Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 24. mars 1990 Tíminn 25 rkvi\r\ou i Mrír Konur Áhugakonur um sveitastjórnarmál Hittumst í hádeginu mánudaginn 26. mars n.k. á Hótel Lind kl. 12 og borðum saman og ræðum málin. Allar velkomnar LFK Kópavogur - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið er í fullum gangi. Opið hús alla virka daga frá kl. 13.00-19.00 laugardaga frá kl. 10.00-19.00 Sími41590 Framsóknarfélögin í Kópavogi. Akranes - Bæjarmál Fundur verður haldinn í Framsóknarhúsinu laugardaginn 24. mars kl. 10.30. Fundarefni: 1. Bæjarmálefnin 2. Kosningarnar framundan Allir velkomnir. Bæjarfulltrúarnir Aðalfundur Framnes hf., Hamraborg 5, Kópavogi verður haldinn laugardaginn 24. mars 1990 og hefst kl. 10.00 f.h. í húsi félagsins. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða rædd húsnæðismál félagsins. Stjórnin Framsóknarfélag Seltjarnarness Félagsfundur verður haldinn laugardaginn 24. mars n.k. kl. 10 f.h. í húsakynnum félagsins að Eiðistorgi. Dagskrá: Framboösmál. Stjórnin REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Kópavogur - Bingó Fjölskyldubingó að Hamraborg 5, sunnudaginn 25. mars ki. 15. Framsóknarfélögin Norðurland eystra Skrifstofa Framsóknarflokksins Hafnarstræti 90, Akureyri er opin alla virka dagafrá kl. 16-19, sími 96-21180. Framsóknarfélögin í Hafnarfirði - Fundarboð - Mánudagskvöldið 26. mars n.k. kl. 20.30 er boðað til fundar í Fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði. Boðaðir eru bæði aðal- og varafulltrúar. Dagskrá: 1. Afgreiðsla framboðslista Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði 26. maí 1990. 2. Kosningastarfið 3. önnur mál. Áríðandi er að aðal- og varafulltrúar fulltrúaráðsins mæti á fundinn. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði. Illl Reykjavík |||| Létt spjall á laugardegi EFinnur Ingólfsson mun ræða kosningaundirbúninginn ^ I í vor laugardaginn 31. mars n.k. í Nóatúni 21 ■ Fulltrúaráðið Finnur Ingólfsson EITT SINN KÖLLUÐ „GREPPITRÝNIГ — en varð „Ungfrú Kanada 1988 “Þegar Melinda Gillies var lítil stelpa var hún að leika sér með krökkum í rennibraut. Melinda skreið undir brautina og horfði á hvemig hún hristist. En þá féll rennibrautin niður og skall á andlit litlu stúlkunnar. Hún nefbrotnaði, bæði kinnbein brotnuðu og hún skaddaðist mikið í andliti. Melinda var strax flutt á sjúkrahús og allt var gert til að reyna að bjarga andliti hennar. Á næstu án- um eftir slysið fór hún í hverja skurðaðgerðina á fætur annarri og leið miklar þjáningar. Hún átti erfitt í skólanum, því að það voru alltaf einhveijir stríðni- spúkar sem uppnefndu hana og striddu. Sumir kölluðu á eftir henni: „Greppitrýnið þitt!“ og Me- linda kom ósjaldan grátandi heim. Læknamir sögðu alltaf við Me- lindu, að það hefði verið lán í óláni að augu hennar sködduðust ekki, og þegar hún væri fúllvaxin þá væri kominn timi til að gera alvar- lega fegmnaraðgerð. Það gæti tek- ist ágætlega, en þó mætti hún ekki búast við því að losna alveg við ör- in í andlitinu. Þegar Melinda var orðin tvítug ákvað hún að gangast undir skurð- aðgerð einu sinni enn, og nú bað hún læknana að gera það sem þeir gætu fyrir sig. Aðgerðin tókst vel, og þegar sár og skurðir vom grónir, þá bað hún um eina aðgerð enn. Hún var fólgin í því, að örin vom röspuð og skinnið þynnt. Þetta var mjög sársaukafullt, en nú fyrst mátti segja að Melinda hefði losn- að við örin. Hún var allt í einu orð- in ljómandi lagleg stúlka. Melinda hafði alltaf stundað lík- amsrækt og sund og var vel vaxin, og hún ákvað nú að gefa sig ffam í fegurðarsamkeppni Kanada. Hún Melinda Gillies varð undrandi þegar hún var krýnd „Ungfrú Kanada 1988“ og keppinautar hennar í fegurðarsamkeppninni samglöddust henni af heilum hug komst þar í úrslit, sem var sjón- varpað. Melinda sagðist hafa verið hæst- ánægð yfir því að fá að vera með, og enn glaðari þegar hún komst í úrslitin. En enginn var eins hissa og hún sjálf þegar hún heyrði kallað nafnið sitt og tilkynnt var að Me- linda Gillies væri fegurðardrottn- ing Kanada 1988! Melinda sagðist vilja segja frá slysi sínu og síðan hinu langa stríði til að ná bata, ef vera mætti að ein- hver ætti í svipuðum erfíðleikum. „Ekki að gefast upp,“ sagði hún, „það er alveg ótrúlegt hvað hægt er að hjálpa slösuðu fólki nú orðið.“ Gervi-gimsteinar Mae West seldust vel á uppboði Hér á ámm áður var sungið í gömlu dægurlagi um „Demanta, sem væm bestu vinir hverrar konu“, þvi þeir vom alltaf í fúllu gildi, þótt ástin rynni út í sandinn. Demantar stæðu alltaf fyrir sínu og á þá mætti treysta. En líklega hefur ekki áður heyrst um svo dýrmæta „gervi-gimsteina“ og þá sem seldir vom nýlega á upp- boði hjá Christies í London. Þá skartgripi átti hin fræga Mae West, og líklega hefur sögulegt gildi þeirra því orðið þess valdandi að þessir gler-demantar seldust á 4,686 sterlingspund, (næstum hálfa millj- ón króna). Þetta vom 11 stykki af skartgrip- um, og vom sýndar gamlar myndir af Mae West þar sem hún bar suma þeirra. Myndin fylgdi með og þar með urðu gripimir dýrmætari. Á meðfylgjandi myndum sést Mae West í einni af frægustu mynd sinni: Myra Breckinridge. En Mae West lék í mörgum myndum sem nú em orðnar safngripir, eins og t.d. „Klondike Annie" og „Ég er enginn engill" Á stríðsárunum er sagt að Mae West hafi selt demanta fyrir um milljón pund og hafi síðan keypt bandarísk stríðsskuldabréf fyrir alla upphæðina. Þá á hún að hafa orðið sér úti um gervi-gimsteinana sem nú vom á uppboði. Skartgnpasett Mae West sem seldist á 407 steriingspund Mynd af leikkonunni sýnir hana með eymalokka og hálsmen, sem nú vom seld á 880 pund hjá Christies. Það þótti hátt verð fýrir „gler- skartgripi"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.