Tíminn - 09.03.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.03.1990, Blaðsíða 16
AUOLVSINOASÍMAR: 680001 — 686300 SAMVINNUBANKINN L í BYGGÐUM LANDSINS RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hotnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 PÓSTFAX No>B».*sr TÍMANS ÞRttSTllR 687691 685060 VANIR MENN Tíminn FÖSTUDAGUR 9. MARS 1990 Orkustofnun hefur „óvart“ fundið jarðgas við Öxarfjörð við rannsóknir ájarðhitasvæðum ergætu nýst fiskeldi: Jarðgasið gæti bent til olíufundar við Öxarfiðrð Greinargerð frá Orkustofnun, þar sem lagt er til að gerð verði þriggja ára áætlun um rannsóknir á jarðhita, gasi og setlögum í Öxarfirði, liggur nú fyrir hjá iðnaðarráðuneytinu. Orkustofnun hefur á undanförnum þremur árum unnið að rannsókn á jarðhitasvæðum í Öxarfirði, en við þær athuganir hefur komið í Ijós að jarðvarmanum fylgir vottur af lífrænu gasi, hiiðstætt því sem fylgir olíulindum í jörðu. Þessar upplýsingar komu fram í svari Jóns Sigurðssonar iðnaðarráð- herra, við fyrirspurn Ólafs Þ. Þórðarsonar, en Ólafur spurði hvar því væri skipað í framkvæmdaröð að láta kanna hvort olía findist í jörðu við Axarfjörð. Orkustofnun leggur til að unnið verði frá og með þessu ári og til ársloka 1992 að rannsóknum á jarðhita, setlögum og gasmyndun á þessu svæði. Gert er ráð fyrir að verja þurfi rúmum fjórum milljón- um til þessara rannsókna, en þar af er rúmlega ein milljón eingöngu vegna rannsókna á jarðhita. Á verkáætlun Orkustofnunar á þessu ári er áætlað að lokið verði rannsóknum á tveimur af fimm liðum þeirrar rannsóknaráætlunar sem stofnunin lagði til. Meðal annars verður ráðist í það að endurskoða úrvinnslu á setþykkt- armælingum, sem gerðar voru af bandarísku olíuleytarfyrirtæki árið 1978, mcð það fyrir augum að kanna hvort þykk setlög í Öxar- fjarðardjúpi gangi inn undir land. Þá er einnig stefnt að því að ljúka úrvinnslu jarðeðlisfræðilegra mæl- inga, sem gerðar voru hér á landi árið 1987 í samvinnu við sovéska vísindamenn. Þeir liðir áætlunarinnar sem munu bíða eru jarðhitamæling- arnar, ítarlegrannsókn áefnainni- haldi jarðgassins og greining á sýnum úr skeljalögum, sem tekin eru úr grunnum borholum. Orkustofnun hefur unnið að því í samvinnu við heimamenn í Öxarfirði að því að meta náttúru- leg skilyrði til fiskeldis við fjörðinn. Þær rannsóknirhafa leitt í ljós að allmikinn jarðhita er að finna undir söndum fyrir botni fjarðarins. Háhitasvæði er við Bakkahlaup, lághitasvæði við Skógarlón og vísbendingar eru um annað lághitasvæði austarlega í Öxarfirði. f greinargerð sem Orkustofnun sendi frá sér til iðn- aðarráðuncytisins á síðasta ári er komið inn á að fleira hefur fundist en heitt vatn á þessu svæði. Segir í greinargerðinni: „Auk jarðhitans hefur komið í Ijós að heita vatninu fylgir örlítill vottur af lífrænu gasi, sem frum- rannsóknir sýna að sé hliðstætt því, sem fylgir olíulindum í jörðu. Ekki er þar með sagt að umtals- verðar olíulindir sé að finna undir söndum Öxarfjarðar, heldur ein- ungis að þar sé til staðar a.m.k. hluti þeirra skilyrða sem þurfa að vera til að olíulindir geti myndast í jörðu.