Tíminn - 09.03.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.03.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn ' Föstudagur 9. mars 1990 EVRÓPA I / Snæfellingar UPPLÝSINGAFUNDUR UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ, EES Utanríkisráöuneytiö heldur upplýsingafund um viðræður Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) um myndun Evrópska efnahagssvæðisins (EES) á Hótel Stykkishólmi laugardaginn, 10. mars n.k. kl. 16.00. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur framsögu og svarar fyrirspurnum. SKYLDUSPARNAÐUR ORÐSENDING TIL LAUNÞEGA Á ALDRINUM 16 TIL 25 ÁRA Að gefnu tilefni eru launþegar á skyldusparnaðaraldri hvattir til að fylgjast gaumgæfilega með því, að launagreiðendur geri lögboðin skil á skylduspamaði þeirra til veðdeildar Landsbanka íslands, Suðurlandsbraut 24 Reykjavík, sími: 60651. Bent skal á, að ábyrgð ríkissjóðs vegna ríkisábyrgðar á skyldusparnaði, við gjaldþrot launagreiðanda, er takmörkuð þannig, að skyldusparnaður sem ekki hefur verið greiddur inn á skyldusparnaðarreikninga, getur glatast. Launþegum skal bent á að snúa sér til starfsmanna skyldusparnaðar hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík, sími: 696900. [&l HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900 AUGLÝSING FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Starfsemi lönfraeösluráös sem var á Suðurlandsbraut 6 hefur verið færö í framhaldsskóladeild menntamálaráðuneytisins í Sölvhól, Sölvhólsgötu 4, Reykjavík. Sími 609500. Reykjavík, 6. mars 1990 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ llllillllll ÁRNAÐ HEILLA I Sextugur Jónas Jónsson Á þessum tímamótum í ævi Jónasar Jónssonar færi ég honum kveðju og þakkir fyrir góða samfylgd og hjá- stöðu í meira en tvo áratugi á göng- unni til skógarins á íslandi og marga stund í skógarlundi. Ég held ég tali þar fyrir munn alls skógræktarfólks á íslandi. Jónas slóst í þessa for með okkur er hann var kjörinn í stjóm Skógræktar- félags Islands á aðalfundinum í Stykkishólmi 1969 og hefur gengið með okkur síðan. I heilan áratug var hann annar af fánabcrum okkar göngumanna sem formaður Skóg- ræktarfélags íslands — 1972-1981 — og eftir það varaformaður. Um leið var hann í stjóm landgræðslu- sjóðs, þar sem við höfum átt samleið frá 1977. Okkur þótti liðveisla hans ákaflega mikilsverð þegar hann gekk í raðir okkar því þá var hann jarðræktar- ráðunautur hjá Búnaðarfélagi ís- lands. En fáleikar höfðu um langt skeið verið milli Búnaðarfélags- manna og skógræktarmanna. Það var þó ekki svo í upphafi. Fyrsti formað- ur Skógræktarfélags íslands var sjálfúr búnaðarmálastjórinn, Sigurð- ur Sigurðsson, og hvatamenn að stofnun félagsins með honum búnað- arráðunautamir Ásgeir L. Jónsson og Pálmi Einarsson. Síðan var einn úr röðum Búnaðarfélagsmanna formað- ur um skeið, Ámi G. Eglands. Ekki má heldur gleyma því að sá maður sem lengst hefúr gegnt formanns- starfi Skógræktarfélagsins, Valtýr Stefánsson ritstjóri, var búfræðik- andidat að mennt og hóf störf hjá Búnaðarfélagi íslands. Þegar Jónas kom í stjóm Skógrækt- arfélagsins, batt hann því saman þráð sem hafði slitnað. Fyrir það kunnum við honum miklar þakkir, því ég hef ætíð talið það hafa reginþýðingu fyr- ir framgang skógræktar á íslandi að geta unnið í sátt við bændur landsins, samtök þeirra og stofnanir. Fátt hefúr glatt mig meira á starfsferli mínum en að sjá þá breytingu á viðhorfi til starfs okkar og ræktunar sem birst hefur hjá íslenskum bændum hin síð- ustu ár. Jónas Jónsson á örugglega drjúgan þátt í því. Það gladdi okkur líka mjög að sjá skilaboðin sem hann fékk frá fyrirrennara sínum í starfi búnaðarmálastjóri Búnaðarmálastjóra, Halldóri Páls- syni, og hann nefndi „tilraunina miklu" um að láta reyna á hvort skógrækt gæti að einhverju leyti fyllt skarðið sem tímamir vom að höggva í hefðbundna landbúnaðarfram- leiðslu Islendinga. Það vom engin smátíðindi eftir fáleika um langa hríð. Fyrstu vemlegu kynni okkar Jónas- ar tókust er við störfúðum saman 