Tíminn - 14.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.03.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 14. mars 1990 Tlmitin MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Glsiason Skrifstofur: Lyngháis 9, Reykjavlk. Slmi: 686300. Auglýsingasimi: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun : Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift ( kr. 1000,-, verð (lausasölu I 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Frelsi Litháa Sýnilegasti ávöxtur umbótastefnu núverandi vald- hafa Sovétríkjanna með Gorbatsjov í broddi fylking- ar eru þjóðfrelsiskröfur ýmissa smáþjóða í sovét- bandalaginu, sem að vísu eru mismunandi róttækar, en leiða í ljós þá langvarandi þjóðernis- og menning- arkúgun sem viðgengist hefur í Sovétríkjunum. Þjóðfrelsishreyfingar í Sovétríkjunum gera reynd- ar meira en að opinbera stefnu sovétkommúnismans í málefnum þjóða og þjóðernisminnihluta, þær varpa ljósi á þá staðreynd, að þjóðerniskenndin, þjóðræknin, er og verður virkt pólitískt afl, sem þjóðernis- og menningarkúgun fær seint drepið. Ekki skal því á móti mælt að þjóðernishyggja hafi oft verið virkjuð í þröngsýnum og illum tilgangi. Sú vissa breytir ekki þeirri staðreynd að þjóðrækni er ekki einasta vopn smáþjóða til varnar menningar- legri tilveru sinni, heldur hvati til athafna og afreka í skilingi efnhags- og stjórnmála. Gildi og mikilvægi þjóðfrelsis þekkja þær þjóðir best sem misst hafa frelsi sitt. Ein þeirra þjóða sem um aldir þekkti lítið annað en argvítuga ásælni útlendinga og erlend yfirráð eru Litháar, svo og aðrar Eystrasaltsþjóðir. í þessum löndum fer nú fram uppgjör við rússnesk og sovésk yfirráð á grundvelli þjóðernistilfinningar og kröfurn- ar um sjálfsákvörðunarrétt hverrar þjóðar að mega ráða málum sínum að eigin vild. Lengst virðist þetta uppgjör við erlend yfirráð vera komið í Litháen. Þar hefur myndast sterk, formleg þjóðfrelsishreyfing, auk þess sem Kommúnistaflokkur landsins hefur gert þjóðfrelsi að stefnuskráratriði og sér þann kost vænstan til þess að bjarga því sem bjargað verður af heiðri sínum. Æðsta ráð Litháens, sem er hið sovéska nafn á þingi landsins, samþykkti á fundi á sunnudaginn að lýsa yfir því að Sovét-Litháen væri ekki lengur til, heldur væri stjórnarskrá hins sjálfstæða lýðveldis í landinu frá 1918 gengin í gildi að nýju. Hér er um fortakslausa sjálfstæðisyfirlýsingu að ræða og ekki um að villast að Litháar eru að segja sig úr lögum við Sovétríkin. Þjóðin stefnir að því að fá viðurkennt sjálfstæði sitt og fullveldi eins og það var í meira en 20 ár milli heimsstyrjaldanna. Hinu er ekki að leyna að þessi sjálfstæðisyfirlýsing Litháa getur ekki orðið virk nema til komi viður- kenning annarra ríkja á henni. Þótt þing og stjórnir ýmissa ríkja hafi þegar lýst fögnuði yfir lýðræðisþró- uninni í landinu, er minna um það að formleg viður- kenning á sjálfstæði Litháens liggi fyrir. Allra síst ríkir fögnuður hjá Moskvuvaldinu yfir þessu fram- taki Litháa og varla við að búast að þaðan sé að vænta viðurkenningar umyrðalaust. Sjálfstæðisyfir- lýsing Litháa hefur sett ráðamenn í Moskvu í hreina klípu. Umbótahreyfing Moskvuvaldsins hefur aug- ljóslega tekið allt aðra stefnu en ætlast var til. Þótt aldrei sé hægt að útiloka valdbreitingu af hálfu ríkisheildar í svona tilfellum, er það síður en svo fýsilegur kostur fyrir núverandi ráðamenn í Sovét- ríkjunum. Þótt þeir hafi misreiknað sig í þjóðernis- málum Rússaveldis, þegar þeir afléttu hömlum á skoðanafrelsi geta þeir ekki farið að beita hervaldi gegn þeim sem færa sér frelsið í nyt. GARRl Ævintýrið um almennings- hlutafélögin og gamlan og gráan stjórnarformann Eimskip er si- fellt að taka á sig nýjar myndir. Nú er komið á daginn að Eimskip er orðið stærsti hluthafinn í Skeijungi h.f., og fóru þau kaup fram án þess að stjórn Skeljungs víssi. Stjórnarformaður Skelj- ungs er Haligrimur Geirsson HaUgrímssonar. Áður hefur hér verið sagt frá mikium