Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 24. mars 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNOIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guömundsson Eggert Skúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun : Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu I 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Pólitísk árás Alþýðuflokkurinn hefur lengi glímt við sára til- verukreppu. Samt hefur flokknum tekist að lifa að nafninu til, hann hefur aldrei dáið út með öllu, þótt oft hafi litlu munað. Þótt Alþýðuflokkurinn sé löngu dauður málefnalega miðað við upphaf sitt hefur hentistefhan dugað foringjum hans til þess að láta líf- ið í flokknum hjara frá ári til árs. Ohjákvæmilegt er að þessi hverfula hentistefna Alþýðuflokksins komi upp í hugann, þegar lesin er forystugrein Alþýðublaðsins í gær, sem hefur að fyr- irsögn: Ættarkapitalið og SÍS á undanhaldi. Efni þessarar greinar er að ijalla um og leggja að jöfnu auðsöfiiun á fárra manna hendur og félagslega at- hafnasemi samvinnuhreyfmgarinnar. Alþýðublaðið fyrir hönd Alþýðuflokksforystunnar er svo rúið fé- lagshyggju, að það sér engan mun á lýðræðislegri al- þýðulu-eyfingu og fésýslu kapitalista. í þessari grein segir m.a.: „Núverandi ríkisstjóm hefur á að skipa ráðherrum sem hafa sýnt dugnað og kjark til að rjúfa einokunar- hring ættarkapitalsins og Sambandsins. Þar hafa ráð- herrar Alþýðuflokksins stigið stærstu skrefm ... Þannig hefiír Alþýðuflokkurinn rofið hinn pólitíska vamarmúr sem skýlt hefur einokun ættarkapitalsins og Sambandsins.“ Það má helst ráða af grein Alþýðublaðsins að ráð- herrar Alþýðuflokksins í núverandi ríkisstjóm hafi unnið það afrek m.a. að „Sambandið riði til falls“, og þar er því fagnað að þessir sömu ráðherrar ætli að fylgja fallinu eftir með því að beita pólitískum þrýst- ingi til þess að útiloka Olíufélagið hf. ffá því að bjóða í olíu- og bensínafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. 01- íufélagið hf. er að verulegu leyti í eigu samvinnu- hreyfingarinnar. Fyrir þær sakir þykir forystu Al- þýðuflokksins við hæfí að ráðast gegn fyrirtækinu með pólitískum hótunum undir því yfírskini að það hafí öðlast einokun á þessari starfsemi. Öllu sem samvinnuhreyfingin kemur nærri, skal fómað fyrir nýjustu útgáfúna af hentistefhu Alþýðuflokksins, sem er sú að ofsækja samvinnuhreyfinguna í orði og verki. Og í hvers þágu á að vinna það verk að beita sam- vinnufyrirtækin pólitískum ofsóknum? Því svarar leiðarahöfúndur Alþýðublaðsins með skýrum orðum, þegar hann segir: „Ungir og kraftmiklir einstaklingar krefjast athafnaffelsis“, sem Alþýðuflokksráðherrar ætla að verða við með því að rýma til á athafnasvæð- inu með ofsóknum gegn þeim sem þar em fyrir. Hverjir þessir „kraftmiklu einstaklingar“ em, skal að sinni ekki leitt getum að, en ætla má að þar sé ekki stór hópur manna á ferð. Hins vegar er fúrðulegt að Alþýðuflokkurinn skuli telja sér það til ffamdráttar að ráðast með valdníðslu gegn samvinnuhreyfing- unni og fyrirtækjum hennar til þess að fullnægja auð- söfnunarhvöt nýkapitalista, sem em að heíja göngu sína sem verðandi ættarhöfðingjar íslenska auðvalds- ins. Með þessu er Alþýðuflokkurinn að snúast gegn uppruna sínum, þegar hann notar valdaaðstöðu sína til þess að ganga erinda ákveðinna afla í