Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 10
22 Tíminn Laugardagur 24. mars 1990 - lllllllllllllllllllllllll DAGBÓK lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll UÓDAKVÓLD í Stúdentakjailaranum Ljóðakvöld verður haldið í Stúdenta- kjallaranum við Hringbraut sunnudags- kvöldið 25. mars kl. 20:30. Fram koma: Þórður Helgason, Ágústína Jónsdóttir, Jón Stefánsson, Sigmundur Ernir Rún- arsson og Einar Már Guðmundsson. Einnig mun Jóhann Ólafur Ingvason spila á píanó. Allir velkomnir. Miðar við innganginn (200 kr.) Frá Féiagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morgun sunnudag. Kl. 14:00 cr frjálst spil og tafl. Kl. 20:00 dansað. Sunnudagsfyrirlestur í Norræna húsinu: WILLIAM HEINESEN og myndlistin Sunnud. 25. mars kl. 16:00 heldur Bárður Jákupsson fyrirlestur um William Heinesen og myndlist hans í fundarsal Norræna hússins. Með fyrirlestrinum sýnir hann lit- skyggnur, m.a. frá sýningu, sem haldin var í Listaskálanum í Þórshöfn í tilefni af níræðisafmæli listamannsins þann 15. janúar sl. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýningu í anddyri Norræna hússins á teikningum og ljósmyndum úr lífi Wil- liams Heinesens. Sýningin kentur frá Bæjarsafninu og Listaskálanum í Þórshöfn. William Heinesen er margt til lista lagt og á myndlistarsviðinu hefur hann komið víða við. Hann er þekktur fyrir klippi- myndir og teikningar, en einnig hefur hann málað pastelmyndir. Bárður Jákupsson hcfur verið for- stöðumaður Listaskálans í Þórshöfn frá 1976. Hann lærði myndlist í Listahá- skólanum í Kaupmannahöfn og hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Auk þess að mála hefur hann gert bókalýsingar og teiknað frímerki. Hann hefur ritstýrt menningarritinu „Mondul" um árabil og hann var formaður Norræna félagsins í Þórshöfn í nokkur ár. Allir eru velkomnir meðan liúsrúm leyfir. Kvikmyndir ffyrir börn í Norræna húsinu Sunnud. 25. mars kl. 14:00 verður haldið áfram að sýna stuttar kvikntyndir fyrir börn í Norræna húsinu. Að þessu sinni verða sýndar þrjár myndir gerðar eftir þekktum sögum. Sú fyrsta er sænsk teiknimynd og heitir KALLE STROPÞ OG GRODAN BOLL. Vinirnir Kalli lykkja og Bolti froskur eltast við bófa á bílum og í loftfari. Önnur myndin er SVINE- DRENGEN, norsk teiknimynd gerð eftir þvintýri H.C. Anderscnsum svínahirðinn og þóttafullu prinsessuna. Þriðja myndin er dönsk PELLE ALENE I VERDEN og er gerð eftir hinni vinsælu sögu um Palla, sem var einn í heiminum. Aðgangur er ókeypis. Félagsvist Húnvetningafélagsins Félagsvist verður í dag, laugard. 24. mars í Húnabúð, Skeifunni 17 og hefst kl. 14:00. Allir velkomnir. Árshátíð Útivistar - Afmælisganga á Keili og gönguskíðaferð 15 ára afmælis- og árshátíð er í kvöld, laugard. 24. mars. Sunnud. 25. mars er afmælisganga Útivistar á Keili. Brottför kl. 13:00 frá Umferðamiðstöð-bensínsölu. Afmælis- kaffi. Miðar við bíl (800 kr.) Göngu- skíðaferð verður í nágrenni Keilis. Brott- för frá Umferðamiðstöð-bensínsölu (800 kr.) Sunnudagsferð F.í í Viðey Árstíðarferð í Viðey I verður farin á vegum Ferðafélags íslands sunnud. 25. mars kl. 13:00. Gengið um Heimaeyna, m.a. út á Sundbakka (minjar um þorp), á Þórsnes og Kvennagönguhóla. Kirkjan skoðuð. Hugað að sögu og náttúrufari. Áning í Viðeyjarnausti (skála). Hafið nesti með. Brottför frá Viðeyjarbryggju, Sundahöfn. Farmiðar við bát (500 kr.) Frítt fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd fullorðinna. (Ferðinni um Elliðakots- brúnir-Selvatn er frestað). Skíðagönguferðir F.