Tíminn - 09.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.03.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur9. mars 1990 Tlminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINMU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun : Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift I kr. 1000,-, verð I lausasölu I 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ungir læknar minna á sig Ungir læknar ákváðu í vikunni að leggja niður vinnu einn sólarhring fyrirvaralítið og án formlegrar heimild- ar að lögum eftir því sem best er vitað. Ungu læknarnir gefa upp þá ástæðu fyrir þessu framtaki sínu, að þeir séu að mótmæla ákvörðun fjár- málaráðherra, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að tólf- falda greiðslur fyrir svokallað almennt lækningaleyfi. Þetta almenna lækningaleyfi er í eðli sínu prófskírteini, vottorð um að sá maður sem lokið hefur embættisprófi í læknisfræði við Háskóla íslands hafi gegnt aðstoðar- læknisstörfum tilskilinn tíma og sé upp frá því fulln- uma læknir. Því er það rétt sem ungu læknamir segja að ríkis- valdið sé að gera prófskírteini námsmanna að tekju- stofni og því fremur sem gjaldið er hærra. Þótt ekki væri nema fyrir þær sakir er vafasamt að fjármálaráð- herra eigi að hafa alræði um að ákveða slíkt gjald og reyndar furðulegt að fjárveitingavaldið og löggjafinn skuli nenna að telja slíkan gjaldstofn þess virði að ætla að gera úr honum peninganámu fyrir ríkissjóð. Ef litið er á þá heildartekjuvon sem ríkissjóði er í því að skatt- leggja prófskírteini læknaefna, þá er það óbeysin eftir- tekja, jafnvel þótt gjaldið sé tólffaldað. Ef vel árar gæti slík innheimta numið einni milljón króna á árí og gerir hvorki til né ffá um afkomu ríkissjóðs. Hitt er svo annað mál, hvort læknaefnin eigi að beita skyndiverkföllum til þess að minna á málefni sín og hvort þessi hækkun gjalda fyrir almenn lækninga- leyfi leiði í raun til umtalsverðrar kjaraskerðingar hjá aðstoðarlæknum. Hér verður enginn lokadómur lagður á slíkt en frá almennu sjónarmiði þurfa að vera ríkar ástæður fyrir hendi hjá læknum og starfsmönnum heil- brigðisþjónustu yfirleitt að leggja niður störf á svo ábyrgðarmiklu starfsviði. Auk þess mætti ætla að ungir læknar í aðstoðar- störfum og skyldunámi eftir embættispróf úr háskólan- um hefðu fleira til málanna að leggja en mótmæla gjaldainnheimtu fjármálaráðherra, ekki síst það sem varðar skipulag og verkaskiptingu á sjúkrahúsum, vaktafyrirkomulag og viðveruskyldu og allt sem snert- ir vinnutilhögun á sjúkrastofnunum og í heilbrigðis- þjónustunni yfirleitt. Því er stundum haldið fram að of margir læknar séu í landinu. Ekki er með öllu ljóst hvemig rök fyrir þeirri staðhæfingu em fundin. Það er a.m.k. víst að ófáir em þeir landsmenn, sein hafa reynt annað á sjálfum sér en að læknar séu of margir. Það er m.a. rangt að læknis- umdæmi séu fullsetin. Yfirleitt vantar lækna í ýmis umdæmi og önnur einkennast af einhvers konar far- andþjónustu, og það orð liggur á að læknastéttin sæk- ist í langan vinnudag og aukastörf sem leiðir tvennt af sér: I fyrsta lagi að læknar vilja vera þar sem auka- starfavonin er mest og í öðm lagi að slík miðsækni verður til þess að auka samkeppni milli læknanna um þessi störf. Astæða þess að læknar em stundum taldir of margir kann að vera sú að innan stéttarinnar á sér stað „samþjöppun“ í stað eðlilegrar dreifingar læknis- verka. GARRI Einkaréttur á Hannesi Hanncs Hólmsteinn Gissurar- son fer i taugarnar á einum og öðrum hvenær sem hann opnar munninn, eöa þcgar hann er að skrifa um peningalegar uppá- komur erlendra vina sinna eíns og Hayek og Friedmann eöa hvað þeir nú heita þessir spekingar, sem hafa með ærslum komist inn i heiiabú skemmtUegasta afspreng- is Guðlaugsstaðaættarinnar. Garri er ekki þannig staddur í peningamálum, hvorki sem stríð- ur launþegi cða bisnessmaður að það ergi hann hið minnsta þótt Hannes Hóimsteinn viiji