ættflokka- stríði kapitalistanna. Árás Alþýðuflokksins á sam- vinnuhreyfmguna í því viðfangi gegnir fúrðu. Kosningarnar í Austur-Þýskalandi komu þeim fyrst og fremst á óvart sem vildu trúa á sigur vinstri manna í fijálsum kosning- um eftir að þessi hluti þýsku þjóðarinnar hafði með snöggum hætti varpað af sér oki kommún- ismans, sem legið hafði eins og dauð hönd á þjóðfélögum Austur- Evrópu. Eftirtektarvert var hvað fjölmiðlar hér voru áfjáðir i að túlka sigurmöguleika demókrata fyrir kosningarnar, sem síðan urðu jafnaðarmönnum mikil von- brigði. Þessar spár hér heima urðu fjölmiðlunum ekki ávinn- ingur, enda hlýtur almenningur að gera þá kröfu til fjölmiðla að þeir haldi sig við möguleika og staðreyndir hvort sem einstökum starfsmönnum þykja þær súrar eða sætar. Sigur sameiningar Augljóst var að á meðan á kosningaundirbúningi stóð talaði Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, þá tungu sem kjós- endur vildu heyra, þ.e. afdráttar- lausa sameiningu þýsku ríkjanna. Lengra hugsuðu kjósendur ekki í bili. Sósíalistar (fyrrv. kommún- istar) fengu rúm 16% atkvæða, og mun Iáta nærri að stærstur hluti þess fylgis séu opinberir starfsmenn gamla kerfisins. Jafh- aðarmenn, sem bjuggust við að fá allt að helmingi atkvæða fengu aðeins tæp 22%. Spár um jafnað- armenn byggðust einkum á þvi, að fólk mundi ekki vilja stefna í voða ýmsum þeim almannafríð- indum, sem þó voru fyrir i land- inu. Það kom svo á daginn að þjóðin kaus sameiningu umfram allt annað. Þótt verið sé að tala um kosningar í Austur-Þýska- landi er ljóst að Helmut Kohl er sigurvegari þeirra. Willy Brandt var líka á ferli í austurríkinu og lagði jafnaðarmönnum lið. Hann virðist hafa hafl litla vigt í kosn- ingabaráttunni og má það merki- legt kalla. Kannski hefur hann verið búinn að eyða trúnaði sín- um um of í þá gömlu herra, sem almenningur var nú að brjótast undan. _________Hæ og bæ Hér á íslandi undirbýr fólk sig undir sveitarstjórnarkosningar. Ljóst er að Alþýðuflokkurinn ætl- ar ekki að bjóða fram í eigin nafni í Reykjavík, heldur að leita samstarfs við lausagöngulið úr Alþýðubandalaginu og annars staðar frá. Enn er of snemmt að spá um hvort þessi nýju samtök eru andvana fædd eða ekki. Þau virðast ætla að bregða á nútíma- leg ráð og treysta á sjónvaips- stjörnu í fyrsta sæti. En það gerist nú stö&ugt algengara að sjón- varpsstjömUr em taldar hafa próf í pólitik, þótt þær hafi aldrei sagt merkilegra en hæ og bæ í sjón- varpi. Það má merkilegt kalla, nú á tímum margvíslegra dauða- teygja að Hemmi Gunn skuli ekki kallaður á vettvang fyrir borgar- stjórnarkosningarnar. Líklega ræður mestu um, að hann skuli ekki sóttur til að frelsa heiminn, að kjósendur gætu haldið að hann væri að leika sér með földu myndavélina. Framboðsmál Nýs vettvangs em að komast á skrið og hafa þau Ólína, Kristín Á. Ól- afsdóttir og Hrafn Jökulsson þeg- ar lýst yfir þátttöku í prófkjöri, eða gerðu það strax á stofnfúnd- inum. Prófkjörið á að fara fram viku af apríl. Alþýðubandalagið er eitthvað óánægt með Vettvang- inn og telur t.d. eðlilegt að Kristín Á. Ólafsdóttir hætti sem fulltrúi Alþýðubandalagsins í borgar- stjóm. Er það líklega af ótta út af svefnfömm hennar, því á sínum tíma lýsti Leifur heitinn Haralds- son því yfir að hann gæti ekki sofið í tveimur flokkum, og hefur það verið tekin sem