna og fjölmiðla um þróunina í Suður-Afríku, stöðu Afríska þjóðarráðsins í samninga- viðræðunum, hvað langt við höfum náð, hver áætlun ANC er í náinni framtíð og hver áætlunin er til lengri tíma. Einnig að fræðast um afstöðu íslendinga til Afríska þjóðarráðsins og hver stuðningur íslendinga er við ANC. Hverjar eru áætlanir Afríska þjóðarráðsins næstu vikurnar? Á þessari stundu er mjög háttsetta nefnd ANC að finna út hve fljót og hve hratt hægt er að koma á samn- ingaviðræðum við ríkisstjórn Suður- Afríku og einnig um hvað við erum að fara að semja um. Afstaða Afríska þjóðarráðsins er tandurtær og við vitum um hvað við ætlum að semja um. Hins vegar er ekki eins Ijóst hvað De Klerk vill semja um. Ef hann er að ræða um úrbætur á aðskilnaðar- stefnunni, þá erum við ekki til viðræðu. Ef hann er að ræða um afnám aðskilnaðarstefnuna og lýð- ræðisþróun í samfélagi okkar, þá erum við reiðubúnir til samninga. Við trúum því virkilega að við getum verið bjartsýnir og að De Klerk sé alvara um að hefja samn- ingaviðræður. Málið er bara með hvaða skilyrðum hann vil hefja samningaviðræður. Hvað okkur varðar þá verður einungis rætt um eina sameinaða Suður-Afríku, ekki stofnun fleiri „heimalanda". Við viljum fullkomið lýðræði þannig að hver kjósandi hafi eitt atkvæði. Það þýðir lýðræðislegt samfélag þar sem allir þegnar geta, án tillits til litarhafts, hafi jafnan atkvæðisrétt og geti tekið þátt í öllum stigum ákvarðanatöku f sam- félaginu. Við viljum lýðræði eins og lýðræðisþjóðir skilja það almennt. Við erum vongóðir um að De Klerk muni sjá hve sanngjarnar kröfur okkar eru, því Suður-Áfríka á í miklum kröggum, efnahagsleg, félagslega og stjórmálaleg. Við von- um að De Klerk geri sér ljóst að lykillinn að framtíð Suður-Afríku er ÁNC. Hann getur ekki gengið framhjá ANC sem er elsta frelsis- hreyfing heimsins, um sjö áratuga gömul og hefur milljónir aðildarfé- laga innaborðs. ANC hefur hlotið viðurkenningu ríkj a víða um heim. Ef De Klerk er sá raunsæismaður sem við teljum hann vera, þá sér hann að Suður-Afríka getur ekki haldið áfram á þeirri braut sem hún hefur verið á. Slíkt leiðir til algers öngþveitis. De Klerk verður að undirbúa grundvallarbreytingar á suðurafríksu þjóðfélagi. Hann verð- ur að afnema öll ákvæði aðskilnaðar- stefnunnar og ef það verður gert er framtíð Suður-Afríku stórkostleg. En ef ríkisstjórn hvítra er að ræða um endurbætur á aðskilnaðarrstefn- unni, þá er framtíð Suður-Afríku ótrygg. Nú hafa heyrst gagnrýnisraddir á vopnaða baráttu ANC. Stendur til að leggja þá baráttu til hliðar? Fyrst verðum við að líta á forsögu hinnar vopnuðu baráttu Afríska þjóðarráðsins. Fyrstu 50 árin beitti Afríska þjóðarráðið ekki ofbeldi. Það var ekki fyrr en samtökin voru bönnuð sem slík barátta var tekin upp. Það var árið 1961 eftir þriggja mánaða umræður æðstu manna ANC að samþykkt var að beita vopnavaldi í baráttunni gegn að- sk ilnaðarstefnu nni. Allt frá þeim tíma hefur vopnuð barátta ANC fyrst og fremst miðað að skemmdarverkum. Við höfum ætíð haft það að markmiði að mannslífum verði ekki fórnað. Ég efast um að nokkur skæruliðasamtök nokkurs staðar í heiminum hafi aginn og stjórnunin verið slík, að svo fáum mannslífmm hefur verið fórnað sem raun er á í aðgerðum