Tíminn - 27.03.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Þriðjudagur 27. mars 1990
Hallgrímskirkja:
- Samvera aldradra
Samvera aldraðra í Hallgrímssókn
verður í safnaðarsalnum miðvikudaginn
28. mars kl. 14:30. Sr. Karl Sigurbjörns-
son sýnir myndir úr Ameríkuför.
Safnaðarfélag Ásprestakalls
Safnaðarfélag Ásprestakalls verður
með „Páskaeggja-Bingó“ í safnaðarheim-
ilinu fimmtudaginn 29. mars kl. 20:30.
Allir velkomnir.
Frá félagi eldri borgara
Göngu-Hrólfar hlaupa apríl þann 1.
apríl til Argentínu. Haldið verður upp á
eins árs afmælið. Upplýsingar á skrifstofu
Félags eldri borgara í síma 28812.
Hið íslenska Sjóréttarfélag
-funduríLögbergi
Hið íslenska Sjóréttarfélag boðar til
fundar fimmtudaginn 29. mars kl. 17:15 í
stofu 102 Lögbergi, Háskóla íslands.
Fundarefni: Vátryggingar gegn bóta-
kröfum á hendur útgerðarmanni. Frum-
mælandi: Arnljótur Bjömsson prófessor.
í inngangi að framsöguerindinu verður
mjög stuttlega vikið að bótareglum ís-
lensks sjóréttar, en að öðru leyti verður
eingöngu fjallað um vátryggingar. Sagt
verður almcnnt frá ábyrgðartryggingum
útgerðarmanns og öðrum vátryggingum,
er greiða bætur fyrir tjón, sem útgerðar-
maður ber ábyrgð á eftir bótareglum utan
samninga. Einkum verður rætt um frjáls-
ar ábyrgðartryggingar, húftryggingar
skipa og slysatryggingar sjómanna.
Fundurinn er opinn öllum áhugamönn-
um um sjórétt.
ÍSLAND - íSRAEL
- matarfundur
Fyrirhugað er að halda opinn matarf-
und fímmtudaginn 29. mars kl. 19:30 í
liliöarsal Hallgrímskirkju. Verður þar á
boðstólum dæmigerður miðausturlenskur
matur, t.d. píta, falafelo.fi. oguppskriftir
fyrir þá sem vilja. (Verði stillt í hóf).
Allir velkomnir, félagsmenn og gestir.
Háskólatónleikar
í Norræna húsinu
Á morgun, miðvikudaginn 28. mars kl.
12:30 munu Hrönn Hafliðadóttir og Þóra
Fríða Sæmundsdóttir halda tónleika í
Norræna húsinu. Á efnisskránni eru söng-
lög eftir Gustav Mahler (a860-1911) við
texta eftir Rúckert og úr Des Knaben
Wunderhorn.
Hrönn Hafliðadóttir er Reykvíkingur.
Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1962. Árið 1969
hóf hún söngnám hjá Engel Lund og árin
1974-1980 var hún nemandi Garðars
Cortes í Söngskólanum í Reykjavík. Hún
lauk einsöngvaraprófi í desember 1980.
Hún hefur sótt söngtíma hjá Má Magn-
ússyni og námskeið í ljóðasöng hjá dr.
Erik Werba. Sumarið 1981 sótti hún
námskeið í Söngskólanum hjá Helene
Karusso og um haustið hélt hún í fram-
haldsnám til Vínarborgar. Hún hefur
sungið hér á landi í óperum og óperetum.
Þóra Fríða Sæmundsdóttir lauk námi
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið
1978 og stundaði síðan framhaldsnám við
Tónlistarskólana í Freiburg og Stuttgart.
Frá árinu 1984 hefur hún starfað sem
píanóleikari og kennari í Reykjavík og
tekið þátt í ýmiss konar tónlistarflutningi.
Þóra Fríða er félagi í íslensku hljómsveit-
inni.
BÚLGARÍUFÉLAGID
-ferða- og kynningarfélag á Islandi
Búlgaríufélagið á íslandi mun efna til
hópferðar til Búlgaríu í vor. Lagt verður
af stað 23. maí og komið aftur 12. júní,
eða seinna, ef fólk vill framlengja dvölina
í Búlgaríu eða í Lúxemborg.
Ferðaáætlun er: Einnar viku rútuferð
um Búlgaríu og 13 daga dvöl á hóteli á
Gullnu ströndinni við Svartahafið. Flogið
verður með Fl til Frankfurt og þaðan til
Sofia, höfuðborgar Búlgaríu, með Balkan
Airlines.
