Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 24. mars 1990 Tíminn mið af skoðanakönnunum. Þær boða Sjálfstæðisflokknum mik- inn kosningasigur og jafnvel meirihluta á Alþingi í næstu þingkosningum sem verða árið 1991. Kannanimar virðast einnig sýna minnkandi fylgi við Fram- sóknarflokkinn, eins og vandræði A-flokkanna hafl dregið Fram- sókn með sér í hrunadansinn. Þar er þó um alls óskyldan flokk að ræða, þótt auðvitað finnist vinstri menn þar eins og annars staðar. Framsóknarflokkurinn er mið- flokkur og sem slíkur, og sögu- lega séð, eini umtalsverði and- stæðingur íhalds í landinu frá fyrstu tíð í hvaða flokki sem það fyrirfinnst. Það hefur ekki breytt þeirri staðreynd, að þegar ástæð- ur hafa krafist þess hefur Fram- sókn unnið með íhaldinu í ríkis- stjórnun, enda hefur það aldrei breytt miðflokks ímynd hans. Vegna framfarahyggju Fram- sóknarflokksins hefur honum oft og tíðum verið skipað til borðs sem vinstri flokki af íhaldinu, þar sem það vill háfa hann, einkum þegar illa gengur á vinstri vængnum. Þessi mistúlkun á hlutverki Framsóknarflokksins hefur stundum borið árangur eins og kemur m. a. fram í þeim skoð- anakönnunum, sem nú hafa verið gerðar, annars vegar af Hagvangi Atkvæðatalning í síðustu kosnini fyrir Morgunblaðið og hins vegar af Skáís fyrir Stöð 2. Framsókn óttast ekki svo mjög þótt á hana halli i stöku skoðanakönnunum. Hún treystir því að fólkið minnist þess að enginn einn flokkur er eins nátengur framförum i land- inu á þessari öld og Framsóknar- flokkurinn. Yfirburðir hans hafa löngum byggst á frábæru for- ystuliði og þekkingu flokksins á íslenskum aðstæðum hverju sinni. Hann hefur aldrei byggt stefnu sína á erlendum fyrir- myndum, sem ýmist eru sóttar í trúarbragðarit sérhyggjunnar og frjálshyggjunnar eða alræði og undanbragðalausa forsjárhyggju, sem Austur-Evrópuþjóðir eru nú að hafna eftir dýra reynslu í á fimmta tug ára. Upp á líf og dauða Þau pólitísku mistök sem Aust- ur- Þjóðveijar voru m.a. að svara fyrir í kosningum um síðustu helgi, hafa einnig orðið hér á landi. Þau koma fram í fráhvarfi ungs fólks, stuðningsmanna Ól- afs Ragnars, frá Alþýðubanda- laginu. Þetta unga fólk stendur að nýju framboði í Reykjavík ásamt Alþýðuflokknum. Mistök- in eiga sér rætur allt aftur til árs- ins 1930, en hafa verið að taka nafnbreytingum síðan. Það er fyrst eflir að mistökin hafa verið viðurkennd með eftirminnilegum hætti erlendis, að Alþýðubanda- lagið leitar samstarfs upp á líf og dauða við aðra flokka í komandi sveitarstjórnarkosningum. Því hefur tekist að koma á svona samstarfi og með þeim hætti get- að breytt yfir nafn og númer í bili. En flokkar standa yfírleitt ekki í svona hjálparstarfi, þegar kemur að því að einhver verður að standa fyrir máli sínu. Víst er um það, að í fjölflokkakerfi verða flokkar að geta unnið sam- an, en það þýðir ekki að þeir eigi að renna saman eða standa sam- eiginlega að framboðum, nema í algjörum undantekningartilfell- um. Með slíkum aðferðum verð- ur innan tíðar ekki um fjölfiokka- kerfi að ræða heldur einhliða fiokkskerfi, eins og meirihluti Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur keim af. Lýðræði er harður húsbóndi, og leysir ekki fólk undan þeirri kvöð að skipa sér í fiokka. Nú hefur, eftir miklar þjáningar, tekist að koma á lýð- ræði og vísi að lýðræði í gömlum kommúnistaríkjum. Þá finnst Al- þýðubandalaginu á íslandi kom- inn tími til að opna faðminn fyrir hvern þann flokk sem vill hafa samstarf við það undir þeirra stjóm og ráðslagi. Þeir sem hafa verið þar fyrir kjósa hins vegar að taka dót sitt og kveðja. r _________Byr Islands Sveitarstjómarkosningar á ís- landi verða að þessu sinni háðar með vitneskjuna um örlög kommúnismans i Austur-Evrópu í huga. Skoðanakannanir, sem hér hafa verið birtar hafa verið gerðar á tímum mikillar sigur- vímu lýðræðissinnaðra afla hvar- vetna í Vestur-Evrópu. Eins og venjulega meðtaka íslendingar erlendar fréttir með sérkennileg- um hætti. Þótt heimsmyndin sé að breytast bogra menn við sinn óbreytta þankagang, og sjá það nú helst út úr pólitískum spilum að draga úr fylgi við Alþýðu- flokkinn en hlaupa Alþýðu- bandalaginu til bjargar sé þess einhver kostur. Framsókn má svo gjalda þess hvað kannanir snertir að hún er um stundarsakir í sam- starfi við vinstri fiokkana. Sjálfstæðisfiokkurinn hefur komið sem meirihlutafiokkur á Alþingi út úr síðari skoðana- könnuninni. Vel má vera að ein- hverjum blöskri slík fylgisspá. Auðvitað þarf að vinna að því að sú spá rætist aldrei. Nóg er nú samt, að spáð skuli vera að Sjálf- stæðisflokkurinn fái meira fylgi í borgarstjórnarkosningum en nokkru sinni fyrr. Sé litið yfir sviðið er augljóst, að eini stjóm- málaflokkurinn sem er i nokkr- um fæmm til að veita Sjálfstæð- isflokknum viðnám er sá gamli íhaldsfjandi, Framsóknarflokkur- inn, sem lengi starfaði undir kjörorðinu: Allt er betra en íhald- ið. Það er því nauðsynlegt að Framsóknarmenn, hvar á landinu sem er, geri sér grein fýrir því að nú er langur slagur að hefjast. Honum lýkur ekki fyrr en í Al- þingiskosningunum 1991. Sá slagur vinnst ekki með því að hafa meðaumkvun með Alþýðu- bandalaginu. Þeir grófu sér eigin gröf. Alþýðufiokkurinn er van- megnugur að hefja upp merkið. Það verður því einu sinni enn hlutskipti Framsóknarfiokksins að taka upp baráttuna við íhaldið. Byrinn sem íhaldið hefur um þessar mundir er kominn sunnan úr Evrópu. En eins og jafnan áð- ur sækja Framsóknarmenn byr sinn til íslands. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.