Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 17. mars 1990 í nýju frumvarpi um grunnskóla er gert ráð fyrir lengri skólaskyldu, lengri skóladegi og einsetnum skóla: Skólarnir annist ráðningu kennara Svavar Gestsson menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um grunnskóla og breytingar á lögum um Háskóla ís- lands. í frumvörpunum sem og nýrri reglugerð um framhalds- skóla sem menntamálaráðuneytið hefur gefíð út er mörkuð sú stefna að færa nær allar stöðuveitingar úr ráðuneytinu og til skólanna sjálfra. Nýja reglugerðin um framhalds- skóla er með viðamestu reglugerð- um sem menntamálaráðuneytið hef- ur gefið út. Með reglugerðinni er faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði skólanna aukið og að sama skapi dregið úr valdi ráðuneytisins. Stór þáttur í þessari valddreifingu er stofnun skólanefnda við hvem skóla. I skólanefnd sitja þrír fulltrúar frá sveitarfélagi, einn nemandi, tveir kennarar og einn fulltrúi mennta- málaráðuneytisins. Skólanefnd á m.a. að gera tillögu til skólameistara um ráðningu kennara, gera tillögu til menntamálaráðuneytis um ráðningu skólameistara, ákveða námsfram- boð, gera fjárhagsáætlun fyrir skól- ann og fylgjast með að henni sé framfylgt. Skólanefndir hafa þegar verið skipaðar við alla framhalds- skóla. Um síðustu áramót tók ríkisvaldið við rekstri allra framhaldsskóla landsins, en áður sáu sveitarfélögin um rekstur sumra þeirra. Nú er unn- ið að hcildarúttekt á öllum fram- haldsskólum í landinu hvað varðar húsnæði, búnað og námsframboð. Á grundvelli þessarar úttektar verður sett fram áætlun um fjárþörf skól- anna hvað varðar nýbyggingar, við- hald og tækjakaup. Ennfremur er stefnt að því að koma á tiltekinni verkaskiptingu milli skóla m.a. til þess að ekki þurfi að koma upp sér- hæfðri aðstöðu víðar en þörf er á en með því nýtist fjármagn betur og auðveldara verður að fá sérhæfða kennara til starfa. Merkustu nýmæli í nýju frumvarpi um grunnskóla eru lenging skóla- skyldu um eitt ár, sem sé að hún verði tíu ár. Stefnt er að því að allir grunnskólar verði einsetnir innan tíu ára, en það þýðir að hver bekkjar- deild hafi sína stofu. Þetta er for- senda þess að hægt verði að lengja skóladag grunnskólabama, en það er eitt af markmiðum frumvarpsins. Gert er ráð fyrir að ákvæði um tíma- fjölda á hvem nemenda sem nú em í grunnskólalögum verði lágmarks- ákvæði þannig að ekki verði heimilt að bjóða minni kennslu handa nem- endunum en grunnskólalög kveða á um. I frumvarpinu er ennfremur ákvæði um hámarksfjölda í bekkjar- deild, en stefnt er að því að fækka nemendum í bekkjardeildum í 1.-3. bekk á næstu fimm ámm. I ffumvarpi til laga um breytingar á lögum um Háskóla íslands er gert ráð fyrir breytingum á stjómsýslu háskólans. Nokkur embætti verða lögð niður eða heiti þeirra breytt. Markmiðið er valddreifing í þá átt að rekstrareiningar innan háskólans verði sjálfstæðari. Þá hefur menntamálaráðherra gefið út reglugerð um löggiltar iðngreinar, námssamninga, sveinspróf og meist- araréttindi. Þar em gerðar vemlegar breytingar á skipan og stjómun iðn- fræðslunnar frá því sem áður var. Iðnfræðsluráð er nú ráðgefandi um stefnumörkun en ráðuneytið og skól- ar taka við hlutverki Iðnfræðsluráðs að því er varðar stjórn og fram- kvæmd hennar. -EÓ Ferskur flattur fiskur. Félag íslenskra stórkaupmanna: Telja reglugerð- ina vera ólöglega Útflutningsnefnd Félags íslenskra stórkaupmanna hefúr látið gera lög- fræðilega úttekt á reglugerð sjávar- útvegsráðuneytisins frá 2. mars sl. um bann við útflutning á ferskum flöttum fiski og ferskum flökum. I niðurstöðu Othars Arnars Petersen hrl. kemur fram að reglugerðin hafi ekki stoð í lögum og sé jafnvel and- stæð lögum. Jón B. Jónasson skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu sagði í samtali við Tímann að þeir hefðu ekki farið að gefa reglugerðina út nema vera búnir að skoða lagalegar hliðar málsins og séð að setning hennar ætti sér stoð í lögum. Útflytjendur innan Félags íslenskra stórkaupmanna hafa fúllan hug á að láta á þetta reyna fyrir dómstóli. Jón B. sagði að ef látið verði á málið reyna fyrir dómstóli, þá komi það í hlut ríkislögmanns að flytja það mál. í greinargerðinni kemur ennfremur fram að reglugerðin sé sett með þeim hætti að leitt getur til skaða- bótaskyldu ríkissjóðs vegna umtals- verðs tjóns, sem af henni getur hlot- ist. Aðspurður sagði Jón B. að þeir teldu ríkissjóð ekki