Tíminn - 27.03.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.03.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. mars 1990 Tíminn 5 Stærstu og öflugustu náttúrunýtingar- og verndarsamtök BNA lýsa yfir stuðningi við íslendinga í _ nýtingu auðlinda sjávar: BB AHRIFAMIKIL SAMTOK ÁLYKTA UM LIÐVEISLU Umhverfísverndar- og landnýtingarráðstefna National Wilderness samtakanna sem haldin var í Salt Lake City lauk nú um helgina. í lok ráðstefnunnar var samþykkt samhljóða ályktun frá bandarísku bændasamtökunum um að veita Norðmönnum og íslendingum fullan stuðning til þess að nýta sér auðlindir hafsins og að þær geti þar með aftur hafíð hval- og selveiðar. „Ályktunin er okkur gífurlega mikils virði því að ein sterkustu samtök Bandaríkjanna hafa lýst yfir beinum stuðningi við okkur til að nýta náttúrulegar auðlindir okkar. Mér var auk þess tjáð að við gætum haft beinan aðgang að þeim leiðum sem samtökin hafa til að koma upplýsingum til bandarískra þingm- anna og stjórnvalda. Það má því segja að þessi ráðstefna hafi opnað dyr sem áður voru lokaðar,“ sagði Magnús Guðmundsson, kvikmynda- gerðarmaður, sem þátt tók í ráð- stefnunni. í samtökunum National Wilder- ness eru bandarísku bændasamtökin auk ýmissa annarra aðila sem hafa framfæri sitt af nýtingu náttúruauð- linda. Á ráðstefnunni var mjög fjall- að um náttúruvernd og skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda. Einnig var mjög fjallað um skemmdar- og hryðjuverk öfgasinnaðra umhverf- issamtaka. Ráðstefnufulltrúar voru um 300 talsins en í aðildarfélögum National Wilderness eru um 27 milljónir manna. Pólitískt vægi samtakanna í BNA er mjög mikið og a.m.k. 250 þingmenn eru í þessum samtökum. Fjöldi þingmanna tók þátt í ráð- stefnunni í Salt Lake City og það kom þeim, sem öðrum ráðstefnu- gestum, mjög á óvart afskipti banda- rískra embættismanna og stjórn- valda og hótanir um efnahagsþving- anir vegna hvalveiða þjóðanna í Norðurhöfum. Magnús Guðmunds- son hélt þrjár ræður um aðgerðir Grænfriðunga og annarra ofstækis- afla gegn íslendingum. Einnig sýndi hann myndina Lífsbjörg í Norður- höfum. í fréttaskeyti frá norska blaða- manninum John Arne Storhaug, hjá Lofotenposten, frá ráðstefnunni seg- ir að ályktunin sé stórsigur fyrir þjóðirnar í Norðurhöfum sem byggja að hluta eða öllu leyti afkomu sína á nýtingu hafsins því að áhrif National Wilderness á stjórnvöld séu veruleg. í fréttaskeytinu er Magnúsi Guðmundssyni þakkaður þessi árangur. Hann hafi skýrt frá og lagt fram gögn er sönnuðu hvernig Grænfriðungar og önnur öfgasamt- Björgunarbátur notaður til sjúkraflutninga Nota þurfti björgunarbát Slysa- varnarfélagsins á ísafirði á sunnu- dagskvöld til að sækja veikt barn til Bolungarvíkur, sem komast þurfti undir læknishendur. Barnið var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði. Ástæða þess að kalla þurfti út björg- unarbátinn, var að vegurinn um Óshlíð var lokaður vegna snjóskriða sem á hann höfðu fallið. Helgin var erilsöm hjá lögreglunni á ísafirði. Tveir ökumenn voru tekn- ir grunaðir um ölvun við akstur. Pá urðu óvenjumargir árekstrar á ísa- firði um helgina og skemmdust í