hlutabréfa- kaupum Eimskip í Sjóvá- AI- mennum svona til að geta haft hemil á Benedikt Sveinssyni. Mál þessi komu öll fram á sjónarsviði í hlaðvarpa fjölskyldnanna fimmtán, þ.e. Mogganum, í Reykjavíkurhréfi um helgina. í framhaldi af því var rætt við Hörð Sigurgestsson, hinn snjalla framkvæmdastjóra Eimskip og verðandi stjórnarformann í Flug- leiðum. Hann tók iétt á skrifura Morgunblaðslns og talaði um skáldin á því blaðL Vist er Matt- hías Johannessen skáld, og gott ef ekki vinstra skáld í féiagsmálum, en Styrmir Gunnarssou hefur ekki verið orðaöur við skáldskap. Hann yrkir ekki einu sinni i laumi. Gróði og gjöld Þessi skáldanafngift fram- kvæmdastjórans sýnir að þyknað hefur í honum við lestur Reykja- víkurbréfsins, þar sem meðal annars er Jagt tiL vegna gróða og hlutabréfakaupa Eimskips, að fé- laginu væri nær að lækka farm- gjöldin, Þessu svaraði Ilörður á þann veg, að vitað væri að Mog- unblaðið græddi, en þó lækkuöu ekld áskríftargjöld að blaðinu. Étur því hver sitt af diski gróða og gjalda. I Ameriku, fyrirmyndarlandi helsta boðbera almenningshluta- félaga, varðar við lög að notfæra sér þekkingu á fyrirtæki, m.a. sem stjórnarformaður eða fram- kvæmdastjóri, til að kaupa bréf í fyrirtækinu og ná eigninni þann- ig undir sig að einhverju leyti eða að mestum hluta. Sannist þetta býður fangelsiö. Svona mun þess- um málum yfirleiu hagað erlend- is. Hér giida engar reglur um þetta. Stjórnarformaður, fram- kvæmdastjóri og aðrir stjórnar- meðlimir geta hagnast á kaupum á hlutabréfum að vOd, en kaupin byggja þeira á þekkingu sinni á fyrirtækinu. Enginn segir neitt við því, Af þessum ástæðum hafa hlutabréf í Eimskip komist á fárra hendur, Það scm cr laga- brot í öðrum löndum þykir sjálf- sagt og rétt hér, enda erum við nú fyrst að læra til almenningshluta- félaga. í nafni háskólans Vestur íslendingar gáfu á sin- um tíma hlutabréf sin í Eim- skipafélaginu. Þetta var umtais- verður ljöldi bréfa, enda voru bréfin boðin tíl sölu vestanhafs þegar félgið var stofnað. Stofnað- ur var háskólasjóður um þessi bréf, en varsia þeirra er í hönd- um HaUdórs H. Jónssonar, stjórnarformanns Eimskip. Hann tekur ákvarðanir og at- kvæðagrelðslur fara fram i stjórninni í krafti þessara bréfa. Réttara sýndist að Háskóli ís- lands hefði með vörslu þessara vesturheimsbréfa að gera, og að maður frá háskólanum sæti í stjórn Eimskip í krafti þeirra. En svo er ekki. Halldór er látinn tala í nafni háskólans. Það munu hafa veriö þeir Halldór II. Jónsson og Indriði Pálsson sem stóðu að kaupum Eimskip á hlutabréfum Skelj- ungs. Ástæðan er taUn vera sú, að Indriði Pálsson sé alls ekki sáttur við að víkja úr Skeljuugi fyrir Kristni Björnssyni, sem á að taka við af honum um þessar mundir sem framkvæmdastjórl. Krlstinn hefur verið framkvæmdastjóri Nóa-Sirius, sem er enn eitt ijiil- skyldufyrirtækið. Þar hefur hann staðið sig með ágætum. Aftur á móti tekur hann við öðruvísi búi i Skeljungi en hann hélt, þar sem Eintskip er komið tU sögunnar. Hlutabréf í Árvakri Þetta leiðir hugann að skáid- unum á Morgunblaðinu. Þeir þenkja og skrifa um fjölskyld- urnar í Eimskip, aðstöðu félags- ins, fragtgjöldin og leynileg hlutabréfakaup út og suður. Þar eru þeír að tala um staðreyndir. Skáldskapurinn er allt annað mál, og ágætur en birtist annars staðar en í Morgunblaðinu. Rit- stjórar Morgunblaðins eru vold- ugir og hafa verið orðaðir víð myndun a.m.k. einnar ríkis- stjórnar, þótt þeir hafi ekki þá ráðið við að Matthías Á. Matie- sen varð ráðherra. Slíkar bræðrabyltur eiga sér nú stað í pólitíkinni. En skyldu ristjórarnir sofa rótt þessar næturnar með frægð sína og vÖId? Þeir hafa tekið í hornin á bola og sagt ýraislegt um Eiraskip, sem ekki befur heyrst i manna minnum i Morgunblað- inu. En boll hefur næg íjárráð og klóka menn við stjórnvölin, sem gefa ekki mikið fyrir skrif Morg- unblaðins og ekki skáldskap rit- stjóranna heidur, sem er nú of mikið í fang færst Athuga skyldu ritstjórar, að Árvakur