Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 24. mars 1990 inimiT A Tíminn 5 Björn Pálsson hefur kært Landbúnaðarráðuneytið og Framleiðsluráð landbúnaðarins: Stefnir yfirvöidum fyrir 300 illa fengin ærgildi Asbjöm Magnússon. Ásbjörn Magnússon látinn Ferðamálafrömuðurinn Asbjöm Magnússon er látinn, 69 ára að aldri. Ásbjöm lagði gjörva hönd á margt sem við kom flugi, ferða- lögum og upplýsingastarfsemi og var ffumheiji í rekstri nútíma ferðaskrifstofú og síðar auglýs- inga- og kynningarfyrirtækis. Hann var fæddur í Reykjavík 1921. Flug og flugumferðarstjóm lærði Ásbjöm í Kanada og var um skeið flugumferðarstjóri upp úr stríðinu. Síðar var hann for- stjóri skrifstofti Loftleiða í Kaup- mannahöfn. Um árabil rak hann hina viðamiklu ferðaskrifstofú Orlof og síðar auglýsingastofú. Ásbjöm gaf út tímaritið Flug sem hafði töluverð áhrif á sínum tíma og síðar á ævinni starfaði hann talsvert að upplýsinga- og útgáfúmálum. Hann var félags- lyndur í besta lagi og var í stjóm- um fjölda félaga og ldúbba heima og erlendis og heimsborgabragur á hugmyndum hans og athöfnum. Ásbjöm var kvæntur Margréti Matthíasdóttur gerfi- og hár- kollumeistara Þjóðleikhússins. Bjöm Pálsson á Löngumýri, hefur stefnt landbúnað- arráðuneytinu og Framleiðsluráði landbúnaðarins fýrir að hafa svipt sig 300 ærgilda fullvirðisrétti. Málið verður dómfest í Reykjavík næstkomandi fimmtudag. Þetta erfýrsta mál sinnar tegundar hér á landi og hef- ur verulegt fordæmisgildi. Bjom Palsson a Löngumýri er m.a. þekktur fyrir söguleg málaferii. Hann lætur ekki deigan síga þrátt fyrir 85 ára aldur og hefur nú stefnt Landbúnaöarráöuneytinu og Framleiðsluráði fyrir aö hafa haft af sér 300 ærgildi. leiðsluréttinn, því að þá er jörðin verðlaus. Það er miklu meiri skaði en að missa kvótann í bili,“ sagði Bjöm. Annað atriði, sem Bjöm vekur at- hygli á, er að það sé mjög óheppilegt að fela stjómum Búnaðarsamband- anna á hverju svæði að úthluta við- bótarkvóta til bænda, eins og nú er gert. „Með þessu fyrirkomulagi þurfa þeir að úthluta sjálfum sér, vensla- mönnum, ættmönnum og vinum sín- um. Þetta nær náttúrlega ekki nokk- urri átt og er algerlega siðlaust,“ sagði Bjöm. - ÁG Forsaga þess er sú að Bjöm lánaði íyrir nokkrum árum sonum sínum tveimur bú sitt á Löngumýri. Annar þeirra vildi breyta úr sauðfjárbúskap yfir í búskap með kýr. Fyrir þessu fékkst munnleg heimild. í framhaldi af því fargaði sonur Bjöms ánum og keypti sér kvígukálfa í staðinn. Þegar átti að ganga endanlega ffá þessari búháttabreytingu, fékkst ekki til þess leyfi frá yfirvöldum. Þeir feðgar vildu þá fá til baka þann rétt sem þeir höfðu haft til ffamleiðslu kindakjöts. Þeirri kröfú var einnig synjað. Málið snýst um að endurheimta þennan ffamleiðslurétt. í rúmlega tvö ár hef- ur Bjöm reynt að fá yfirvöld land- búnaðarmála til þess að viðurkenna tilkall sitt til ffamleiðsluréttarins, en án árangurs. Hann telur sig því nú nauðbeygðan til þess að fara með málið fyrir dómstóla: Lögmaður Bjöms er Haraldur Blöndal hrl. Til viðbótar þeim skaða, sem hlaust af missi 300 ærgilda ffamleiðslurétt- ar, þurfti að skera niður kýmar komn- ar að burði, eða selja þær fyrir afslátt- arverð. Bjöm Pálsson býr enn þrátt fyrir að hann sé nú kominn á níræðis aldur. Hann segir að yfirvöld landbúnaðar- mála hafi ekki komið heiðarlega fram í þessu máli. „Þeir stóðu ekki við þann samning, sem búið var að gera, en það er best að vera ekki of stórorður,“ sagði Bjöm i samtali við Tímann í gær. „Menn eiga að standa við orð sín. Fyrst þeir gátu það ekki áttu þeir í það minnsta að skila þeim kvóta, sem við létum af hendi þegar kindumar vom skomar.