gefa pen- ingunum eilíft iif. Enda er ekki annað vitaö en þeir hafi eilíft líf, a.m.k. hér á landi þar sem hver gnflari veit meira um raungildi launa, eyðslu ríkisins og sannvirði kauptaxta cn gapuxar á borð við Friedmann og hans nóta, sem ættu aö taka sér vísindi aimcnn- ings til fyrlrmyndar og mæla lifs- kosti sína i flmmtiu þúsund króna mánaðariaunum. Minkur í hænsnabúi Hannes Hólmsleinn hefur menntun til að vera kennari við háskólann og sótti um stöðu. Tveir menntamálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins unnu að þvi að koma honum i háskólann, en andstaðan var flrnasterk. Samt tókst það. Þetta var áður en sósi- alisminn kom í Tékkó og tékk- neskur rektor lýsti yfir að áður en lag kæmist á háskólakennsluna þar yrði að iáta prófessorana fara og ráða nýja. Siðan hefur Hannes Hólmsteinn veriö að kenna við háskólann og ekki annað vitað en kennsla hans gangi sæmilega. En af því tékkneskur sósialismi er ekki kominn hingað enn þá líta samkennarar Hannesar Hólm- steins á hann scm mink í hænsna- búi og eru lítt hressir. Hins vegar hefur umboðsmaður Alþingis tek- ið af allan vafa um réttmæti stöðuveitingarinnar og veitt Hannesi Hólmsteini uppreisn æru eftir langar og miklar mótbárur samkennara. Sarat er þetta lið of- urviðkvæmt fyrir Hannesi, og skemmtir sér við að birta af hon- um mynd, þar sem hann er að kíkja fyrir horn á Dómkirkjunni líklega i leit að Hayek og Fried- mann. Einkaréttur Um tíma gustaði af Hannesi Hólmsteini á rás 2, þar sem hann flutti 2ja mínútna langa morgun- pistla, sem auðvitað var óþolandi. Rásarstjórinn, Stefán Jón Haf- stein, sem hefur aldrei verið í Tékkóslóvakiu hvorki á undan eða eftir sósialismanum, en var aftur á móti í Washington, sá þann kost vænstan að telja Hann- esi Hólmsteini trú um að einn þátturinn væri ekki birtingarhæf- ur. Ifannes upplýsti þetta og birli þáttinn i Morgunblaðinu. Nú hef- ur rásarstjórinn, sem var í stjórn- arandstöðu í Bandarikjunum, svarað Guðlaugsstaðamanni í sama blaðinu og sagt við hann að þetta hafi verið miskilningur. Lík- lega þarf Stefán Jón að svara vegna þess að það vottaði fyrir fagnaðarhljóm i rödd Hannesar Hólmsteins þegar hann sagöi: „Þú ert að reka mig“. Verður að telja það nokkuð langt gengið ef Hann- es Hólmsteinn má ekki fagna því að vera rekinn á tima sósíalisma í Tékkó, af manni sem er áreiðan- lega bæði á móti Hayek og Fried- mann. Rásarsljórinn heldur þvi fram að Hannes Hólmsteinn hafi ekki veríð rekinn, heldur hafa hann deilt andagift þeirri sem rás 2 átti ein að fá með öðrum og það verði sko ekki þolað. Rás 2 vildi nefnilega fá einkarétt á Hannesi Hólmsteini, og taldi sig hafa hann án þess að minnast einu orði á það við Iiannes Hólmstein. Nú býður Stcfán Jón Hafstcin Hannesi Hólmsteini að tala i þætti um hlustendaþjónustu eða í þjóðar- sálinni. Þessi boð hljóta að gleðja samkennara Hannesar Hólm- steins. Þeim fínnst hann muni setja niður við að hringja í þjóð- arsálina, og Stefáni Jóni hafi tek- ist á snilldarlegan hátt að binda fyrir Guðlaugsstaðatúlann. Tjaldað til manns- ævi En þetta er ekki svona einfalt. Ekkert heimilar starfmanni ríkis- útvarps að álíta að hann hafi einkarétt á manni þótt hann lali i útvarp. Slík skoðun er ekki annað en útbelgt stjórnlyndi og fárán- legt heimarikt atferli starfsmanns á opinberri stofnun. Það er hins vegar kostulegt, en ekki alls kost- ar tilviljun, vegna fyrri viðureign- ar við Hannes Hólmstein, að hann skuli ekki geta flutt morgunpistla áreitnilaust, og sannar enn einu sinni að andrúmið í rikisútvarp- inu mótast af sérkcnnilegum smekk þeirra sem þar hafa tjald- að, að því er virðist til heiUar mannsævi. Garri IVÍTT OG BREITT A bláu Ijósi Einu sinni blikkuðu lögreglu- og sjúkrabílar rauðum ljósum þegar mikið lá á og allir aðrir í umfcrðinni verða undan að hrökkva. Nú er blikkað bláum ljósum þegar hætta er á ferðum og þá verða allir þeir sem ekki geta blikkað réttum ljósalit heldur