Farið verður í skoðunarferðir um Sofia
og nágrenni, Rila-klaustrið heimsótt,
komið í Rósadalinn, siglt á Dóná og
margt fleira. Fyrsta flokks hótel, fullt
fæði, matarmiðar. Boðið upp á ferð með
lystiskipi til Istanbul.
Fararstjóri í ferðinni verður Margrét
Sigþórsdóttir, sem verið hefur fararstjóri
í Búlgaríu í mörg ár. Hægt er að hafa
samband við söluskrifstofu Flugleiða í
Kringlunni.
Fararstjórar ÚRVALS-ÚTSÝNAR
undirbúa sumarið
Fyrir skömmu hélt ÚRVAL-ÚTSÝN
tveggja daga námskeið fyrir fararstjóra.
Var þar farið í ýmis hagnýt atriði, svo
sem: Mannleg samskipti, undirbúning
komu hóps, skipulag og framkvæmd
kynnisferða, dagskrárgerð, tryggingamál
o.m.fl. Fyrirlestrar voru fluttir, fulltrúar
tryggingafélaga sátu fyrir svörum og verk-
efni voru unnin í hópvinnu. Aðalleiðbein-
endur og stjórnendur námskeiðsins voru
fararstjórarnir Þórhildur Þorsteinsdóttir
og Ása María Valdimarsdóttir.
Fararstjórar tóku einnig þátt í að
skipuleggja starfsemi Fríklúbbsins og
Bangsakluúbbsins, en þeir eru mjög mik-
ið starfandi á Mallorca, Costa del Sol og
í Portúgal.
ÚRKLIPPUBÓK UM
FISKVEIDISTJÓRNUN 1989
Þessa dagana er verið að taka ákvarð-
anir um fiskveiðistjórnun sem varða af-
komu allrar þjóðarinnar. Miðlun hf hefur
tekið saman úrklippubók um þetta má-
lefni árið 1989.
Bókin er heimild um ólík sjónarmið,
því í henni eru birtar allar greinar,
ritstjórnargreinar, viðtöl og fréttir úr
fjölmörgum blöðum, sem þykja varða
þetta mikilvæga málefni árið 1989. Enn-
fremur fyrirliggjandi frumvarp og gild-
andi lög. Handhægt er að fletta upp í
bókinni, því að aðgengilegt efnisyfirlit er
yfir allar greinar og höfunda.
Úrklippubókin fæst hjá Miðlun, Ægis-
götu 7, en nánari upplýsingar veitir Orn
Þórisson í síma 622288.
■ MINNING
Haukur Þorleifsson
Fæddur 31. desember 1903
Dáinn 15. mars 1990
Vinur okkar, Haukur Þorleifsson ffá
Hólum í Homafirði, hefur verið kall-
aður ffá okkur.
Við brottför hans verður eftir tóma-
rúm í tilverunni sem enginn annar
getur fyllt, því þar fór maður sem átti
sér svo sérstakan og sjaldgæfan per-
sónuleika.
Þar fóru saman skarpar gáfur sem
nutu sín jafnt við störf og leik á glöð-
um stundum að ógleymdri næmri til-
fmningu fyrir fögrum listum og öllu
þvi sem gerir tilvemna eftirsóknar-
verða.
Hann var flestum mönnum gleggri
og nákvæmari þegar á þurfti að
halda, en manngæska hans og góð-
vild duldist engum sem áttu með
honum samleið.
Undirritaður kynntist Hauki ekki að
ráði fyrr en löngum starfsdegi var
lokið vegna aldurs fyrir um það bil
15 ámm. Meira en átatug eftir starfs-
lok gátu vinir Hauks ekki komist hjá
því að verða varir við þá umhyggju
og tryggð sem hann bar til síns gamla
starfsvettvangs í Búnaðarbankanum,
starfsfólksins þar og viðskiptavina.
Fer ekki hjá því að sú stofnun, sem
hann helgaði mestan hluta lífsstarfs
síns, hafi viðbótarvinsældir og
tryggð fólks vegna starfa hans og
ffamkomu.
Hér verður ekki rakinn starfsferill
eða lífssaga Hauks Þorleifssonar.
Þessi fáu orð sem fylgja honum em
aðeins laufblöð í minningasjóðinn
sem ofarlega er í hugum hinna fjöl-
mörgu vina hans á þessari kveðju-
stund. Minningar um samvemstundir
með Hauki Þorleifssyni munu lifa.
