Tíminn - 28.03.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.03.1990, Blaðsíða 7
Miövikudagur 28. mars 1990 Tíminn 7 ■1VETTVANGUR ' ' ■ ■ 111HHBHBBHBHHMBMiiiii11 Sigríður Kristinsdóttir sjúkraliði; Við viljum aðrar áherslur Á síðasta ári hafa heyrst raddir um að þörf væri á að breyta til í forystu SFR. Fólk var þó lengi á báðum átt- um, enda meðvitað um þá miklu vinnu sem fylgir því að bjóða fram í jafhstóru stéttarfelagi og Starfs- mannafélag ríkisstofnana er. Þegar uppstillingamefnd tók til starfa vegna komandi aðalfundar, þar sem kjósa á nýja stjóm, vom vinnubrögð hennar og formanns SFR slík að upp úr sauð. Ætlunin var að ýta út úr stjóminni þeim sem höfðu leyft sér að hafa aðrar skoðanir en formaður SFR. En þetta ffamboð er ekki eingöngu komið til vegna þessara vinnubragða. Okkur þykir full þörf á að efla starf- semi félagsins og auka virkni hins al- menna félaga. Nærtækt er í því sambandi að byija á kosningafyrirkomulaginu. Þeir fé- lagar i SFR, sem búsettir em úti á landi fá kjörseðla senda heim til sín og kjósa bréflega, en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verða að mæta á aðalfund félagsins á einu tilteknu kvöldi. Hluti félagsmanna hefur ekki tækifæri á að mæta á aöalfundi á þessu eina kvöldi og er þannig í raun- inni sviptur atkvæðisrétti við stjóm- arkjör. I því sambandi má minna á að undanfarin ár hefur fundarsókn á að- alfundi félagsins verið á milli 40 og 50 manns, kringum 1% félagsmanna. Þessu þarf að breyta með því að hafa kjörstað opinn á skrifstofunni í fimm daga og opna kjördeildir á stærstu vinnustöðunum. Uti á landi gætir félagsins lítið. Þar em víða tveir til fjórir vinnustaðir ríkisstarfsmanna í sama plássi en ekkert samband á milli þeirra á veg- um félagsins. Þar sem svo stendur á þarf að hvetja fólk til að stofha svæð- isbundnar deildir. Á sama hátt þarf að stofha fleiri sambönd faghópa, líkt og sjúkraliðar, þroskaþjálfar og fleiri En þetta framboð er ekki eingöngu komið til vegna þessara vinnu- bragða. Okkur þykirfull þörf á að efla starfsemi félagsins og auka virkni hins almenna félaga. hafa gert. Slík sambönd eða deildir hafa oft náð góðum árangri í hags- munamálum sínum. Fulltrúar þeirra gætu síðan starfað með stjóm SFR en þannig yrði yfirstjómin fjölmennari, virkari og næði til fleiri. Því hefur verið haldið fram að eng- inn málefnaágreiningur sé milli ffamboðs Einars Ólafssonar og okk- ar. Það er ekki rétt því okkur hefur oft greint á um áherslur og vinnubrögð í samningamálum. Launamálaráðið hefur ekki verið virkjað og samn- inganefhdimar þannig ekki haft nóg tengsl við almenna félagsmenn. Fé- lagsmenn hafa ekki verið virkjaðir til að byggja upp þrýsting í sambandi við samninga með fundarhöldum eða með því að gera ályktanir og sam- þykktir á vinnustöðum. Við viljum láta launamálaráð starfa allt árið og ýta undir stöðuga umræðu um kjara- mál á einstökum vinnustöðum. Fræðslustarf í SFR hefur verið lítið enda em sífellt að koma upp dæmi þess að fólk veit ekki um rétt sinn og skyldur. Bæði þarf að hafa fleiri vinnustaðafundi, þar sem ákveðin hagsmunamál em kynnt og rædd, og auka almenna félagsmálafræðslu með námskeiðum í ffamsögn, ræðu- mennsku, blaðaskrifum o.s.ffv. Um síðustu áramót gengu í gildi ný lög um verkaskiptingu rikis og sveitarfé- laga sem snerta marga innan okkar vébanda. Hvaða ffæðslu hefur SFR veitt félagsmönnum um þau lög, svo Sigríður Kristinsdóttir. dæmi sé tekið? Hafa þau verið kynnt á vinnustöðum eða almennum fé- lagsfundum? Hafa þau verið útskýrð skilmerkilega í félagsblaðinu? Svarið er nei. Sama á við um marga mikil- væga málaflokka sem félagið hefur lítt sinnt um að kynna félagsmönn- um. Það er áberandi við félagstíðindin að almennir félagar skrifa