h.f., eig- andi Morgunblaðins, er t.d. ekki meira fjölskyldufyrirtæki en Skeljungur. Samt tókst nú að kaupa bréf þar á laun. Vel getur farið svo, að hlutabréf í Árvakri séu föl ef vel er boðið. Þar sitja erfingjar, sem ekki mundu ncita umtalsverðum peningum, frekar en annað ungt fólk nú á dögum. Það er nefnilega staðreynd um hlutafélög, að ailtaf getur einhver hluti þeirra veríð til sölu. Og Kimskip vill minnka skáidskap- inn í ritstjórunum. Garri IVÍTT OG BREITT OTRULEGT EN SATT Stórbrotnir bílaárekstrar urðu á höfúðborgarsvæðinu og næsta ná- grenni þess s.l. laugardag, og á sunnudag ruddust bílstjórar svo hressilega um að þeim tókst að koma á þriggja klukkustunda stoppi. Hjá mörgum ferðafúsum ökumanninum fór allur sunnudag- urinn í að híma í bílalestum á leið- inni að og frá bílastæðunum í Blá- fjöllum og var hvorki hægt að ryðja leiðina né bílastæðin vegna þess hve ökuþórunum lá mikið á. Einstaka ályktunarbærum manni rekur ef til vill minni til að á laugardag snjóaði hressilega og var það fyrirséð og spáð í öllu fjöl- miðlaeflinu, sem verður æ mark- lausara í réttu hlutfalli við fjölgun stöðva, rása og lengingu útsend- ingatíma. Oveðrið kom því landsmönnum í opna skjöldu. Og það sem undarlegara er, þeir tóku ekki mark á því. Að minnsta kosti ekki þeir sem bílum aka og hlusta á síbyljuna með veðurfrétt- um og öllu saman í fjögurra rása stereói. Þjóðaríþróttin Þegar hríðin var hvað svörtust tókst 13 bílum að lenda í einum og sama árekstrinum á Amamesi. Nokkrir slösuðust. Á Reykjanes- braut klesstu 8 bílar sér saman, í Breiðholtinu 7 og 4 á Vesturlands- vegi. 9 bíla klessuverk varð á Hell- isheiði. Hér er aðeins stiklað á því stærsta því tveggja og þriggja bíla f árekstrar urðu út um allar þorpa- gmndir og einstaklingshyggjumenn sem ekki þurftu aðstoð annarra til að taka fúllan þátt í þjóðaríþróttinni óku á hitt og þetta eða útaf upp á eigin spýtur. Enginn hefur yfirsýn um allt það eignatjón sem varð í umferð- inni í laugardagshríðinni, en trygg- ingafélögin hækka einfaldlega ið- gjöldin og kúnninn borgar og dómgreindarleysið svífúr yfir vötn- unum og andlega vankaðair bíl- stjórar halda áfram að aka hver á annan og út af akbrautum rétt eins og kunnáttuleysi í meðferð öku- tækja sé náttúrulögmál. Þeirri vitneskju deila þeir með öllum yfirvöldum og skipulags- snillingum umferðarmála. Blinda I blindhríð og vondri færð mddust hetjumar um eins og öku- tæki þeirra frekast leyfðu og skeyttu hvorki um sár eða bana, eins og kerlingin sagði. Þeir sem halda vitsmunum sínum nokkum veginn óbrengluðum vita hvemig svona ökuferðir enda. Lögreglumenn sem lentu í að þrífa upp þegar slotaði sögðu að engu líkara væri en að bílstjórar hafi verið að aka eftir minni í kóf- inu. Sjónakstur kom ekki til greina. En enginn þarf að vera hissa á þótt ökuferðir í blindhríð lendi í öngþveiti. Ótrúlega margir bílstjór- ar em gjörsamlega blindir fyrir öll- um aðstæðum alla daga, hvemig sem viðrar. Undanfamar vikur hefúr færð verið heldur þung og á höfuðborg- arsvæðinu em götur mddar aðeins að hluta og akreinar því mun mjórri en yfir hásumarið. Saltpækill gatnamálastjóra er ekki síður á bílrúðum en í uppl- eystri tjörunni. Við þessar aðstæður þjösnast ökufantamir eins og að aldrei hafi fallið snjór og allar leiðir greiðar. Umferðarhraðinn á glerhálum pæklinum sem oft er ofan á enn sleipari snjó eða ísi er eins og fiflin sjá í eltingarleikjum í bíóum. En þangað virðast Islendingar sækja ökulag sitt. En satt best að segja mundi Mike Hammer ekki geta ekið í tvær mínútur með sínu lagi í New York án þess að vera tekinn fastur af um- ferðarlögreglu. Á íslandi halda yfirvöld eins og bílstjórar að ökumenning sé eins og sú sem þeir sjá í glæpabíóum. Og verst er það heimskulega dómgreindarleysi að hafa aldrei vit til að meta aðstæður og keyra í snarbijálaðri blindhríð með sama hætti og á sólbjörtum sumardegi. Ótrúlegt - en því miður satt. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.