í. 25. mars Kl. 10:30 Fremstidalur - Ölkelduháls. Gengið af Hcllisheiðinni inn í Fremstadal og að jarðhitasvæði á Öldkelduhálsi. Far 1000 kr., en frítt f. börn í fylgd fullorð- inna. Kl. 13:00 Draugatjörn - Bolavellir. Skíðaganga norðvestan Kolviðarhóls. Endað við Litlu-kaffistofuna. Far 600 kr. en frítt fyrir börn með fullorðnum. Brottför í skíðaferðirnar er frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. KKvöldvaka F.í. miðvikud. 28. mars Feröafélag íslands heldur Kvöldvöku miövikudagskvöldiö 28. mars kl. 20:30. Efni: Á slóðum Fjalla-Eyvindar og Höllu í máli og myndum. Umsjón: Árni Björns- sonogGrétar Eiríksson. Allir velkomnir. HIÐISLENSKA NÁTTÚRUFRÆDIFÉLAG Hið íslenska náttúrufræðifélag hcldur opinn fræðslufund mánud. 26. mars kl. 20:30. Fundurinn verður í Odda, Hugvís- indahúsi Háskóla íslands. Á fundinum mun Helgi Björnsson jöklafræðingur greina frá niðurstöðum íssjármælinga á Dyngjujökli og Brúar- jökli, en þeir eru tveir stærstu skriðjökl- arnir sem ganga norður úr Vatnajökli. Undan þeim falla Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Dal. Brúarjökull hefur hlaupið fram á nærri 80 ára fresti (síðast 1964 - áður 1890 og 1810). Sagt verður frá landslagi undir jöklunum og ýmsu fleira. Fundurinn er opinn öllum almenningi eins og aðrir fræðslufundir félagsins. MALST0FA í hjúkrunarfræði Kristín Bjömsdóttir, lektor í hjúkrun- arfræði, flytur fyrirlestur um kvennarann- sóknir og hjúkrun í stofu 1 í Eirbergi, 2. hæð, mánudaginn 26. mars kl. 12:15. Félagsstofnun stúdcnta selur veitingar á 1. hæð. Sunnudags-spilavist Barðstrendingafélagsins Sunnudags-spilavist Barðstrendinga- félagsins verður sunnudaginn 25. mars kl. 14:00 í Skipholti 70. Kaffiveitingar. Fríkirkjan í Reykjavík Laugardaginn 24. marskl. 13:30verður aðalfundur safnaðarins í Fríkirkjunni, venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar o.fl. Sunnudag - Boðunardag Maríu - kl. 17:00 er helgistund. Þriðjudag kl. 20:30 föstuguðsþjónusta. Orgelleikari er Pavel Smid. Cecil Haraldsson „Jámflóðið“ í bíósal MÍR Sunnud. 25. mars kl. 16:00 verður sovéska kvikmyndin „Járnflóðið“ sýnd f bt'ósal MÍR, Vatnsstíg 10. Kvikmynd þessi er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Alexander Serafimovitsj. Leikstjóri er J. Dzigan. Tónlistin er eftir V. Múr- adelí. í „Járnflóðinu" er sagt frá gönguferð þúsunda hermanna úr röðum byltingar- sinna og rauðliða og fjölskyldna þeirra um hálendi Kákasus. Þetta gerðist á árinu 1918, á dögum borgarastríðsins. Kvik- myndin er um 25 ára gömul. Skýringar á ensku. Aðgangur ókeypis og öllum heim- ill. Selló- og píanótónleikar hjá TÓNLISTARFÉLAGINU { dag, laugard. 24. mars mun hinn heimsþekkti, finnski sellóleikari Arto Noras halda tónleika á vegum Tónlistar- félagsins ásamt Krystynu Cortes píanó- leikara, og hefjast þeir kl. 14:30. Þau leika Adagio-Állegro eftir Schmann, Arpeggione sónötu eftir Schubert, Són- ötu í F-dúr eftir Brahms og Variazione di bravura eftir Paganini. Miðasala er í Islensku óperunni. Helgi Þorgils sýnir í Gallerí Sævars Karls Helgi Þorgils Friðjónsson hefur opnað myndlistarsýningu í Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9. Á sýningunni eru málverk, vatnslita- myndir