1971-1974 í nefndinni sem setti sam- an fyrstu landgræðsluáætlunina er Alþingi samþykkti sem gjöf til ís- lensku þjóðarinnar á hátíðafúndinum á Þingvöllum 1974. Það var mikill og góður skóli fýrir okkur alla sem urð- um þess aðnjótandi að vinna þetta verk undir forystu Eysteins Jónsson- ar. Svo jukust kynni enn þegar ég kom suður og tók sæti í stjóm Land- græðslusjóðs og var boðið að sitja fúndi í stjóm Skógræktarfélagsins. Loks má ekki gleyma því er við sát- um í sex ár í Náttúruvemdarráði þar sem Jónas var varaformaður. Þetta er þannig orðinn drjúg varð- staða um landið og gæði þess. Á þessum degi er óhætt að segja að hún hefúr ekki verið staðin til einskis. Skógrækt er orðið nokkurt lausnar- orð í mörgum sveitum, „tilraunin mikla" er að hefjast, þótt okkur þyki nokkuð hægt af stað farið. Ég veit að Jónasi þykir það líka, því að fyrir ein- um tveimur ámm eða svo, sagði hann við mig að 500 milljónir króna ætti að leggja í skógræktina árlega ef vel væri. Enn emm við fjarri því. Þannig treinist enn um sinn gangan langa til hins stóra skógar íslands, en við emm samt farin að sjá nokkra litla lundi á leiðinni — og þeir stækka bara talsvert eftir því sem okkur miðar lengra fram. Ég veit að það gleður Jónas, enda er hann alinn upp við skóg í föðurleifð sinni norður í Kinn. Jónas, ég vona að okkur endist sam- fylgdin enn um nokkur ár, þótt við sitjum sjaldan saman við fúndarborð úr þessu. Ég meina þessa sýn, sem við þekkjum báðir úr heimahögum okkar: Hún er leiðarljós okkar meðan við lifúm. Sigurður Blöndal Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri, Háaleitisbraut 30, Reykjavík, er sex- tugur í dag. Af því tilefni sendir Tím- inn honum hugheila kveðju með kærri þökk fyrir gott samstarf við blaðið. Jónas Jónsson hefúr um ára- tuga skeið verið mikilvirkur greina- höfúndur í Tímanum, skýr og mál- efnalegur í öllum sínum skrifúm. I tilefni afmælisins taka þau Jónas og kona hans, Sigurveig Erlingsdótt- ir, á móti gestum í Ársal Hótel Sögu í dag milli kl. 5 og 7 síðdegis. VIÐSKIPTALÍFIÐ illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Dregið úr áætlunarbúskap í Ráðstjórnarríkjunum Á fundum sovéska þingsins í des- ember 1989 voru til umræðu tillögur um breytingar á áætlunarbúskap Ráðstjórnarríkjanna og takmörkun hans. Um hinar fram lögðu tillögur hafði sex vikum áður, í byrjun nóvember, verið fjallað á ráðstefnu 1400 hagfræðinga, ráðunauta og full- trúa verkalýðsfélaga, en þar hafði vara-forsætisráðherra Ráðstjórnar- ríkjanna, Leonid I. Abalkin, kynnt þær. Ályktanir ráðstefnunnar dró International Herald Tribune svo saman 16. nóvember 1989: „í þeim segir, að hingað til hafi efnahagsleg- ar breytingar (í Ráðstjórnarríkjun- um) misheppnast vegna þess að þær rétt snertu við því kerfi efnahags- legrar miðstýringar, sem verið hefur í Ráðstjórnarríkjunum frá ofanverð- um þriðja áratugnum. - Tillögur Abalkins miða að upptöku margs konar efnahagslegrar tilhögunar að kapitaliskum hætti svo sem hluta- fjárbanka, skiptanlegrar rúblu og ýmis konar eignarhalds. En til loka núverandi fimm ára áætlunar er slegið á frest viðkvæmnismálum svo sem niðurfellingu á áföngum (phas- ing out) hinna miklu niðurgreiðslna á matvælum og öðrum neysluvör- um.“ Umþóttun í IBM Vergar tekjur IBM hafa verið fallandi síðustu undanfarin ár. Þær voru $ 5,8 milljarðar 1988, en $ 6,58 milljarðar 1984. Á kauphöllinni í New York var skráð markverð hlutabréfa þess í desember 1989 um $ 97, en var $ 176 haustið 1987, rétt fyrir verðhrunið mikla í kauphöll- um. Stjórnarmaður IBM, John F. Akers, skýrði 5. desember 1989 frá því, að það hygðist fækka starf- smönnum sínunt um 10.000, en jafn- framt verja $ 4 milljörðum til kaupa á eigin hlutabréfum á markaði. - Sérfræðingar í tölvuiðnaði segja.að úr viðgangi IBM hafi dregið, sakir þess að það hafði ekki forystu um nýjungar á níunda áratugnum. En skjótri upptöku þeirra áttu Apple Computers og Compaq Computers uppgang sinn að þakka. Stígandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.