Tíminn - 09.03.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.03.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Föstudagur 9. mars 1990 Föstudagur 9. márs 1990 Tíminn 9, Gaukur Jörundsson, umboðsmaður Alþingis, gagnrýnir Seðlabanka Islands fyrir ónógt eftirlit með Ávöxtun s.f.: Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir bankaeftirlit Seðlabankans íslands fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með starfsemi verðbréfafyrirtækisins Ávöxt- unar s.f. Fyrirtækið var lýst gjaldþrota árið 1988, en við það töpuðu margir einstaklingar miklum fjármunum. Um- boðsmaðurinn tekur ekki afstöðu til þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið af hálfu þeirra sem töpuðu peningum í gjaldþrotinu, að bankaeftirlitið sé bóta- skylt vegna ónógs eftirlits. Hann bendir á að einstaklingar sem fólu fyrirtækinu að ávaxta fjármuni sína hafi tekið á sig tvímælalausa áhættu. Á síðasta ári skrifuðu sjö einstaklingar Gauki Jörundssyni, umboðsmanni Al- þingis, og kvörtuðu yfir því að bankaeft- irlit Seðlabanka íslands og viðskipta-' ráðuneyti hefðu ekki rækt skyldur sínar til eftirlits með starfsemi Ávöxtunar s.f. og tveggja sjóða, er starfræktir voru í tengslum við fyrirtækið, Verðbréfasjóðs Ávöxtunar h.f. og Rekstrarsjóðs Ávöxt- unar h.f. Pessir einstaklingar hafa allir orðið fyrir fjárhagslegum skaða af við- skiptum við Ávöxtun. Seðlabankinn segir að bankaeft- irlit hafi sinnt eftirlitsskyldu sinni Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir upplýsingum og gögnum um málið frá viðskiptaráðuneyti og bankaeftirliti Seðlabankans. Eftir að hafa fengið um- beðin gögn óskaði hann eftir því að viðskiptaráðuneytið og stjórn Seðla- banka íslands skýrðu viðhorf sín til umræddra kvartanna. í bréfi umboðs- manns til bankastjórnar Seðlabankans er farið fram á ítarlegar upplýsingar um hvernig bankaeftirlitið hafi hagað eftirliti með verðbréfamiðlurum og verðbréfa- sjóðum með tilvísun í lög nr. 27/1986. Fyrirspurn umboðsmanns er í tíu liðum. í svari bankastjórnar Seðlabanka ís- lands segir m.a.: „Bankastjórnin telur að kvartanir þær sem vitnað er til eigi ekki við rök að styðjast. Bankaeftirlitið hafi sinnt eftir- litsskyldu sinni með Ávöxtun S/F, Verð- bréfasjóði Ávöxtunar H/F og Rekstrar- sjóði Ávöxtunar H/F, á þann hátt sem lög kveða á um.“ Bankaeftirlitið lagði til árið 1984 að starfsemi Ávöxtunar yrði stöðvuð Bankaeftirlit Seðlabankans sendi um- boðsmanni Alþingis ítarlega greinargerð um afskipti þess af Ávöxtun frá því að fyrirtækið var stofnað í ársbyrjun 1983. í greinargerðinni kemur m.a. fram að á miðju ári 1984 lagði bankaeftirlitið til við viðskiptaráðuneytið að starfsemi Ávöxt- unar s.f. yrði stöðvuð þar sem hún bryti í bága við lög um sparisjóði nr. 69/1941. í skriflegu svari viðskiptaráðuneytisins til bankaeftirlitsins var tekið undir sjón- armið bankaeftirlitsins en jafnframt fylgdu munnleg skilaboð um að nægilegt væri að Ávöxtun breytti um starfshætti og aðiagaði sig að gildandi lögum. Var látið við það sitja. í október 1985 óskaði forstöðumaður bankaeftirlitsins eftir fundi með for- stöðumanni Ávöxtunar í tengslum við umsókn fyrirtækisins að Verðbréfaþingi íslands. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst forstöðumanni bankaeftirlitsins ekki að ná sambandi við forsvarsmann Ávöxtunar. Saksóknari ríkisins vísaði frá kröfu bankaeftirlitsins um lögreglurannsókn í árslok sama ár lét bankaeftirlitið gera athugun á starfsemi Ávöxtunar að viðstöddum forsvarsmönnum fyrirtækis- ins. Athugunin leiddi í ljós að ýmislegt í starfsemi Ávöxtunar var ekki eins og best var á kosið, auk þess sem sannað þótti að lög hefðu verið brotin. Banka- eftirlitið gerði viðskiptaráðuneytinu grein fyrir athugasemdum sínum í janúar 1986. I framhaldi af svari ráðuneytisins frá febrúarmánuði sama ár, var saksókn- ara ríkisins send gögn um málefni Ávöxt- unar. Saksóknari ríkisins tók þá ákvörðun í september 1986 að aðhafast ekki í mál- inu þar sem forráðamenn Ávöxtunar „hafi ákveðið að laga starfsemi félagsins ... að þeim óskum og ábendingum sem bankaeftirlitið hefur látið frá sér fara..." Strax eftir að niðurstaða saksóknara lá fyrir ritaði bankaeftirlitið bankastjórn Seðlabankans bréf þar sem það lýsir undrun sinni á niðurstöðu saksóknara ríkisins. Bent er á að þessi ákvörðun hafi verið tekin