nánast ekkert í þau. Mest áberandi eru grein- argerðir og auglýsingar frá stjóm- inni. Vitanlega þarf stjómin að kynna störf sín en það er ekki nóg. Við þurf- um að heyra fleiri raddir frá fólkinu á vinnustöðunum. Félagsblaðið á að vera vettvangur fyrir umræðu um skaðlegt vinnuumhverfi, misrétti starfsfólks og annað það sem aflaga fer eða vel er gert. Almennir félagar eiga að segja frá slíku í blaðinu og bera þannig saman bækur sínar. Það verður að styrkja félagið og auka fé- lagsvitund fólks og engin vandræði að tryggja nóg pláss í blaðinu. Um þessar mundir er t.d. mikið rætt um niðurskurð rikisútgjalda. Stjóm SFR hefur vissulega varað við slíku með ályktunum, en hvað svo? Það er ekki nóg. Þetta er mál sem ætti og verður að ræða á hveijum einasta vinnustað. Stjómin þarf að hvetja alla félagsmenn til virkrar þátttöku i slík- um umræðum, með því að sam- þykkja ályktanir og skrifa greinar, aðstoða fólk, sem vill stofna um- ræðuhópa um þetta mál og önnur, með húsnæði og gögn o.fl. Þessa upptalningu mætti lengja lengi en sérhver ætti að skoða í hug sér hvort ekki brenni eitthvað á þeim sem SFR gæti stutt þá í og hugleiða með hvaða hætti sá stuðningur gæti verið. Það er nauðsynlegt að efla fé- lagsvitund almennra félaga og hvetja þá til starfa. Það er tilgangurinn með framboði okkar. Því fleiri virkir félagar því öflugra félag. KIRKJA í DEIGLU Kirkjuritið, 55. árg. 3.-4. hefti 1989 Ritsljóri: sr. Þorbjöm HlynurÁmason Útgefandi: Prestafélag íslands, Reykjavík, marsmánuði 1990. Eftir frekar kyrrláta útgáfu Kirkju- ritsins í nokkum tíma, lítur nú dags- ins ljós nýjasta tölublað þess undir heitinu Kirkja í deiglu. Kirkjan er að skoða sjálfa sig undir kjörorðinu „ecclesia semper reformanda" (sem þýðir eitthvað á þá leið að kirkja skuli alla daga bæta siði sína og end- urskoða stöðugt markmið sín). Á góðu íslensku máli mætti segja að kirkjunni beri að halda jámi sínu gló- andi rauðu yfir eldinum og dengja egg þess í sífellu. Sjálfsmyndinni ógnað? Nær helmingur Kirkjuritsins (um 80 blaðsíður) er helgaður vangaveltum um sjálfsmynd þjóðkirkjunnar eins og fjallað var um hana í framsöguer- indum á Þrettándaakademíu kirkj- unnar í Skálholti á síðasta ári og um- fjöllun um safnaðamppbyggingu innan kirkjunnar. Sá sem á fyrstu framsöguerindin í báðum þessum málaflokkum er dr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós. Hann hefúr um nokkurt árabil lagt atorku sína í að kynna nauðsyn safnaðamppbygging- ar og endurskoðunar á stefhumörkun þjóðknkjunnar. í því skyni hefúr hann lagt fram á Kirkjuþingi ffurn- vörp um safnaðaruppbyggingu, þjóð- málaráð kirkjunnar og um kirkjuleg- ar menningarmiðstöðvar. I fyrri grein smni í Kirkjuritinu seg- ir Gunnar á einum stað að þjóðkirkj- unni sé ógnað af formhyggjunni: „Kirkjan verður að opna dymar fyrir skapandi öflum, efla tengsl við lista- menn, við grasrótarhreyfingar, við þá sem taka áhættu. Þar er hin dulda kirkja - en er hún sýnleg innan stór- kirkjunnar?" Fleirri góðir menn skrifa um sjálfs- mynd kirkjunnar og leita felstir fanga eftir menntun sinni og sjónarhóli inn- an kirkjunnar. Meðal þeirra em dr. Hjalti Hugason, sr. Kristján Valur Ingólfsson, sr. Dalla Þórðardóttir, sr. Jón Ragnarsson og Haraldur Ólafs- son. Þrettándinn er ár hvert Gallinn við þessa umræðu, sem verið að prenta í Kirkjuritinu núna, er sá að sjálfsmynd kirkjunnar var til umræðu á akademískum fundi í Skálholti í byijun síðasta árs. Við sjálft liggur að erfitt er að stunda virka „semper re- formanda" innan kirkjunnar þegar jafh langt er um liðið síðan erindin vom flutt. Erfitt er að koma fram með skapandi svar við erindum þess- um ríflega ári síðar en gagnrýnin orð vom töluð í Skálholti. T.d. má nefna að síðan orð dr. Gunnars