betur að vara sig að verða ekki undir öllum fyrirganginum. Ærandi og ómúsíkalskur hávaði fylgir ljósaganginum. í kátínuhús- um er svona kallað ljósasjó Ekki er langt um liðið síðan farið var með hávaða ekki alllitlum og á rauðu ljósi vítt og breitt um lands- byggðina. Margir hrukku undan rauðu hættunni eins og undan pólit- íinu á leið á slysstað. Aðrir urðu svolítið ruglaðir, en höfðu gaman að, eins og léttfríkaðir uppar í ljósa- sjói í diskóteki. Sósíalistamir sem æddu um land- ið á rauðu ljósi áttu ekki erindi sem erfiði og og hafa nú skipt um lit á hættumerki sínu og aka nú grimmt um vegleysur og blikka hættumerk- inu, bláu ljósi. Alþýðuflokkurinn í Reykjvík er þessa stundina búinn að skipta um lit og er staðráðinn í að ganga til kosninga undir merki og leiðsögn valinkunnra Sjálfstæðismanna. Eru nú flestir hættir að verða hissa. Ópólitískir pólitíkusar Fyrir réttum mánuði var allt fréttaeflið fullt upp með upplýsingar um þá ákvörðun fúlltrúaráðs krata- félaga í höfuðborginni að Alþýðu- flokkurinn byði ekki fram til borgar- stjómar. Þess í stað var upphugsaður Málefnalistinn, sem vera átti fram- boð Alþýuðuflokks, Alþýðubanda- lags og/eða allra sannra jafnaðar- manna. Um sama leyti funduðu allaballar svo kröftuglega að ekki var viðlit að sami fundurinn kæmist fyrir innan sömu vcg; :da vom Jón Baldvin. Ólína. sósíalistamir að reyna að komast að því hvort þeir era kommar eða krat- ar og hvort þeir ættu að halda áfram eða stansa á rauðu ljósi. Niðurstað- an er engin. Fljótlega datt botninn úr Málefna- listanum og gjörvallt fréttaeflið snéri sér að gamalli og nýrri brenn- andi spumingu. Fyrir hvaða flokk fer Ólína Þor- varðardóttir fram? Svo era sagðar fregnir af leynilegum en traustum heimildum að þessi flokkurinn eða hinn leggi nú fast að Ólínu að vera svo væn og bjóða sig fram á lista flokksins. Ölína svarar ávallt hinu sama, að enginn hafl talað við sig og að hún hafi engin afskipti af pólitík. Þar sem pólitísk framtíð stjóm- málaflokkanna er í veði skiptir öllu máli að Ólína Þorvarðardóttir fari fram og því oftar sem hún segist vera ópólitísk, æstast karlamir upp og verða aðgangsharðari. Bláleit forystusveit Þar sem enn era að verða pólitísk straumhvörf í krataflokknum er sjálfsagt að byrja á því að bjóða Ólíu Þorvarðardóttur sæti á lista flokksins í borgarstjómarkosning- unum. Jón Baldvin er búinn að því og staðfesti það í Tímanum í gær. Eins og i nær allri stjómmálasögu nútímans á ópólitíska hnossið, Ólína, næsta leik. Og Jón Baldvin gerði betur. Hann er búinn að bjóða tveim stafflragum Jón Magnússon Ellert. Sjálfstæðismönnum að leiða Al- þýðuflokkinn til sigurs, þeim Jóni Magnússyni, víðfrægum varaþing- manni og Ellert Schram, fyrrverandi þingmanni og ritstjóra DV. Þanþol Alþýðuflokksins er með þeim ólíkindum að hann er farinn að spanna allt hið pólitíska litróf og það ópólitíska líka. Kratar aka nú á fúllu á bláu ljósi ffarn á næstu kosningar. Sameining vinstri manna og jafnaðarmanna í einn öflugan flokk er nú farin í gegnum þann kollskít, að Sjálfstæð- ismenn era að taka að sér forystu- hlutverkið í borgarmálefnum jafn- aðarmanna, en hin ópólitíska Ólína er enn sama spumingarmerkið í stjómmálabaráttunni. Jón Baldvin segir að Sjálfstæðis- flokkurinn sé alltof stór og ætlar að sverfa þann agnúa af honum. En spumingin er hvort Alþýðuflokkur- inn er ekki alltof lítill til að taka við gamalreyndum forystusauðum úr Sjálfstæðisflokknum og hvort þeim er ekki trúandi til að leiða kratana í sín beitarhús. Trúlega verður upplit á þeim í Verði og Hvöt þegar Málefnalistinn, Birting og Ólína lenda einsog óvart í þeim einu og sönnu regnhlífasam- tökum, Sjálfstæðisflokknum. Fleiri gæti farið eins og Guðmundi G. Hagalín forðum, að una hag sínum betur á höfúðbólinu en hjáleigunni. Og nú er blátt I tísku. Hjá femín- istum, dómstólum og jafnaðarkröt- um, sem og myndbandaleigum OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.