Tíminn - 14.03.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.03.1990, Blaðsíða 2
2-TínrHnn ' Miövikudag’tjr T4'. ‘rtiáVá'1990 Tankarnir fluttir Byrjað er að rífa niður gömlu hita- veitutankana á Öskjuhlíð i Reykja- vík og á því verki að vera lokið fyrir maílok. Tankamir verða endurreistir á Reynisvatnsheiði. Tankamir tveir vom byggðir fyrir um 15-20 ámm síðan, meðan enn eldri geymamir vom á toppi Öskju- hlíðar. Þeir vom rifnir fyrir nokkmm ámm, en í staðin vom byggði nýir og stærri tankar sem eins og kunnugt er mynda undirstöður undir hið marg- umtalaða, hringsnúandi veitingahús, Perluna. Eftir að nýju geymamir vom teknir í notkun fyrir u.þ.b. þremur ámm var ekki lengur þörf fyrir geymana tvo sem nú er verið að rífa. Ætlunin er að reisa þá að nýju upp á Reynis- vatnsheiði. Þeir verða þó endumýj- aðir að hluta til, a.m.k. verður ein- angmn endumýjuð. Áætlað er að búið verði að reisa báða tankana að nýju fyrir árslok. - EÓ Verslunarráð og Félag ísl. stórkaupmanna vill „ríkið“ feigt: Frjáls verslun með brennivínið a„Viðskiptahættir einkasölunnar cm kapítuli út af fyrir sig og hafa tæip- lega þekkst í nokkurri annarri heild- verslun um áratuga skeið. Fyrir- komulagið krefst sérstakrar fyrirhafnar og útgjalda sem koma með einum eða öðmm hætti niður á smásölunni og neytendum." Þetta segir í bréfi frá Verslunarráði Islands og Félagi íslenskra stórkaup- manna til Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra en í bréfinu er þess farið á leit að endurskoðuð verði lög nr. 63/1969 um einkasölu ríkisins á áfengi og tóbaki. Þess er óskað að lögin verði endur- skoðuð með það fyrir augum að af- nema einkarétt ríkisins á innflutn- ingi, framleiðslu og sölu á áfengi og tóbaki. Lagt er til að mótuð verði ný stefna i innflutningi á áfengi og í því hvemig skattleggja skuli innflutning- inn. í bréfi Verslunarráðs og FÍS er ÁTVR harðlega gagnrýnd fyrir verslunarhætti sína. Um þá segir m.a. að stofnunin takmarki úrval áfengra drykkja og yfirmenn hennar velji þá drykki sem fást skulu í áfengisútsöl- um. Þá hafi ÁTVR aukið mjög inn- flutning án milligöngu umboðs- manna og annist þannig sérstaka fýr- irgreiðslu við einstaka erlenda fram- leiðendur. Þá hverfi iðulega áfengistegundir úr útsölum ÁTVR án þess að nokkrar skýringar séu gefnar. I stómm dráttum sé rekstur- inn með þeim hætti að neytendur séu ofurseldir duttlungum opinberra embættismanna um val á áfengi. Þeir sem vilji annað en fáist í ríkinu verði að hafa ríka biðlund og kosta miklu til. —sá Asgeir Hannes Eiríksson vill stytta jólafrí þingmanna og gera starfs- tíma Alþingis samfelldari: ÞINGMÁL FÁI ÖLL ÞINGLEGA MEÐFERÐ „Hvers vegna er alþingismönnum gefinn kostur á að leggja fram þingmál sem sæta aldrei lokaaf- greiðslu á Alþingi? Hvers vegna er alþingismönn- um gefinn kostur á að leggja fram þingmál sem verða ekki rædd í nefndum Alþingis? Hvers vegna er alþingismönnum gefinn kostur á að leggja fram þingmál sem ekki er einu sinni tími til að mæla fyr- ir á Alþingi? Hvers vegna?“ Þannig hljóðar upphaf greinargerðar Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar al- þingismanns, með tillögu til þings- ályktunar um þinglega meðferð mála á Alþingi. Þar er lagt til að öll þing- mál, sem lögð eru fram á yfirstand- andi þingi fyrir 10. apríl, síðasta skiladag nýrra þingmála, skuli fá þinglega meðferð og sæta lokaaf- greiðslu þingsins fyrir þingslit 1 vor. Flutningsmaður tillögunnar telur að ekki sé nauðsynlegt að stytta þing- tímann vegna kosninga til sveitar- stjóma í vor, en hefð er fyrir því að ekki sé þingað í maí þá kosið er í sveitarstjómir. Jafnframt telur Ásgeir að jólafrí þingmanna sé nokkuð ríf- leg hvíld á milli funda og að þeir geti vel setið norræn þing og aðra mann- fagnaði án þess að þinghald falli nið- ur dögum saman. Ásgeir Hannes gagnrýnir það sem hann kallar „undanhald alþingis- manna fyrir fulltrúum sínum á ráð- herrastóli". Þingmál ríkisstjómar gangi sífellt fyrir þingmálum ein- stakra þingmanna og þeir kallaðir til sérstakra aukafunda svo ríkisstjóm- armál fáist afgreidd og iðulega bmgðið út af eðlilegri meðferð mála til þess að svo megi verða. I greinar- gerð sinni scgir þingmaðurinn. „Á þingfundum á háttvirtu Alþingi í vetur hefur flutningsmanni stundum liðið eins og hverjum öðmm grip í eigu ríkisstjómarinnar eða eins og bandingja í klóm stjómarandstöð- unnar. Þcssar tvær fylkingar ráða framvindu mála í þingsölum og al- þingismaðurinn sjálfur má sín lítils með sín þingmál frami fyrir þessu of- urefli. Þannig hefur yfirbygging þinghaldsins náð að sliga homstein- ana. Það em döpur málalok." - ÁG Hjörleifur Kvaran tv. tekur við óskum 1068 iðnskólanema og —kennara um rýmra húsnæði úr hendi formanns skólafélags Iðn- skólans í Reykjavík. Húsnæðið að springa utan af Iðnskólan- um í Reykjavík: Nemendur vilja rýmri húsakost 1068 nemendur og kennarar Iðn- skólans í Reykjavík skrifuðu á dögunum undir áskomn til borgar- stjómar Reykjavíkur um að hún taki þátt í að kaupa húsnæði í ná- grenni við skólann og að leysa al- varlegan húsnæðisskort skólans. Hjörleifur Kvaran forstöðumaður lögfræði— og stjómsýsludeildar Reykjavíkurborgar veitti áskomn- inni viðtöku í síðustu viku. I lögum er gert ráð fyrir að ríkið Ijármagni 60% stofnkostnaðar við skólabyggingar iðnskóla en sveit- arfélög 40%. Skólafélag Iðnskól- ans skoraði á menntamálaráðherra skömmu fyrir áramótin síðustu að hann beitti sér fyrir úrbótum í hús- næðismálum skólans og minnti á fjármögnunarskyldu ríkisins í því sambandi. I áskomninni til borgarstjómar er minnt á fjármögnunarskyldu sveit- arfélaga. Þar segir ennfremur að þrengsli í húsakynnum Iðnskólans standi nú kennslu og skólahaldi fyrir þrifum en nú stundi 1700 nemendur þar nám í dagskóla auk fjölda nemenda i kvöldskóla og meistaraskóla. —sá Byrjað er að rífa gömlu tankana. Innan fárra vikna mun því ekkert skyggja á glæsileik hins nýja veitingahúss Reykvíkinga Tímamynd Aml BJama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.