Það getur enginn alveg komið í stað-
inn fyrir hann. í hvert sinn er við
hugsum til hans hlýnar okkur um
hjartarætur. Það kemur sér vel, ekki
síst í hretviðmm lífsins. Þá mun
minningin um hlýja brosið hans og
glettnina í glaðvæmm augum stytta
okkur skammdegið og færa okkur yl
i hjartað. Það vildi hann líka gera í
lífí sínu.
Nú þegar Haukur Þorleifsson er
horfmn okkur á vit annarrar tilvem
mun heiðríkja grænna gmnda, Ijúffa
linda i faðmi blárra fjalla og hvítra
jökla geyma minninguna um hann og
einnig sígræn glóaldintré og hvitt
rósahaf blómstrandi möndlutrjáa,
sem annað listrænt hjarta, tónskáldið
Chopin, gaf nafnið „Paradís á jörð“,
á dögum Jónasar Hallgrímssonar. Þar
lágu leiðir okkar Hauks saman um
langt árabil. En báðum þessum dýrð-
arheimum í norðri og suðri unni
Haukur mjög.
Haukur Þorleifsson fékk i vöggu-
gjöf óvenjulega hæfileika og per-
sónutöffa sem telja verður til sjald-
gæffa gimsteina í mannhafinu.
Blessuð sé minning hans - gþ.
Útför Hauks Þorleifssonar verður
gerð i dag ffá Dómkirkjunni í
Reykjavík.
Haukur fæddist 31. desember 1903
að Hólum í Homafirði. Hann var
sonur merkishjónanna Sigurborgar
Sigurðardóttur og Þorleifs Jónssonar,
bónda og alþingismanns.
Hann ólst upp í foreldrahúsum í
stómm systkinahópi, en heimilið var
rómað fyrir myndarskap. Urðu sumir
bræðra hans þjóðkunnir menn, svo
sem séra Páll á Skinnastað, Jón list-
málari í Blátúni og Þorbergur, alþing-
ismaður Skaftfellinga.
Þegar tímar liðu fór hann til Akur-
eyrar og gekk þar í menntaskólann.
Að loknu stúdentsprófi hélt hann til
Þýskalands, þar sem hann lagði stund
á stærðfræði og hagffæði. Haukur
Þorleifsson kom heim 1932 og réðst
þá til starfa hjá Kreppulánasjóði, sem
þá var til húsa í Búnaðarbankanum.
Þegar því starfi lauk, réðst hann til
Búnaðarbankans og þar varð hans
ævistarf, því í bankanum var hann
óslitið þar til hann hætti fyrir aldurs
sakir 1973. Haukur var ráðinn aðal-
bókari þegar Þórður Sveinsson féll
frá. Hilmar Stefánsson var þá orðinn
bankastjóri og tókst með þeim hin
ágætasta samvinna og var Haukur
hans hægri hönd í öllu því er snerti
daglegan rekstur.
Þegar ég kom i bankann seint á ár-
inu 1939 vom starfsmenn 32, þar af 2
konur. Þessir starfsmenn höfðu kom-
ið úr ýmsum áttum og úr ýmsum
stéttum og um eiginlega bankamenn
var tæpast að ræða á þessum tíma.
Fyrir þessu liði fór Haukur Þorleifs-
son vel menntaður og á besta aldrí.
Hann hafði mikinn metnað fyrir sína
stofnun og sitt starfsfólk. Hann var
kurteis og hæglátur maður sem aldrei
hækkaði róminn, en haföi einstakt
lag á að laða fóik að sér og mynda
það ágæta andrúmsloft meðal starfs-
manna sem bankinn hefur notið góðs
afalla tíð.
Haukur tók virkan þátt í félagsstarfi
bankamanna, var formaður starfs-
mannafélags Búnaðarbankans, og
þegar starfsmannafélagið gekk í
Samband íslenskra bankamanna, tók
hann sæti í stjóm S.Í.B. Hinir bank-
amir, sem á þessum tfma vora stórir
og sterkir samanborið við Búnaðar-
bankann, höföu sterka eftirlaunasjóði
sem Búnaðarbankinn haföi ekki.
Haukur stuðlaði að því að úr þessu
var bætt og eftirlaunasjóður Búnað-
arbankans var stofhaður 1942.
Fannst okkur, sem þá vorum í bank-
anum, sem stór áfangi heföi náðst í
bættum kjörum.
Sama má segja um áhuga Hauks á
ffæðslumálum bankamanna. Hann
studdi dyggilega Bankamannaskól-
ann þegar verið var að koma honum á
legg. Það mætti minnast á ýmislegt
fleira sem Haukur vann að til að gera
bankamenn meðvitaðri um að þeir
væra stétt sem þjónaði sérstöku hlut-
verki í þjóðfélaginu.