“ Síðar segir í greinargerðinni að líklegt sé að gastegundirnar í Öxarfirði myndist vegna áhrifa jarðhita, eða jafnvel kvikuinn- skota á lífrænt efni í setlögum. Út frá almennum jarðfræðilegum forsendum sé hins vegar fremur ólíklegt að þar hafi myndast olía eða gas í vinnanlegu mæli. Þrátt fyrir þetta er talin ástæða til þess að fylgja þessum gasfundi eftir með frekari rannsóknum, þar sem þær gætu haft talsverða þýðingu fyrir mat á líkum þess að olíu eða gas sé að finna í þeim þykku setlögum sem er að finna undan Norðurlandi. - ÁG draga Höfrung II af strandstað. Höfrungur II strandaði í innsiglingunni til Grindavíkur: LOSNAÐi Á FLÓDINU Trilla sökk 5 mílur út af Sandgerði: Mað ur lés t Maður lést er sex tonna Sónia- bátur, Svala l.ind KÓ 13 sökk skammt fyrir utan Sandgerði um klukkan sex í gærkvöldi. Bátur- inn var staddur fimm mílur í norðvestur af Sandgerði þegar slysið varð. Manninum, sem var einn í bátnum tókst að senda út neyö- arkall um að báturinn væri að sökkva. Mikill fjöldi báta var á svæðinu og fóru þeir að leita, en fundu Svölu Lind ekki strax. Var maðurinn þá beöinn um að senda upp ncyðarblys sem hann gerði. Tveir bátar, Þrándur KE 67 og Skarfaklettur komu að slysstað nær samtímis uin tíu mínútum séinna og fundu þeir ntanninn í sjónuni, þá meövitundarlausan. Skipverji á Þrándi sem var einn um borð tókst að ná manninum um borð. Maraði Svala Lind þá í kafi. Tveir menn frá Sigurvon í Sandgerði voru sendir út á móti Þrándi ul aðstoðar og gerðu þeir lífgunartilraunir á leið til lands. Komið var til Sandgerðis um klukkan hálf átta og var maður- inn þá fluttur á sjúkrahúsið í Iíeflavík. Lífgonartilraunir báru ekki árangur. Ekki er vitað hver tildrög slyss- ins voru, en veður á þessum slóðum var ágætt um það lciti sem slysið varð. Ekki er hægt að greina frá nafni sjómannsins á Svölu Lind þar sem ekki hafði náðst í alia aðstandendur manns- ins þegar Tt'minn fór í prentun í gær. -ABÓ Höfrungur II GK 27, 180 tonna stálskip strandaði við komuna til Grindavíkur um klukkan hálf níu í gærmorgun. Þegar falla fór að tókst með aðstoð þriggja skipa að ná Höfrungi II út um hádegisbil. Skipið er ekki talið mikið skemmt, en því var siglt fyrir eigin vélarafli til Njarð- víkur síðdegis í gær, þar sem taka átti það í slipp til viðgerðar. Tíu manna áhöfn Höfrungs sakaði ekki, en gott verður var þegar strandið varð. Höfrungur II var að koma úr veiðiferð þegar hann strandaði í Rásinni sem svo er kölluð og er vestan megin í innsiglingunni. Skipið var þá komið töluvert af leið. Þrjú skip, Vörður, Sunnuberg og Víkur- berg komu Höfrungi II til aðstoðar og var stroffum komið á milli skip- anna og héldu þau stöðugu átaki. Þegar falla fór að rann Höfrungur II af strandstað. Vörður dró síðan Höfrung til hafnar, þar sem í fyrstu var ekki vitað hverjar skemmdirnar voru. Á meðan landað var, voru kafarar fengnir til að fara undir skipið og kanna skemmdirnar. Áð sögn Eðvarðs Júlíussonar framkvæmdastjóra Hópsnes hf. sem gerir Höfrung II út, voru skemmdir minni en menn óttuðust í fyrstu. „Ég held að það hafi aðallega farið undan honum botnstykkið,“ sagði Eðvarð. Enginn leki kom að skipinu og mun skrúfan vera óskemmd. Sjópróf vegna strandsins fara fram í dag. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.