þeim á bilinu 8 til 10 bílar og flytja þurfti tvennt á sjúkrahús, með minniháttar meiðsl. - ABÓ ök hafa reynt að eyðileggja efnahag og afkomumöguleika veiðiþjóðanna í norðri og haft til þess stuðning bandarískra embættismanna og stjórnvalda. Auk Magnúsar voru nokkrir full- trúar norskra stjórnvalda áheyrnar- fulltrúar, þeirra á meðal haffræð- ingurinn Geir Finne. í viðtali við blaðamann Lofotposten segir Geir Finne að það starf sem Magnús Guðmundsson hafi innt af hendi til að kynna málstað fiskveiðiþjóðanna hafi haft margfalt meiri áhrif en starf allra norrænna ráðherra og ráðu- neytismanna hingað til samanlagt. Sú nefnd Alþjóða hvalveiðiráðs- ins sem fer með mál sem varða norðausturhluta Atlantshafsins kemur saman til fundar í Tromsö í næsta ntánuði en sjálft ráðið kemur saman til árlegs fundar í Hollandi í júnímánuði. Bandarískir þingmenn sem sátu ráðstefnuna í Salt Lake City kváðust ntyndu fylgjast náið með hvaða afstaða verður ríkjandi hjá fulltrúum BNA í ráðinu. Þær upplýsingar sem komu fram á ráðstefnunni, m.a. frá Magnúsi Guðmundssyni komu öldungadeild- arþingmanninum Jake Garn frá Utah á óvart. Hann sagði við norska blaðamanninn John Arne Storhaug að sér kæmi mjög á óvart að banda- rfsk stjórnvöld hefðu hótað að beita m.a. íslendinga og Norðmenn efna- hagsþvingunum vegna hvalveiða þeirra. Honum var einnig ókunnugt um að nieðan á ráðstefnunni stóð, var sjávarútvegsráðherra Norð- ntanna að reyna að semja við banda- rísk stjórnvöld um að þau gerðu ekki alvöru úr hótunum um að beita Norðmenn efnahagsþvingunum nema þeir hæflu við að veiða fimm hrefnur í rannsóknaskyni. Jake Garn sagði af þessu tilefni: „Ég trúi ekki að haft hafi verið í hótunum af þessu tagi. Ég mun afla mér upplýsinga um þessi mál og reynist þetta rétt, mun ég beita mér í málinu." _sá Sigurvegarar í tölti á þriðja stigamóti Geysis í Rangárvallasýslu. Gustur, Silfurblesa og Stoðhesturinn Gustur frá Vind- ási og hryssurnar Silfurblesa frá Svaðastöðum og Sverta frá Stokk- hólma eru efst að stigum í tölti eftir þrjú mót á Vetrarmóti hesta- mannafélagsins Geysis í Rangár- vallasýslu. Gustur hefur 28 stig, Silfurblesa 27 og Sverta 18. Á mótinu á laugardaginn sigraði Gustur frá Vindási. Eigandi hests- ins er Jón Þorvarðarson í Vindási, knapi Jón Jónsson. Silfurblesa frá Svaðastöðum varð önnur, knapi Leifur Helgason en eigendur Anders og Lars Hansen á Ár- bakka. í þriðja sæti varð Imba frá Tjaldhólum, knapi Unn Kroghen, eigandi Ingibjörg Ottesen. Hnokki frá Vaðmúlastöðum varð fjórði, eigandi og knapi Kristjón Krist- jánsson, Hellu. Sverta frá Stokk- hólma varð fimmta, knapi í for- keppni var Leifur Helgason en Rut Stefánsdóttir í úrslitum. Eigendur eru Lars og Anders Hansen á Árbakka. Nasi frá Hala varð sjötti, knapi í forkeppni Borghildur Kristins- dóttir, en Sigurður Sæmundsson í úrslitum, eigandi Markús Ársæls- son, Hákoti. Tromma frá Skarði varð sjöunda, eigandi og knapi Borghildur Kristinsdóttir, Skarði. Gustur frá Skíðbakka varð áttundi, eigandi Guðbjörg Albertsdóttir, knapi Rútur Pétursson. Snúðurfrá Sverta efst Skarði varð níundi, eigandi Krist- inn Guðnason, knapi Marjolyn