Þegar Búnaðarbankinn stækkaði
þurfti hann að fá aukið húsnæði.
Bankinn byrjaði i litlu húsnæði í
Amarhvoli, en fluttist síðan í hús
Jacobsensfjölskyldunnar í Austur-
stræti. Þegar ákvörðun var tekin um
nýtt bankahús vora keyptar lóðir
milli Austurstrætis og Hafharstrætis.
Hauki var falið að sjá um fram-
kvæmd þessa verks, en Gunnlaugur
Halldórsson arkitekt var fenginn til
að hanna húsið. Tókst þetta verk með
þeim ágætum að lengi var til þess
vitnað.
Listamennimir Jón Engilberts og
Siguijón Olafsson vora ráðnir til að
myndskreyta afgreiðslusalinn. I
Jacobsenshúsinu hafði Ólafur Túbals
verið fenginn til að mála þjóðlífs-
myndir í salinn, svo að segja má að
þar hafi verið mótuð sú stefna að ætla
listamönnum sess í húsakynnum
bankans. Þessu hefur verið haldið
áfram síðan.
Haukur átti mörg áhugamál. Eitt
þeirra var skák. Hann var í skák-
klúbbi sem tefldi reglulega um árabil.
Hér í bankanum gætti áhrifa hans á
þessu sviði, því að segja má að hann
hafi verið firumkvöðull að Riddara-
slagnum, en svo var skákmót nefht
sem árlega var haldið hér í bankan-
um. Taflmót þetta hlaut nafnið Ridd-
araslagur vegna þess að keppt var um
farandgrip forkunnarfallegan, út-
skorinn riddara. Haukur var góður
skákmaður og vann t.d. Riddaraslag-
inn 1957 og 1958. Hér í bankanum
þjálfuðust ungir menn i íþróttinni,
þannig að þeir urðu með bestu skák-
mönnum landsins. Þessi skákhefö
hefur haldið velli í stofhuninni, svo
að nú getum við ekki aðeins státað af
Islandsmeisturam í skák, heldur
einnig af tveim skákmeisturam úr
hópi starfsmanna. Firmakeppni í
skák hafa sveitir Búnaðarbanka unn-
ið oftar en nokkrir aðrir.
Annað áhugamál Hauks er laxveiði.
Hann var einn af þeim veiðimönnum
sem veiddu eingöngu á flugu og varð
leikinn og fær veiðimaður. Minnist
ég ánægjulegra veiðiferða frá liðnum
áram. Eg dáðist oft að þrautseigju
hans og lagni. Haukur lét sér ekki
nægja að veiða lax, heldur haföi hann
mikinn áhuga á fiskirækt, vatnsmiðl-
un og fiskvegum. Hann eyddi mikl-
um tíma og fjármunum ásamt nokkr-
um vinum sínum í að gera Sveðju-
foss í Langá laxgengan. Með því að
gera Sveðjufoss laxgengan opnaðist
dásamlega fallegt og skemmtilegt
veiðisvæði. Haukur reisti ser sumar-
bústað í landi Litlafjalls í kjarrivax-
inni hlíð, þar sem hann dvaldist
gjaman, einkum þegar hann var við
veiðar í Langá.
Haukur var félagslyndur maður sem
margir leituðu til. Því má segja að
það hafi verið sjálfgert að hann tæki
þátt í starfi Skaftfellingafélagsins, en
þar starfaði hann mikið, var m.a. í
stjóm þess og formaður um nokkur
ár. Á þessum áram ferðaðist hann oft
um Skaftafellssýslur með Vigfusi
Sigurgeirssyni kvikmyndatöku-
manni. Ávöxturinn af því samstarfi
var sú ágæta mynd „Sveitin milli
sanda“ sem lýsir lífi og starfi í
Skaftafellssýslum á fyrri tíð að
ógleymdri náttúrafegurðinni.
Haukur kvæntist Ásthildi Egilsson
1935. Áttu þau lengst af heima í Urð-
artúni í Kleppsholti. Þangað var gott
að koma og heimsækja Hauk og Lóló
og bömin fjögur, sem nú era öll full-
orðin og komin með maka og böm.
En alltaf era þau jafnelskuleg og á ár-
um áður. Haukur og Ásthildur slitu
samvistum.
Haukur kvæntist aftur eftirlifandi
konu sinni, Ástu Bjömsdóttur hjúkr-
unarkonu. Síðustu árin dvöldu þau
Haukur og Ásta Iangdvölum á Mall-
orca, þar sem Haukur undi sér við
skriftir, útskurð og málanám. Haukur
haföi góða heilsu lengst af, en síð-
ustu tvö árin vora honum erfið og
annaðist Ásta hann þá af mikilli um-
hyggju.