ANC. Þegar De Klerk og aðrir aðilar víðs vegar um heiminn segja: „Hætt- ið vopnaðri baráttu", hvað eru þeir að biðja okkur um? Við hófum vopnaða baráttu vegna þess ofbeldis sem stjómvöld beittu til að fram- fylgja aðskilnaðarstefnunni. Við emm ekki ofbeldissinnað fólk. Við hefðum ekki valið okkur leið vopn- aðrar baráttu ef ekki hefði verið fyrir ofbeldi aðkilnaðarstefnunar. Hvernig getum við gefið vopnaða baráttu upp á bátinn þegar stjóm- völd standa sjálf fyrir ofbeldi til að framfylgja aðskilnaðarstefnunni? { síðust viku vom þrjú böm skotin til bana af lögreglunni þar sem þau tóku þátt f mjög fjölmennum, lög- legum mótmælum. í síðasta mánuði réðst herinn og lögreglan á járnbrautaverkamenn sem vom í verkfalli og skaut nokkra þeirra til bana. Suðurafríska ríkið hafi staðið að morðum á fólki sem barðist gegn aðskilnaðarstefnunni, fólki sem var meðlimir í ANC. Það hefur verið sannað að minnsta kosti tveir með- limir ríkisstjórnarinnar í Suður- Afríku hafi tengst tveimur dauða- sveitum hvítra manna. Við segjum, ef þið virkilega búist við að ANC láti af vopnaðri baráttu þá gerið þið svo vel og látið sjálfir af ofbeldi. Við trúum ekki á Afríska þjóðar- ráðið sem ofbeldissinnuð samtök. Nelson Mandela hefur tekið það skýrt fram að við erum fólk friðarins, en ef við hættum vopnaðri baráttu, þá myndum við vera að svíkja fólk okkar. Vopnuð barátta okkar er vamarbarátta og hefur verið allt frá byrjun. Við höfum aldrei staðiðfyrir árásarastefnu, heldur varnarstefnu og sú staða hefur ekki breyst. Nú berast fregnir af innbyrðis átökum blökkumanna í Natalhéraði til dæmis. Er nægileg eindrægni Suður-Afríkubúa á bak við Afríska þjóðarráðið? Það er ekki nokkur vafi á því að mikill meirihluti fólks í Suður- Afríku stendur á bak við Afríska þjóðarráðið. Það veit De Klerk og þess vegna vill hann samningavið- ræður við ANC. Hvað varðar átökin í Natal, þá em þau átök ekki á milli ættbálka. Þau em á milli mismunandi fylkinga Zúlúþjóðarinnar. Þetta ofbeldi rennur undan rifjum þeirra Zúlu- manna sem styðja Botolezi og þeir em í miklum minnihluta. Meirihluti Zúlúmanna em stuðningsmenn ANC. Það er ljóst að Gatzu Botolezi og menn hans hafa aukið ofbeldið í Natal að undanfömu til að styrkja samningsstöðu sína. Hann vill ná eins sterkri stöðu og hægt er svo hann fái sæti við samningaborðið. Það em sveitir Botolezis sem ráðist hafa gegn þeim Sameinuðu lýðræðis- fylkingnni, ANC og verkalýðssamt- ökum í Natal. Við höfum fleiri hundmð sannanir fyrir því að það er beint samband á milli sveita Botolezis og lögreglu og hers í Suður-Afríku. Þessir aðilar hafa með sér bandalag til þess að berjast gegn þeim öflum sem vilja lýðræðislega Suður-Afríku. Þetta er ekki ættbálkaerjur. Við höfum ekki þurft að glíma við ættbálkaerjur í Suður-Afríku. Þetta er árásir þeirra sem vilja aukin réttindi sér til handa, innan ramma aðskilnaðarstefnunnar og okkar hina sem viljum afnám að- skilnaðarstefnunnar og algert lýð- ræði í allri Suður-Afríku þar sem hver maður hefur yfir að ráða einu atkvæði. Nú hefur De Klerk og stjóm hans gagnrýnt Afríska þjóftarráðið fyrir efnahagsstefnu sem sé úrelt. Er eitthvað til í því og mun ANC breyta stefnu sinni í efnahagsmálum? Við verðum fyrst að líta á hvernig