Tíminn - 09.03.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.03.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 9. mars 1990 Margt smátt gárir eitt stórt, áfallinn kostnaður við hönnunarvinnu vegna endurbóta á Þjóðleikhúsi er um 49 milljónir króna: LJÓSRITUN KOMIN í TÆPA HÁLFA MILLJÓN Kostnaður sem er þegar áfallinn, vegna hönnunar og ráðgjafar í tengslum við endurbyggingu Þjóðleikhússins, nemur um 49 milljónum króna. Stærsti liðurinn er vegna þjónustu Húsameistara ríkisins, eða tæplega 20 milljónir. Þá vekur athygli að sérstakur liður er vegna Ijósritunarkostnaðar upp á 432 þúsund krónur. Þetta kom fram í svari Svavars Gestssonar menntamálaráðherra við fyrirspurn Ásgeirs Hannesar Eiríks- sonar alþingismanns. Ásgeir spurði í fyrsta lagi um hver væri hönnunar- kostnaður við fyrirhugaðar viðgerðir og breytingar á Þjóðleikhúsinu mið- að við 1. febrúar 1990 og í öðru lagi, hvernig sá kostnaður skiptist á milli einstakra hönnuða og ráðgjafa. Að sögn menntamálaráðherra eru þess dæmi að kostnaður við hönnun, endurskipulag og endurmælingar á gömlum húsum fari allt upp í 25% af heildarkostnaði viðkomandi endurbyggingar, en kostnaður sem nú þegar er kominn fram vegna hönnunar Þjóðleikhússins er á milli 8 og9% af kostnaðarverði verkefnis- ins. Nokkrir þingmenn urðu til þess að stíga í pontu og gagnrýna of mikinn kostnað við tiltölulega litla liði í endurbyggingu Þjóðleikhússins og tók menntamálaráðherra undir þá gagnrýni. Svavar sagði reikninga af þessu tagi oft blöskranlega fyrir hinn almenna borgara, en þarna væri um erfitt mál að ræða og oft verið að skipta við hópa sem væru í einokunaraðstöðu á sínu sviði. Ráð- herrann kvaðst ekki þeirrar skoðun- ar að útboð á öllum verkþáttum leystu þennan vanda, en benti á að árangursríkt gæti reynst að bjóða út heildarsamninga fyrir ákveðin verk, þar sem allir smærri liðir væru þá innifalnir. Þó svo að menntamála- ráðherra svaraði fyrirspurninni, var hann í sumum atriðum ekki miklu nær heldur en þeir sem á hann hlýddu. Grípum niður í ræðu Svav- ars þar sem hann er að telja upp kostnaðarliði vegna hönnunar á síð- asta ári. „Kostnaður framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins 261.500 krónur, kostnaður Innkaupastofn- unar ríkisins 821.870 krónur, Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðarins 162.430 krónur, fyrirtæki sem heitir Guðmundur og Kristján og ég kann engin deili á 229.897 krónur. Síðan kemur hér liður sem gæti verið svar við hliðarfyrirspurn háttvirts þingmanns, þ.e. liðurinn ljósritun 431.698 krónur. Línuhönnun hf. 669.542 krónur, Rafteikning hf. 1.240.761 krónur, Verkfræðistofa Hverjir eru Guðmundur og Kristján og hvað gerir Forsjá? Verkfræðivarþað... Þess má til gamans og fróðleiks geta að Forsjá sf. er verkfræði- stofa. Verkefni það sem þeir tóku að sér fyrir Þjóðleikhúsið var hönn- un vegna lagna og loftræstingar í húsinu. Fyrirtækið Guðmundur og Kristján er einnig verkfræðistofa, þó annars eðlis en Forsjá sf., en Guðmundur og Kristján sérhæfa sig í hönnun er lýtur að vélaverk- fræði og ráðgjöf þar að lútandi. - ÁG Þær standa að nýrri miðstöð fyrir konur og börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi og veita ráðgjöf og fræðslu: Fremstar standa frá vinstri; Guðrún Jónsdóttir og Jenný Ánna Baldursdóttir. í miðröð eru Hólmfríður Jónsdóttir, Annette de Wink, Sigurjóna Kristinsdóttir og Ragna Guðbrandsdóttir. í öftustu röð eru Katrín Theódórsdóttir, Guðrún Tulinius og Ragnheiður M. Guðmundsdóttir. Tímamynd Ámi Bjama Samstarf kvennaathvarfsins og ýmissa kvennahópa um Stígamót: Aðstoð við fórnar- lömb kynferðisglæpa í gær var opnuð að Vesturgötu 3 í Reykjavík miðstöð fyrir konur og börn sem orðið hafa fyrir