Tiepen. Smáhildur frá Skarði varð tíunda, eigandi Guðni Kristinsson en knapi Unn Kroghen. í skeiði sigraði Sigurður Sæ- mundsson á Dagfara, Marjolyn Tiepen varð önnur á Snúði og Birgir Sigurðsson þriðji á Sleipni. í tölti barna varð Halldór Guð- jónsson efstur á Rauðskegg, Sig- ríður Kristinsdóttir önnur á Framtíð, Rafn Bergsson þriðji á Funa, Fannar Bergsson fjórði á Þrym og Helgi Guðmundsson fimmti á Berki. Næsta stigamót Geysis verður haldið laugardaginn 19. apríl. Umræður utan dagskrár á Alþingi um hvort hérlendis fari fram njósnir á vegum Öryggismálastofnunnar Bandaríkjanna: Meintar njósnir verða kannaðar Umræður fóru fram utan dagskrár á Alþingi í gær um meinta njósnastarf- semi Öryggismálastofnunnar Bandaríkjanna hér á landi. Þar kom m.a. fram að utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, hyggst láta kanna hvort Öryggismálastofnunin stundi njósnir hér á landi. Það var Hjörleifur Guttormsson alþingismaður sem hóf umræðuna, en hann lagði út af frétt Ríkisút- varpsins frá því á sunnudag, þar sem haft var eftir blaðamanni bandaríska stórblaðsins Whasington Post, að Öryggismálastofnun Bandaríkjanna stundaði fjarskiptanjósnir frá rat- sjárstöðinni á Miðnesheiði. Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, sagði er hann svaraði fyrirspyrjanda, að kunnugt væri að frá 1974 hefði verið starfandi í Keflavík öryggismáladeild banda- ríska sjóhersins. Hlutverk hennar væri að starfrækja hátíðnimiðunar- stöð. Annars vegar til stuðnings við siglingarfræðileg hjálpartæki og björgunarstöð og hins vegar að afla upplýsinga með því að hlera fjar- skiptasendingar herflugvéla og kaf- báta Sovétmanna. Samkvæmt upp- lýsingum frá yfirmanni bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, væri hlerunarloftnetið AFRD 10, sem vísað var til í frétt útvarpsins, ekki til staðar hér á landi. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, sagði við umræðurnar að Öryggismálastofnun, stundaði að verulegu leyti borgaralegar njósnir og varpaði fram þeirri spurningu hvort stjórnvöld hefðu veitt þessari stofnun leifi til aðstafa hérá landi. Jóhann Einvarðson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, kvaðst ekki hafa trú á því að borg- aralegar persónunjósnir væru stund- aðar á vegum hersins í Keflavík. Hann setti jafnframt þá kröfu fram að ef rannsaka ætti hvort deild Öryggismálastofnunar væri starfandi hér á landi, yrði einnig að rannsaka starfsemi rússneska sendiráðsins hér á landi, með tilliti til þess hvort þaðan væru stundaðar njósnir. - ÁG Breyttur afgreiðslutími Frá aprílmánuði 1990 verður afgreiðsla vor í Tryggvagötu opin frá kl. 8.15 til 15.00 daglega. Tryggingastofnun ríkisins Frá Tónlistar- skóla Kópavogs 1. vortónleikar skólans verða haldnir í —~ salnum Hamraborg 11,3. hæð, mið- vikudaginn 28. mars kl. 19. Byrjendur í hljóðfæraleik koma fram. Skólastjóri Húsvörður óskast Húsvörður óskast að Laugagerðisskóla á Snæfell- snesi. Umsóknarfrestur er til 10. apríl næstkom- andi. Upplýsingar veita; Guðbjartur Alexandersson í síma 93-56685 og Höskuldur Goði í síma 93- 56601 eða 93-56600.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.