Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 1
IIIÍllPlp: Íí 11 li 1111 Málafylgjumaöurinn Björn Pálsson stefnirenn í málaferli: Löngumýrarbóndi sækir ærgildi sín til ríkisins Björn Pálsson á Löngumýri í Austur- Húnavatnssýslu hefur stefnt landbúnað- arráðuneytinu og Framleiðsluráði land- búnaðarins fyrir að hafa haft af sér 300 ærgildi. í rúmlega tvö ár hefur Björn reynt að fá yfirvöld landbúnaðarmála til þess að viðurkenna eignarhald sitt á umræddum framleiðslurétti, en án árang- urs. Þetta er í fyrsta skipti sem bóndi kærir yfirvöld fyrir „stuld“ á framleiðslu- rétti og þess vegna kemur málið til með að hafa verulegt fordæmisgildi. Blaðsíða 5 Lögreglustjórinn kannar „sex“lista- sýningu í miðbæ Sitt sýnist hverjum um sýningu þá er nú er í Gallerí Borg undir nafninu „Erótík.“ Kona ein hringdi í Tímann í gær og sagðist hafa kært sýninguna, en við eftirgrennslan kannaðist lögreglan ekki við að hafa fengið slíkt erindi á sitt borð. En Böðvar Bragason lögreglustjóri ætlar sjálfur að kanna mál þetta á morgun og mæta á sýninguna og sjá hvað þar fer fram. Aðsókn að sýningunni hefur verið með ólíkindum og vilja menn ýmist kenna um eða þakka umfjöllun Tímans um sýninguna. Þessi merki listviðburð- ur stendur fram til 3. apríl. • Baksíða Jón Hjaltalín stefn- ir á Ól og Svíþjóð: INN UM BAKDYR Hann er ekki af baki dottinn hann Jón Hjaltaiín Magnús- son formaður stjórnar HSÍ. Hann vinnur nú að því að koma „strákunum okkar“ á Ólympíuleikana og einnig til Svíþjóðar. Það er ekki útilok- að að þeir mæti þar til leiks. • Blaðsíður 14 og 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.