og félaga vom töluð hafa orðið mannaskipti bæði á stólum biskups íslands og vígslubiskups í Skálholti. Er reyndar nokkur hluti Kirkjuritsins helgaður umfjöllun um þau mannaskipti. Hver em þeirra svör við þessari gagnrýni innan kirkjunnar? Þar að auki hefur eðlilega verið haldin ein þrettánda- akademía til viðbótar í Skálholti, þar sem þrettándinn mun vera í janúar ár hvert. Hvað kom fram á þeirri aka- demíu um framhald málsins? Viöleitni Hætt er við að uppbyggileg gagn- rýni innan kirkjunnar koðni niður að ófyrirsynju vegna skorts á opinbemm skriflegum vettvangi. Að vísu er rétt að geta þess að fréttabréfi þjóðkirkj- unnar, Víðforla, var ætlað að brúa þetta bil. Það er í fýrsta lagi annað rit og i annan stað leyfir stærð þess ekki að birt séu jafn ítarleg og vönduð er- indi og komast í Kirkjuritið. Les- endahópurinn er þar að auki nokkuð ólíkur að samsetningu. Varla tjáir að svara Pétri því sem maður ætlaði að segja við Pál, eða hvað? Þrátt fyrir greinilega viðleitni nú til að gera Kirkjuritið að veglegri og opnari vettvandi fyrir skriflega um- ræðu innan þjóðkirkjunnar, skortir að mínu mati vemlega á að boðskapur- inn heyrist. En það hlýtur að vera for- senda þess að hægt sé að endurskoða sjálfsmynd kirkjunnar og dengja jámið til að það bíti. Endurtakið kristni- tökuna Margt fróðlegt erindi annað er að finna í Kirkjuritinu að þessu sinni sem og oft áður, en allt of langt mál væri að rekja efni greinanna hér. Þær em samtal 24 að tölu og um margt ólíkar að innihaldi. Einn tónn er þar þó áberandi í nokkmm greinanna, en það er aðsteðjandi eitt þúsund ára af- mæli kristnitökunnar árið 2000. Dr. Hjalti Hugason mælir fýrir nýrri kirkjusöguritun, dr. Gunnar Krist- jánssson vill að framlag íslensku þjóðkirkjunnar til afmælisins verði vönduð áætlun um safhaðamppbygg- ingu og sr. Dalla tekur undir hug- myndir um að gefa þurfi gaum að trú- rækni og kirkjusókn á íslandi og niðurstöður slíkrar athugunar liggi fýrir á afmælinu. í erindi sínu á Skál- holtshátíð í fýrrasumar, kemur Hall- dór Ásgrimsson, þáverandi kirkju- málaráðherra, m.a. inn á afmælishátíðna og segir kirkjuna hafa aðra stöðu en fýrr. Hún gegni meiri ábyrgð en áður og hlutverk hennar hafi tekið á sig fjölþættari myndir. Hún gangi „til móts við 21. öldina undir merkjum bjartsýni, jafn- vægis og heilbrigðrar samvinnu þeirra sundurleitu einstaklinga er byggja okkar fagra og gjöfúla land.“ I Kirkjuritinu er að auki ítarlegt við- tal við herra Pétur Sigurgeirsson, biskup í tilefni starfsloka hans í fýrra. Um 1000 ára afmælið segir hann skýrt og skorinort að endurtaka þurfi kristnitökuna. „Efling trúar og sið- gæðis, vakning er það, sem undir- búningstíminn kallar á. Það er for- senda hátíðarinnar.“ Eitt andlit Að lokum vil ég taka upp nokkur af orðum sr. Kristjáns Vals Ingólfsson- ar, sóknarprests á Grenjaðarstað. Hann fjallar um sjálfsmynd kirkjunn- ar út fiú guðsþjónustulífi hennar. Þar segir hann að kirkjusókn fámennra hópa úr söfhuðum þjóðkhkjunnar dragi upp mynd af hreyfmgarlausri (statiskri) kirkju í fjötrum. Þetta sé þó sem betur fer alls ekki mynd af þjóð- kirkju íslands: „Kirkjan, líkami Krists, hefúr aðeins eitt andlit. Hans.“ Þó að hér hafi komið fram nokkur gagmýni á Kirkjuritið sem slíkt, verður að segjast að reynt er að finna þann samnefriara sem felst m.a. i yf- irskrift ritsins, Kirkja í deiglu. Niður- staða þessarar gagnrýni minnar er sú að hefti ritsins mættu verða fleirri og innihalda færri erindi i hvert eitt sinn. Með því væri fýrsta skrefið stigið í þá átt að létta útgáfúna og yngja upp efni, sem brýnt erindi á við alla þá er starfa að eflingu trúar og kristni hér á landi og víðar um heim. Kristján Björnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.