staðreynd síðan að við þær aðstæður sé svefn óhugsandi. Regnhlíf öfug og snúin Það fór þó aldrei svo, að ekki kæmi að því að pólitískt árferði yrði með þeim hætti í Evrópu, að ástæða þætti til að kljúfa Alþýðu- bandalagið. Lengi vel hafði sá pólitíski samsetningur sogið í sig flokksbrot og flokka, svo sem eins og Þjóðvarnarflokkinn (Gils), Málfundafélag Jafnaðar- manna (Hannibal) og Samtök vinstri manna (Ólafur Ragnar). Það var því engin furða þótt Svavar Gestsson í formannstíð sinni í Alþýðubandalaginu vildi byggja bandalagið upp sem regn- hlífarsamtök, þ.e. samtök sem margvísleg lausagöngu apparöt gætu tengst, að því tilskyldu að þau lytu stjóm Alþýðubandalags- ins. Þegar regnhlífm fauk svo upp og sneri öfugt, eins og núna, er strax farið að tala um að ómögu- legt sé að vinna með Kristínu Á. Ólafsdóttur, sem er komin líka leið og Ólína í pólitík, þ.e. í gegn- um dægurlagasöng. Siguijón Pét- ursson, sem nefndur hefur verið oddviti Alþýðubandalagsins í borgarstjóm, hefur sagt að hann byggist við heldur litlu samstafi við Kristinu, enda sé hún komin í annan flokk. Regnhlífar hugsjón- in hefur sem sagt verið yfirgefin við fyrsta gust. Aftur á móti er Kristín sallaróleg og segir: „Ég ætla ekki að segja mig úr Alþýðu- bandalaginu á næstu dögum. Ég get heldur ekki séð að þátttaka mín í þessu prófkjöri breyti neinu um störf mín í borgarmálaráði Al- þýðubandalagsins. Mér hefur gengið ágætlega að starfa með því. Það verður hins vegar að koma í ljós ef flokksstoíhanir eru á öðru máli en ég í þessu.“ Leit að hvítum _________hestum__________ Núverandi flokksbræður Ólafs Ragnars Grímssonar höfðu á orði um það bil sem hann var að ganga í Alþýðubandalagið úr Samtökum vinstri manna, að hann væri hínn livíti hestur sem .þek væm að spenna fyrir flokks- vagninn. En það yrði séð til þess að hann kæmist aldrei í ekilssæt- ið. Þannig voru heilindin hjá for- ystuliði Alþýðubandalagsins í garð allra þeirra sem gengu til liðs við þá á liðnum árum. Liðið var að leita sér að hvitum hestum og átti um það er lauk töluvert af stóði. Við atburðina í Austur-Evr- ópu hljóp fælni í stóðið. Það æddi á flokksgirðingamar og reif þær niður. Aðeins einn hvítur hestur er eftir innan girðingar og virðist hvergi komast af því hann er sest- ur í ekilssætið, en hefur engan klárinn fyrir vagninum. Nýlega hringdi kunnur Alþýðuflokks- maður í ritstjóra Tímans og spurði hvar Ólafur Ragnar væri formaður og yfir hveiju þegar allt hans lið væri annað hvort komið í Nýjan vettvang eða styddi sam- tökin? Var á honum að heyra að Ólafur ætti að taka að sér for- mennsku fyrir Nýjum vettvangi. Þessar vangaveltur em auðvitað út i hött. Sigurjón Pétursson er þegar búinn að svara spumingu kratans. Hann hefur lýst því yfir að hann geti ekki unnið með Kristínu Á. Ólafsdóttir að borgar- málum af því hún sé kominn í annan flokk. Fylgi Ólafur Ragnar tiðsmönnum sínum getur Sigur- jón heldur ekki starfað með hori- um. En Sigurjón virðist hafa unn- ið eitt sæti í borgarstjóm til lifs- tíðar, og nýtur að auki mikillar hylli ihaldsins. Ólafur hlýtur því að sitja áfram vegna svo mikil- vægs borgarfulltrúa; hvítur hestur í ekilssæti. Brambolt án árangurs Þetta brambolt í Alþýðuflokks- mönnum og Alþýðubandalagi virðist ekki skila árangri sé tekið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.