Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 16
NUTIMA FLUTNINGAR
Halnarhúsinu v/Tryggvagötu,
S 28822
TÍMANS
687691
ÞRðSTUR
685060
VANIR MENN
Tíminn
LAUGARDAGUR 23. MARS 1990
Giftusamleg mannbjörg er Hjördís GK 32 sökk undan Stafnesi
í gærmorgun. Gúmbáturinn blés sig ekki upp. Guðjón Bragason skipstjóri:
HAFNARBERGID KOM
Á ELLEFTU STUNDU
Það er mjög góð tilfinning að vera kominn heill
íeim. Þeir eiga heiður skilinn á Hafnarberginu fyrir
jjörgun okkar allra og við þökkum þeim af hjarta, það
ir ekki að vita hvernig farið hefði, hefðu þeir ekki
comið svo fljótt,“ sagði Guðjón Bragason skipstjóri
á Hjördísi GK 32 í Sandgerði, en Guðjón og þrír
skipsfélagar hans björguðust giftusamlega í gær-
norgun þegar bát þeirra hvolfdi og sökk síðan um
tvær sjómílur undan Stafnesi í gærmorgun.
Guðjón Bragason á heimili sínu í gær eftir giftusamlega björgun er
Hjördís GK 32 sökk í gærmorgun. Tímamynd: Pjetur
Guðjón sagði að sæmilegt hefði
verið í sjóinn og þeir voru búnir
að draga nokkrar netatrossur,
þegar óhappið varð. Hann kvaðst
hafa sent út neyðarkall og Hafnar-
bergið sem var skammt undan,
hefði komið á staðinn skömmu
síðar. Fljótlega eftir að neyðar-
kallið var sent hefði bátnum hvolft
og þeir skipverjar allir komist á
kjöl. Hjördís var 14 tonna eikar-
bátur, smíðaður á ísafirði árið
1939.
Tómas Sæmundsson skipstjóri
á Hafnarberginu RE 404 á heiður-
inn af giftusamlegri björgun skip-
verja af Hjördísi. Tilkynninga-
skyldan hafði samband við hann
eftir að hafa numið neyðarkall
Hjördísar sem þá hafði fyllt af sjó.
„Við vorum svo heppnir að vera
lausir á því augnabliki. Við kom-
um strax auga á bátinn og keyrð-
um á fullu til hans. Á nánast sömu
augnablikum sáum við að hann
lagðist snöggt á hliðina og hélt
síðan áfram og alveg á hvolf. Við
horfðum á skipverjana hlaupa yfir
öldustokkinn, upp hliðina á bátn-
um og síðan áfram upp á kjölinn
um leið og báturinn valt, og þar
héngu þeir.
Þetta gerðist allt í einni svipan.
Við keyrðum á fullu til þeirra og
gátum stansað rétt við hliðina á
þeim, kastað línu sem þeir síðan
héngu allir í og voru dregnir á um
borð til okkar.
Það var ekkert um annað að
ræða að draga þá upp á sömu
línunni því ég sá hvað verða vildi.
Ef þeir lentu í sjónum og við
gætum ekki tekið þá um borð áður
en Hjördís sykki, þá hefðu þeir
lent í soginu frá sökkvandi bátnum
og sennilega flækst í veiðarfærum
sem flutu allt um kring.
Þá er heldur ekki að vita hvernig
farið hefði, ef við hefðum fengið
eitthvað af þessum veiðarfærum í
skrúfuna á Hafnarberginu, komn-
ir svona nálægt. í>að var því ekkert
annað að gera en ná mönnunum
inn strax og þetta gekk allt saman
upp,“ sagði Tómas.
Tómas sagði að skipverjar
Hjördísar hefðu verið í bráðri
lífshættu ekki síst vegna þess að
gúmbjörgunarbátur Hjördísar
blés sig ekki upp og ekkert flaut á
sjónum sem þeir hefðu geta haft
hendur á og haldið sér á floti.
Skipverjarnir hefðu verið búnir
að losa gúmbátinn og kippa í
spottann en ekkert hefði gerst.
Þeim hefði einnig þrátt fyrir ör-
skamman tíma tekist að brjóta
hylkið utan um hann til að komast
að gasflöskunni sem hefði átt að
blása hann upp áður en Hjördísi
hvolfdi en ekkert gerðist heldur
við það. Báturinn hefði verið
skoðaður ekki alls fyrir löngu og
átti allt að vera í lagi.
