Tíminn - 28.03.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.03.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 28. mars 1990 Landbúnaðarráðherra hefur breytt reglugerð um fullvirðisrétt til mjólkurframleiðslu: Bændur mega flytja 15% af mjólk milli verðlagsára Landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð sem leyfir bændum að flytja allt að 15% af framleiðslurétti sínum í mjólk á yfirstandandi verð- lagsári yfir á næsta verðlagsár. Með þessu er verið að koma til móts við bændur sem munu nýta allan fullvirðisrétt sinn í ár. Ónotuðum fullvirðis- rétti verður skipt á milli mjólkurframleiðenda innan búmarkssvæða. Eins og kunnugt er hefúr mjólkur- framleiðslan verið of lítil síðustu mánuðina. Framleiðsla síðustu fimm mánuði er t.d. nokkru minni en á sama tíma árið á undan. Engu að síð- ur eru allmargir bændur sem koma til með að nýta allan framleiðslurétt sinn. Þeir hinir sömu geta vænst þess að fá greitt fyrir meira en sem nemur þessum margumrædda fúllvirðisrétti. Ekki er lengur greitt fyrir ónotaðan fúllvirðisrétt og því skiptist hann á milli þeirra sem fara fram yfir sinn rétt. Hvað hver og einn má nákvæmlega framleiða kemur hins vegar ekki í ljós fyrr en í lok þessa verðlagsárs, en því líkur 31. ágúst. Þá verður tekið til við að reikna og ónotuðum fram- leiðslurétti deilt niður á milli bænda. í annarri grein reglugerðarinnar er rætt um hvemig þetta skuli gert. „Ónotaður fúllvirðisréttur ... fellur fyrst til viðkomandi búmarkssvæðis og skal þar ráðstafa honum til ann- arra ffamleiðenda hlutfallslega eftir því sem þörf krefúr, fyrst til þeirra sem hafa fúllvirðisrétt minni en 80% af búmarki, að 80% markinu, síðan á ffamleiðslu að búmarki viðkomandi býla og síðast á framleiðslu yfir bú- mark á svæðinu. Því sem þá kann að vera óráðstafað skal ráðstafa til ann- arra búmarkssvæða." Að sögn Gísla Karlssonar, fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs, er samdrátturinn í mjólkurffamleiðslu mestur á Suður- og Vesturlandi. Þetta má m.a. skýra með slæmum heyjum. Bændur í þessum landshlutum geta því vænst þess að fá mesta ábót á fullvirðisréttinn. Gísli vildi þó taka ffam að þetta gæti breyst ef ffam- leiðsla verður mikil í vor og sumar. - EÓ Forgangsmálalisti ríkisstjórnarinnar lagður fyrir þingflokka á Alþingi: 45 mála óskalisti Samdráttur í öllum atvinnugreinum á síðasta ári: Verslun minnkaði um 8% frá 1988-98 Forgangsmálalisti ríkisstjómarinnar var tekinn til umræðu á þingflokks- fúndum á Alþingi í gær. Á listanum eru alls 45 mál, þar af fimm sem á eftir að leggja fram og eitt sem ekki hefúr náðst samkomulag um að leggja ffam. Það mál, sem ekki hefur verið heim- iluð framlagning á innan þingflokk- anna, er ffumvarp frá iðnaðarráð- herra þar sem gert er ráð fyrir að Þró- unarsjóður lagmetisiðnaðar verði lagður niður og honum skipt á milli eignaraðila. Óvfst er hve mörg af málunum á forgangslistanum verða afgreidd fyrir þinglausnir í vor, en sá ráðherra sem á þar flest mál er utan- ríkisráðherra, með alls átta mál. Þau þingmál af listanum, sem eftir er að leggja fram á Alþingi, eru ffumvörp um héraðsskóga og sjóðagjöld ffá landbúnaðarráðherra. Frumvörp um Atvinnuleysistryggingarsjóð og flutning skóla og heilbrigðisstétta til menntamálaráðuneytis ffá heilbrigð- is- og tryggingarráðherra, og loks frumvarp frá iðnaðarráðherra um breytingu á lögum um raforkuver. Önnur mál á listanum eru: Frum- varp um verkefni umhverfisráðu- neytis, frá forsætisráðherra. Frum- vörp um breytingar á lögum um gagnkvæma aðstoð í tollamálum, al- þjóðareglur til að koma i veg fyrir árekstra á sjó og bann við viðskiptum við Suður-Áfríku og Namibíu, frá ut- anríkisráðherra. Frá sama ráðherra eru þingsályktunartillögur um vamir gegn pyndingum og ómannlegri meðferð, ólögmætar aðgerðir gegn öryggi flugsamgangna, gagnkvæm viðurkenning á niðurstöðum prófana og samræmisstaðfestingum, breyting á EFTA-samningi um fríverslun með fisk og rammasamningur við EB um samvinnu á sviði vísinda og tækni. Frá heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra eru á forgangslistanum, auk óframkominna mála, lög um heil- brigðisþjónustu og þingsályktunartil- laga um heilbrigðisáætlun. Frá fé- lagsmálaráðherra eru lög um Hús- næðisstofúun