Tíminn - 28.03.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.03.1990, Blaðsíða 13
Miövikudagur 28. mars 1990 Tíminn 13 i Mnr Félagsmálaskóli F r amsóknarflokksins Halldór Ásgrímsson Jón Krlstjánss. Sigrún Magnúsdóttir Steingrímur Hermannsson Guðmundur Bjarnason Dagskrá: Miðvikudagur 28. mars Kl. 20.15 Stjómsýslan - uppbygging Þórður Ingvi Guðmundsson, stjórnsýslufr. Kl. 21.30 Stjóm fískveiða - framtíð sjvarútvegs Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra Fimmtudagur 29. mars Kl. 20.00 Heilbrigðiskerfið óbreytanlegt? Guðmundur Bjarnason, heilbrígðisráðherra. Kl. 21.30 Sveitastjórnarmál - nánasta umhverfið Sigrún Magnúsdóttir, horgarfulltrúi Sunnudagur 1. apríl Kl. 14.00 Skoðunarferð um Alþingi starf þess og uppbygging Jón Krístjánsson, alþingismaður Kl. 16.00 Stjómmál framtíðarinnar ísland framtíðarinnar Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra KI. 18.00 Afbending skírteina - skólaslit Skráning þátttakenda fer fram í síma 91-24480 hjá Agli Heiðari eða Þórunni Guðmundsdóttur. Námskeiðsstaður: Nóatún 21, Reykjavík Kópavogur - Kópavogur Fundur um atvinnumál, hafnarmál, skipulagsmál og umhverfismál, verður haldinn fimmtudaginn 29. mars kl. 20.30, að Hamraborg 5, Kópavogi. Fjölmennið og takið þátt í stefnumótun. Framsóknarfélögin Reykjavík Létt spjall á laugardegi Finnur Ingólfsson mun ræða kosningaundirbúninginn í vor laugardaginn 31. mars n.k. kl. 10.30 í Nóatúni 21 írigólfsson Fulltrúaráðið Kópavogur - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið er í fullum gangi. Opið hús alla virka daga frá kl. 13.00-19.00 laugardaga frá kl. 10.00-13.00. Sími 41590. Framsóknarfélögin í Kópavogi REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. Norðurland eystra Skrifstofa Framsóknarflokksins Hafnarstræti 90, Akureyri er oþin alla virka daga frá kl. 16-19, sími 96-21180. SPEGILL Brigitte Bardot er of önnum kafin til að leika Elenu Ceausescu Þó að Brigitte Bardot hafi dregið sig í hlé frá kvikmyndum um nokkurra ára skeið, þá voru ýmsir að vona að hún fengist til að koma fram að nýju. Sú frétt fékk byr undir báða vængi, þegar það spurðist að henni hefði verið boðið að Ieika Elenu Ce- ausescu, konu rúmenska einræðis- herrans Nicolae Ceausescu, í mynd um þau hjónin. Elena var tekin af lífi ásamt manni sínum um sl. jól í hinum miklu breytingum sem urðu í löndunum austantjalds um það leyti. Nú hafa ritarar Brigitte Bardot- stofnunarinnar í París mótmælt þessum orðrómi, og segjast alls ekki sjá fram á að Brigitte Bardot hafi nokkum tíma aflögu frá dýravemd- ar- baráttunni til að leika í kvik- mynd um einræðisfrúna fyrrverandi í Rúmeníu. „BB er að vinna að sjón- varpsmyndum sem taka allan tíma hennar. Hún framleiðir mynd annan hvem mánuð, svo enginn tími er af- gangs. Þessi franska sjónvarps- mynda-syrpa er um illa meðferð á dýrum, t.d. kvikskurð á dýmm og öðmm tilraunum á lifandi dýmm. Frönsk lög segja að fegmnar- vömr verði að vera prófaðar á lifandi dýr- um áður en þær em settar á markað. Við höfúm sent inn bænarskjöl til ráðuneytis landbúnaðar og fleiri op- inberra aðila um að breyta þessum lögum, en það gengur hægt,“ segir ritari Bardots. Ef til vill gengur leikkonunni betur í dýravemdarbaráttu sinni þegar bók um ævi hennar og starf hefúr komið út, en Jackie Onassis keypti nýlega útgáfuréttinn á ævisögu Brigitte Bardot fyrir 1 milljón doll- ara. BB segir að franskir útgefendur hafi aðeins boðið sér smápeninga í ævisöguna, svo þess vegna kemur hún út í Bandaríkjunum, þótt hún hefði ffekar kosið að bókin kæmi út i heimalandi hennar. . Það er sjaldan nú orðið sem Brigitte Bardot siturfýrir hjá Ijósmyndara án þess að eitthvert dýr sé með á myndinni. Synir frægra feðra Symr og tfægir feður. Sjálfsagt þekkja flestir þá þijá kvik- myndaleikara sem em á litlu mynd- unum, en ef einhver skyldi vera í vafa, þá em þetta þeir: Mickey Ro- oney, Clark Gable og Kirk Douglas — allir ffægir kvikmyndaleikarar á sinni tíð. En ungu mennimir sem hér birtast myndir af em synir þessara þekktu leikara, og þykja áberandi Iíkir feðr- um sínum. Þeir em, Mickey Rooney Jr., 45 ára sonur Mickey Rooney eldra, John Gable, 28 ára sonur Clark Gable, en hann andaðist rétt áður en sonurinn fæddist. Þá er það Eric Douglas, 31 árs, sem líkist mjög föður sínum, Kirk Douglas. Synimir líkjast allir mjög í foður- ætt, en ekki hafa þeir enn sem kom- ið er skyggt neitt á frægð feðranna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.