Tíminn - 27.03.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.03.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 27. mars 1990 TIMINN3 Jón Baldvin um greinarskrif danska utanríkisráðherrans: Pólitísk skemmdarverk hjá Uffe Elleman-Jensen Uffe Elleman-Jensen, utanríkisráðherra Dana, ritaði grein sem birtist á laugardag í dagblöðum á fimm Norðurlandanna, en þessi grein hefur heldur betur hríst upp í norrænu samstarfi. í grein sinni gerir Elleman-Jensen lítið úr samningaviðræðum EFTA og EB og segir, að eina leiðin fýrír Norðuríandaþjóðimar í EFTA til að hafa áhríf á þróunina í sameinaðrí Evrópu til að tryggja hagsmuni sína, sé í gegnum aðild að EB. Þessi viðhorf Uffe Elleman-Jensens hafa áður komið fram m.a. á Norður- landaráðsþingi hér á dögunum, og voru þau þá harðlega gagnrýnd, m.a. af Páli Péturssyni hér í blaðinu. Engu að síður hafa þessi viðhorf Elleman- Jensens ekki verið sett fram með eins áberandi og afgerandi hætti og í greininni sem birtist á laugardag. Ut- anríkisráðherrar Islands, Finnlands og Svíþjóðar voru á laugardag stadd- ir í Portúgal - raunar Uffe Elleman- Jensen líka - þar sem þeir sóttu íund utanríkisráðherra Evrópuráðsrikja og ræddu aðild Mið- og Austur- Evr- ópuþjóða að Evrópuráðinu. Utanrík- isráðherrar íslands, Svíþjóðar og Finnlands brugðust hart við þessum greinarskrifum Elleman- Jensens og gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem greinarskrifunum var harðlega mótmælt. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra lét meðal annars þau orð falla opinberlega að Elle- man-Jensen ástundaði „pólitíska skemmdarverkastarfsemi" með þess- um greinarskrifum, enda kæmu þau á sama tíma og samningaviðræður EFTA og EB væru á viðkvæmu stigi. Það hefur komið fram að utanrikis- ráðherrum þeirra Norðurlandaþjóða sem eru í EFTA þykir nú nóg komið af yfirlýsingagleði hins danska starfsbróður síns. Elleman-Jensen virðist hins vegar ekki hafa kippt sér upp við viðbrögð kollega sinna því í sænskum og dönskum dagblöðum í gær segir hann, að þeir hefðu átt að lesa grein sína betur, þar komi ffarn að Danir styðji viðleitni EFTA- ríkj- anna í samningaumleitan sinni við EB. Hins vegar segir hann það full- komlega ljós að þá og því aðeins að Norðurlandaþjóðirnar gangi í EB megi þær búast við að ná þar ein- hverjum árangri, það sé beinlínis mótsögn fólgin í því að EB þjóðir séu að styrkja sinn innri markað og gera hann heildstæðari og fari á sama tíma að brjóta hann upp og dreifa kröftum með sérstökum samningum við EFTA-löndin. Danski utanríkis- ráðherrann líkir greinarskrifum sín- um við sögu H.C. Andersens um „Nýju fötin keisarans", hann sé í hlutverki barnsins sem hrópaði að konungurinn væri nakinn. Rétt eins og barnið í sögunni hafi verið skammað fyrir að segja sannleikann, þá sé hann skammaður nú fyrir að segja sannleikann um möguleika Norðurlandanna á raunhæfum samn- ingum við EB í gegnum EFTA. Landslagið 1990: Eyjólfur vann Það var Eyjólfur Rristjánsson, sem sígraði I keppninni um Landslagið 1990 mcð lagí sínu „Álfheiður Björk“. Eyjólfur söng lagið, scm hann sarndi fyrir u.þ.b. 8 árum, sjálfur í keppninni, en honura til aðstoðar var Bjöm Jr. Friðbjömsson, gftarleikari í Hljómsveitinni Nýdönsk. Textinn við lagió er hins vegar nýr. Urslitakcppnin fór ffam á föstudags- kvöldið á Hótcl íslandi í Reykjavik og var úrslitura sjónvarpað beint á Stöð 2 og útvarpað beint á Bylgjunni. Það eru Stöð 2 og Flugleiðir sem gangast fyrir þessari keppni i sam- vinnu við nokkra aðila. Verðlaunin sem Eyjólfur fær fyrir Landslagið 1990 em vegleg, tveggja vikna ferð fyrir tvo til Florida með hótcli. Að auki gcfa Flugleiðir 200.000 kr. í peningum. Þá gefur Hljóðvcrið Stöðin upptökutima fyrir jafnvirði 100.000 kr., og Stöð 2 gefur vinnsiu og gerð myndbands fyrir 100.000 kr. Jarðskjálftar áfram við Kleifarvatn um helg- Sá stærsti 3,1 stig á Richter „Það voru skjálftar á laugardags- kvöldinu og aftur um hálf níu í fyrra- kvöld en þá mældist skjálfti um 3,1 Richterstig. Upptök þessara skjálfta eru á sömu slóðum og hræringamar í síðustu viku, rétt sunnan við Kleifar- vatn,“ sagði Ragnar Stefánsson jarð- skjálftaffæðingur á Veðurstofunni. Jafnffamt Kleifarvatnsskjálftunum varð lítill jarðskjálfti skammt norður af Skjaldbreið um kl. tvö eftir mið- nætti í gær. Sá skjálfti