Að því er talið er liðu ekki
nema fáar mínútur frá því að
Hjördísi fyllti af sjó, þar til henni
hafði hvolft og mennirnir komnir
á kjöl. f flýtinum reyndi einn
skipverja að komast í flotgalla en
Tómas sagði að honum hafi ekki
unnist tími til að komast í hann
nema til hálfs og hefði hann því
orðið honum til verulegra trafala
við að komast á kjölinn enda
hefðu mennirnir þurft að taka á
öllu sínu við að hlaupa upp báts-
síðuna um leið og honum hvolfdi.
-sá
Skorað á
Sovétmenn
Igor Krasavin, sendiherra Sovét-
ríkjanna á íslandi var í gær afhent
orðsending frá íslenskum stjórn-
völdum þar sem skorað er á sovésk
stjórnvöld að hefja þegar viðræður
við fulltrúa réttkjörinna stjórnvalda
í Litháen.
Jón Sigurðsson starfandi utanrík-
isráðherra afhenti Igor Krasavin
orðsendinguna.
í orðsendingunni kemur fram að
fyrir hönd íslenskra stjórnvalda
skorar utanríkisráðherra á sovésk
stjórnvöld að hefja þegar viðræður
við fulltrúa réttkjörinna stjórnvalda
í Litháen, án fyrirfram skilyrða.
„Þvingunaraðgerðir af hálfu Sovét-
ríkjanna í málefnum Litháens
myndu í einum vetfangi spilla þeim
björtu vonum, sem umbótaáætlun
Gorbatsjovs forseta hefur vakið um
varanlegan frið og öryggi í samskipt-
um þjóða í okkar heimshluta," segir
í orðsendingunni.
Sömu orðsendingu sendi utanrík-
isráðherra til Vytautas Landsbergis,
forseta Litháen. -ABÓ
Mikill áhugi é. umdeildri sýningu í Gallerí Borg:
Lögreglustjóri kannar „Erótík“
„Ekki er mér nú kunnugt um að komið hafi formleg kæra
af þvi tilefni,“ sagði Böðvar Bragason lögreglustjóri í
Reykjavík í samtali við Tímann, aðspurður hvort sýningin
Erótík á Gallerí Borg hafi verið kærð til embættisins. Tilefni
þessa er að á Tímann hringdi kona er sagðist hafa kært
sýninguna til lögreglu. Eftir nánari eftirgrennslan Tímans
innan embættis kannaðist enginn við að kæra þessa efnís
hafi verið lögð fram.
Böðvar sagði að hins vegar hafi
heyrst í fólki símleiðis um að það
væri ekki sátt við sýninguna og
ekki heldur við myndbirtingu
Tímans. „En það liggur engin
formleg kaíra við þessu sem fólk
vill kalla klám,“ sagði Böðvar.
Hann sagði að ýmsir teldu þetta
iistviðburð, en aðrir eitthvað
annað.
Böðvar sagðist ckki vera búinn
að sjá sýninguna sjálfur, en sagðist
ætla að láta verða af því í dag. „Við
gerum ekkert fyrr en við fáum
forntlega kæru. Þá fyrst lítum við á
það og munum þá eflaust senda
það til Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins,“ sagði Böðvar. Aðspurður
hvort hann hafi ekki sent sína
menn á staðinn til að skoða sýning-
una, sagðist hann ekki hafa gert
það, en ætiaði að skoða hana
sjálfur. „Mér þykir ekkert þurfa
meira að hasta því verki,“ sagði
Böðvar.
Hjá Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins fengust einnig þær upplýsingar
að engin kæra vegna sýningarinnar
Böðvar Bragason, lögreglustjóri
»íHví4 * * * t't*
..................
hafi borist inn á þeirra borð.
Þess má geta að umfjöllun Tím-
ans um sýningu þessa varð í gær tii
þess að fullt var út úr dyrum hjá
Úlfari í Gallerí Borg. Þó svo sumir
hafi fussað yfir listinni voru margir
sem vildu sjá með eigin augum
þessi erótísku verk.
Tíminn vill hins vegar taka fram
að hann á cngan þátt í þessari
sýningu, en greindi frá henni í gær
eins og öðrum hræringum í þjóð-
félaginu.
Tímanum barst mikið af upp-
hringingum í gær vcgna fréttarinn-
ar um sýninguna og sérstaklega
vegna myndarinnaráforsfðu. Létu
menn í Ijósi skoðanir sínar á listinni
og sitt sýndist hverjum.
Til fröðleiks fyrir lesendur skal
þess getið að sýningin er t' dag opin
fráklukkan 14-18 og einnig á morg-
un. Verkin eru til sölu. -ABÓ