Frá fyrstu áram okkar Hauks í bank-
anum á ég margar góðar minningar.
Starfsfólk og fjölskyldur þeirra
tengdust föstum vinaböndum á þess-
um áram. Kvöldvökur, sem við héld-
um með heimagerðu skemmtiefni,
era ógleymanlegar og ekki síður
gróðursetningarferðir sem famar
vora árlega í Heiðmörk þar sem allir
fjölskyldumeðlimir tóku þátt á hvaða
aidri sem þeir vora.
Að leiðarlokum vil ég þakka Hauki
langa og góða samfylgd um leið og
ég votta aðstandendum hans samúð.
Hannes Pálsson
í dag er til moldar borinn Haukur
Þorleifsson, fyrrverandi aðalbókari
Búnaðarbanka íslands. Haukur fædd-
ist að Hólum í Homafirði 31. desem-
ber 1903 og var næstyngstur 10
bama Þorleifs Jónssonar, alþingis-
manns Austur-Skaftfelling, og konu
hans Sigurborgar Sigurðardóttur.
Hann ólst upp miklu menningar- og
myndarheimili og var i miklu afhaldi
bæði foreldra og systkina. Það heyrði
ég oft hjá föður mínum sem dáði og
virti Hauk bróður sinn.
Haukur gekk í Menntaskólann á Ak-
ureyri og var í hópi fýrstu stúdenta
1928. Hann stundaði stærðffæði- og
hagffæðinám í Þýskalandi ffá 1928-
1932. Hann hóf störf í Búnaðarbanka
Islands síðla árs 1932, fyrst í Kreppu-
lánasjóði, en varð síðan aðalbókari
bankans. Búnaðarbankinn naut
starfskrafla þessa mikilhæfa manns
alla starfsævi hans. Um mörg ár
starfaði hann mjög náið með Hilmari
Stefánssyni bankastjóra og var hans
hægri hönd. Hann var settur banka-
stjóri um eins árs skeið í veikindafor-
föllum Hilmars. Haukur var mikill
stærðffæðingur og agaður í öllum
vinnubrögðum. Vora ráð hans mikils
metin í vinnu og meðal vina og ætt-
ingja og oft til hans leitað. Veit ég að
margir hugsa til hans með þakklæti
fyrir holl ráð. Slíkum mönnum er
gott að kynnast og eiga að vini.
Haukur hafði næmt auga fyrir list-
um og sá hann um kaup bankans á
listaverkum um árabil. Einnig sá
hann um byggingarffamkvæmdir á
húsi aðalbankans við Austurstræti
sem Gunnlaugur Halldórsson teikn-
aði. Fóra þeir til útlanda áður en
byggingarffamkvæmdir hófust til að
kynna sér nýjungar í bankabygging-
um.
Haukur var mjög liðtækur skákmað-
ur og lengi í ffemstu röð skákmanna
Búnaðarbankans.
Haukur kvæntist árið 1935 Ásthildi
Gyðu Egilsson, en þau slitu samvist-
um. Þau eignuðust 4 böm: Gunnar
Má, skrifstofustjóra í Landakoti,
kvæntan Sjöfh Egilsdóttur, eiga þau
5 böm; Þorleif lektor, kvæntan Guð-
nýju Bjamadóttur lækni, eiga þau 3
böm, en hann á einn son fyrir hjóna-
band; Höllu meinatækni, gifta Guð-
mundi Ingólfssyni ljósmyndara, eiga
þau 3 böm; Nönnu Þóranni sjúkra-
þjálfara, gifta Ivar Björklund, eiga
þau 2 böm og hún eina dóttur fyrir
hjónaband.
Við, sem kynntumst heimilinu að
Urðartúni við Laugarásveg, eigum
margar ljúfar minningar þaðan, en
þar var jafnan opið hús fyrir frændur
og vini á gamlárskvöld á afmælisdegi
Hauks.
Síðari kona Hauks er Ásta Bjöms-
dóttir hjúkranarkona. Dvöldu þau
langdvölum á Mallorca og nutu
margir gestrisni þeirra þar í hinni
mildu veðráttu. Haukur naut ein-
stakrar umhyggju Ástu til hinstu
stundar.
Ég vil að lokum þakka ffænda mín-
um löng og góð kynni og fyrir hönd
bankastjómar Búnaðarbankan langa
og dygga þjónustu.
Stefán Pálsson