var um tvö stig. Reykjanessvæðið er allt eldvirkt svæði og að sögn fræðimanna þarf ekki að koma á óvart þótt jörð skjálfi þar af og til. Ragnar sagði að oft hefðu jarðhræringar þar verið mun meiri en nú. Árið 1973 hefði t.d. talsverð jarðskjálftahrina gengið yfir. Sú hrina hefði þó átt upptök sín nokkru vestar en sú hrina sem nú hefur verið að ganga yfir. —sá Sjö ára stúlkubam varð fyrir bíl á mótum Þverbrekku og Hlaðbrekku um kl. hálf sex í fyrrakvöld. Að sögn sjónarvotta hljóp bamið rakleitt út á götuna og á bflinn sem ók á fremur hægri ferð norður Þver- brekkuna. Stúlkan var flutt á slysadeild Borgarspítalans en reyndist óverulega meidd. Tímamynd; PJetur stendur til laugardags. Á myndinni má sjá Steingrím Hermannsson for- sætisráðherra fá sér á disk saltfiskrétti á kynningu sem haldin var í gær. í bakgmnni er Magnús Gunnarsson forstjóri SÍF. Stjóm Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda ákvað sl. haust að gangast fyrir sérstakri saltfiskviku og munu margir fæmstu matreiðslu- menn þjóðarinnar á nokkmm þekktum veitingahúsum bjóða upp á flöl- breytta saltfiskrétti sem ekki hafa sést á íslenskum matseðlum áður. Þau veitingahús í Reykjavík sem þátt taka í saltfiskvikunni em Þrir Frakkar, Naustið, Við Tjömina, Hótel Saga, Múlakaffi og Lauga-ás, og á Akureyri kynnir veitingahúsið Fiðlarinn á þakinu saltfisk. Þá verða vömkynningar í Miklagarði við Sund, í Hagkaupum í Kringlunni og á Akureyri verða vömkynningar hjá Hagkaupum og KEA ABO Barn varð fyrir bíl í Kópavogi Ungur sjómaður frá Akureyri var barinn í höfuðið með kylfu: Komið aftan að mann- inum og hann barinn Tuttugu og þriggja ára gamall sjómaður frá Akureyri var bar- inn með kylfu í höfuðið, þar sem hann var á gangi eftir Veltusundi, skömmu eftir miðnætti aðfara- nótt sunnudags. Hann var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans, en sauma þurfti sex spor í höfði mannsins. Lögreglu- menn voru í nágrenninu og sáu þegar maðurinn var barinn og voru piltarnir handteknir. Tveir ungir piltar komu aðvífandi 4ra bíla klessa Pjórir bílar lentu hver at'tan á öðrum í Svínahrauni, skammt neðan við Litlu kaíflstofuna um klukkan 14 í gær. Engin slys urðu á fólki en bílarnir skemrodust nokkuð og varð að flytja einn þeirra ó brott með dráttarbíl. Slæmt skvggni var á heíðinni og munu bílstjóramir ekki hafa gáð nógu vel að sér. -ABÓ að manninum aftanfrá og barði ann- ar þeirra hann í höfðuð með kylfu. Sá er fyrir árásinni varð hafði aldrei séð piltana áður. Vegfarendur og borgaralega klæddir lögreglumenn sem voru nærri sáu þetta gerast og kölluðu á aðstoð. Piltarnir tveir voru þegar handteknir, ásamt þrem til viðbótar, sem voru í fýlgd með þeim. Þeir voru allir á aldrinum 18 til 19 ára, og eiga heima í Hvera- gerði, Þorlákshöfn, Ölfusinu og einn þeirra er frá Stór- Reykjavíkur- svæðinu, en vinnur fyrir austan. Einhverjir þeirra höfðu neytt áfeng- is, en þó ekki ökumaðurinn. í bíl þeim er piltamir voru á og stóð á Steindórsplaninu fannst safn kylfa, m.a. hornaboltakylfa, auk sérstakra bardagakylfa, sem notaðar eru í vamaríþróttum. Ein útgáfan var tvær kylfur festar saman með keðju og önnur svokölluð vinkil- kylfa. Þá höfðu piltarnir einnig meðferðis vegstiku sem þeir höfðu ekið niður og tekið með sér. Miðað við þann vopnabúnað sem piltamir höfðu meðferðis má ljóst vera að tilgangur ferðarinnar í miðbæ Reykjavíkur var allur annar en að sýna sig og sjá aðra, eins og komist var að orði í samtali við Tímann. Þrír piltanna vora færðir í fanga- geymslu lögreglunnar í Reykjavík og þeir síðan yfirheyrðir á sunnu- dag. Hinir tveir sluppu hins vegar við að verða settir inn, en vora yfir- heyrðir. Við yfirheyrslu kom fram hjá ein- um piltanna að ferð þeirra í miðbæ hafi ekki verið farin eingöngu til að beija á einhverjum. Hins vegar hafi einn þeirra verið illur viðureignar og viljað slást. Sá er barði manninn í höfuðið hefur játað verknaðinn. Rannsókn málsins er ekki að fullu lokið en það er til meðferðar hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Að sögn lögreglu var að öðra leyti ffemur rólegt í miðbænum um helg- ina, en sem kunnugt er hefur lög- reglan aukið eftirlit í miðbænum til muna og hefur verið lítið um svo fólskulegar árásir undanfamar helg- ar. —ABO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.