efnahagsástandið er í Suður-Afríku og gera okkur grein fyrir því að Þjóðarflokkurinn ber ábyrgð á því. Það er Þjóðarflokkurinn sem hefur leitt Suður-Afríku í efnahagslega rúst. Það sem ANC hefur sagt er að við viljum þjóðnýta vissa hluta atvinnu- lífsins, þá hluta sem tengjast auð- lyndum okkar. Sem dæmi um það er námavinnslan. Hvert fer gróðinn af námavinnslunni í dag? Gróðinn skilar sér ekki til fólksins. Við sjáum fyrir okkur bankana sem stjóma útflutningi á framleiðslu okk- ar og auðlindum. Þeir flytja ágóðan af framleiðslu okkar til útlanda. Við teljum að það sé rétt að Suður- Afríkubúar hagnist á náttúruauð- lindunum. Við trúum því að það verði að vera stjórn á bönkunum svo að hægt sé að hafa stjóm á efnahags- lífinu. Við emm ekki að tala um sósíalískt hagkerfi, við emm að tala um blandað hagkerfi, þar sem verði blanda einkafyrirtækja, þjóðnýttra stórfyrirtækja og ríkisbanka. Menn verða að skilja að þetta verður að gera svo hægt sé að beita vissum efnahagsaðgerðum til að reisa efnahagslíf Suður-Afríku úr rústunum. Nú er staðan þannig að 80% alls auðs í Suður-Afríku endar í höndum innan við 15% þjóðarinn- ar. Rúmlega 80% þjóðarinnar skipt- ir með sér minna en 20% þjóðar- auðsins. Þennan ójöfnuð verður að uppræta og við trúum því að efna- hagsstefna ANC muni gefa þeirri ríkisstjóm sem mun taka við af stjóm De Klerk, þann efnahagslega kraft sem þarf til að endurreisa efnahaginn. Þess vegna fömm við fram á takmarkaða þjóðnýtingu, við þurfum að þjóðnýta þau fyrirtæki sem leika lykilhlutverk í efnahagslíf- inu. Hvert er gildi íslands og íslend- inga í baráttu ANC gegn aftskilnað- arstefnunni í Suður-Afríku? ísland er órjúfanlegur hluti Norðurlandanna og Norðurlöndin hafa gegnt stóru hlutverki í barátt- unni gegn aðskilnaðarstefnunni. ís- Iendingar em aðiiar að því viðskipta- banni sem orðið hefur til þess að knýja fram breytingar til batnaðar í Suður-Afríku. íslenska ríkisstjórnin og íslenska þjóðin verður að halda viðskipta- banni sínu þar til aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku hefur verið afnumin að fullu. Þið hafið sett á viðskipta- bann vegna aðskilnaðarstefnunnar og því verður að halda þeim þar til aðskilnaðarstefnan heyrir sögunni til. Á þennan máta getur íslenska þjóðin lagt sitt vog á lóðarskálina í baráttunni fyrir lýðræði í landi mínu. Þá er mikilvægt að almenningur haldi vöku sinni og komi í veg fyrir að suðurafríska vörur verði fluttar bakdyrameginn til landsins, eins og raunin hefur verið. Með því að beina stuðningi ykkar til ANC og þeim lýðræðislegu gild- um sem ANC starfar eftir og vill að komið verði á í Suður-Afríku gera íslendingar gagn. Þið eruð hlutar hinnar norrænu fjölskyldu og Norðurlönd hafa ætíð verið mjög jákvæð í garð ANC og lýðræðislegri þróun í Suður-Afríku. ANC em ekki brjáluð, ofstækis- full skæruliðasamtök eins og fylgis- menn aðskilnaðarstefnunnar vilja halda fram. ANC eru hófsöm sam- tök á alþjóðamælikvarða þvf-ANC byggir stefnu sína að mestu á mann- réttindasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Við erum mjög raunsæ, hóf- söm samtök sem eru mjög vel fær til þess að koma á fót lýðræðislegum breytingum á suðurafrísku þjóðfé- lagi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.