kynferðis- legu ofbeldi. í miðstöðinni verður veitt margs konar aðstoð, ráðgjöf og fræðsla og upplýsingar veittar. Mið- stöð þessi hefur hlotið heitið Stíga- mót og verður rekin f náinni sam- vinnu við Kvennaathvarfið. Nokkrir aðilar hafa komið Stíga- mótum á fót og meðal þeirra má nefna auk Kvennaathvarfsins, Kvennaráðgjöfina, Ráðgjafahóp um nauðgunarmál og Vinnuhóp gegn sifjaspellum. Um það bil ár er síðan hugmyndin að miðstöðinni fæddist. Ragnheiður M. Guðmundsdóttir, einn aðstandenda Stígamóta sagði við opnunina í gær að gerð hefði verið fjárhagsáætlun um starfsemi Stígamóta. Áætlunin var miðuð við fjóra starfsmenn og vakt allan sólar- hringinn. Gert var ráð fyrir að starfsemin kostaði um 11 milljónir á ári. Á síðustu fjárlögum hefði hins vegar aðeins veitt 2 milljónum til starfseminnar og það sniði starfsem- inni mun þrengri stakk en ráð var fyrir gert í upphafi. Þannig hæfist starfsemin með einu starfsgildi sem þrjár konur skiptust á um að sinna. Miðstöðin verður opin alla virka daga milli kl 12 og 19. Hins vegar verður svarað í síma allan sólar- hringinn ísímum 626868 og 626878. Opið hús verður hjá Stígamótum að Vesturgötu 3 á morgun milii frá kl. 14-16 og geta þeir sem hafa hug á að kynna sér starfsemina komið og rætt við starfsfólk og aðstandendur miðstöðvarinnar. -sá Ljósritunarkostnaður, sem er undir sér lið í hönnunarkostnaði, í tengslum við endurbyggingu Þjóðleikhússins slagar hátt í hálfa milljón. Tímamynd: Pjetur Stefáns Ólafssonar 3.222.803 krónur. Fyrirtæki sem heitir því skemmtilega nafni Forsjá, og ég veit nú ekki alveg hvað gerir 1.485.057 krónur, Rafhönnun hf. 3.413.397 krónur..." - ÁG Þrír piltar á sjúkrahús eftir að borða sveppi Þrír piltar úr Keflavík, tveir sautj- án ára og einn nítján ára voru fluttir á sjúkrahús í fyrrakvöldi, eftir að hafa borðað þurrkaða sveppi, er innihalda efni sem valda ofskynjun- um. Piltarnir höfðu verið í samkvæmi í norðurbæ Hafnarfjarðar, þar sem þeir höfðu borðað sveppina. Hringdi einn piltanna á slökkvistöðina un klukkan 11 í fyrrakvöld og óskaði eftir sjúkraflutningi, þar sem hann var þá orðinn mjög veikur af neysl- unni. Þegar komið var á staðinn var sá er hringdi enn í húsinu og var hann fluttur þegar í stað á Borgar- spítalann. Við eftirgrennslan hafðist upp á hinum piltunum. Annar var þá kominn í suðurhluta Hafnarfjarðar og var hann einnig fluttur á Borgar- spítalann, en hinn kominn til Sand- gerðis og var hann fluttur á sjúkra- húsið í Keflavík. Þeir er fluttir voru á Borgarspítalann voru síðar fluttir á Landspítalann. Fleira fólk var saman komið í samkvæminu þar sem piltarnir borð- uðu sveppina, en þau höfðu ekki neytt þeirra. Mylsna af sveppum fannst í fórum piltanna. Þeir fegnu að fara af sjúkrahúsi í gær. Einn piltanna er lögreglan hafði tal af í gær gat litlar skýringar gefið á fram- ferði sínu, en hann mun hafa borðað slíka sveppi áður án þess að svo langt hafi gengið. Áhrifin af sveppum þessum er innihalda psylocibin eru miklar of- skynjanir og rangskynjanir, og geta menn verið hættulegir sjálfum sér og öðrum. -ABO EIMSKIP GRÆDDI44 MILLJÓNIR í FYRRA Árið 1989 voru heildarflutningar Eimskips 949 þúsund tonn og er það 5% aukning frá árinu á undan, er þeir voru 908 þúsund tonn. í fyrra var 44 milljón króna hagn- aður af reglulegri starfsemi Eim- skips. Þegar tekið hefur verið tillit til hagnaðar af sölu eigna, áhrifa dótt- urfélaga og reiknaðra tekju- og eign- arskatta, varð niðurstaða rekstrar- reiknings jákvæð að upphæð 189 milljónir króna. Rekstrartekjur Eimskips og dótt- urfélaga þess á árinu 1989 námu 6.136 milljónum króna, en 4.827 milljónum króna árið 1988. Hækkun milli ára er því 27%. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.