skaðabótaskyld- an. „Við teljum að verið sé að vernda hagsmuni þeirra aðila sem í fiskvinnslu vinna,“ sagði Jón B. „Reglugerðin stendur. Ég get ekki séð hvað næsta skref verður, annað en þeir fari í mál, eins og þeir hafa lýst yfir. Þá verður niðurstaðan að fást í því, hún fæst ekki annarstaðar í sjálfú sér,“ sagði Jón B. —ABÓ Hjörleifur Guttormsson: um álver Hjörleifur Guttormsson þingmaður Aiþýðubanda- lags hefur sent frá sér yfír- lýsingu vegna samþykktar ríkisstjórnarinnar um ál- bræðslu. Þar segir m.a. að eftir staðfestingu iðnaðar- ráðherra á yfirlýsingu ríkis- síjórnarínnar hafi komið í Ijós að málatilbúnaður hans Og viðræðunefndar iðnaðar- ráðuneytisins sé enn verri en hann haíðí gert sér í hugar- iund. „Með þessum vinnubrögðum stefúa stjómvöld íslenskura hags- munum i mikið óefni. Því mót- mæli ég eindregið': Að þróun orkufreks iðnaðar á að vinna þannig að forræði íslendinga sé traust og ótvírætt og að slíkum fyrirtækjum sé valinn staður utan aðalþéttbýlissvæða landsins,“ segir í yfirlýsingu Hörleifs. Í yfiríýsingunni segir ennfremur að engin skrifleg göng hafi verið kynnt í þingflokki Alþýðubanda- lags um málið, áður en yfirlýsing ríkisstjórnarinnar var undirrituð 13. mars sl. Á þingflokksfundi Alþýðu- bandalagsins 7. mars lýsti hann sig andvígan aö Aiþýðubandalag- ið gerðist aðili að yfirlýsingunni. Lagði hann fram bókun þar sem fram kernur að hann sé andvígur því að þingflokkurinn fallist á að teknar verði upp viðræður um ál- ver alit að 200 þúsund tonn að stærð við þijú crlend fyrirtæki, án þess að gcngið hali verið frá þvi fyrirfram, á hvaöa grundvelli þær viðræður fari lram að hálfu ís- lenskra stjórnvalda varðandí eignarhald, raforkuverð, staðsetn- ingu, mengunarvarnir og fleiri þætti. Vllhjálmur Einarsson við hluta verka sinna. Tímamynd Aml Sýnir á Mokka Þessa dagana stendur yfir mynd- listarsýning á verkum Vilhjálms Einarssonar á Mokka. Tuttugu og fimm myndir eru á sýningunni. Að sögn Vilhjálms eru myndimar unn- ar með tækni sem hann byijaði á í fyrra, að mála með akrýl, gouashe á svörtum grunni. „Þctta er aðferð sem mér finnst ég hafa náð skemmtilegum tökum á og hef gaman af að þróa áfram,“ sagið Vdhjálmur. Myndefnið er sótt í náttúruna, einkum Austanlands, en hann seg- ist eiga sér nokkra uppáhaldsstaði, s.s. við Húsafell, Bifröst og fjöllin á Austurlandi. Þetta er fjórða einkasýning Vilhjálms og líkur henni nú um komandi helgi. Um páskana heldur Vilhjálmur sýningu í Hótel Borgarnesi, þar sem um verður að ræða n.k. yfir- litssýningu á verkum hans. Sigurður Geirdal Inga Þyrí Páll Kjartansdóttir Magnússon Stefán Amgrímsson Martha Jensdóttir Listi framsóknarmanna í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor: Sigurður Geirdal skipar efsta sæti Framsóknarflokkurinn í Kópavogi hefur ákveðið framboðslista fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Verulegar breytingar eru á listanum frá síðustu kosningum. Skúli Sigur- grímsson bæjarfúlltrúi dregur sig út úr slagnum en í hans stað tekur efsta sætið á listanum framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, Sigurður Geirdal. Annars er listinn svo skip- aður: 1. Sigurður Geirdal, framkvæmda- stjóri Daltúni 12 2. Inga Þyrí Kjartansdóttir, sölu- stjóri Fagrahjalla 86 3. Páll Magnússon, menntaskóla- nemi Ltmdarbrekku 4 4. Stefán Amgrímsson, deildarstjóri Löngubrekku 5 5. Martha Jensdóttir, kennari Mar- bakkabraut 20 6. Ómar Stefánsson, búfræðingur og nemi Selbrekku 8 7. Vilhjálmur Einarsson, fasteigna- sali Birkigrund 9B 8. Eiríkur Valsson, skrifstofúmaður Kársnesbraut 79 9. Sigurbjörg Björgvinsdóttir, laga- nemi Hlaðbrekku 10 10. Guðrún Alda Harðardóttir, fóstra Marbakkabraut 11 11. Ragnar Már Sveinsson, mennta- skólanemi Ástúni 10 12. Sigrún Ingólfsdóttir, íþrótta- kennari Bræðratungu 23 13. Þórunn Guðmundsdóttir, skrif- stofumaður Engihjalla 19 14. Þór Guðmundsson, þjónustu- stjóri Rauðahjalla 7 15. Guðmundur Gíslason, fulltrúi Marbakkabraut 28 16. Ásdís Steingrímsdóttir, verslun- ármaður Kópavogsbraut 82 17. Sigríður Huld Konráðsdóttir, menntaskólanemi Reynihvammi 20 18. Grímur S. Runólfsson, skrif- stoíúmaður Álfhólsvegi 8A 19. Haukur Hannesson, yfirverk- stjóri Þinghólsbraut 82 20. Hulda Pétursdóttir, verslunar- maður Sunnubraut 16 21. Elín Jóhannsdóttir, kennari Þinghólsbraut41 22. Skúli Sigurgrímsson, bæjarfúll- trúi Kársnesbraut 99

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.