Tíminn - 28.03.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.03.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Steingrímur Hermannsson Bjartari horfur í efnahagsmálum Opinn fundur verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 29. apríl n.k. kl. 20.30. Fundarefni: Bjartari horfur ( efnahagsmálum. Frummælandi verður Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og mun hann svara fyrirspurn- um. Fundarstjóri: Alfreð Þorsteinsson, formaður F.R. Framsóknarfélag Reykjavíkur Alfreð Þorsteinsson Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 1. apríl n.k. í Danshöllinni (Þórscafé) kl. 14.00. Þrenn verðlaun karla og kvenna. Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra flytur stutt ávarp í kaffihléi. Framsóknarfélag Reykjavíkur Garðabær Fundurverðurhaldinn í Framsóknarfélagi Garðabæjar miðvikudaginn 28. mars n.k. kl. 20.30. Fundarefni: Framboðsmál Stjórnin Keflavík - Fram-orðið Frambjóðendur flokksins til bæjarstjórnarkosninganna verða til viðtals á hverju kvöldi fram að kosningum að Hafnargötu 62, Keflavík. Keflvíkingar eru hvattir til að koma og kynna sér stefnu flokksins og ræða málin. Frambjóðendur Hafnarfjörður - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Hverfisgötu 5, alla virka daga milli kl. 17 og 19, laugardaga frá kl. 10 til 13.00. Sími 51819. Allir velkomnir, alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Kjördæmissamband Framsóknarfélaganna á Vesturlandi: um sveitarstjórnarmál Borgarnesi 31. mars 1990 1. Kl. 10.00 Ráðstefnan sett Erna Einarsdóttir, formaöur KSFV. 2. Kl. 10.10 Kosningaundirbúningurinn Eiríkur Valsson, Reykjavík. Kl. 10.30 Fyrirspurnir. 3. Kl. 10.45 Staða Framsóknarflokksins í kjördæminu og sveitarstjórnarkosningarnar 1990. Guðmundur Guömarsson, Borgarnesi. 4. Kl. 11.00 Umræðuhópar um undirbúning fyrir sveita- stjórnarkosningarnar 1990. Kl. 12.00 Hádegisverður. 5. Kl. 12.30 Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga Alexander Stefánsson, alþingismaöur. 6. Kl. 12.45 Fjármál og fjárfestingar sveitarfélaga Ingibjörg Pálmadóttir, Akranesi. Kl. 13.00 Fyrirspurnir. 7. Kl. 13.20 Hópstarf. 8. Kl. 15.10 Framsögur úr umræðuhópunum. Kl. 15.40 Fyrirspurnir og umræður. Kl. 16.00 Ráðstefnuslit. Allir stuðningsmenn velkomnir. Eyfirðingar Konur og sveitarstjórnarmál Fundur á Hótel KEA laugardaginn 31. mars nk. kl. 15.00. Frummælendur: Unnur Stefánsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna. Valgerður Sverrisdóttir, alþlngismaður. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri. Guðlaug Björnsdóttir, bæjar- fulltrúi á Dalvík. Kolbrún Þormóðsdóttir, varabæjarfulltrúi á Akureyri. Að framsöguerindum loknum fara fram almennar umræður. Konur fjölmennum. Framsóknarkonur við Eyjafjörð Framsóknarmenn í Borgarfirði Aðalfundur Framsóknarfélags Borgarfjaðarsýslu verður haldinn á Hvanneyri (Nýja skóla) sunnudaginn 1. apríl kl. 15.00. Á fundin mæta formaður og varaformaður kjördæmasambandsins. Stjórnin Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. E LANDSVIRKJUN Blönduvirkjun Útboð Landsvirkjun óskareftirtilboðum í byggingu starfs- mannahúsa við Blönduvirkjun. Verkið felur í sér að byggja hús með herbergjum fyrir starfsfólk, mötuneyti, tómstundaaðstöðu og geymslum svo og hús fyrir stöðvarstjóra ásamt frágangi vega og lóða við húsin. Starfsmannahúsið verður steinsteypt bygging, tvær hæðir, kjallari og ris, og hús stöðvarstjóra einnig steinsteypt, hæð og kjallari. Samanlögð stærð húsanna verður um 2600m2 að flatarmáli og 8300m3 að rúmmáli. Lóðin er alls um 8000m2þar af slitlag vega og hellulögn um 2600m2. Skila skal húsunum fullfrágengnum. Gert er ráð fyrir að þau verði steypt upp á þessu ári, en verkinu verði lokið að fullu seinni hluta næsta árs. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar að Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík frá og með föstudeginum 30. mars 1990 gegn óaftur- kræfu gjaldi að upphæð 5000 krónur fyrir fyrsta eintak, en 3000 krónur fyrir hvert eintak þar til viðbótar. Tilboðum skal skila á skrifstoíu Landsvirkjunar í Reykjavík fyrir klukkan 12.00 föstudaginn 27. apríl 1990, en þau verða opnuð sama dag klukkan 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Reykjavík, 23. mars 1990 LANDSVIRKJUN Frá Menntamálaráðuneytinu Lausar eru nokkrar kennarastööur viö Grunnskóla Reykjavíkur. Meöal kennslugreina eru: tónmennt, heimilisfræði, sérkennsla og talkennsla. Umsóknarfrestur er til 26. apríl nk. t Okkar hjartans þakkir sendum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúö, vinarhug og hjálpsemi við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, sonar, bróöur og tengdasonar Benedikts Rúnars Hjálmarssonar Sandabraut 16, Akranesi Sérstakar þakkir til Jaðarbakkabræðra, knattsþyrnufélags ÍA, Mf 1. kvenna ÍA og góöra vina okkar, þið hafið veitt okkur ómetanlegan styrk. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur góða daga. Friðgerður Bjarnadóttir Kolbrún Benediktsdóttir Ásta Benediktsdóttir ívar örn Beneditksson foreldrar, systkini, tengdamóðir og aðrir vandamenn Miðvikudagur 28. mars 1990 llllllllllllllllllllllllllll DAGBÓK Áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands 12. áskriftartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands veröa haldnir í Háskóla- bíói fimmtud. 29. mars kl. 20:30. Einleik- ari verður austurríski fiðluleikarinn Ernst Kuvacic og hljómsveitarstjóri Páll P. Pálsson, fastráðinn hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar. Á efnis- skránni verða fjögur verk; Flugeldar eftir Igor Stravinsky, Metamorphosen eftir Paul Hindemith, Oceanides eftir Jean Sibelius og Fiðlukonsert eftir Johannes Brahms. Eftir tónleika Ernst Kovacic fiðlu- leikara í Royal Festival Hall var sagt í umsögn um hann í Sunday Times: „Heim- urinn á vart í dag færari né listrænni fiðluleikara." Kovacic hlaut tónlistarmenntun sína í tónlistarháskóla Vínarborgar. Hann hef- ur hlotið fjölda verðlauna fyrir þátttöku í keppnum. Kovacic hefur ferðast víða um heim sem einlaikari og leikið með sinfón- íuhljómsveitum. Hann leikur á ítalska fiðlu frá 1753, sem gerð var af Giovanni Battista Guadagnini, en hann hlaut menntun í iðninni hjá föður sínum og Stradivaríusi. Páll P. Pálsson hefur verið fastráðinn hljómsveitarstjóri hjá Sinfóníuhljómsveit íslands frá 1971. Hann er fæddur í Graz í Austurríki en settist að á íslandi 1949. Sl. ár var Páll sæmdur prófessornafnbót við tónlistarskólann í Graz. Auk starfa sinna með Karlakór Reykjavíkur og Sin- fóníuhljómsveitinni hefur hann skrifað fjölda tónverka. Eitt þeirra, Konsert fyrir hljómsveit, verður frumflutt á 14. áskrift- artónleikum hljómsveitarinnar 26. apríl n.k. Háskólafyrirlestur: „England and 0rkneyingasaga“ Dr. Judith Jesch, lektor í norrænum fræðum (Viking Studies) við háskólann í Nottingham, flytur fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands I dag, miðvikudaginn 28. mars kl. 17:15 I stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturnn nefnist „England and Orkneyingasaga" og verður fluttur á ensku. Dr. Jodith Jesch hefur birt ýmsar ritgerðir um íslenskar bókmenntir. Um þessar mundir er hún að vinna að bók um konur á víkingatímum. Hún dvelst hér í vikutíma á vegum Britist Council til að ræða samvinnu háskólans í Nottingham og Háskóla íslands. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Safnaðarfélag Ásprestakalls Safnaðarfélag Ásprestakalls verður með „Páskaeggja-Bingó“ í Safnaðar- heimilinu, fimmtudaginn 29. mars kl. 20:30. Allir velkomnir. Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema Síðari hluti Stærðfræðikeppni fram- haldsskólanema veturinn 1989-1990 verð- ur haldinn í Odda, húsi hugvísindadeildar Háskóla íslands, laugardaginn 31. mars. Til úrslitakeppninnar er boðið þeim sem best stóðu sig í fyrri hluta keppninnar í haust. Rétt til þátttöku hafa 20 nemendur af efra stigi þeirra keppni, en 10 af neðra stigi. Keppnin mun standa frá kl. 10:00 til kl. 14:00 í stofu 201 í Odda, en daginn eftir, sunnud. 1. apríl, er boðið til verð- launahófs kl. 15:00 í Skólabæ, húsi Há- skólans við Suðurgötu 26. Þar verða úrslitin kynnt og verðlaun afhent. Á báða þessa viðburði er blaðamönnum og ljós- myndurum boðið að mæta. Úrslitin verða höfð til hliðsjónar við val keppenda í norrænu ólympíukeppnina í stærðfræði, sem fer fram í apríl og við val þátttakenda í alþjóðlegri ólympíukeppni sem fer fram í Peking í Kína í sumar. Að keppninni standa fslenska stærðfræðafélagið og Fé- lagraungreinakennara í framhaldsskólum. Keppnin er styrkt af ístaki h.f. og Steypustöðinni h.f. Breyttur opnunartími á Þjóðminjasafni íslands Frá og með 16. sept. til 14. maí verður safnið opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-16:00. Aðgangur er ókeypis. Strætisvagnar sem stansa við Þjóð- minjasaafnið: 5, 6, 7, 13, 14, 16, 100. Byggðasafn Hafnarfjarðar Byggðasafn Hafnarfjarðar er sett upp í Riddaranum við Vesturgötu. Þar er sýn- ing tengd verslun fyrri tíma, sem nefnist „Við búðarborðið“. Þar er langri og merkri sögu verslunar í Hafnarfirði gerð nokkur skil og reynt að skapa það and- rúmsloft sem ríkti þegar kaupmaðurinn afgreiddi viðskiptavinina yfir búðarborð- ið. Þar má sjá marga muni og myndir. í tengslum við sýninguna eru til sýnis og sölu munir, handunnir af nokkrum bæjarbúum, flestum af eldri kynslóðinni. Margvísleg sýning er einnig á loftinu, bæði gamlar hannyrðir, gamlar myndir og spjaldskrár. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30 - 16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11:00- 17:00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.