Tíminn - 28.03.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.03.1990, Blaðsíða 1
Hefur boðað f rjálslyndi og f ramfarir í sjö tugi ára ^ ŒRÐ f LAUSASÖLU Jón Sigurðsson bankamálaráðherra segir að hrikta muni í bankakerfinu vegna aðlögunar að gjörbreyttu rekstrarumhverfi: Vill reka bankana inn í veruleikann . j^ Jón Sigurðsson bankamálaráðherra á fundinum i Bankamannaskólanum i gær. Á fundi hjá Bankamannaskólanum í gær sagði Jón Sigurðsson bankamálaráðherra að vissu- lega ylli það bönkum vanda vegna tekjumissis þegar verðbólgan félli jafnört og raun ber vitni þessar vikurnar. Ljóst væri að það myndi hrikta í þeim meðan þessi breyting á veruleikanum Timamynd: Aml Bjama gengi yfir en krafa samfélagsins væri hins vegar sú sama og bankarnir hefðu gert til sinna við- skiptavina: þeir verði að hagræða og laga sig að veruleikanum, koma með skynsamlegar rekstrar- áætlanir og þá verði kannski hægt að koma til móts við þarfir þeirra. # Blaðsíða 5 Kominn er upp ágreiningur milli Ásgeirs Hannesar og flokksbrodda í Borgara- flokki út af Nýjum vettvangi, en slíkan ágreining er farið að kalla „Kristínarveiki": Kljufa sameiningarofl tvo stjornmalaflokka Gagnrýni hefur komið fram á Ásgeir Hannes Eiríks- son, þingmann Borgaraflokksins, frá forystumönnum fiokksins í Reykjavík, þess efnis að óviöunandi sé að hann þjóni tveimur herrum. Ásgeir er einn af stofnend- um Nýs vettvangs og stuðningsmaður þess framboðs í borgarstjórnarkosningunum í vor, en er jafnframt þing- maóur Borgaraflokksins sem hyggst bjóða fram sinn eigin iista i Reykjavik. Mál Ásgeirs og framboðsmál flokksins á að ræða innan flokksins í vikunni. Nýr vett- vangur, sem skilgreinir sig sem sameiningarafl, virðíst á góðri leið með að kljúfa tvo flokka, en áður hafa for- ystumenn úr Alþýðubandalaginu gengið til liðs við Nýj- an vettvang. Er nú svo komið að þessu klofnings- mynstrí hefur manna á meðal veríð gefið sérstakt nafn: „Kristínarveiki". mBlaðsíða3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.