ríkisins, jafnréttislög, lögheimili og skipulags- og bygging- arlög. Iðnaðarráðherra vill fá sam- þykkt Iög um stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins og við- skiptaráðherra lög um greiðslukorta- starfsemi. Frá fjármálaráðherra er að finna á listanum lagaffumvörp um ábyrgðasjóð afurðalána fiskeldis, bif- reiðagjald, lána- og ábyrgðastofnun ríkisins, ásamt lögum um skattlagn- ingu orkufyrirtækja. Landbúnaðar- ráðherra leggur áherslu á að fá sam- þykkt ffumvörp um innflutning dýra og vamir gegn sjúkdómum og mein- dýrum á plöntum. Samgönguráð- herra leggur ffam að jarðgangagerð á Vestfjörðum verði flýtt, ffumvarp um Hvalfjarðargöng, breytingu á sjó- mannalögum og flugmálaáætlun og vegaáætlun. Dómsmálaráðherra á á listanum frumvörp um skipan presta- kalla og prófastsdæma og viðaukalög um skipan dómsvalds í héraði o.fl., en umhverfisráðherra lagafrumvarp um brotamálma og skilagjald. Þá er loks að telja lagafiumvörp um Kvikmyndastofnun, útvarp, Þjóð- leikhús og grunnskóla ffá mennta- málaráðherra og lög um úreldingar- sjóð fiskiskipa og stjóm fiskveiða ffá sjávarútvegsráðherra. - ÁG Samdráttur varð í öllum helstu at- vinnugreinum landsmanna árið 1989 miðað við árið á undan. Tap í at- vinnurekstri er eigi að síður talið nokkru minna í fyrra heldur en það var 1988. Samkvæmt yfirliti Þjóðhagsstofh- unar virðist samdráttur hafa orðið hvað mestur í smásöluverslun, um 8% að meðaltali. Matvöruverslun og blönduð verslun (stórmarkaðir og kaupfélög) eru að vísu talin hafa haldið sínu. Samdráttur í annarri smásöluverslun er á hinn bóginn tal- inn um 12-13% frá árinu á undan. í landbúnaði minnkaði framleiðsla kindakjöts um 6% og mjólkur um 3%. Framleiðsla sjávarafúrða er einnig talin hafa minnkað um 3%. Áætlað er Á alþjóðakvikmyndahátíðinni í Va- lenciennes í Frakklandi, sem lauk um síðustu helgi, voru tveimur leikstjór- um veitt verðlaun. Rússneska leik- stjóranum Alexandre Prochkine fyrir myndina „Le froid eté ‘53“ (Hart vor 1953) og íslenska leikstjóranum Hrafni Gunnlaugssyni fyrir kvik- Stjóm Fjórðungssambands Vest- fjarða fagnar ffamkomnu frumvarpi samgönguráðherra um jarðganga- gerð á norðanverðum Vestfjörðum. í samþykkt stjómarinnar segir að sé það talinn nauðsynlegur þáttur í að flýta jarðgangagerðinni geti stjómin fallist á að innheimt verði sérstakt aukagjald af bensíni og brennsluolíu á ökutæki og vinnuvélar á svæðinu. Stjómin telur að umræddar ffam- kvæmdir séu eitt áhrifamesta átak til að treysta byggð á svæðinu, þar sem tveir af hverjum þremur Vestfirðing- um em búsettir. Þá telur stjómin ekki neinn vafa á að jarðgöngin muni draga úr útgjöldum við hin ýmsu þjónustu— og ffamkvæmdaverkefni ríkisins og sveitarfélaga og verða að iðnaðarframleiðsla í heild hafi minnkað um 3,5%. Þar er hins vegar verulegur munur milli greina. Þannig jókst t.d. ffamleiðsla gosdrykkja og í matvælaiðnaði ásamt stóriðju. Sam- drátturinn varð hins vegar hvað mest- ur í skipasmíði og ullariðnaði. Sam- dráttur í byggingariðnaði er talinn um 4%. Þá er talið að um 6% samdráttur hafi orðið í þjónustugreinum. Hins vegar jókst stórlega fram- leiðsla á matfiski í fiskeldi, „þó hún sé engan veginn eins mikil og vonir stóðu til“, segir Þjóðhagsstoffiun. Þessi ffamleiðsla var um 1.400 tonn árið 1988 en er áætluð um 3.200 tonn á síðasta ári (álíka og afli eins tog- ara). - HEI myndina „í skugga hrafnsins“. Rúss- neska myndin fékk „Prix Lino Vent- ura“, sem eru verðlaun veitt í minn- ingu leikarans Lino Ventura. Islenska myndin fékk „Prix Special du Jury“, sem eru sérstök verðlaun dómnefnd- traustur grundvöllur að samvirkara mannlífi á svæðinu. —ABÓ Leiórétting I fyrrihluta greinarinnar „Legstað- ur Jónasar Hallgrímssonar“ í helg- arblaði Tímans 24/25. mars sl. á blaðsíðu 11 eru prentvillur. Talað er um nr. 1Ó956, sem er rangt en á að vera nr. 1095. Þá er misprentað Petersstræde í stað Pederstræde. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. STÓLGÓÐ FERMINGARGJÖH - ótrúlega fjölbreyttir stillimöguleikar - hægt að velja um mjúk eða hörð hjól -alullaráklæði í mörgum litum -5áraábyrgð X STEINAR SMIÐJUVEGI 2 - 200 KÓPAVOGI-SÍMI\9 146600 Hrafn fær verðlaun Fjórðungssamband Vestfjarða: Fagna frumvarpi um jarðgangagerð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.