og skúlptúr. Helgi Þorgils er fæddur í Búðardal 1953 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann 1971-76, og síðan við Jan Van Eyck Academie í Maastricht í Hollandi 1977-79. Helgi hefur verið kennari við Mynd- lista- og handíðaskóla Islands frá 1980 og var gestakennari við Stadts Academie í Osló 1985. Hann hefur haldið a.m.k. 30 einkasýningar víðs vegar um heiminn og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin stendur frá 23. mars til 20. apríl og er opin á verslunartíma, mánu- daga til föstudaga kl. 09:00-18:00. Kristbergur í Gallerí Einn-Einn í Gallerí Einn-Einn hefur Kristbergur Ó. Pétursson, opnað sýningu á málverk- um óg teikningum sfnum. Opið er alla daga kl. 14:00-18:00 til 8. apríl. Leikfélag Kópavogs: „Virgill litli“ sýndur um helgina Leikfélag Kópavogs sýnir Virgil litla eftir Ole Lund Kirkegaard í Félagshcimili Kópavogs laugardaginn 24. marskl. 14:00 og kl. 16:15 og sunnud. 25. mars kl. 14:00 ogkl. 16:15. Félag áhugamanna um heimspeki: Fyrírlestur um vináttukenningu Aristóte- lesar Sunnud. 25. marskl. 14:30 mun Sigurö- ur Krístinsson flytja fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki, í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist: „Vinátta sem verömæti og dyggö: Um hugtakið fília í siðfræði Aristóteles- ar“. í fyrirlestrinum er fjallaö um vináttu- kenningu Aristótelesar og því hvernig hún tengist meginstefunum í siöfræöi hans. Pá verða ræddar spurningar á borö viö þá, hvort þessar kenningar byggi e.t.v. á ótækum forsendum, eöa hvort í þeim kunni aö vera aö finna eitthvað sem viö hljótum aö viöurkenna og taka miö af í lífinu. Siguröur Kristinsson lauk B.A. prófi í heimspeki og sögu frá Háskóla íslands í febrúar á síöasta ári og fjallaði hann í B.A.-ritgerö sinni um vináttukenningu Aristótelesar. Norræna félagið í Kópavogi: Aðalfundur og kynning á „Fjallkirkj- unni“ cftir Gunnar Gunnarsson Norræna félagið í Kópavogi heldur aðalfund sinn í dag, laugard. 24. mars kl. 15:00 í Þinghóli, Hamraborg 11 (3. hæð), Kópavogi. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundar- störf, en auk þess mun framkvæmdastjóri félagsins, Sighvatur Björgvinsson, gera grein fyrir ýmsu sem á döfinni er hjá landssamtökunum. Vorvukan hefst síðan um kl. 16:30, og er þá öllum heimill aðgangur. Hjörtur Pálsson spjallar þá stuttlega um Gunnar Gunnarsson og „Fjallkirkj- una“ og tengir saman kafla úr henni en lesarar eru Sigríður Ragnarsdóttir, Sig- urður Grétar Guðmundsson og Valdimar Lárusson. Félagið sendi nýlega frá sér fréttabréf í fyrsta sinn, sem er að verulegu leyti helgað „Nordjobb" og vinabæjavinnu, sem ungu fólki stendur til boða á sumri komanda, eins og undanfarin ár. Spilakvöld í Kópavogi Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur spilakvöld í Þinghóli, Hamraborg 11, mánud. 26. mars kl. 20.30. Allir velkomn- ir. Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagaskóli kl. 11:00. Munið skólabílinn. Kvöldmessa kl. 20:30. Sr. Jónas Gísla- son vígslubiskup predikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Oliver Kentish leikur á selló. Safnaðarstjórn Guðsþjónustur í Reykjavíkurprófastsdæmi Árbæjarprestakall Guðsþjónusta kl. 11. árdegis. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson messar. Ath. breyttan tíma. Barna og fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Fyrirbænastund í Árbæjarkirkju miðvikudag kl. 16.30. Föstuguðsþjónusta fimmtudag kl. 20 Sr. Guðmundur Þorsteinsson Áskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Föstumessa miðvikudag 28. mars kl. 20.30. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Lokaguðs- þjónusta samkirkjulegrar bænaviku kl. 14. Sr. Jakob Rolland kanslari kaþólsku kirkjunnar á íslandi prédikar. Sóknar- prestur þjónar fyrir altari ásamt fulltrúum nokkurra safnaða. Kirkjukór Víkur- kirkju í Mýrdal syngur ásamt kór Breið- holtskirkju. Organisti Daníel Jónasson. Kaffisala kirkjukórsins að lokinni guðs- þjónustunni. Þriðjudag kl. 18.30, bæna- guðsþjónusta, altarisganga. Sr. Gísli Jónasson. Bústaöakirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sr. Pálmi Matthíasson. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matthíasson. Digranesprestakall Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Gúðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan Laugardag 24. mars: Barnasamkoma kl. 10.30. Munið skólabílinn. Haukur Ingi Jónasson stud. theol. Sunnudag 25. mars kl. 11, messa. Sr. Hjalti Guðmundsson. Kl. 14. Almenn guðsþjónusta með Greg- orsöng. Boðun Maríu. Dómkórinn syng- ur við báðar guðsþjónusturnar. Organ- leikari Marteinn Hunger Friðriksson. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Þriðjudag 27. mars, kl. 17.30. Bænast- und. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Landakotsspítali Messa kl. 13. Organisti Birgir Ás Guð- mundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Borgarspítalinn Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Birgir Ásgeirs- son. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Magnús Björnsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Föstumessa miðvikudag 28. mars kl. 18. Sigríður Ólafsdóttir guðfræðinemi. Fella- og Hólakirkja Barnaguðsþjónusta kl. II. Ragnheiður Sverrisdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prest- ur Sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Miðvikudag 28. mars. Guðsþjónusta kl. 20.30. Grafarvogsprestakall Messuheimilið Félagsmiðstöðinni Fjör- gyn við Foldaskóla. Bamamessa kl. 11. Sunnudagspóstur-söngvar. Aðstoðarfólk Guðrún, Valgerður og Hjörtur. Skólabíll fer frá Hamrahverfi kl. 10.45. Guðsþjón- ustakl. 14. OrganistiSigríðurJónsdóttir. Sr. Vigfús Þór Árnason. Grensáskirkja Barnasamkoma kl. 11. eldri bömin uppi í kirkjunni, yngri börnin niðri. Guðsþjón- usta kl. 14, altarisganga. Fyrirbænir eftir guðsþjónustuna. Fermingarbörn og for- eldrar sérstaklega boðin og minnt á samverustund eftir guðsþjónustuna. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. Þriðjudag kl. 14-16.30: Kirkjukaffi, bibl- íulestur, bænastund. Laugardag kl. 10: Biblíulestur og bænastund. Prestarnir. Hallgrímskirkja Fjölskyldumessa kl. 11. Sr. RagnarFjalar Lámsson. Þeir sem vilja bílfar hringi í Hallgrímskirkju í síma 10745 eða 621475. Tónleikar Listvinafélagsins kl. 17. Kvöld- bænir með lestri passíusálma mánudag, þriðjudag, fimmtudag og föstudag kl. 18. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudag: Föstumessa kl. 20.30. Prestur sr. Gylfi Jónsson Grensássókn. Organisti Árni Ár- inbjarnar. Kór Grensáskirkju. Háteigskirkja Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveins- son. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkju- bíllinn fer um Hlíðarnar fyrir og eftir barnaguðsþjónustuna. Hámessa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrirbænir em í kirkjunni á miðvikudög- um kl. 16. Föstuguðsþjónusta miðviku- dag kl. 20.30 sr. Arngrímur Jónsson. Prestamir. Hjallaprestakall Messusalur Hjallasóknar Digranesskóla. Fjölskyldumessa kl. 11. Ungirfiðluleikar- ar úr Suzuki skólanum koma í heimsókn. Organisti David Knowles. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson Kársnesprestakall Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Umsjón hafa María og Vilborg. Messa í Kópavogs- kirkju sunnudag kl. 14, altarisganga. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja Kirkja Guöbrands biskups Óskastund barnanna kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14. Ræðuefni: María Guðsmóðir. Sr. Þórhallur Heimisson. Laugarneskirkja Laugardag 24. mars: Guðsþjónusta í Hátúni 10B, 9. hæð, kl. 11. Sunnudag 25. mars. Messa kl. 11. altaris- ganga. Barnastarf á sama tíma. Kirkju- kórinn syngur Magnificat eftir Purcell. Fermingarbörn og aðstandendur þeirra sérstaklega hvött til að koma í messuna. Kaffi eftir messu. Kyrrðarstund í hádeg- inu á fimmtudag. Orgelleikur, fyrirbænir, altarisganga. Sóknarprestur. Neskirkja Barnasamkoma kl. 11. Umsjón Sigríður Óladóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórwsson. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Munið kirkjubílinn. Föstuguðsþjónusta miðvikudag kl. 20. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljakirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14, altarisganga. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Fyrirbænaguðsþjónusta föstudag 30. mars kl. 21. Seltjamarneskirkja Fjölskyldumessa kl. 11. Prestur sr. Sol- veig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Barnastarf á sama tíma, umsjón Sigríður og Hannes. Fram- haldsaðalfundur safnaðarins eftir messu. Óháði söfnuðurinn Almenn guðsþjónusta kl. 14. „Bjargar- kaffi“ eftir messu. Þórsteinn Ragnarsson safnaðarprestur. Stokkseyrarkirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sóknarprest- ur. 1 RAÐAUGLÝSINGAR & >A< : Hafnarfjörður == Kaupleiguíbúðir Hafnarfjarðarbær mun á næstunni úthluta kaupleiguíbúðum. Um er að ræða almennar og félagslegar kaupleiguíbúðir. Upplýsingar og umsóknareyðublöð er að fá á bæjarskrifstofunni Strandgötu 6 og hjá félagsmálastofnun Strandgötu 10. Umsóknarfrestur er til 11. apríl n.k. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. | P | Félagsmálastofnun 2 22 2! Reykjavíkurborgar \Mf Síðumúla 39, sími 678500 Félagsráðgjafi óskast nú þegar í 50% starf á hverfaskrif- stofu félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar. Upplýsingarveitir Anni G. Haugen í síma 625500. Umsóknum skal skilatil starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 2. hæð á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 1. apríl n.k. Útboð Norðurlandsvegur Uppsalir-Kjalkavegur 1990 fjff///ME/tF Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum */, ' °{an9reiní verk- Lengd vegakafla 4,1 km, magn 145.000 m3 JKHw Verki skal lokið 15. október 1990. VEGAGERÐIN Útboðsgögn verð afhent hjá vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) og á Sauðárkróki frá og með 26. mars 1990. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 9. apríl 1990. Vegamálastjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.