þrátt fyrir að saksóknari hafi fallist á það sjónarmið bankaeftirlitsins að Ávöxtun hafi brotið lög. Um svipað leyti og þessi bréfaskipti fóru fram tóku gildi lög nr. 27/1986 um verðbréfamiðlun, en þar var gert ráð fyrir vissum aðlögunartíma fyrir starf- andi verðbréfaniiðlara. í febrúar 1987 athugaði bankaeftirlitið starfsemi Ávöxtunar og nýstofnaðs Verðbréfasjóðs Ávöxtunar. Nokkrar at- hugasemdir voru gerðar og þeim komið á framfæri við forráðamenn fyrirtækis- ins. í janúar árið eftir gerði bankaeftirlit- ið athugasemd við villandi auglýsingar frá Ávöxtun. Á árunum 1987 og 1988 átti bankaeftirlitið nokkra fundi með for- ráðamönnum Ávöxtu'nar þar sem gerðar voru ýmsar athugasemdir við starfsemi fyrirtækisins, þar á meðal við ársreikn- inga. I lok greinargerðar bankaeftirlits Seðlabankans til umboðsmanns Alþingis segir um framkvæmdastjóra og aðaleig- anda Ávöxtunar, til hans „... bar banka- eftirlitið ekkert traust enda ljóst frá upphafi að hann bar ekkert skynbragð á eðli verðbréfaviðskipta eða reksturs verðbréfasjóða.“ Umboðsmaður Alþingis segir eftirlit bankaeftirlitsins ekki nægilega markvisst í niðurstöðu álits umboðsmanns Al- þingis segir: „Samkvæmt lögum nr. 27/1986 um verðbréfamiðlun var ótvírætt, að verð- bréfasjóðir væru háðir opinberu eftirliti bankaeftirlits Seðlabanka íslands frá gildistöku þeirra laga hinn 1. júní 1986. Niðurstaða mín er sú, að samkvæmt þeítn—lögum og öðrum reglum, sem eftirlit þetta laut, hafi það verið tvíþætt. í fyrsta lagi hafi átt að fylgjast með því, að verðbréfamiðlun og verðbréfasjóðir störfuðu ekki án tilskilinna leyfa. í öðru lagi hafi bankaeftirliti Seðlabanka ís- lands borið að hafa gætur á því, að þessir aðilar hefðu góðar reiður á fjármálum sínum, fylgdu vönduðum viðskiptahátt- um og færu að öðru leyti að settum lögum, reglum og samþykktum, sem um þá giltu. Að mínum dómi leiðir þessa niðurstöðu af orðalagi umræddra reglna og því markmiði, sem lög nr. 27/1986 áttu ótvírætt að þjóna samkvæmt þeim lögskýringargögnum, sem þeim lágu til grundvallar. Ég tel, að lögum samkvæmt hafi hvílt rík skylda á bankaeftirliti Seðlabanka íslands til sjálfstæðis og frumkvæðis í umræddu eftirlitsstarfi þess og það hafi þar verið óháð viðhorfum og viðbrögð- um annarra stjórnvalda. Jafnframt álít ég ljóst, að lög og reglur hafi ætlast til þess, að eftirlitið yrði rækt með mark- vissum og skipulögðum hætti. Var að mínum dómi nauðsynlegt og hefði verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti, að komið væri á fastri tilhögun eftirlitsins í einstökum atriðum með því að semja starfsáætlun og verklýsingu varðandi það, hvernig markmiði eftirlitsins skyldi náð, svo sem með öflun tiltekinna gagna á tilteknum fresti og vitjun starfsstofa fyrirtækja eftir ákveðnum reglum. Reglubundið eftirlit Þegar bankaeftirliti Seðlabanka ís- lands var falið eftirlit með verðbréfa- miðlurum og verðbréfasjóðum, var því vandi á höndum. Fyrirvaralítið hófust á peningamarkaði frjáls viðskipti, sem ekki var reynsla af. Skýrar og rækilegar lagareglur um eftirlitið skorti og ávallt hlýtur að vera álitamál, hve mikið fé og mannafla eigi að leggja i eftirlit af umræddu tagi. Niðurstaða mín er engu að síður sú, að ástæða sé til athugasemda við þá tilhögun, sem höfð varáeftirlitinu frá gildistöku laga nr. 27/1986 til þess og viðskiptaháttum Ávöxtunar s.f. og verðbréfasjóðanna 22. ágúst 1988. Fyrir- fram var ekki ákveðin nein fastmótuð skipan á eftirlitsstörfum, heldur var látið við það sitja, að forstöðumaður tæki hverju sinni ákvörðun um tilhögun eftir- litsins. Starfsáætlun fyrir bankaeftirlitið til sex mánaða í senn voru ekki settar og lagðar fyrir Samstarfsnefnd við banka- eftirlit Seðlabanka íslands, eins og boðið var í starfsreglum frá 8. maí 1987. Gagnrvni og önnur afskipti af hálfu stjórnvalda á viðkvæmum sviði viðskipta eru til þess fallin að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir þá aðila, sem á slíku sviði starfa. Það er því ástæða til þess að svo sé um hnútana búið varðandi skipu- lag eftirlits, að vitjanir starfsstöðva séu eðlilegir þættir reglulegs eftirlits." Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst Tímanum ekki að ná tali af Þórði Ólafssyni, forstöðumanni bankaeftirlits- ins né Jóni Sigurðssyni viðskiptaráð- herra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.