“ „Þetta er algerlega siólaust“ Bjöm sagði að með þessu væri hann ekki að skorast undan því að taka þátt í að minnka kindakjötsframleiðsluna í landinu. Þvert á móti vildi hann gangast undir þá 20 - 30% skerðingu sem sauðfjárbændur hafa almennt þurft að þola. „En ég vil ekki missa allan ffam- Ný þjóðhagsspá — minnsta verðbólga hér á landi í 20 ár: Horfurnar bjartari en áður var talið Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnunar bendir nú margt til þess að betur horfi í efnahagsmálum, heldur en síðasta þjóðhagsspá frá desember s.l. gerði ráð fýrir. Tvennt skiptir þar mestu máli. Annars vegar mun meiri verðhækkanir sjávarafurða á eriendum mörkuðum að undanförnu en fyrrí spá gerði ráð fyr- irog eru jafnvel enn frekarí hækkanirframundan. Hins vegar það að samið var um minni launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum heldur en gengið var út ffá í síðustu spá, sem hafi skapað forsendur til að ná verðbólg- unni niður á lægra stig en gert var ráð fyrir — þ.e. 6—7% verðbólgu ffá upphafi til loka ársins. Hins vegar segir Þjóðhagsstofnun ljóst, að frek- ara aðhalds sé þörf í ríkisfjármálum, peningamálum og gengismálum. Um 7% verðbólga í endurskoðaðri þjóðhagsspá eru helstu niðurstöður sem hér segir: Fyrir sjávarafúrðir fæst um 10% hærra verð í erlendri mynt 1990 en á síðasta ári, sem bætir viðskiptakjör um 3% milli ára. Afkoma sjávarútvegsins hefúr batn- að verulega og talið að flestar greinar hans séu nú reknar með hagnaði nema bátaflotinn. Nýgerðir kjarasamningar breyttu verðlagshorfúm til hins betra. Spáð er að verðbólga geti orðið um 7% ffá upphafí til loka þessa árs, sem verður þá minnsta verðbólga hér á landi í tuttugu ár. Nokkru minni kaupmáttarrýmun er nú spáð en í síðustu spá. Kaupmáttur atvinnutekna á mann gæti orðið 2—3% minni en á síðasta ári. Lakara en í öðrum löndum I stað 1% samdráttar er talið að landsffamleiðsla standi í stað ffá 1989 og að þjóðartekjur geti aukist um 1% vegna bættra viðskiptakjara. Tekið er ffam að þetta em þó mun lakari hagvaxtarhorfúr en i öðmm löndum. Halli á viðskiptum við önnur lönd er áætlaður um 5 milljarðar kr„ eða 1,5% af landsffamleiðslu. (Hallinn skýrist af 15 milljarða vaxtagreiðsl- um af erlendum lánum.) í ljósi batnandi skilyrða er það talið mikilvægasta verkefni hagstjómar að koma í veg fyrir vaxandi þenslu á næstu mánuðum. Ella gæti stefnt í tvisýnu með þann árangur sem vænst er í baráttunni við verðbólgdrauginn. Minni sparnaður Þjóðhagsstofnun metur launahækk- anir samkvæmt samningum um 5-6% frá upphafi til loka ársins (um 1% minni en verðlagshækkanir á sama tíma). Hins vegar er áætlað að at- vinnutekjur á mann verði 9-10% hærri en í fyrra. Tekið er fram að þetta byggir á að forsendur fyrir kjarasamningum (um þróun verð- lags, viðskiptakjara og landsffam- leiðslu) standist. Verðbólga á milli 1989 og 1990 er talin um 13,5%, en hins vegar 6—7% ffá upphafi til loka þessa árs. Fram- færsluvísitalan hefúr hækkað yfir helmingi minna á fyrsta fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra og reiknað er með að verulega dragi úr verðlagshækkunum á næstu mánuð- um. Spáð er að einkaneysla minnki minna (1%) heldur en kaupmáttur, sem sagt er benda til minni spamaðar heimilanna en í fyrra. Aflaspá fyrir 1990 Heildaraflinn á þessu ári er áætlaður 2,5% minni á fostu verðlagi en 1989. Er þá reiknað með 950 þús.tonna loðnuafla, sem er 40% aukning ffá síðasta ári. Afli án loðnu yrði 5,5% minni. Varðandi botnfisk munar mest um 11 % samdrátt í þorkafla. Þjóðhagsstofhun gerir ráð fyrir að minni afli verði betur nýttur, þannig að útflutningsframleiðslan minnki aðeins um 0,5% til 1% milli ára. Með öðrum orðum að sami afli skili 1-2% meiri útflutningsafurðum. Áffam er reiknað með töluvert aukinni ffam- leiðslu á eldisfiski. Botnlaust tap á bátaflotanum Þjóðhagsstofnun áætlar að botnfisk- vinnsla sé rekin með 1,7% hagnaði af tekjum miðað við rekstrarskilyrði í febrúar (söltun 4% en ffysting 0,4%). Um 5-6% halli á botnfiskveiðum er allur og meira til rakinn til 13- 14% halla á reksti bátaflotans. Aftur á móti séu allar gerðir togara nú reknar með hagnaði. Mestur er hann talinn nær 9% á ffystitogurum. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.