Tíminn - 14.03.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.03.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 14. mars 1990 Tíminn 13 rkvr\i\uw i nnr Virðum líf verndum jörð Umhverfismálafundur Landssamband framsóknarkvenna og Samband ungra framsóknar- manna munu halda fund um umhverfismál fimmtudaginn 15. mars n.k. kl. 20.00 í Nóatúni 21. Þar munu Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt og formaður Land- verndar ræða umhverfismál með spurninguna „Hvað getum við gert?“ í huga. Jón Sveinsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra talar um umhverfismál almennt. Sif Friðleifsdóttir, fulltrúi í samstarfsnefnd Norræna félagsins og ÆSÍ mun tala um norrænt umhverfisár og Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður, ræðir um mengun frá stóriðju og fiskeldi og einnig um gróðurhúsaáhrif hér á landi. Síðan verða opnar umræður. Fundurinn er öllum opinn. Stjórnir LFK og SUF Keflvíkingar - Suðurnesjamenn Hádegisverðarfundur um stóriðju verður hald- inn laugardaginn 17. mars á Glóðinni og hefst kl. 12.00. Frummælandi verður Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður. Mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Guðmundur G. Björk, félag framsóknarkvenna í Kefiavík Þórarinsson og nágrenni SPEGILL Það var kátt yfir leikurunum þegar þeir komu saman til að minnast gömlu söng- og dansmyndanna frá Hollywood „Gamlar stjömur“ láta Ijós sitt skína á ný Það vekur margar minningar hjá eldra fólkinu að sjá hér sam- ankomna á einni mynd 11 leik- ara, sem voru ofariega á vin- sældalistum fýrír þó nokkrum áratugum. Þessar „gömlu stjömur“ vom saman komnar í London, þar sem verið var að heiðra hinar góðu, gömlu söng- leikja- kvikmyndir sem gerðar vom hér á ámm áður í Holly- wood. Horfið á myndina og athugið hvort þið þekkið einhver andlitin, en nöfn leikaranna eru sem hér seg- ir: Talið frá vinstri í aftari röð: Dansarinn og leikarinn Gene Nel- son, sem lék m.a. í „Oklahoma", Gloria De Haven, sem lék margar ungar og sætar stúlkur á 5. áratugn- um, t.d. „Tvær stúlkur og sjómað- ur“. Þá kemur „Brigadoon" stjam- an Van Johnson, þá er Dolores Gray úr „Kismet" og Georges Guetary sem lék í „Ameríkumaður í París“. í fremri röð f.v.: Grínleikkonan Virginia O’Brien úr „Ziegfeld Follies", Kathryn Grayson, sem lék í „Anchors Aweigh", Jane Russel, sem fræg varð fyrir leik sinn i „Ut- laganum" 1943, leikkonan og fegr- unarsérffæðingurinn Arlene Dahl, en hún lék í „Villta irska rósin mín“ og yst t.h. er svo Dorothy Lamour, sem var best þekkt fyrir að leika fagrar Suðurhafsmeyjar og svo í „Road“-myndunum með Bob Hope og Bing Crosby. « i________ ' yionn Uí|«| Þaðmase9Ías®msvo, aðheimili JohnsMarshallíFountain nann u ^rUUU Valley í Kalifomíu, sé eitt stórt bílastæði. Þar eru staðsethr um eða yfir 4000 bflar, en þeir taka þó ekki mikið pláss hver um sig, því að allt eru þetta litlir „módel-bfl- ar“, sem hann hefur safnað á 20 árum. John Marshall hefurtölu á bílunum sínum með því að nota tölvu. Þar skráir hann tegund bfla, hvenær hver bfll var keyptur, og áætlað verð hvers bíls í dag. Hann á marga mjög sjaldgæfa bfla, sem safnar- ar hafa boðiö vel í, td. var honum nýlega boðnir 2000 dollarar í skærrauðan Pontiac-bfl, sem hann keypti af öðrum safnara á 5 dollara fyrír nokkrum árum. Allt bílasafnið hans er áætlað að verðgildi um 80.000 dollara (um 5 millj. kr.).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.